Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 7

Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 7
Mánudagur 9. apríl 1973 Mánudagsblaðið 7 Kynlíf . . . Framhald af 8. síðu. launaðir embættismenn ættu að hafa ráð á að kaupa sér hana, — hún myndi víst kosta hér í bókabúðum einar sjö þúsund krónur. Bókin er sannköllúð fróðleiksnáma og má þar finna ýmsa þá vitn- eskju sem annars liggur ekki á lausu og mun jafnvel koma höfundum svokallaðra „mannkynssagna“ algerlega á óvart. Rauði þráður bókar- innar er að enda þótt líta megi á „kynhvötina sem hina eiginlegu Iífshvöt“, sé jafn víst að hún „geti tekið á sig ýmsar myndir og sé háð að- stæðum sem ríkja í þjóðfé- laginu á hverjum tíma“. Stríð og stjórnmálaerjur breyta viðhorfum manna til hennar, sama máli gegnir um vísindi og bókmenntir, en þarna gætir vissulega líka víxl- áhrifa. Það er skoðun höf- unda að eiginlega sé alls ekki hægt að fjalla af nokkru viti um kynferðismál nema frá sjónarhóli sögunnar. Höfundarnir gera tengsl- unum milli kynlífs og trúar- lífs sérstök skil, enda færa þau rök fyrir því, að þau séu sérstaklega sterk: „Það er varla til neitt kynlífs- mynztur sem ekki á sér hlið- stæðu í helgiathöfnum trúar- bragðanna“, segja þeir. Þau kanna sérstaklega þennan þátt kynlífsins og komast að ýmsum forvitni- legum niðurstöðum. Hinar ströngu siðareglur Páls post- ula í kynferðismálum sem mótað,,hafa síðan viðhorf hinna kristnu kirkna eru taldar eiga rætur sínar að rekja til baráttu hans gegn þeim andlegu hræringum sem frumkristnin átti í erfið- astri glímu við, þ.e. þeim lífsskoðunum eða trúarbrögð- um sem kennd hafa verið við „þekkinguna“ eða „gnósis“ eins og Grikkir ölluðu hana. Þeir sem aðhylltust þennan harða keppinaut kristindóms- ins viðhöfðu helgiathafnir sem allar voru í helgiteikni. Gnóstíkar tignuðu kynhvöt- ina í samræmi við hugmynd- ir sínar um sköpun heims- ins og fullnæging hennar var sjálfsagður þáttur í trúarlífi þeirra. Konum hvers safn- aðar þeirra var þannig skylt að veita öllum körlum safn- aðarins kynferðislega full- nægingu („Der Spiegel" not- ar orðið ,,sáðlát“) ef þeir óskuðu þess. Siðareglur Páls postula áttu þó betur við það ástand sem þá ríkti í þessum heimsskika og „gnósis“ leið undir lok sem trúarhreyfing, en þar með er ekki sagt að hugmyndir hennar og helgi- athafnir hafi ekki haldizt við lýði . Hér er aðeins rúm til að nefna eitt dæmi sem er þó allrar athygli vert. Strangtrú- arstefna sú sem „pietismi“ nefndist og reyndist mörgum þjóðum, einnig okkur Islend- ingum, hinn versti skaðvald- ur, var ekki öll eins og hún hefur verið séð. Þannig er í bókinni getið um einn söfn- uð „pietista“, kristið'„bræðra- félag“ sem þýzkur greifi, von Zinzendorf að nafni, stofnaði 1772, en í þessum söfnuði var „kynlífið helgur dómur“. Því fór svo fjarri að þessir „heittrúarmenn" litu kynlif- ið hornauga — þeir tignuðu það þvert á mótii Kynfærin voru helgustu hlutar manns- líkamans, vígð sjálfum lausn- aranum og guðsmóður, enda þeim sjálfum ásköpuð. Þess- ir „heittrúarmenn“ átjándu aldar hefðu víst verið tald- ir „kynlífsbyltingarmenn“ í dag, enda gengust þeir fyrir ýmsu sem nú er talið til nýj- unga, veittu til dæmis ung- um hjónum hagnýta tilsögn í hvílubrögðum. Þá aðstoð létu í té þeim eldri og reynd- ari hjón og Zinzendorf greifi og safnaðarformaður var jafnan viðstaddur „kexmslu- stundirnar". Þótt söfnuður Zinzendorfs lognaðist út af, þá hafði starf hans og kenn- ingar um heilagleika holds- og kynlífsins mikil og varan- leg áhrif á marga andlega og veraldlega framámenn, svo sem þá Goethe, Kierkegaard og Bismark, segir „Der Spi- egel“. Kynlífsbyltingarmenn nútímans eiga sér þannig enga undirmálsmenn a ðfor- verum og fyrirmyndum. KAKALI Framhald af 4. síðu. átt við refsivinnu eins og hún tíðkast hjá ýmsum þjóðum, sem kunna að fara með fanga og láta þá gera í blóð sér í stað þess að húka aðgerðar- lausa. Möguleikar til að þessir guttar yrðu að betri mönnum við vinnu eru miklu meiti en kuklið í fangelsum og um- gangur yngri fanga við eldri og lærðari glæpamenn. Mögu- leikar hins opinbera eru ótæm- andi. Mannist flotinn eru t. d. þjóðvQgirnir eftir, sem eru í kalda koli og svo gæti farið, að þessir menn yrðu þess sjá- andi, að það er möguleiki að hafa ofan af fyrir sér á annan hátt en þann, sem þeir hafa tileinkað sér. Það er sannfæring margra, að óþarfi sé að leggja flotan- um eins og gert er, a, m. k. ekki eins mörgum skipum og nú, meðan þessir menn annað I hvort ganga lausir eða bíða eftir „plássi" eða sitja inni, enigum að gagni. Við ættum að breyta dálítið til í refsimál- um okkar, veita hreinu lofti öllum til farsældar, yfir ryk- fallnar dómarabækur og úr- eltar refsiaðgerðir. KROSSGÁTAN 4 X 3 * j ## ■ H. n U 5 r 2» “ ■ V> i LÁRÉTT: LÓÐRÉTT: 1 Hestur 1 Snotrar 5 Hvílurúm 2 Heimsálfa 8 Kjáni 3 Reiðmenn 9 Gígur 4 Ósamstæðir 10 Lágspil 5 Býr til brauð 11 Hlemmur 6 Keyrði 12 Glundri 7 Mjúk 14 Frostskemmd 9 Læstar 15. Þjóðsagnaverur 13 Vond 18 Fangamark 16 Aur 20 Á vog 17 Sýsla 21 Drykkur 19 Hrím 22 Tófu 21 Eldsneyti 24 Flækist um 23 Á sundfuglum 26 Lengdarmál 25 Skaut 28 Kross 29 Fer rétta leið 30 Hér 27 Handsama. Nafniö, sem allir þekkja Gólfteppin eru framleidd úr 100% íslenzkri ull # Býður upp á eitt mesta úrval lita og mynstra, sem völ er á ® RÖGGVA er nýjung, sem atlir dást að # AXMINSTER-kjör gera öllum mögulegt að eignast teppi. AXMINSTER - annaö ekki axminster Grensasvegi 8 Reykjavík, sími 30676. Einir kf. Aknreyri, simi 11536. Sigtryggur Jónsson Ölafsfirði, simi 62321. .................................Illlllllllllll , /

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.