Mánudagsblaðið - 29.01.1973, Side 3
Mánudagsb Saðtð
3
OLAFUR HANSSON:
UMSKIPTINGAR
Fáar þjóðsögur liafa orðið al-
þýðu manna hér á landi jafn
minnisstæðar og sagan um átján
barna faðir í álfheimum. Hún er
ein af þeim mörgu þjóðsögum,
sem í fljótu bragði virðist Vera
. svo rammíslenzkar, en eru í raun
inni alþjóðlegar flökkusögur, sem
laga sig aðdáanlega vel eftir um-
hverfi og staðháttum á hverju
Iandi. Að einu leyti er þó þessi
íslenzka þjóðsaga ólík útlendum
sögurn um svip og efni, gaman-
semin er svo ríkur þáttur í
henni, að hún verður að nokkru
leyti skopsaga, en í flestum út-
lendu sögunum er ógnin og
hryllingurinn yfirgnæfandi. Og
sögur af svipuðu tagi þekkjast
um gervallan heim, bæði meðal
frumstæðra þjóða og í þjóðtrú
menningarþjóða.
Börn í hættu
Sú trú er útbreidd um allan
heirn, að ungum börnum geti
stafað margvíslegur háski af III-
viljuðum dularöflum. Þessi trú
birtist aðallega í þrenns konar
formi. Hin illu öfl geta látið
barnið deyja snögglega, þau geta
numið það á brott, án þess að
láta neitt koma í staðinn og í
‘ þriðja lagi geta þau tekið barnið,
og .látið. umskipting í þess stað.
Meðal margra frumstæðra
þjóðáf en einnig meðal menning-
arþjóða, svo sem Kínverja og
Indverja, er sú trú mjög útbreidd
að ill öfl séu oftast völd að
snöggum dauða barna. Stundum
valda illviljaðir mennskir menn
þessu með göldrum, en algeng-
ara er þó hitt, að dauði barn-
anna stafi af völdum illra anda,
sem sitja um hvert tækifæri til
að gera mannfólkinu illt. Sérstakt
yndi hafa andarnir af því að
valda dauða myndarlegra og efni-
legra barna, og stafar það af öf-
undsýki þeirra og illsku. Þess
vegna forðast fólk í mörgum
Iöndum það eins og heitan eld-
inn að hrósa börnum á nokkurn
hátt, heldur tönnlast á því í sí-
fellu, hve börnin séu Ijót, heimsk
og ómyndarleg í alla staði. Með
þessu reynir það að blekkja illu
andana, sem fannst lítið púður í
því að sálga slíkum aumingjum.
Þjóðtrú af þessu tagi er sérstak-
lega rík, þar sem mikill er ung-
barnadauði og bráðar drepsóttir
hrjá mannfólkið. Evrópumenn í
þessum löndum mega vara sig á
því að gera gælur við innfasdd
börn eða tala um, að þau séu
myndarleg, slíkt getur dregið dilk
á eftir sér. í sögunni „The re-
turn of Imray", sem er talin
byggð á sannsögulegum atburði,
segir Kipling frá því, er ind-
verskur þjónn myrti húsbónda
sinn í hefndarskyni fyrir það, að
hann hafði látið vel að barni
hans, en barnið dáið rétt á eftir.
Með þessum gælum hafði hinn
fávísi Evrópumaður vakið athygli
illu andanna á barninu og óbeint
orðið því að bana .
Annar sagnaflokkur er sá, þeg-
ar iilu öflin nema börnin á
brott, stundum til að deyða þau,
en stundum til að slá eign sinni
á þau. Þessar sögur eru sjálfsagt
að einhverju leyti sprottnar af
dularfullu hvarfi barna, sem fara
sér að voða á einhvern hátt. En
í þjóðtrúnni verða það sérstakar
ógnarverur, sem hafa það að að-
alstarfi að ræna börnum. Hjá
Forn-Grikkjum var það Lamia,
sem nam börnin á brott, og
reyndi fólk að blíðka hana með
fórnum, svo að hún léti börn
þess í friði.
Grikkir jsér^
lamítir. Ann;
ingjar í forngrískri þjóðtrú voru
harpýurnar, kvenverur í fugls-
líki, æm tóku böm og einnig
fullorðna. í norrænni þjóðtrú er
það Grýla, sem leikur hlutverk
barnaræningjans, og Grýlutrúin
er áreiðanlega æva gömul, miklu
Þann 14. nóv. s.l. var grein
í Alþýðublaðinu: 3 tonn af
fatnaði til Angola. Þar er
skýrt frá þvl að fulltrúi
hryðjuverkamanna sem berjast
gegn landsmönnum í portúg-
ölsku svæðunum í Afríku hafi
fengið 3 tonn af fatnaði handa
„Þjóðfrelsishreyfingu“ komm-
únista í þessum löndum, Ang-
ola, Mosambik o.fl. Fékk
Menningar- og friðarsamtök
eldri en íslands byggð. Framan
af öldum var Grýla áreiðanlega
hræðileg ógnarvera í augum
fólksins, hún sat um börnin til
að leggja þau sér til munns. Þaö
er ekki fyrr en seinna að hún
fer að gera sitt gagn til að hræða
með óþæg börn eða þá að hún
verður hrein grínfígúra. Grýlu-
trúin er að mörgu leyti svo undra
lík trúnni á hina grísku Lamíu,
að það er freystandi að hugsa
sér, að eitthvert samband sé hér
á milli. í íslenzkri þjóðtrú eru
það stundum álfar, sem nema
börn á brott, án þess að Iáta
neinn umskipting í staðínn. Ægi-
legasta sagan af þessu tagi er
sagan um drenginn í Pétursey,
sem álfar tóku og léku grátt. Sú
saga er annars furðulík ýmsum
keltneskum þjóðsögum, og Arth-
ur Machen hefur tekið svipuð
efni í sumum hryllingssögum
sínum.
Trúin á
umskiptinga
Þriðji sagnaflokkurinn af þessu
tagi eru umskiptingasögurnar.
Og þær þekkjast líka um allan
heim í svipuðu formi.
Að vísu eru ekki alltaf ná-
kvæmlega samskonar verur, sem
taka börn og láta umskiptinga í
staðinn, í Afríku og Suður-Am-
eríku eru það skógarandar, hjá
Forn-Grikkjum voru það nátt-
úrudísirnar, nymfurnar, hjá Ger-
mönum og Keltum er það huldu
fólk. Oftast sækjast þessar dular-
verur mest eftir efnilegum börn-
ísl. kvenna þakkarávarp frá
hryðjuverkamönnum með von
um meiri „aðstoð“
World Council of Churches
(Heimskirkjuráðið) hefur einn-
ig safnað fé til lögbrota í Afr-
íku þar sem kommúnistar eru
að reyna að brjótast til valda.
Mótniæli biskupa
Kirkjuleiðtogar, hvítir og
svartir í þessum löndum sem
ísl. konur og prestar ofsækja
hafa mótmælt þessum „aðstoð-
um“ til hryðjuverka ,en eng-
inn tekur mark á þeim sem
ekki eru vinstrisinnaðir.
Dæmi: Eitt sinn hlustaði ég
á ísl. prest, fyrrv. kristniboða,
biðja fyrir árangri „frelsisvina
í Angóla“ úr predikunarstól.
Ég var ekki vel kunnugur um
málefni Afríku í þá daga og
þagöi.
Næstu jól á eftir var ég
staddur skamnit frá þeirn stað
scm þessir dásamlegu morð-
hundar sem íslenzkar mcnn-
ingarkonur gera út. f Angóla,
á landamærunum sem járn-
um, en Iáta einhvem ódrátt í
staðinn. Sögiur, sem eru nauða-
liloar sögunni um átján barna
föður í álfheimum þekkjast hjá
mörgum þjóðum. Það á til dæm-
is að vera þjóðráð að sýna um-
skiptingnum ekthvað nýstárlegt
til að koma upp um sig. Reynd-
ar hef ég ekki séð söguna um
staurinn í grýtunni í útlendum
þjóðsögum af þessu tagi, en vel
má þó vera að húo sé þar til.
Hins vegar er í sænskri sögu
móðir barnsins sem rænt var lát-
in bregða pilsunum upp yfir
höfuð sér til að gera tunskipt-
inginn forviða. Og í skozkri
þjóðsögu er farið að baka kökur
úr leir, svo að hann verður stein-
hissa og kemur upp um sig. Og
bæði í Evrópu, Afríku og meðal
Indíána í Ameríku þekkist sú
trú að bezt sé að hýða umskipt-
inginn miskunnarlaust, þá fari
svo að lokum, að hánn sé sóttur,
en rétta barninu skilað heim.
Margs konar varn.ir eru til
gegn því, að skipt sé á börnum.
Víða er til sú trú, að álfar eða
aðrar slíkar verur þori sjaldan
eða aldrei að ræna skírðum börn-
um. Hinsvegar eru börnin í
hinni mestu hættu, á meðan þau
era óskírð. í mörgum héraðum
Skotlands og írlands var það svo
áður fyrr, að fólk þorði ekki að
víkja frá börnum, á meðan þau
voru óskírð, þá var voðinn vís.
Ymislegt mátti þó gera til að
bægja álfunum frá. Oft voru
sérstakir verndargripir gegn álf-
um látnir í vöggu barnsins. í
Dölunum í Svíþjóð var sú trú,
að ef járnbútur væri lagður í
vögguna hörfuðu álfarnir frá. Þá
var því einnig víða trúað, að
gott væri að láta ljós alltaf loga
í nánd við vögguna, hinum illu
verum stasði stuggur af því. —
Stupdum .þótti það gefast vel að
krossa vandlega yfir vögguna,
eins og sjá má af íslenzku þjóð-
söguna um álfkonurnar tvær,
sem ætluðu að ræna barni, en
hættu við J>að, því að kross var
undir og ofan á.
braut frá svertingjalandinu
Zambiu fer um til sjávar, er
lítið þorp. Á jólanótt fór
hryðjuverkaflokkur innfyrir
landamærin.
Yar Guð nieð í niorðunum?
Frelsishreyfingarmennirnir og
sennilega Guð líka, að beiðni
íslenzka prestsins, læddust inn
í landamæraþorpið á jólanótt
og myrtu nokkur gamalmenni
og börn áður en lögreglan
kom á vettvang og rak þá inn
í svertingjalandið til baka þar
sem þeir höfðu bækistöð. Ekki
var nefnt í blaðafréttum að
Guð hefði verið skotinn eða
tekinn til fanga fyrir morðin,
því allir sluppu.
Sama skeði síðustu jól í
Rhodesiu. Þeir réðust á
bóndabæi og særðu smástelpur
með að skjóta þær í magann
og skjóta rakettum af komm-
úniskum uppruna á bæina,
brenndu niður svertingjakofa
og lögðu jarðsprengjur á
beljutroðninga, ég hefi ekki
enn spurzt fyrir hvort þeir
skæruliöar sem voru drepnir
Hvernig stendur á
umskiptingatrúnni?
Þjóðtrú, sem er jafn útbreidd
og trúin á umskiptinga, hlýtur
að eiga sér einhverjar almennar
orsakir. Margir þjóðfélagsfræð-
ingar hafa fengizt við að rann-
saka þetta, en ekki ber skoðun-
um þeirra að ölilu Ieyti saman.
Surnir þeirra telja, að börn, sem
era hálfvitar, eða eitthvað vant-
ar í, eigi mikinn þátt í að skapa
trúna á umskiptinga, hugmyndir
fólks um údit umskiptinga og
kjánalega hegðun þeirra séu að
miklu leyti þaðan runnar. Margar
frmnstæðar þjóðir eru mjög
hræddar við hálfvita, halda að
þeir séu illir andar og ráða þeim
miskunnarlaust bana. Hitt er þó
líka til, að menn beri djúpa virð-
ingu fyrir þeim og telji þá jafn-
vel hálfguði. Það er sennilega
rétt, að myndin af umskiptingn-
um sé að ýmsu Ieyti mómð af
hálfvitanum. En ekki virðist
þetta þó gefa næga skýringu á
öllu í umskiptingatrúnni. í mörg
um sögunum um umskiptinga er
það svo, að barnið, sem rænt
er, er talið mjög efnilegt, og ekki
virðist það geta átt við utn börn,
sem . eru hálfvitar frá fæðingu.
Miklu frekar getur það átt '-ið
um börn, sem gerbreytast við
alvarlega sjúkdóma, svo sem
heilabólgu. Það er ekki von að
alþýða manna geti áttað sig á
slíkum breytingum sem geta gert
efnilega barn að aumingja, ann-
aðhvort um stundarsakir eða alla
ævi. Þá eru þess ekki svo fá
dæmi, að ofsahræðsla geti gert
börn hálfsturhið, svo að þau ná
sér kannski aldrei til hlítar. Það
er ekki ósennilegt, áð slík fyrir-
bæri hafi að einhverju leyti sett
svip sinn á umskiptingatrúna. En
þessar sögur eru í hópi hinna
sérkennilegustu og útbreiddustu
flökkusagna, og átján bama fað-
ir í álfheimum hefur skotið upp
kollinum hjá flestum þjóðum
heims.
og teknir, hafi verið í Islands-
úlpum.
Til mcnningarstarfa
Prestar, kirkjuáróður og
„menningarfélög kvenna“
safna til spítala, menningar-
starfa og menntunar handa
kommúnistum. Hvaða „mennt-
un“ hæfir hryðjuverkamönn-
um? Háskóli ...í . Kína eða
konmiúnistarikjunum. Því meir
sem þeir fá til „mannúðar-
starfa“ hafa þeir meir til að
nota til verkefna sem ekki
teljast til mannúðar. Ég óska
Menningar- og friðarsamtök-
um islenzkra kvenna, prestum
og þesskonar fólki til ham-
ingju með árangurinn af
hryðjuverkum þeim sem þau
hafa óbeinlínis framið á jól-
unum og öðrum ónefndum
tímum. Myrðið og brennið
bara sem mest. Hví sendið þið
ekki líka ...beint ...aöstoð til
þeirra milljóna svertingja sem
cru að basla í samvinnu viö
hvít yfirvöld? Það eru engin
kynþáttamisrétti í portúgölsku
löndunum. Yiggó Oddsson.
®_______________________________
r
Islenzkar styrkveitingar tíl skæruliða
Stundum hugsuðu
ag iiJ V-Síu marga£
rs konar barnaræn-
»