Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Page 7

Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Page 7
7 Mánudagirr 30. september 1968 Mánudagsblaðið sáttanefndir Framhald af 8. síðu. um mælt 1959, aS „stefna friðsam- legrar sambúðar auðveldar sigur kommúnismans og annarra fram- farasinnaðra félagssamtaka vinn- andi séttanna í löndum kapítalism- ans, gerir þjóðunum hægra um við að berjast gegn árásarhneigðum stríðsbandalögum og erlendum her stöðvum, og styrkir þjóðlegar frels- unarhreyfingar." Sigrar kommúnismans — eða rétara sagt: sigrarnir, sem lýðræð- ið hefir fært kommúnismanum — hafa ekki heldur verið neinir smá- vinningar, sem auðvelt hefir verið að láta sér sjást yfir, enda hafa þeir ekki allir unnizt mótspyrnulaust, en þá mótspyrnu hefir heimslýð- rœðið aldrei veitt, heldur eingöngu þau öfl, sem sízt hafa verið því að skapi, Pg þeim, er nú þykjast loks finna, að kommúnisminn sé ekki beinlínis nein stjórnskipunarfram- kvæmd á boðskap Jesús Krists. „Hin vopnaða asska Rússlands ávinnur sér nú nýjan persónuleg an virðuleika og varpar af sér síðustu hlekkjum hinnar gömlu harðstjórnarkeðju, sem svo lengi hefir fjötrað hana. Þetia er þró- un, sem hefir heimssögulega þýð ingu. Þetta þýðir, að hið gamla orðatiltæki „vestrcen menning" hefir ekkert gildi framar. Heims viðburðernir og hinar sameigin- legu þarfir alls mannkynsins ■ tengja menningu Asíu menn- ingu Evrópu og Ameríku til þess þannig að skapa raunveru- lega heimsmenningu í fyrsta skipti. í skilningi Frelsanna fjög urra og á undirstöðu Atlanz- hafs-Y firlýsingarinnar höfum við sett okkur öllum háleitt, ó- viðzjafnánlegt takmark." — Franklin D. Roosevelt (1882 —1945), forseti Bandaríkja Norður-Ameríku (1933-1945): í útvarpsræðu 3. September 1942: (Tilvitnun hér úr „IM TEUFELSKREIS" eftir Rudolf Fierdler (Gunther Olzog Verlag, Munchen, 1960) bls. 149). Öllum þeim 15 ríkjum, sem kommúnisminn hefir algerléga á valdi sínu og hér að ofan eru talin, þ. á m. Rússaveldi sjálfu, en að Tíbet þó einu undanskildu, hefir kommúnisminn náð undir sig ýmist fyrir beinan tilverknað eða með virkri aðstoð, oft vopnaðri ofbeld- isaðstöð heimslýðræðisins, m. ö. o. — og það 'er óhagganleg, söguleg staðreynd, sem ætti að greipa stál- steyptum stöfum í huga og hjarta hvers einasta hugsandi manns —: kommúnisminn ræður ekki yfir einum einasta fersentimetra þess- ara rúmlega 42.000.000 ferkílóm. landflæmis, að Tíbet einu undan- skildu, án þess að hann hafi notið aðstoðar heimslýðræðisins við að brjóta það undir sig! En hefir lýðræðið ekki séð að sér, tekið upp vinsamlegri stefnu gagnvart þjóðum og ríkjum heims- ins? Hefir það ekki komið sér upp víðtækum bandalögum til barátm gegn kommúnismanum? Hvað um NATO, CENTO og SEATO? „Alltaf hangir drungi yfir vötn- um og fjöllum íslands. Eitthvað af þessum hamblce hefir lagzt yfir NATO. Hvaða gagn er að hinum alúðlegu ræðum í Reykja vík? Atlanzhafsbandalagið er ekki framar það sem það var ... NATO hefir glatað forgangs- hlutverki sínu í hinni amerísku' öryggispólitík . . . Fundurinn í Reykjavík vefður ekki talinn í röð hinna merku ráðstefna." — „FRANKFURTER ALLGE- MEINE ZEITUNG", Frank- furt; 25. Júní 1968 / Nr. 144. Árið 1939 réðu kommúnistar 1 ríki, rösklega 21 millj. km2 að flat- armáli, með um 170 millj. íbúa. Nú, aðeins rúmum aldarfjórðungi seinna, drottnar kommúnisminn al- gerlega yfir 15 ríkjum (Sowjetrík- in, Pólland, Tékkóslóvakía, Þýzka Lýðræðislega Lýðveldið, Búlgaría, Rúmenía, Ungverjaland, Júgóslaw- ía, Álbanía, Kína, Mongólía, Tíbet, Norður-Kórea, Norður-Vietnam og Kúba), sem ná yfir meira en 42 millj. km2 landsvæði samanlagt og byggt er um 1.100 millj. manna. Þar að auki lúta 3 ríki, sem áður voru sjálfstæð (Eistland, Lettland og Lithauen), ógnarstjórn komm- únismans. En þar méð er sagan ekki öll sögð: mörg önnur ríki, s.s. Suður-Vietnam, Laos, Afghanistan, Kambodía, Zanzibar og Malasía, virðast að því komin, að „varpa af sér síðystu hlekkjum hinnar gömlu harðstjórnarkeðju". Enn er ótalinn syrpa af „hlutlausum" ríkj- um, sem ekki er ósennilegt að fari sömu leið. Eg drap á það í upphafi þessa greinarkorns, að lýðræðis hefði haft uppi ýmsa sýndartilburði, sem ætl- að var að sanna, að það lumaði á einhverjum afplánunarásétningi. Ég hafðl nefnd bandalög aðallega í huga, en þeim hefir þ^ð mjög hampað á síðustu árum og gert sér far um að telja mönnum trú um, að þau hefðu „heft útbreiðslu kommúnismans". En þessum banda Iögum er öllum sameiginlegt, að þau eru eingöngu varnarbandalög, þeim er ætlað að tryggja óbreytta valdaskiptingu í heiminum, sætta þjóðirnar við núverandi þrælatök kommúnismans, hindra sérhverja viðleitni til þess að knýja komm- únismann til undanhalds og upp- gjafar, þau eru varnarvirki utan um píslarstöðvar, starfrækt í anda Roosevelts „til þess þannig að skapa raunverulega heimsmenn- ingu í fyrsta skipti", verja „nýjan persónulegan virðuleika" Sowjet- menna fyrir ótilhlýðilegum athuga- semdum milljónahundraðanna, er undir okinu stynja. Öll þessi banda- lög eru því samninga- og sátta- nefndir, enda er það margstaðfest í stojnskrá þeirra, öllum síðari yfir lýsingum, og alveg sérstaklega og á ótvíræðastan hátt með aðgerðum þeirra, en einkum þó aðgerðaleysi. Samræmisins vegna og sannleik- ans er hins vegar rétt að geta þess, að bandalög lýðræðisins, NATO, CENTO, SEATO hafa því í reynd stefnuskrá sinni að veita viðnám gegn Valdatöku kommúnismans, sem reynt yrði að framkvæma méð vopnaðri, utanaðkomandi árás í ein hverju aðildarríki eða -ríkjum. Það er þess vegna óafsakanleg fávizka að halda því fram, að þeim sé ætl- að það hlutverk að „berjast gegn kommúnismanum". Kommúnism- inn hefir fullkomið frelsi í lang- flestum lýðræðisríkjum til þess að (1) afla sér fylgís, (2) keppa að og undirbúa valdatöku sína einn eða í bræðralagi við aðra og (3) taka völdin ýmist á þingræðislegan hátt eða með byltingu. Og þetta frelsi nota kommúnistar sér og hafa not- að sér alveg svikalaust. NATO Cento og SEATO hafa þvr í reynd það hlutverk eitt að andæfa, tefja fyrir eða, eftir atvikum, semja um framgangsmáta og fresti i sam- bandi við framsókn kommúnism- ans. Einnig þau hafa fyrir sitt leyti gegnt því hlutverki alveg svika- laust, eins og gleggst má sjá af Ber- línarmálum (Kennedymúrinn, vald níðsla, samgönguhindranir) og Per- ísarviðræðum um tilhliðranir í Suð ur-Viétnam. Til enn frekari sönn- unar um stríðspólitískt fánýti nefndra fyrirtækja er það, að allt bendir tvímælalaust til þess að þau, eða a.m.k. NATO, taki að snúa sér meira og meira að algerlega óvið- komandi verkefnum eins og t.d. peningaþrasi, kennslumálum og Négraframfærslu. Þessar fyrirætlanir eru vitanlega uggvænleg stefna og hreint sjálfs- morðsflan, því að kommúnisminn er sízt minni ógnun nú en jafnan fyrr, og möguleikar þeirra ríkja, sem í bandalögunum eru, til þess að þurrka kommúnismann út liggja í augum uppi. Ef slíkt hefði nokk- urn tíma verið takmarkið, þá hefði undirróðri og ógnunum aldrei linnt, eymdarástandið í löndum sósíalism ans hefði verið magnað með marg- víslegum fjármálaþvingunum og efnahagslegri einangrun, byltingar og innrásir í stöðugum gangi. En reynzlan hefir orðið þveröfug, enda eru þetta verkefni fyrir karlmenn en ekki kvígur, sem halda að þær sé ljón. Annars er Atlanzhafsbandalagið dapurleg áminning um það, hvern- ig fer um skynsamlegar hugmyndir, þegar bjálfast er til að reyna að framkvæma þær með lýðræðisleg- um hætti. Anti-Komintern-sáttmáli Hitlers og samherja hans var uppi- staðan í árásarbandalagi gegn kommúnismanum, sem ekki á sinn líka í sögunni, og væri því fjar- stæðukennt að líkja við NAIO. Samt sem áður hefir því stundum verið hreyft af sumum NATO-sinn um, að takmark þess væri ekki að öllu leyti ósvipað markmiðum Anti-Komintern, þó að því bæri að ná méð öðrum aðferðum. Hér skal ekki eytt tíma eða prentsvertu í að fara nánar út í þá sálma, en aðeins rifjað upp, að það var í raun og sannleika einn náinn samherji Hitlers, er átti hugmyndina að At- lanzhafsbandalagi til barátm gegn kommúnismanum — átján árum áður en nokkurri lýðræðisveru kom til hugar að kommúnisminn væri veruleg ógnun. Þessi samherji Hitlers var Vid- kun Quisling — eini stjórnmála- maðurinn, sem Noregur hefir nokkru sinni átt. Quisling skrifaði á þessa leið árið 1930: „ „Norrænt Bandalag," skrifar hann, „á milli Skandinavíu og Stóra-Bretlands, að viðbættu Finn- landi og HoUandi, og sem Þýzka- land og e.t.v. Brezku Samveldis- löndin og Ameríka gætu gengið í — slíkt bandalag gæti brotið hina beinu árás Bolsévikkasamsteypunn- ar á bak aftur og bjargað Evrópu- menningunni og friðinum um langa framtíð . . . Það er eðlilegt af Skandinavíu, sérstaklega Noregi, að tengjast Brezka Heimsveldinu sterkari böndum, þar sem við eig- um svo margt sameiginlegt." sveina sinna gagnvart Hamsun og ávítaði þá fyrir framkomu þeirra „við þetta mikla skáld", þá anzaði Vold af þeirri ósvífni aulans, sem virðist hafa verið honum og hans nómm ásköpuð: „Don’t be soft"! En Molotow var tekinn að gamlast — og ekki er ástæða til þess að efa, að hann hefir metið uppörvun Terje Vold að verðleikum. Og morðmenn Hákonar 7., upp- götvara þríhengingarinnar (sjá bók Hewins bls. 355), hættu við að myrða Knut Hamsun. Hver veit nema sá örlitli neisti sómatilfinn- ingar, sem þrátt fyfir aUt bærðist með Molotow, hafi forðað þeim frá að kóróna þorparaferil sinn með slíkri churchillscku. J. Þ. Á. V „Ef við hefðum hlustað á Quis- ling, þá myndu Bolsévikkar ekki vera búnir að koma sér fyrir í skot- gröfum eftir endilangri línu frá Petsamo við norsku landamærin, gegn um Eystrasaltslöndin, PóUand, Austur-Berlín og Balkanskaga alla Ieið að Adríahafi (Albanía) og að mynni Miðjarðarhafsins (Búlgaría). Ekki myndu þeir heldur vera búnir að smeygja sér inn í Mið-Austur- lönd alla leið til Egytalands og Aust ur-Afríku, Persíu og Irak, né heldur á norður-japönsku eyjarnar (Sakha- lin) og'Suðaustur-Asíu. Ólán Quis- lings lá í því, að hann var gæddur of mikilli framsýni og rökhugsun fyrir samtíðarmenn sína". (Ralph Hewins: „QUISLING PROPHET WITHOUT HONOUR", (W. H. AUen, London, 1965;) bls. 98-99). Bæði Quisling og Hitler vissu, að markmið án yfirdrottnunarásetn ings er marldeysa. Og konungsnorðmenn myrtu Quisling að undangengnum „réttar- höldum" reismm á grundveUi, sem hafði verið lagður á áruniun 1936 — 1938 — í Moskwa. En Quisling var langt frá því að vera eini Norðmaðurinn, sem várð að gjalda þess með æm sinni og lífi, að hann gnæfði himinhátt yfir samlanda sína að andlegu atgervi, stjórnmálaþekkingu, framsýni og dirfsku. Knut Hamsun, maðurinn, er með hinum stórbrotna, leiftrandi skáld- skap sínum minnti heiminn á, að til var land, sem hét Noregur, var ofsóttur, hrakinn, smánaður og kvalinn í hverri píslarstöðinni ann- arri viðurstyggilegri svo ámm skipti, kominn hátt á níræðisaldur. Svo gjörsneyddir reyndust konungs norðmenn aUri sómatilfinningu og mannlegum siðgæðiskenndum, að þeir Trygve Lie, Einar Gerhardsen og Terje Vold (dómsmálaráðherra norsku strokumannastjórnarinnar í London) hældust um opinberlega yfir meðferðinni á Hamsun. Ralph .Hewins, brezki stjórnmálasérfræð- ingurinn og blaðamaðurinn heims- frægi, sem hiklaust má telja að sé allra manna kunnugastur tilraun- um konungsnorðmanna til stjórn- málastarfsemi, gemr þess t.d. í bók sinni, er ég hefi vitnað í hér að framan á bls. 357, að þegar sjálfum Molotow blöskraði aðfarir læri- SJONVARP REYKJAVIK í ÞESSARI VIKU Sunnudagur 29. 9. 1968 18.00 Helgistumd 18.15 Hrói höttur. íslenzkur texti: Ellert Sigurbjömsson. 18,40 Lassd. íslenzkur texti: Ell- ert Sigurbjömsson. 19.05 Hlé. 20.05 Fréttir. ^ 20.20 Einleikur í sjónvarpssal. Snjólaug Sigurðsson leikur: Rapsódía í b-moli efitir Brahms, Intermezzo eftir Brabms, Capricio eftir Brahims og Preiude eftir De- bussy. Snjólaug Sigurðsson kemur hingað á végum í»jóð- ræknisfélags Islendinga. Hún hefur haldið tónleika í Came- gie Recitai Hall og Town Hall, en kennir nú píanóleik í Wimnipeg. 20.35 Hong Kong. Kvikmynd um þjóðfélags- og efnahags- vandamál yftrvalda í Hong Kong, þessari nýlendu Bneta undan Kinaströnd, sem nú er oröin þéttbýlasti skiki á jörð- inni. Þýðandi og þiulur: Gylfi Pálsson. 21.25 Herramenn og hefðarkon- ur. Byggt á þremur sögum Maupassant. Aðallhlutverk: Jadk May, Anigela Browne, Peter Vaughan, Hilary Mason, Phildp Madoc og Carolyn Momtagu. _ Leikstjóri: Derek Bennett. íslenzikur texti: Ösk- ar Ingimarsson. 22.15 „Hvað kanntu að vinna?“ Umræðuþáttur um sikóla- og atvinnumál. Þátttaikendur eru J'ólhan'nies Sigmundsson, bóndi, Hjalti Einarsson, verkfræð- ingur, Haukur Eggertsson, framkvagmdatjóri og Sigurð- ur Magmússon, framkvæmda- stjóri. Umsjón: Kristján Gunnarssom, skólastjóri. Dagskrárlok óákveðin. Mánudagur 30. 9. 1968 20.00 Fréttir. 20.35 Kvöldvaka. Kammerkór Ruth Magnússon flytur is- lenzk þjóðlög. 21.00 Grín úr gömlum myndum. Isilenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 21.25 Fuglabjörg í Færeyjum. Þéssi mynd fjallar um Fær- eyjar og kemur eflaust mörg- um kunnuglega fyrir sjónir. Þar er, m.a. lýst bjargsigi eggjatöku og lundavedðum og nofckuð greint frá eyjunum sjálfum, sögu þeirra og fólk- inu sem þær þyggir. Þýðandi og þulur: Öskar Ingimarsson. 21.50 Harðjaxlinn. íslemzkur texti: Þórður örh Sigurðsson. 22.40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 1. 10. 1968. 20.00 Fréttir. 20.30 í brennidepli. Umsjón: Haraldur J. Hamar. 21.00 Perú. Þriðja myndin úr myndaiElokknum um sex Suð- ur- Ameríkuríki. Perú er um margt forvitndlieigra land Evrópuibúum en Argentína og Chile. Það er mun skemmra á veg komdð í þjóðfélagsmál- um og á við tnarga erfiðleika að etja vegna þess. íslenzfcur 'texti: Sonja Ddego. 21.45 Skötuhjúin. (Back toBack) Bamdarísfc kvikmynd gerð fyrir sjónvarp. Aðalhlutverjí: Sheliy Winters og Jack Hawkins. íslenzkur texti: Ingibjörg Jónsdóttir. 22.30 Dagskrárlók. Miðvikudagur 2. 10. 1968. 18.00 Landsleikur í knattspymiU milld Norðmanna og Svía. Hllé 20.00 Fréttir. , 20.30 Leikur að tölum. Stuitt mynd, sem ekki þarfnast nednna skýringa. 20.40 Millistríðsórin (1. kafli) Fyrsta myndin í mytndaflokfci frá BBC um árin milli heiins- styrjaldanna tveggja, um friðimin, sem fór forgörðum. Þýðandi og þulur: Bergstednn. Jónsson. 21.05 Hr. Roberts. Bandarísk kvikmynd gierð af John Ford og Mervyn LeRoy. Aðai- hluitverk: William Powell og Jack Lemmiom. Islenzkur texti: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.40 Dagskrárflok. Föstudagur 4. 10. 1968 20.00 Fréttir. 20.35 Vatn til Eyja. Senn líður að því að langiþráður draum- ur Vestmannaeyingja rætist, og þeir fái gott, rennandi vatn í hús sdn. í mynd þess- ard er saga vatnsveitumálsi ns rakin og sýht, þegar neðan- sjávarleiðslan var lögð sdðast- liðið sumar. Þulur er Magn- . ús Bjarnfreðsson. 20.55 Spretthlauparinn Jesse Owens. Bandaríski iþrótta- maðurínn Jesse Owens hedm- sækir Olympíuleikvanginn f BerHn. 1 myndimmi eru sýnd- ar svipmyndir fró Ottympíu- leikumum 1936, er Owens vann fem gulilverðttaun og einnig sjást helztu leiðbogar „Þríðja ríkisáns“. Islenzkur texti: Ásgeir Ingóttfsson. 21.40 Maverick. Isttenzkur texti: Irugibjörg Jónsdóttir. 22.30 Erlend málefni. Umsjón Markús öm Antonsson. 22.50 Dagsfcnárlok. Laugardagur 5. 10. 1968. 16.30 Endurtekið efni. I tónum og tatti. Umsjón: Þorkettl Sig- urbjömsson. I þessum þætti tekur Þorkettl fyrir þá Svein- bjöm Sveinbjömsson og Ey- þór Stefánsson frá Sauðér- króki, og eru með honum 12 söngmenn. Ednsönigvari er Kristinn Hallsson. Áður flliutt 17. febrúar 1967. 16.55 Enskufcennsla sjónvarps- ins. Leiðbeinandi: HeimirÁs- kelsson (27. kennsilustund frumflutt). 17.20 Iþróttir. Efni m.a.: 1. Leikur Birmdngham City og Aston Villa. 2. Dagskrá í til- efni af þvi að 60 ár eru liðin síðan íslendingar tófcu fyrst þátt f Olympíuleikum. ?. leikur Leicester City og Cov- entry City. fflé. 20.00 Fréttir. -0.25 Terry Ber. Bamdaríska þjóðttagasöngkonan Terry Ber syngur lög í léttum dúr. Dag- sttcrárþáttur þessi var gerður er söngkonan var hér á ferð fyrir skömmu. 20.45 Skemmtiþóttur Lucy Ball. Islenzkur texti: Rannveig Tryggvadóttir. 21.10 Saga manmkyns. (The Story of Mankind) Banda- rísik kvikmyind gerð af Irwin ARen. Aðalhlutverk: Ronald Colman, Hedý Laimarr, Marx bræður og Sir Cedric Hard- wick Isl. texti: Jón Thor HaraiLdssoti. ♦

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.