Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Síða 8

Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Síða 8
I „Kreppan" og skemmtistaSirnir — Uppboð og eignarnám — Hross og mengun — Umferðarljósin á Miklubraut — Slælegt lögreglueftirlit — Frumsýningar — Dæmdur í sæng — „KREPPAN" er oú farin að segja til sín, og eins og venjulega kemur hún' fyrst fram á skemmtistöðum borgarinnar. Aðsókn hefur minnkað ýskyggilega, og áberandi hve gestir koma betur „undirbúnir" að heiman þ. e. létt-mjúkir og halda sér í horfinu á veitingastöðunum. Sumir staðir hafa brugðið undarlega við í þessum efnum og hækkað verð gosdrykkja allt upp í kr. 35.00 per flösku, og er það skrítið, en hækkunin frá innkaupsverði þess- ara stáða hækkar nú ekki nema um lítil 1000%, sem kallast má sæmilegt, jafnvel í okkar þjóðfélagi. UPPBOÐIN ERU NÚ vinsælasta lesefni Morgunblaðsins, enda eru þau orðin skuggalega mörg daglega. Hvað hið opinbera gerir við allt þetta dót, sem að berst er leyndarmál, en sumum er nú farið að þykja nóg um. Sumir lögfróðir telja, að hér sé meira um helbert eignauppnám að ræða heldur en réttar sölur á eignum manna, enda er þetta sport all-vinsælt hjá auraríkum mönnum, sem sitja um þessar reytur .Er ansi illur kritur í sumum. MIKIÐ VAR RÆTT um mengun í Elliðaánum og kennt um hrossahúsum í nágrenni ánna. Ekki hefur verið litið við því, að í Heiðmörk stóðu í sumar haugar af dýraáburði m.a. svína og annarra skepna, og hefði vel getað smitað út frá sér, en sjálfsagt er talið að rekja alla kvilla tikhrossanna. Annars var veiðin með bezta móti, þrátt fyrir allar vísindalegar skýringar og eflaust má telja, að sérfræðingar hafi þar farið með villur einar og rangindi. Fjöldi hestamanna telja borgina allt um of hlutdræga er varðar okkar heilögu sportkýr laxveiðimennina, sem öllu ráða. Máske væri ekki úr vegi fyrir Fák, að bjóða Geir borgarstjóra í útreið- artúr, eins og laxveiðimenn bjóða honum dagstund í Elliðaánum. ENNÞÁ HEFUR EKKI tekizt að samræma Ijósin á Miklubraut og veldur þetta miklum töfuip og óþörfum. Sumstaðar skipta ljósin — beygjuljósin, — svo ört að naumast tveir bílar ná þeim í einu. Þá er tímasamræmi milli umferðarljósanna slíkt, að Mikla- brautin krefst allt að þriggja Ijósastöðvana frá Grensásvegi að Lönguhlíð. Talað var um það fyrir skömmu að hingað væri von sérfræðinga en ekki hefur ehn bólað á lagfæfingum eftir þá. FER EKKI AÐ KOMA tími til, að götulögreglan „gangi" í eftir- Iitsferðir um miðborgina, því brotizt er inn slag í slag á næstu grösum við aðalstöð lögreglunnar. Bílaeftirlit er ágætt í úthverf- um þapsem lögreglan verður að gæta stærri svæða, en miðborgin er algerlega óvarin og hljóta menn að krefjast að úrbót sé fengin hið bráðasta. Svona ástand er ófært enda eru innbrot tíðari og stafa eflaust m.a. af eftirlitsleysi. •----------------------------------- \ FURÐULEG MÁ SÚ STÍFNI VERA, sem veldur því, að bæði aðalleikhús Reykjavíkur hafa frumsýningar sama kvöldið sbr. s.I. Iaugardag. Eins og allir vita eru mjög margir fastir frum- sýningargestir að frumsýningum beggja leikhúsanna, og verða því að ráða með sér hvorn kostinn þeir telja betri. Þótt margir illkvittnir og öfundsjúkir telji að aðaláhugamál Þjóðleikhúsgesta á frumsýningum sé ferð í Leikhúskjallarann eftir sýningu, þá sýndi hið gagnstæða sig í þetta skipti. Frumsýning Þjóðleikhúss- ins hálftóm en fullt hjá L.R. (Sjá gagnrýni leikdóma). ÞAÐ ER EKKI lítil ábyrgð að vera dómari. Það kom fyrir í skilnaðarmáli nokkru úti á landi, að eiginkonan hafði sett mann sinn í tveggja mánaða straff fyrir „yfirsjónir" þ. e. fyllirí og næturstúss, og mátti makinn hvergi nálægt kerlu koma. Svo fór, að málið kom fyrir rétt og prestur talaði um fyrir báðum. Dóm- arinn, sem var hinn röskasti maður sýndi hjónum fram á, að skilnaður væri lítt til fagnaðar. Kvaðst hann ekki sjá aðra Iausn í bráð en þá, að hann dæmdi þau til að sænga saman í %tvær vikur „til prufu", og leiddust þau úr réttinum. Þegar síðast frétt- ist lék frúin við hvern sinn fingur en karlinn ku segja nánustu kunningjum að þau augnablik væru æ tíðari með sér, að hann saknaði straffsins, þó ekki væri nema dag og dag. Sjónvarpinu hrakar stöð- ugt — Nýir þættir lé‘ legri — íslenzk tækni- kunnátta ónóg. — Endur- bætur nauðsynlegar. Það er ]>ví miður svo, að þótt leitað sé tneð logandi ljpsi, varó- andi endurbót á sjónvarpsdag- skránni s okkar, þá má heita, að þar finnist ekki ljós punktur, engar framfarir, en:gin niýung, engin bót. Sjónvarpinu hefur hrakað, efnisskránni fer hrak- andi og, það sem verra er, eng- in sjáanieg framför hjá taekni- deild sjónvarpsins ’sjálfs. Skemimtiþættir eru eklki lengur skemmtilegir, sumir þclanlegir, erlenidir, íslenzkir hinsvegar ekiln nærri nógu góðír, sumir hrein- asta „della“, edns og ettt dag- blaðið orðaði það, ‘eftir æfintýri sjónvarpsmanna, „á þakinu" í sumar, sem sennilega á sér ekki dæmi í sögunni. Nú myndu menn ætla, eftir fremur góða byrjun hjá sjón- varpinu, að það setti sitollt sitt í það, að slaka ekki á tauginni, heldur bæta og endumýja. Þvi er ekki fyrir að fara,. Sjónvarpið er að lenda í sama „alvörufar- inu“ og' útvairpið kemst ekki úr. Bngar b-reytingar hafa þar órðið. en í hótunum er haft, að nema brott suma vinsælustu erlendu þættina, en bæta i stað upp með „vizku“ fræðslu og allskyns „andlegu" efni, sem, í sannlleika sagt, sjónvarþið ræður ekkd við. Innílenda efnið, uitan íþróttir verður Ijyrir barðinu á þessu, sjónvarpið hefur vidað að sér ,,dauðum“ þreytandi, þáttum, en skotáð inn upplýsingaþáttum erlendum, fugllalif, og annað, sem er.gan áhuiga vekja. Flesitir þess- ir þættir eru kennsluiþættir, að- allega niýttir sem innskotsefnd, en hvergi er reynt að bæta hið inn- lenda. Umræðuþættir og skoð- anaþættir um ýms aðkalliaindd og áfiugaverð efni, sem þjóðin vill Musta á, eru því meini bundnir, að þeir em í heild of stuttir og enda venjulega þegar til „hita ‘ er komið milli þátttakenda. Þætt- ir Gunnars Schram og Haraldar Hamars, sem margir hverjir hafa verið ágætir eru, því miður of stuttir, og hvergi nærri tæmandi, þótt áhrifamenn innan þjóðfó- lagsins, séu þar mættir. Iþróttimar virðast hafa mest- um vinsældum náð, enda er þar oCt skipt um þuii og inn em komnir ágætir þulir eins og t.d. Jón Ásgeirsson og Öm Eiðsson; ólíkt frískari menn en Sigurður 'Sigurðsson, sem er ekki lengur sá eini og þar af ledðandi _ ekiki „sá vinsælasti" meðal fþróttaiþula. Sjónvarpsmenn gæitu mikið lært af þáttum Stefáns Jónssonar í út- varpinu, er hann ferðast með hljóðniemann um landið. Slíkan þátt skortir sjónvarpið aigjör- lega. vNökkuð ber á því, að dóm- greind eða verðmætaimat yfir- stjómar sjónvarpsins, sé ékki upp á hið bezta. Ýmsum þátturn innlendum.er Meypt inn án þess Framhald á 6. síðu. Blaófynr alla Mánudagur 30. september 1968 KVIK-d MYNDIH mrm n Khartoum í Tónabíói Spennandi mynd — Vekui mikla athygli. Það er synd að segja, að Brec- ar hafi efcki gert Gordon hers- höfðingja, þjóðihetju sinni, glæsi- leg skid í sögunni. Gordon var hetja í orðins beztu merkingu, en þó má deila um vizku hans í hinni örlagarifcu baráttu sinni við trúarofsóknamanninn, Nahdi, sem í lokin varð algjört Watar- loo Gordons, eáns og Weliington varð endanlegur ofjarl Napoleons. Khartoum, mynd sú, sem Tónabíó sýnir nú, er brezk-amer- ísk framleiðsla, ved unndn og lítt til sparað, spennandi og fylgir næsta ved aðad-atburðum þessa tor- týmin.gar, sem banaði Gordon, og fólldi, á sinn hátt, mjög brezkt miaonorð í því alheimsgildi, sem það naut þá. Smámenni koma ekíki til sögunnar, þvi þar sfcart- ar myndin bæði Gladstone forsæl- isráðherra, Kitchener hersihöfð- ingja, sem síðar varð og alls- kyns þekktum mönnum úr stjóm- mádadífi og herllífi Breta skömmu fyrir aldaimiótin. Vöm Khartoums, var fiasco í orðsins fyllstu merkingu. Hirð- inginn og o&amaðurinn Mahdi bar þar adgjörain sigur af hólmi, drap Gordon og varð adgjör of- urjarl þeirra, sem lifðu árásina af, þótt sjádfur dræpist hann stuttu sáðar og hefur nú, að mestu gdeymzt. Gordon var, á sinn hátt ofunhugi, stamgtrúar- maður og einrænn í lund. Súdan var hans eigin afkvæmi, nær kjörið fósturland, og þar hvíia bein hans. Myndin um þetta efni er gerð af þeim ríkidómi, þeirri snilili og tækni, sem Bandaríkjamönnum í samvinnu við Breta er dagin. Hún er að vdsu, stundum, ekki alveg í samræmi við sannðaar staðreyndir, en úthlaup hennar eru frernur mótuð af tilfinninga- semi, en því, að iáta réttu máli hallað í þeim atriðum, sem máli skipta. Vitaniega hafa fram- leiðendur gert sér Ijóst, að smá- vegis þurfti að krydda hetjuidýrk- andi aliþýðu, sem aidit gleypir gaignrýnisllaust. Khartoum er vel unnin mynd, spemnandi, ndkíkuð langdregdn og ofgerir á köflum eðadmennsku andsitæðinganna, errsýnir þó raun- sæi, eins og bezt er leyft í siiliri framleiðslu. Chardton Heston í hlutverdd Gordons er sannfærandi Framhald á 6. síðu. STAÐREYNDJR - sem ekki gleymast: 15 Hálfbognar sáttanefndir Aumlegir tilburðir — Fögur hugsjón — Dýrmætar gjafir — NAT0, CENT0, SEAT0 — Alúðlegar ræðue — Ólán Quislings — Morðmenn „GEFA EFTIR ... Að láta eitt- hvað af eigin eignum eða rétt-. indum af höndum við annan að- ila, sem á eða telur sig eiga til- kall til þeirra; að láta undan kröfu eða þvingun, einkum (í hernaði) að afhenda yfirráð (yf- ir virki, borg, landssvasði, o. s. frv.) í hertdur óvinar eða árás- araðila . . . í víðtcekari merk- ingu: Að gefast upp, draga sig í hlé, yfirgefa, einkum öðrum til framdráttar . . . Að gefa sjálf ari sig öðrum á vald, einkum sem fanga . . . Að gefa sig á vald einhverjum áhrifum, stefnu miðum o.s. frv.; að ofurselja sjálfan sig . . ." — THE OXFORD UNIVERS- AL DICTIONARY. Hver einasti maður með heil- brigða málvitund og ótruflað rök- skyn ætti að geta verið sæmilega ánægður með ofangreinda skilgrein inu „The Oxford Universal Dicti- onary" á hugtakinu „að gefa eftir". Hver einasti kommúnisti, sem ekki er því bólgnari af óbilgirni og frekju, hlýtur að vera harðánægður með þá óbilandi skyldurækni og samvizkusamlegu áherzlu, sem heimslýðræðið hefur um áratuga skeið lagt á, að inntak og andi þess arar útlistunar mótaði viðhorf þess og viðbrögð í einu og öllu gagn- vart þörfum og óskum kommún- ismans, hvar og hvenær sem ætlazt hefir verið til. Og engin einasta sanntrúuð lýðræðismanneskja hefir nokkru sinni gert sér viðunandi grein fyrir orsökum og afleiðing- um, þó að því verði hins vegar ekki neitað, að hin síðustu ár hefir heims lýðræðið háft í frammi ýmislega tilburði, sem í fljótu bragði — en aðeins í fljótu bragði — gætu bent til að örlaði á smávægilegum yfir- bótavilja. En það hafa bara verið tilburðir, enda árangurinn í sam- ræmi við það. Helztu, orsakir unidrlægjustefn- unnar eru þær, að lýðræðið Iítur ekki á kommúnistmann sem óvin, andstæðing, meinvætt, sem nauðsyn beri til að yfirbuga og kúga til undirgefni eða ofsækja og upp- ræta, hvað sem það kynni að kosta. Lýðræðið telur kommúnismann vera í eðli sínu „fagra hugsjon", sem því miður sé ekki ennþá tíma- bær eða raunhæf í framkvæmd alls staðar, en eigi þó rétt á sér á viss- um stöðum við sérstakar aðstæður; kommúnisminn þarfnist að vísu dá- lítillar snyrtingar og mannkynið of- urlítils aðlögunartíma til þess að allt geti fallið í ljúfa Iöð; eins og á standi beri því að líta á komm-, únismann sem bróður íleik, íhæstá lagi sem verðugan keppinaut að sömu eða- svipuðum markmiðum, það þurfi ekki annað en að sýna honum þægilegt viðmót, nærgætni og umburðarlyndi, þá muni hann spekjast, Iáta af hvimleiðustu prakk arastrikunum. Og — umfram allt: varast að móðga kommúnista, passa að gera þá ekki reiða. Því að, hvað sagði ekki Hans Lýðræðislegi He'il- agleiki, sjálfur Roosevelt forseti, við William C. Bullitt, sendiherra Bandaríkjanna í París, fyrir Teher- an-ráðstefnuna (samkvæmt grein Bullitts í „LIFE", New York, 30. Ágúst 1948: „How we won the War and Iost the Peace")?: „Eg hefi það svona á tilfinningunni, að Stalín óski einskis annars en ör- yggis landi sínu til handa. Og ég er þeirrar skoðunar, að ef ég læt honum í té allt það, sem ég mögu- lega get, og fer ekki fram á neitt í staðinn — þegar allt kemur til alls: noblesse oblige! —, þá muni hann ekki reyna að sölsa undir sig með ofbeldi, heldur láta sér annt um lýðræði og frið í heiminum". Og auðvitað hafa Stalin og arf- takar hans ekki haft neina ástæðu til þess að amast við „lýðræði og friði í heiminum". Hvort tveggja eru notadrjúgar forsendur fyrir fullnaðarsigri kommúnismans, og ekki hvað sízt á þeim grundvelli hefur kommúnisminn einmitt nú þegar náð algerum völdum yfir hálfri heimsbyggðinni og er nú sú ógnun, við allt það, sem dýrmætast hefur verið að mati menningar- þjóða, er leiðtogar lýðræðisins segj- ast nú óttast mest. Þetta vissi líka Hhrustjew mætavel, en hann lét svo Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.