Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 5

Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 5
Mánudagur 9. apríl 1973 Mánudagsblaðið 5 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sjö stelpur Höf.: Erik Torsfeinsson Leiksfj.: Brief HéSinsdótfir Að 99rúnka9f sig inii á sviðið kæmi alvarleg áminaing um hversu djúpt þessar eiturtegund- ir draga sjútíinga sína og hversu örðugt er að lækna þá, þótt öllum brögðum sé beitt. Því miður virðist þó þetta ekki hafa tekizt í Ieikritinu Sjö stelpm eftir Erik Torsteinsson, tveggja ára gömlu verki og að sögn bygigðu á dagbók höfund- ar, sem vann í einu af þeim mörgu hælum, sem Svíar hafa komið upp fyrir fíknilyfjaneyt- endur sína. Þetta á víst að vera byggt upp eins og nokkurs kon- ar aðvörun til almennings, um hættu fíknilyfja, en í rauninni verður það hvorki aðvörun né ■ frásögn, heldur lýsing á lífi nokkurra stelpna á heilsuhæli, eins og það kom honum fyrir sjónir. Það, að lýsa lífi þessarra vesalinga, og hitt, að benda á hættur og niðurlægingu þá, sem þeir komast í, er tvennt ólíkt. Það fer ekki á milli mála, að allur heimurinn stríðir við eit- urlyfjavandamál og á Norður- löndum munu það vera Svíar, sem verst hafa orðið úti í þess- um efnum, þótt Danir fylgi þeim fast eftir. Því er ekki að undra þótt Svíum sé málið ærið umhugsunarefni, enda hafa blöð þaðan oft frætr okkur um það hryllingsástand, sem ríkir í al- sælu allsnægtaríkisins. Nú myndu menn og við því búast, að einmitt frá þessu ríki Baldvin HaUdórsson (Svegds) og Steinunn Jóhannesdóttir (Maja). Sviðsmynd úr Sjö stelpum Það er aðeins Þjóðleikhúsið sjálft sem gerir sér ekki grein fyrir þessu, því eins og nú tíðk- ast fyllir j>að leikskrá sína með umvöndunar og eymdartóni, og fær til liðs við sig ólíklegustu „krafta" til að vitna um „hættur eiturneyzlunnar". Hæst ber þar tvær greinar, fræðilega grein um unglinga og fíknilyf eftir Mar- gréti Margeirsdóttur, fulla af alls kyns vizku; og svo eins konar krossgátu eftir Hinrik „Saltvík- urhneyksli" Bjarnason, nær ó- skiljanlegt þvaður og hugarór- ar, eins konar 'dðvanings-ein- þáttungur ritaður af skólabarni. Erik Torsteinsson, hinn mikli umbótasinni, er mitíu fremur leikritaskáld en andskoti eitur- lyfjaneyzlunnar. Hann hefur rit- að þokkalegt leikrit, en þrátt fyrir ósfchyggju og umbótavilja Þjóðleikhússins, þá nær það hvergi nærri þeirri göfugu hug- sjón, sem forráðamenn vilja. Þetta er „brútöl", oft vel skrif- uð lýsing á sex stúlkum, þrem gæzlumönnum og konu, sem eiga saman búskap frá föstu- dagskvöldi til mánudagsmorg- uns. Spurningin er sú, hvað við sjáum og hvað við græðum. Við sjáum ekkert varðandi eitrið, nema afleiðingar þess, enn síður hættuna. Persónurnar eru komn- ar í þetta ástand og á leiðinmi úr því og um þær vitum við fátt annað en að þær eru „hætm legustu" stúlkur sinnar tegundar, töffarar, sem einskis svífast. Nú, þegar við þannig ekki sjáum það, sem Þjóðleikhúsið ætlast til, hvað þá? Við sjáum heldur ekki góða sýningu. Hávaðasama, jú, en ekki annað. Sumar pers- ónurnar em vel túlkaðar, en leik stjórinn Bríet Héðinsdóttir virð- ist hafa mestan áhuga á að ná Framihald á 6. síðu. HERRANÖTT 1973 DÓRI f DÁINSHEIMUM Höf.: Cari Erik Soya. Leikstj.: Pétur Elnarss. \ ■ Frumsýning Herranæturinnar 1973, hinnar árlegu sýningu menntaskólanema, var með nokkuð öðru sniði nú en við eigum almennt að venjast. Við- fangsefnið að þessu sinni er Dóri í Ðáinsheimum eftir Carl Erik Soya, danskan mann, en verkið er h'tillega staðfært, þ. e. ýmsir frasar fá á sig íslenzkan blæ, þótt staðurinn sé fremur alþjóðlegur: ýmist helvíti, venju- leg íbúð eða skógur. Þetta er satíra á lífið almennt, fólkið og sambúðina, nokkuð vel hugsuð og gamansemin látin ráða ferð- inni. Því verður vart neitað, að við- fangsefnið er ærið fyrir ungt fólk og óvant, og þarf kunnáttu- menn til að koma því vel yfir ljósin. — Nemendur skólans hafa aldrei látið sér erfiðleikana í leitíisarefnum fyrir brjósti brenna og það sem á kann að skorta í beinni snilild bætist upp með næstum óþrjótandi leik- gleði (ég held ég hafi brúkað þetta orð í sl. 25 ár) og því fá- gæti meðal íslenzkra leikara, að kunna replikkumar án þess að stama og hiksta, sem oft ein- kennir okkar atvinnumenn og -konur á sviði. Efnið? Jú, Dóri kappinn, ungt tónskáld, missir 24 ára konu sína, sem auðvitað lendir í helheim- um, og úrvinda af harmi ákveð- ur hann að sækja hana í hendur óvinarins með hörpu eina að vopni. „Forsetinn og nánustu samverkamenn þola ekkert minna en músikk", og fara svo skipti að hann heimtir konu sína til mannheima, heila og hamingjusama, en þó ekki fyrr en hann hefur gert „kontract" við djöfulinn, eins og Fást gerði á sínum tíma eða Dorian Grey, og skal skrattinn hafa herfang sitt ef brotinn er samningurinn. Um þetta spinnast svo ýmsir skemmtilegir atburðir, þótt þeir 9éu að vísu, eins og einn Jeik- húsgesta" úti í sal segir, næsta langdregnir og langsóttir, kannski einum of mikið létt- meti. — En hingað eru menn hvorki komnir til að hugsa eða taka sig alvarlega, svo ekki kem- ur það að sök. Það er leiðandi hönd Péturs Einarssonar, sem stýrir nem- um að þessu sinni, og verður því ekki neitað að vel cakist. Tilfellið er, að þótt leikritið sé ekki nein heratíesarþraut sem slíkt, þá þarf dágott lið til að koma því þannig á framfæri, að ekki séu Ieiðindi í. Þetta tekst Pétri með liði sínu og nær á köflum nærri prófessíónal blæ sem sumt af okkar atvinnufólki mætti vera stolt af. Vandræða- legust eru ástarjátningaratriðin, en hvaða normal piltur eða stúlka, svo ekki sé talað um skólafólk 1973, getur sannfær- andi tjáð ást sína, þótt ekki sé nema á leiksviðL Ég myndi segja ekki einn einasti, sem nokkurn snefil af sjálfsvirðingu hefir. Pécur hefur treyst rétti- lega mikið á hraðann, en vand- virknin fer ekki hjá garði og víða hnitmiðar hann atriðin þannig, að þau verða næstum mekanísk. Þar sem nemendur standa að öllum atriðum sýning- arinnar, ljósum, sviðskiptingum og hljóðstjóm o. s. frv., þá er allt þetta unnið furðu sómasam- lega. Þungi kvöldsins hvílir á öxl- um Dóra, sem leikinn er af Gunnari R. Guðmundssyni, og nær hann mörgu furðu góðu úr verkefni sínu, og þá efcki síður hin endurlífðgaða Lína, Sigrún Scevaldsdóttir, ung og spræk dama. Bregða þau bæði yfir sig allgóðum gerfum, eru frísk og skemmtileg. Skáldið, Guðmund- ur Þorsteinsson, lætur ekki í minnipokann og nær ýmsu mjög ágætu úr hlutverki sínu, svo hvergi fdlur snuðra á. Eru tilburðir hans kádegjr og tals- verð vídd í túlkun hans. Þá skapar „forsetinn" ekki síður skemmtilega og óvænta týpu, batði í fasi og tali, en hlutverkið leikur Gurmar Pálsson mjög frambærilega. AUir leikararnir og ungu stúlkurnar sldpa hiut- verk sín með prýði, en þau eru Pétur Þór Sigurðsson, Sverrir Sverrisson, Ólafur Arnalds, Sig- urður Hélgason, Sigurður Pálma son, Elín Kjartansdóttir, Anna Björnsdóttir og Grétar Róberts- son. Þýðandinn, Stefán Baldurs9on, hefur snúið verkinu á skemmti- legt mál og lipurt. Það var nútímaglassiblær yfir sýningu þessari, mikið lúegið og klappað, en á undan sýning- unni var lesinn óður mikill, að ég held af Páli B. Baldurssyhi, . við ágætar undirtektir. Þetta var gott kvöld, og hafi nemar þökk fyrir, A. B. *

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.