Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 1

Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Side 1
Blció fyrir alla. 25. árgangur Mánudagur 9. apríl 1973 14. tölublað Situr stjórnin í þrjú ár? ðsainlyndió sýður upp iir. Iftalda Magnús og Lúóvík eið- ana? Rússar eru uiiisvl famiklir í suiiiuui ráðuneyíuiiuni Nú er farið að ræða það alvarlega, hvort og þá hve- ^ nær ríkisstjórnin segi af sér, vegna síaukinna vandræða og ósamkomulags innan hennar og flokkanna, sem að henni standa. Til stendur að senda þingmenn heim um páskana, enda virðist þeirra vart þörf meðan ekkert til- lit er tekið til stjórnarandstöðunnar, sem reyndar er lítils sem einskis virði. Sveitablöðin, sem fylgja að nafn inu til stjórninni, einkum austanblöðin, eru komin í al- gjöra andstöðu við Hannibal, Björn og enn fleiri fyrr- verandi samstarfsmenn stjórnarinnar, og hafa sent aðal mönnum flokka sinna, Lúðvík Jósepssyni og Magnúsi, harðorð mótmæli vegna þess, að þeir skuli halda sam- starfi við brotthlaupsmennina áfram. Bakþankar — glæpir Ýmsir ráðamenn stjórnarflokk- anna eru nú farnir að hafa bak- þanka um, hvort hollt sé að stjórna ríkimi miklu lengur. Stór- kostleg ef ekki glæpsamleg fjár- festing hefur riðið þjóðarbúinu nær til heljar og flestum er ljóst, að þessi velmegun, sem nú stend- ur yfir, er ekki aðeins tímabundin heldur undanfari stórfellds hruns, ef ekki er þegar gripið í taum- ana. Fálm að boði komma Það er að renna upp fyrir mörgum, að ekki er nóg að eiga skip og geta ekki mannað þau; ekki nóg að friða út í fimmtíu mílur og geta ekki varið þær .Þá er komið í Ijós eftir milda eftir- grennslan, að útilokað er að hækka kaup, auka styrki og niður greiðslur, nema hafa einhverja sjóði til að grípa tiL Sjóðir okkar eru að verða tómir og stjórnin leitar nú allra bragða og fáheyrðra til að afla sér fjár til daglegs rík- isreksturs. Þegar á allt er litið, þá eru það gerðir kommúnista sem verst hafa leikið stjórnina og knú- ið hana í aðgerðir, sem fyrirfram voru dauðadæmdar. Afskipti Rússa Eiða þá, sem þeir Magnús og Lúðvík sóru Rússunum um að koma íslenzka lýðveldinu í nú- verandi formi á kné, ætla þeir ekki að svíkja. Þeir eru kvaddir í tíma og ótíma upp í sendiráð Rússa og daglega er það algeng- ara að herramenn úr sendiráðinu geri sér ferðir í ráðuneyti þess- arra tveggja ráðherra með „ráð" og fyrirskipanir, nákvæmlega eins og þeir gera í dag í hinu hamingjusnauða landi Dubcéks, en þar ráða þeir lögum og lofum. Situr í þrjú ár — til að tryggja sig Einn vinsælastl spádónuirinn um endalok stjórnarinnar er sá, að hún ætli sér að sitja í þrjú ár, einkum vegna þess, að miklu þarf að koma í lag varðandi það, að hreiðra vel um sig, áður en stól- unum er sleppt. Þessi stjórn veit eins og þær fyrri, að ný stjórn lætur sig aldrei henda það, að ganga í berhögg við „hagræðing- ar" fráfarandi stjórna, rétt eins og ríki S-Ameríku passa sig að leyfa öllum flóttamönnum annarra rík- isistjórna að eiga vís grið í landi sínu, ef til þarf að taka hjá þeim sjálfum. 1 fótspor Brynka Unnið er skipulega að því, að koma upp embættum fyrir gasð- inga og trausta fylgismenn, og Framhald á 6. síðu MartröB Tómasar skálds Tómas Guðmundsson, skáld, varð á dögunum að bregða sér til tannlæknis. Gekk hann á fund Þorstcins Ólafssonar, tannlækn- is, og Ieitaði lækninga. Þorstcinn sá þegar hvað að var, en Tómas, eins og allir mcnn, hafði nokkrar áhyggjur af pinslum þcim, sem alltaf eru orðaðar við tannlækningar. Tómas kvaðst hafa haft drauma þunga, næstum martröð, nóttina áður, og taldi að óttinn við tannlækninn réði þar mestu um, cn kvað sér þó hafa orðið Ijóð af munni. Þorsteinn bað hann scgja sér kvæðið. — Tómas scgir: Heyr mína bæn, ó herra minn hlífðu mér við þvi enn um sinn að lesa Vísi og verzla í KRON og vera Ólafur Jóhannesson. Ekki vitum við sannindi á þessari frétt en vonum að ekki komi leiðrétting frá skáldinu. Leikfang Mánudagsblaðsins Óraunhæf að- stoð við þróirn- löndin Sjá Ws. 3. Fangana á fiskiskipin Sjá bls. 4. Leikhús 5. síða. Sjónvarpið syðra Sjá bls. 6. Krossgáta — Kynlíf og krist- indómur — Munkar og nunnur o. m. fl. Er það satt, að næst eigi aft rannsaka rckstur sjúkrasam- lagsins? SKA TTCREIÐENDA FELA CIÐ í SJÁLFSVÖRN! MIKILL ÁHIJGI - „ALLT AÐ DREPA^ Rammagrein Mánudags- blaðsins, sem birth.t í síðasta tölublaði og fjallaði um „skattgreiðendafélög“ hefur vakið greinilega athygli. Rit- stjórn blaðsins hefur fengið bæði bréf og upphringingar varöandi þessa hugmynd, rétt eins og hún kæmi frá okkur. Svo er þó ekld. Við aðeins hleruðum þessa hugmynd, en svo virðist að margir séu hrifnir af henni og vilji stofna einhverskonar samtök skattgreiðenda. Ekki spillir að danskur maður, Mogens Glistrup, hefur fengið byr undir báða vængi er hann stofnaði flokk danskra „skattafneitara“ og fer hreyf- ing hans komin til Sviþjóð- ar og Noregs, að sögn blaða. Það fer ekki milli mála, að allur almenningur er orðin ansi þreyttur á ofsköttun og innheimtu opinberra gjalda. „Rukkanir“ dynja yfir í út- varpinu, ,blöðin eru full af allskyns tilkynningum um „uppboð“ á cignum manna og fyrirtækja — síminn „lok- ar“ vegna smáskulda fyrir- varalaust, jafnvel í miðju símtali og svo má lengi tclja. Svo er að sjá, að borgarinn hafi enga vörn, ncma harð- skeytt samtök ef til kemur. Flokkarnir eru svo gegnsýrð- ir af styrkja- og ölmusukerf- inu, niðurgreiðslum og „að- stoð“ til atvinnuveganna, að pynda verður fé af einstak- lingum gcgndarlaust tíl að henda í hítína. Það er því engin fnrða þótt almcnningur og einstak- lingar séu að gefast upp. Núverandi stjórn hefur geng- ið Iengra en nokkur önnur i opinberri eyðslu, óþarfa skipakaupum, niðurgreiðslum o.s.frv. Skattgreiðcndur vilja gjarna vita í hvað þetta fé fer og á að fara og vilja hafa hönd í bagga um 'hvort hin eða þessi framkvæmd getí ekki beðið betri tíma en öllu sé ekki skellt á þjóðina í cinu. í Islenzk börn til sölu! — Klukkurán í Eyjum — Fjandinn um fimmtugt — Þjófar hengdir og brennimerktir — Kon ur réttaðar. — Nýr greinaflokkur hefst í dag á bls. 2.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.