Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 2

Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 9. apríl 1973 Strákar og ste/pur seld á íslanéi — Skrattinn sést í kerruvagni — Örvinglaður másikant — Barnaskurður — Erlendir atburðir ■fc-fcMc-k-Mc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fcMc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fcMc-fc-fc-fc-fc-fc-fc •V * * ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ i i i ¥ 1 staö þess, eins og við venjulega gerum, að endurprenta eitthvað efni úr þjóðsögunum, þá breytum við dálítið til í dag og skyggnumst í Fitjaannál, þá stórmerku heimild um sanna háttu hér á Iandi, og grípum niður af handa- hófi í fróðleik, sem vissulega er áhugaverður og sýnishorn af þjóðlífi okkar, eins og það var fyrr á öldum. Anno 1610 Var margur drengur og stelpa á þessu ári og nofckur fyrrfar- andi sumur, flutt sunnan að og í Austfirði, af sýslumanni þar, vegna manndauða og fólks fækk unar. Drengirnir voru seldir fyr- ir 60 eður 80 álnir en stelpur fyrir 40 álnir. Anno 1614 Rán og skemmdir peninga I Vestmannaeyjum, og svo víða í kring um ísland. Sá hét Jón Gentilmann, sem rændi Vest- mannaeyjar. Hann tók þá stóru klukku frá Landakirkju og festi hana upp í kaðalana á skipið, hverju hann rænt og stolið hafði, og sigldi svo út með hana. En þá til Englands kom, var hann drepinn og hans menn allir. En með því á þessari Idukku stóð, hverri kirkju hún tilheyrði á fslandi, var hún af Engalndskóngi send aftur til Vestmannaeyja, þá er hún hafði þar verið í þrjú ár. Og er þessi sama stóra klukka þar í -Landa- kirkju enn í dag. Arino 1630 Þá fengu Hollenzkir ógurlega mikið herfang af þeim spanska skipa flota, hjá því merkilega eyland America , sem heitir Cuba, nærri borginni Havana, þar sem sá spænski skipa floti safnaðist til samans, hvert her- fang af gufti og silfri, einninn annari kostulegri vöru, að var virt á 300 tunnur gidls. Á því sumri deyðu margir af pest og blóðsótt í Kaupenhafn. Á þessu ári í Mailandi sáu menn al- mennilega djöfulinn í manns- Iíki, um fimmtugs aldur, sem reisti í einni kerru eður vagni. Anno 1633 Á þessu fyrrskrifaða ári var í Polen nokkur herramaður, harð- svíraður og óguðrækinn, að nafni Albrecht Parekonsky, sem þrálega reitti guð til reiði og frá sér hrakti fátæka og volaða. En guð, sem eigi líður óguðlegt framferði, lagði það straff á þennan herramann, að hann varð að einum stórum, svörtum hundi, stóð hjá öðrum hundum, þar sem þeírra æti voru, og át með þeim; hafði þó þar með vit og skiljanlegt málfæri. Anno 1635 Mikill þjófnaður í Ölvusi. Höfðu þjófar sinn aðdrátt á Nesjum í Grafningi. Þeir stálu fjórum gömlum nautum, 22 sauðum, 5 fjórðungum smjörs og mörgu öðru. Einn af þeim var hengdur, annar hýddur og markaður, fleki hýddir. Bónd- inn á Nesjum var ogsvo hýddur og markaður fyrk samhylling og hýsing. Anno 1642 Þann 21. dag Februarii hljóp snjóflóð á Reynivöllum í Kjós sem burttók hey mestöll í garð- inum, braut hlöðuna og fjósið og drap 13 nautin, en tvö kom- ust af. Þetta snjóflóð bar grjót á túnin og skemmdi þau, en þeim mönnum var naumlega hjálpað sem í fjósinu voru. Á sama degi hljóp skriða á Þorláks staði í Kjós, svo flytja varð bæ- inn um vorið; einninn á Hurða- bak í Kjós, svo peningur var í hættu. Á Tindsstaði á Kjalar- nesi hljóp mjög hætt snjóflóð, hvert burttók heyin og fjósið, svo ei komu9t undan nema 3 naut; af bænum sjálfum tók einninn hús nokkur, en menn- imir með stórum harmkvælum héldu Iífi. Fæddist nálægt Babylon eirm piltur, sem menn ekki vissu eiga föður né móður, og var haldinn fyrk einn Antachrist. Hann gerði daufa heyrandi, blinda sjá- andi, og mállausa talandi. Nálægt Magdeburg í einu þorpi fæddi ein skraddarakona tvíbura í heiminn, hverjir sam- an vom vaxnir á naflanum. Næstu viku þar eptir fæddi ein kona til Ottenwald einninn tví- bura í heiminn og var hvort um sig með karlmanns og konu sköpum á sínum líkaima (þ. e. Hermaphroditon). Til Wien var einn dómprest- ur skotinn í hel fyrir; það hann hafði langvaraniega framið sód- ómíska skömm með sínum eigin þénara. Item var brenndur einn kjötmangari, sem hafði líkam- lega samlagazt einum kálfi. Einn keisarans musicant hengdi sig við háaltarið af víli og vondri samvizku. Anno 1646 Þann 24. Martii í Efra Lang- holti í Hrunamannahreppi átti ✓ ^ ein kýr svo óskaplegan kálf, sem hér eftk fylgir: Höfuðið var kringlótt, sem á sel, en þó með langri trjónu, álíka og svínsrani, með einni nös opinni og af- langri, nærri uppi í miðjum skoltinum, með löngum kjálkum og mjóum og hvössum tönnum, engk jaxlar ofan tii, kjapturinn tók upp gagnvart hlustunum og voru því augun alla Ieið við kjaptvikin, eyrun stór Og loðin, tóku þau harmær ofan á miðja trjónuna fyrk framan augun, bógarnk harmærrí kjálkunum; á milli bóganna á bringunni voru fjórir spenar, hryggurinn samanbeygður í hlykki, út og inn á báðar síður, og svo sam- ankrepptur, að frá rófu og fram að eyrum var ekki lengra en stutt spönn; rófan að lengd hálft þriðja kvartil; lá hún fram á milli eymanna ofan eptk trjón- unni, var hún með hala sem á tvævetm nauti; vömbín svo stór sem í veturgömlu nauti, og þar eptir önnur Iíffæri; fæmrnir mjóir og smttir, sem á geit, og vora rétt handfan- með klauf- unrnn; höfuðið jafnstórt sem bolurirm, án lifrar og Iungna og hjarta, að þeirra meining, sem þetta sáu. Anno 1650 1. JÚIii vom réttaðar þrjár mann eskjur á alþingi: Guðmundur Narfason af Skeiðum, sem fyrr er getið, sem myrt hafði sína kvinnu í þeirra beggja sæng; hann liafði hlaupið burt þá sömu nótt, sem hann myrti konu sína, kom síðan svo sem óvart að, og útbar þennan róm, að konan hefði myrt sig sjálf; var hún svo grafin. En bræður henn- ar, með yfirvaldsins styrk, gengu ríkt eftir orðróm og Iíkindum, svo hún var grafin upp aftur og skoðuð. Hann meðgekk ekki fyrr en hann var dæmdur til dauða, og sóra 10 eða 12 menn af hans nefndarmannavottum hann sakaðana Fékk hann iðt- an og aflausn, og með þeim hætti líflátinn, að hann var fyrst beinbrotinn á handleggjum og fótum og síðan hálshöggvinn og höfuð hans sett á stöng upp í Almannagjá. Item maður og kona úr Snæfellsnessýslu, sá fall- ið hafði með stjúpdóttur siinni; meðkenndi hún sinn glæp og fékk iðran og aflatisn, en hann meðkenndi ekki og dó í iðrun- arleysi, og var kroppur hans síðan brenndur, því á honum fanns ktukl eða galdrar. — Einn inn var þar dæmd kona vestur í ísafjarðarsýslu sú er fallið hafði með stjúpa sínum, Páli Tófa- syni að nafni; var hún réttuð heima í héraði, en hann var þá sloppinn og náðist um haustið og var aftekinn þar vestra. (Réttaður eða réttuð — tekin(n) af lífi.) EINNAR MINUTU GETRAUN: Hve slyngur rannsóknari ertu? Hver er hvað? Það var ekki venja prófessors Fordney að kippa sér upp við nafnlaus bréf. En þetta, sem ógnaði lífi hans kom honum í illt skap. Það var sérstaklega grimmilegt og ákaflega kuldalega skrifað. Hann gat sér til að höf- undur þess væri úr hinum skuggalega en miskunnarlausa Velvet Glove glæpaflokki, sem nýlega hafði brotizt til valda með hryðjuverkum og blóðsúthellingum og hafði gleypt „atvinnu" frá hinum illa séða McMann glæpa- flokki . Flokkurinn var margmennur og undir hartn runnu margar stoðir, en glæpasérfræðingurinn komst að þvl, að þeir fjórir sem öllu réðu voru Alvin Fonda, Rex Stov- er, Joe Martineau og Ralp Colburn. Einn þeirra var út- lendingur sem komizt hafði ólöglega inn í landið. Mikil rannsókn leiddi eftirfarandi í ljós: a) I spilavíti, þar sem þeir voru mjög drukknir og unnu ógrynni fjár, þá hrópaði Joe Martineau, að hann og aðalforingi glæpaflokksins, uppnefndur Deadly, hefðu nýlega myrt Tom Murdock, sjeriffa, en morð hans var ennþá ráðgáta, óupplýst. b) Þegar Fonda frétti af þessu, þá varð hann rasandi og sagði meðglæpamanni sínum, sem var einskonar gjald- keri, að láta Deadly vita að Martineau væri farinn að slá um sig — sjálfstætt. c) Þegar Martineau flétti um gerðir Fonda, þá hló hann og sagði við Ralph Coburn, að svona smámunir myndu ekki ónáða Deadly. Auk þess var Deadly sjálfur upp með sér af morðinu og var ekki upp yfir það hafinn að hæla sér af því/. d) Útlendingurinn, sem var örfhentur, var á móti því að senda Fordney hótunarbréfið. Deadley, gjaldkerinn og Fonda kröfðust samt sem áður að það yrði sent. Þeir héldu því fram, að utan þeirra áhrifa, sem það gæti haft á prófessor Fordney, þá myndi birting þess þjóna þeim tilgangi að sljákka niður í sumum hinna, sem voru farnir að verða einum of sjálfstæðir. Af ofangreindum upplýsingum, þá ákvað Fordney hver þeirra væri leiðtoginn, gjaldkerinn og útlendingurinn — og gerði ráðstafanir. Hver var útlendingurinn? Gjaldkcrinn, Foringinn? — Svar á 6. síðu. u TSril DEN — Með litprentuðu sniðaörkunum og hárnákvæmu sniðunuml — Útbreiddasta tizku- og handavinnublað i heimi! — Með notkun „Burda-moden" er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.