Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Blaðsíða 1
jBlaó fyrir alla 26. árgangur Mánudagur 11. febrúar 1974 6. tölublað RÁÐHERRABÚSTAÐAR- HNEYKSLIÐ Á ÞINGVÖLLUM Forsœfisráðherra próventukarl þjóðgarðsvarðar - Hverjir gerðu sumarbústaðal anóið að bautasteini? Það verður undarlegt að heyra skýringar túlka okkar og framámanna, þegar erlendir gestir á 100 ára af- mælinu spyrja hversvegna bautasteinn um dr. Bjarna Benediktsson sé á sumarbústaðarlandi forsætisráð- herra rétt við Valhöll á Þingvöllum. Að segja það eitt, að hann hafi verið forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins má vart telja fullgilda skýringu á því að ríkiseign er tekin og gerð að minnisvarða um dr. Bjarna. Hann var umdeildur maður, formaður stærsta stjórnmálaflokksins, en vart annað. Hið hörmulega slys er vart afsökun fyrir því arna, svo að landsmenn verða komnir í dálítil vandræði þegar erlendir spyrja um hina raunverulegu ástæðu. HVERJIR EKKI? Því neita menn ekki að margt var mjög gott um dr. Bjarna en það þarf ekki ann- að en skoða síður dagblað- anna, sem deildu stanzlaust á hann — stjórnarandstaðan — og þá ekki sízt Þjóðviljinn undir ritstjórn Magnúsar Kjartanssonar, sem töldu hann allt annað en þjóðhetju. En það skiptir nú ekki miklu máli. Hitt skiptir máli að finna út hverjir stóðu að þessu. Var það flokkurinn og þá með hvaða heimild tók hann ríkisjörð til að minnast for- manns síns? Eða voru það einstaklingar sem ekkert leyfi höfðu til að binda þenn- an landsskika í þjóðgarðinum við minningu eins manns? TORFKOFA-RÓMANS! Eins og kunnugt er þá er forsætisráðherraembættið nú í dag einskonar hornreka á Þingvöllum. Forsætisráð- herra er nú ieigjandi eða nið- ursetningur hjá þjóðgarðs- verði; þar verður hann að búa í tveggja bursta bæ, venjulegum torfbæ, þótt máske eilítið hreinni. Þangað eiga svo erlendir þjóðhöfð- ingjar að sækja hann heim, kúldrast hálfbognir og heyra að bæjartetrið er nákvæm kopia af híbýlum flestra bænda á ægilegasta niður- lægingartímabili þjóðarinnar. Stórbyggingar hafa að visu ekki verið miklar hér á landi, en staðreynd er þó, að á Sturlungatimabilinu og langt I ! fram eftir öldum voru vegleg- ir skálar hjá flestum höfðingj um, hvort heldur veraldiegum eða kirkjuhöfðingjum. BAUTASTEINN Það er undarlegt fyrir alls- nægtaþjóðfélagið, að ekki aðeins þjóðhátíðin 1974 verð ur með hálfgerðum kotungs- brag, heldur og að forsætis- ráðherra er orðinn kostgang- ari hjá þjóðgarðsverði, eins- konar próventukarl undir tveim bæjarburstum! Allar svokallaðar frændþjóðir okk- ar hafa, vegna þjóðarsóma, hlúð vel að opinberum bygg- ingum forráðamanna sinna Bandarískur bíla-j innflutningur j I rannsókn Þá er hafin cnn cin rannsókn í viðskiptahciminum. Um þessar mundir telja yfirvöldin að ekki sé allt með fclldu i sambandi við innflutning notaðra amcrískra bifrciða til landsins. Eins oj> kunnugt cr þá hafa skip Eimskipafélags íslansd alls ckki haft undan að flytja 2—3 ára gamlar bifreiðir frá Norfolk, USA, til Rcykjavíkur. Bíltíkur þessar hafa trónað á öllum þiltorum skipanna og íslcnzkir kaup- endur hafa gleypt við gripunum, sem kosta frá 500 til 800 þúsund krónur. Ytra eru sölumenn, sem annast milli- göngu og eru taldir hafa góðan pcning upp úr krafsinu, því þessir bílar kosta skít og ekki neitt ytra. Hið opinbcra telur sig bcra skarðan hlut frá borði í þessum viðskiptum og er að Iáta fara fram rannsókn! MENNT UN ER MÁTT- UR! Reykvísk lögregluyfirvöld hafa stundum státað af mcnntun lögrcgluþjóna. Kcnnara einum við Mcnnta- skólann brá þó örlítið er hann fann sektarmiða á frain- rúðunni, en þar stóð: SNÍR ÖVUKT!!! Svo eru menn að ræða um i zctuna! en okkur þykir hentast að setja þá niður eins og upp- gjafamenn, og búa smánar- leg að opinberum bygging- um. Jörvagleði upp við Árbæ þar sem öllu byggingarusli er safnað saman og torfuáhuga menn við Lækjargötu skýra vitanlega bezt smásálarlega afstöðu þeirra sem eru í valdasessi, en út yfir tekur þó þegar einhverjir sam- þykktu að gera jörð þjóðar- innar að bautasteini einstak- lings. TIL MINNKUNAR Sumir munu skilja þetta svo, að kastað sé rýrð á dr. Bjarna. Því fer viðs fjarri. En nú má ætla, að svo langur tími sé liðinn frá láti hans, að þjóðin sé vakin til umhugsun ar um hvað sé eiginlega ver- ið að gera í þessum málum. Það má heita undarlegt, að menn eða einhver samtök Prófkjör Sjálfstæóisflokksins hefur nú leitt í Ijós að Al- bert Guðmundsson, horgar- fulltrúi á sívaxandi vin- sældum að fagna og spá margir að hann Icndi á þing- lista flokksins. Undanfarin misseri hcfur Albert átt síauknum vinsæld- um að fagna meðal flokks- manna og hinna ýmsu „dótt- urfélaga“ Sjálfstæðisflokksins. Er þetta allmikill þyrnir i augum hinna „gamalgrónu“ sem oít hafa talið sig „eiga“ flokkinn. Nú verða þcir að horfast í augu við þá staðreynd, að það cru kjósendur en ekki sníkjudýrin sem flokkinn eiga og fulltrúar kjósenda komast á þing. geti, mótmælalaust, hrifsað til sín þjóðarland og gert það að þvilikri stofnun og það er nú. Hljóta menn að gera sér Ijóst að þessi ófarnaðar- stefna gerir hinum látna eng- an greiða, hvorki minningu hans né virðingu, heldur frem ur skerðir það mikla og góða álit, sem almenningur hefur haft á störfum hans í þjón- ustu almennings og flokks sins. Er þaö satt, að Sverrir Run- ólfsson sé að stofna Val- frelsisflokkinn sem síöan sam- cinast Frjálslyndum og vinstri vinstri mömium?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.