Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 11. febrúar 1974 ‘Bl&S fyrir alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON Sími ritstjórnar: 1 34 96 — Auglýsingasími: 1 34 96 Verð í lausasölu kr. 50,00 — Áskriftir ekki teknar Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Inga Birna og Bjarni Guðnason Það horfði ærið byrlega fyrir hinum nýja flokki Bjarna Guðnasonar er hann hóf göngu sína fyrir skömmu. Það var ferskur blær yfir flokknum og rétt áður en hann var „formalt“ stofnaður hafði Glistrup hinn danski svo spillt flokkakerfinu í heimalandi sínu, að fá, ef nokkur, dæmi eru slíks. Því miður er það hald margra að flokksfylgi Bjarna hafi dalað eitthvað þær fáu vikur sem enn eru af lífi flokksins. Hin harða afstaða gegn vaniar- liði NATO hefur fært mörgum heim sanninn um, að hér sé líklega ekki um annað en loftbólu að ræða, sem ekki væri verulegt mark á takandi þegar á reyndi, fremur en t.d. erkióvinur flokksins, hannibalistar. Inga Bima, hin kunna „baráttukona“ er sennilegasti óheppilegasti áhrifamaður flokksins, a.m.k. í rit- stjóminni, virðist vera nú í dag að uppgötva skrif áhrifamikilla rithöfunda, t.d. Laxness, skrif sem sáu dagsins ljós í lélegustu verkum hans eins og t.d. Atomstöðinni, skrif sem rituð voru meðan skáldið í Gljúfrasteini var enn hrifið af Rússum, hataðist út í vamarliðið og var í stuttu máli kommi. Það eru gloppur eins og Inga Birna, sem gera sér enn ekki Ijóst, að enginn Jslendingur vill landið vam- arlaust, en þá deilir á um hversu bezt verði varið landið með sem minnstum truflunum á lífsháttum landsmanna Allir þjóðhollir íslendingar eru hinsvegar algjörlega á móti því, að ábyrgðarlausir menn, eins og kommar leiki..sér..með. öryggi og varnir landsins undir yfirskyni ættjarðarástar, en þar er Birna fremst í flokki. Það er alltaf leitt- þegar nýr' flokkur 'hyggúf "’sí'g túlka vilja landsmanna með því að taka skilyrðis- laust undir stefnu yfirlýstra þræla Moskvuvaldsins og forráðamenn Nýs lands ættu að leiðrétta þessi mis- tök sín áður en það verður um seinan. Barátta Sjálfstæðisfíokksins við ellina Talsvert er nú talað um að yngja forustumenn flokks Sjálfstæðismanna, þ.e. taka inn yngri menn sem víkja frá gamalmennakómum sem þar situr við völd. Þó má furðulegt vera, að margir em ennþá til innan flokksins sem em ungir í skoðunum, fastir fyrir og traustvekjandi, þátt árin séu ekki fá sem þeir hafa að baki. Þessa menn er sjálfsagt að nýta áfram en sumir utanborgarþingmanna, einkum á miðvestur- landi, era orðnir elliærir og veikir hlekkir í flokks- vélinni sem á það til að emja af kvölum þegar þungi eða ábyrgð leggst á þessa svikahlekki Það er fárán- legt að ætla, eins og sumir forustumenn Sjálfstæðis- flokksins, að einu sinni stærsti flokkurinn, alltaf stærsti flokkurinn Nýtt blóð, nýjar hugmyndir og endurvakin orka er það sem nú skortir Kokyrði án sannfæringar eru út í bláinn Skilningsleysi gagnvart æskufólki sem nú hefur kosningarétt í fyrsta sinn er banalt. Sú lækning að koma sér upp einskonar ung- lingasíðu um músikk, greinum óreyndra pilta um þjóðfélagsmál gera allt verra. Æskufólkið hefur hug- sjónir og vill þær á síður blaðanna, en alls ekki ein- hverja geldingsbrandara eða fullyrðingar sem hvergi fá staðizt og eru öllum framandi. Endurminningar Jóhanns Hafsteins eru ágætar í ævisögum, en í dagblaði minna þær fremur á hina bráðskemmtdefíu sögu: „Þegar ég var á freigátunni“ en hvatningu til nýs, jákvæðs pólitísks lífs. Þá eru Framhald á bls- 7. I i i 1 i TIL BLaDSINS Er Hótel Esji toppurinn? Hr. ristjóri. Ekki veit ég lengur í minn haus, þegar ég ætla út að skemmta mér. Þegar ég fer á Hótel Sögu, veit ég ekki hvort klukkan er 10 að morgni eða 10 að kvöldi, því þar sér mað- ur bókstaflega ekki eina ein- ustu hræðu, nema þjóna. Þeg- ar ég kom á Öðal í síðustu viku og spurði um „vert“ no. 1, Hauk Hjaltason, var mér tjáð að yfirkokkurinn hefði keypt Hauk út úr fyrirtækinu og væri hann nú orðinn heild- sali. En aftur á móti bregður mér í brún þegar ég kem á Hótel Esju til þess að eiga rólega stund, er ekki nokkur friður fyrir gestum. Ekki veit ég hvort það er að þakka frá- bærri þjónustu, sífelldri ný- breytni í matargerð eða pers- ónutöfrum Stefáns barþjóns. Ruglaður Athœgasemd frá St. Jósefsspítala Herra ritstjóri. Viljið þér ljá eftirfarandi lín- um rúm í heiðruðu blaði yðar. I Mánudagsblaðinu birtist þ. 28. þ.m. greinarkorn með fyrir- sögn „Kvensamir sóðar", en und ir pistlinum S.J. Nú þykir mér að jafnaði lítið til um pistla sem höfundar ekki staðfesta með nafni sínu og minna þeir einatt á orðin frægu, „ólýginn sagði mér". Myndi ég því láta kyrrt leggja, ef ekki væri svo, að ein af merkari stofnunum á þessu landi, hlýtur af fréttinni nokk- urt ámæli. St. Jósefssystur hafa rekið Landakotsspítla í sjö áratugi. Er öllum landsmönnum kunn líkn- arstörf þeirra, og æði margir hafa notið þeirra fyrir sig eða sína. Hefir enginn hópur af jafnri stærð lagt meira af mörk- til heilbrigðismála á Islandi og engir hlotið minni umbun. Þyk- ir mér því ómaklegt að íslenzkt fólk skuli kasta að þeim auri en myndi þó halda að mér hönd- um, væri rétt farið með. Af þessu tilefni vil ég tjá yður þetta: Mikill skormr er á sérmennt- uðu fólki, öðru en læknum til vinnu í sjúkrahúsum og á það sérstaklega við um meinatækna og sjúkraþjálfara. Hefir þá stöku sinnum verið gripið til þess ráðs að fá erlent fólk til þessara starfa til þess að firra vandræðum. Má og géfa þess hér, að langmest af bæjarfólki utan spítala, sem þarfnast að- stoðar rannsóknadeilda, er sent til þessarar deildar Landakots- spítla. Hefði enda orðið úr hreint öngþveiti þegar próf.. Jón Steffensen hætti rannsókna- stofu sinni, ef ekki hefði spítal- ans notið við. A undanförnum árum hafa unnið í Landakotsspítala tveir menn af arabiskum ættum. Annar var læknir og var þar frá 1. maí til 31- desember 1971 í kandídatsstöðu, en gegndi síðar héraðslæknisstörf- um úti á landsbyggðinni. Hann var snyrtimenni í klæðaburði, dagfarsprúður og hvers manns hugljúfi. Hinn er enn að störf- um og vinnur við rannsókna- deild spítalans. I klæðaburði semur hann sig að háttum æsku- manna í dag, og í umgengni er hann stakt prúðmenni. Lýkur allt samstarfsfólk hans, karlar jafnt sem konur, upp einum munni um prúðmennsku hans. Störf sín vinnur hann af kost- gæfni og staðgóðri þekkingu. Enn var hér viðloðandi í vor sex vikna tíma ungur arabiskur maður, gifmr íslenzkri konu. Gekk hann á þjálfunardeild spít alans til þess að kynnast starfs- háttum áður en hann hæfi nám í spjúkraþjálfun. Nú kann að vera, að frétta- maður yðar hafi ekki þá þekk- ingu til að bera, sem þarf til þess að greina í sundur fram- andi þjóðir, og skal ég því geta hér enn þriggja manna erlendra, sem starfað hafa í spítalanum. Einn er tékkneskur sjúkraþjálf- ari, sem býður af sér góðan þokka, hann er Ijós yfirlitum, íslenzkari á svip en margur land inn, og verður þá varla tekinn mann af semitiskum stofni. Hin ir tveir eru Bretar. Annar þeirra Skoti, skolhærður með ljóst yfir Framhald á bls. 7. I ! i ! i BRÚÐKAUPSVEIZLA FYRIR 30 MILJÓNIR Svört prinsessa giftir sig í S-Afríku Um mánaðamótin munu gifta sig í Jóhannesarborg svartur tryggingamaður og 17 ára dóttir Swazikonungs sem á 100 drottningar. Faðir brúðgumans ætlar að kosta til ekki minna en 50 þús. Rand, en sú mynt er vel yfir hundrað kr. einingin. Kaup- máttur í S.-Afríku er 20—30 sinnum meiri en á Íslandi svo veizlan er um 35—30 millj. króna á íslenzkan máta. Allt staðgreitt. DEMANTAR Fyrir nokkru keyptu tilvon- andi hjón demanta og gull fyrir 2 milljónir krónur í Jóhannes- arborg og nú verður ein glæsi- legasta veizla í landinu. Brúðkaupshátíðin stendur í nokkra daga, byrjar á föstudegi með svertingjadansi í svörtu hverfum borgarinnar, verður dansað í heilan dag. Tvær þyrl- ur munu fljúga með alla helzm gesti til Meþódistakirkju í ná- grenninu til að fá „vestrænan blæ" á tilstandið. Svartur biskup frá Höfðaborg mun gifta. Eftir athöfnina verða kveðju- móttökur þar sem brúðhjónin munu aka í skrautvagni, dregn- um af hestum. Þar verða ræðu- höld, borgarstjórinn í Soweto, svertingjaborginni, mun kynna borgarstjórann í Jóhannesar- borg og aðra tigna gesti, þing- menn og höfðingja frá Suður- Afríku og Swasilandi. Eftir meiri söng og dans er haldið áfram. STÆRSTA HÓTEL í AFRÍKU Um kvöldið verður kokkteil- veizlu í stærsta hóteli Afríku, Carlton Hotel, sem er 5 stjörnu, nýtt lúxushótel, þangað koma brúðhjónin í skrautkerru sinni. Auðæfum hefur verið eytt í klæðnað handa brúðhjónunum. 600 þús. kr. á síðasta þekkta bankagengi, fyrir tvenn föt handa honum og nokkra kjóla handa henni. Til samanburðar kaup ég góð föt fyrir ekki meir en 4—5000 kr Þetta þætti víst umtalsvert á Islandi ef aflakóngur gæti gert sér glaðan dag á þennan hátt, hvað þá í S-Afríku þar sem allt er sagt vera svo vont og vit- laust. Auðmannahverfi svartra í Jóhannesarborg, myndu gera Laugarásbyggðina eins og fá- tækrahverfi, lúxusvillur sem kosta kringum 10 milljónir kr. hver. Svertingjarnir auðgast á sínu eigin fólki, kvikmyndahús- um, verzlunum, efnalaugum eða flutningatækjum o.m.fl. Viggó Oddsson,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.