Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Blaðsíða 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 11. febrúar 1974 UR SÖGU LANDS OG LÝÐS NÝDAUÐIR MENN EINNAR AAÍNÚTU GETRAUN: Hve slyngur rannsóknarí i ertu? Skotínn úr launsátri „Það er bezt að við göngum héma meg- in“ sagði Fordney þegar þeir gengu eina stig- inn, sem lá að skóginum. Á leiðinni sagði John. „Eins og ég sagði þér prófessor þá fór Crane úr veiðikofanum til að sjkóta. Um það bil tíu mínútum seinna heyrði ég skothvell og óp. Ég hljóp niður skógargötuna og fann hann fimm hundruð metrum frá kofanum, og það blæddi ægilega úr sári á höfðinu. Ég stökk til baka og náði í umbúðakassa og batt um sárið eins og ég bezt kunni en hann var látinn áður en ég var búipn. Þvínæst fór ég aftur í veiðikof- ann og hringdi í þig.“ Þegar þeir komu að staðnum þar sem Crane , ■^ niiRh lá, þá skýrði John svo frá: „Ég sneri honum við svo ég gæti bundið um sárið.“ „Hann h lýtur að hafa verið skotinn úr launsátri fyrst ekki nema þrjú spor þín, sem sjást þrisvar og hans Cranes” sagði prófess- orinn eftir nákvæma rannsókn. Hann gekk að skógarjaðrinum, þá bætti við: „Það hlýtur að hafa verið héma, sem morðinginn stóð eða hér nærri. Sérðu púður- mörkin hérna á blaðlaufinu?” Meðan hann var að skera limið af trénu, þá skar Fordney sig um leið á hendinni. „Það er eins gott að sterelisera þetta” sagði John. Þegar þeir komu aftur í kofann, þá var Fordney að taka upp flösku með zoníti, þegar hann sá brúnan blett á flöskumerkinu. Um leið og hann gekk að vaskinum, þá sá hann í speglinum, að John var að laga skær- in í sjúkrakasanum. Hann snéri sér hægt við og sagði: „Ég ætla að taka þig fastan fyrir morð, John.“ . Hversvegna? Svar á 6. síðu. ^ ^ ^ ^ ^ Sönnun fyrir vofum Teitur nokkur Ólafsson, bóndi á Klukkufelli í Reykhólasveit, varð bráðkvaddur úti fyrir rúmum 40 árum. Þá stóð ung- lingspiltur, sem enn lifir, yfir fé á Hríshólsflóa andspænis Klukkufelli. Sá hann sem dökkna á skaflinum hjá fjár- hússdyrum á Klukkufelli og kindurnar vera að ganga fram og aftur. Kvenmann sá haim lúta ofan að dökknanum á skaflinum og fara síðan heim að bænum. Svo sá hann ann- an kvenmann fara frá Klukku- felli yfir að Hríshóli (eftir dauða Teits sótti hann mjög að ungmenni því er getið var í upphafi sögunnar) og svo fóru tveir menn yfrum með henni og smalamaður að þeir bátru lík Teits í brekáni heim í smiðjukofa á Klukkufelli og þegar ungmennið kom heim að Hríshóli fékk hann allt að frétta um lát Teits. Þá var harðviðrasamt mjög; rak ung- lingspilturinn hesta hjá Klukku felli í haga og varð samferða öðrum manni sem einnig rak hesta. Fýsti unglingspiltinn frá Hríshóli mjög að skoða lík Teits og gjörði það þrátt fyrir það þó fylgdarmaður hans letti og þuklaði á líkinu. Síöan var Teitur kistulagður og jarðsett- ur og leið vika þangað til unglingspilturinn á Hríshóli átti að láta inn hesta, og gengi hann ekki innan um húsið áð- ur hestar voru inn látnir fór allt með felldu, en brygði hann af því létu hestarnir sem þeir væru hamstola með frýsi og fælni. En þegar hami rak féð þó glaða sólskin væri var hann spurður af fólkinu á hinum bæjunum hver fylgdi honum, en það var reyndar enginn maður, heldur svipur Teits. Þessu gekk allan veturinn; missti sveinninn svefn og mat- arlyst. Hann vann það á kvöld- in að hann malaði korn og var hurð fyrir framan kvörn- ina. Gat hann malað tvær og þrjár kvarnir óttalaust; síðan kom óþefur mikill, en þegar honum létti kom í ungmennið megn hræðsla svo hann flúði upp á loft. Unglingur þessi átti fóstra sem vorkenndi hon- um og fór að aðgæta hvað valda mundi myrkfælni hans og sá hann þá svip Teits fyr- ir framan hurðina. Eina nótt dreymdi ungling- inn Teit brosleitan í bragði og þótti honum hann taka á fótleggjum sér og draga sig upp fyrir hné ofan í loftsgatið og þá varð hann vakinn. Þoldi unglingurinn ekki við fyrir fótaverk hálfan mánuð á eftir, en þegar búið var að gjöra að þessu tókst af ásókn Teits, en l ona hans varð brjáluð upp frá því og lifði fjörutíu ár eftir mann smn. Bræðurnir fyrir vestan Það voru einu sinni tveir bræð- ur vestrá landi og var mikill ófriður á milli þeirra. Einu sinni lagðist annar þeirra í sótt og dó. Þegar búið var að leggja hann til þá sér fólkið að hann rís upp og tekur föt- in sin sem héngu á stagi uppi yfir honum og fer í þau, og fer síðan út og tekur hestinn simi út úr hesthúsi og ríður á stað til mótstöðumanns síns, en hann hafði ekki frétt að hann var dáinn. Þegar hann kemur þá er bóndi úti. Sá dauði biður hami að fyrirgefa sér. Hann segir það sé sjálf- sagt. Sá dauði biður hann að gefa sér brennivín; hann fer inn í skemmu og kemur með flösku og fær honum. Hann sýpur á og biður hann að súpa á með sér. Hann segist ekki geta það; hann biöur hann aftur. Hann segist ómögulega geta það. Hann segir hann fyrirgefi sér þá ekki. Hann segist allt eina fyrirgéfá hon- um það. Hann biður hann í 'fSnðja sinn; hahn'“ségist ekki geta það. Hann segir hann fyr- irgefi sér þá ekki. Hann segist aílt eina gera það fyrir því. Hann fær honum flöskuna og stígur á bak og fer í burtu og heim til sín og inn og fer úr öllum fötunum og hengir á stagið og leggst síðan aftur. En um morguninn fannst hestur- iim dauður í hesthúsinu og murinn bein frá beini. Og end- ar so þessi saga. Draugurinn og tóbakskyllirinn Eitt sinn dó maður á bæ ein- um, hann var tóbaksmaður og átti nokkuð eftir sig af skornu tóbaki í kyllir. Kelling var á bænum; henni þótti gott að taka í nefið. Hún hirti kyllir- inn með tóbakinu í og um kvöldið þegar hún háttaði í rúmi sínu lét hún hann fram- an undir koddahornið hjá sér. Hún sofnar skjótt og vaknar brátt við það að maðurinn dauði er þar kominn og er með hendinni að reyna að ná kyllinum undan koddahorninu. Kelling lét sér ekki bilt við verða og mælti: „Aldrei okaltu tóbakið hafa, þú hefur ekkert með það að gjöra." Við þetta hörfar hann frá, en hún tek- ur kyllinn og stingur honum undir koddami fyrir ofan sig, snýr sér að vegg og fer að sofa, en brátt vaknar hún aftur við það að hann er að fálma eftir kyllinum fyrir ofan hana, og segir hún þá: „Ekki er þér leiklaust, snáfaðu burtu, því aldrei skaltu kyllinum ná,“ Rís hún þá upp, snýtir sér og tekur ríflega í nefið úr kyllin- um, fer á fætur allsber og treð- ur honum upp í millum raft- anna yfir rúminu svo hátt sem hún gat stilst, en á meðan hverfur vofan. Kelling leggst niður, snýr sér að stokk og sofnar lítinndúr, en sem hún vaknar sér hún að afturgangan stendur upp á rúmstokknum og teygir sig upp í raftana. Þá mælti kelling: „Gaman er að þér strípalingurí en aldrei skaltu að heldu rkylliim hafa.“ Bröltir hún þá á fætur og hrindir honum ofan af stokkn- um, en tekur kyllinn og vel i nefið úr honum, leggst síðan i niður að sofa og lætur hann undir handkrika sér og hvarf þá að öllu reimleikinn. Valdi á Hrafnfjarðareyri Þorvaldur er maður nefndur; hann bjó að Hrapps- eða Hrafnsfjarðareyri í Grunnavík- ursveit. Konu átti hann og börn og kölluðu menn hann fjölkunnugan. Það var vani hans aö fara fyrstur út á morgnana og síðastur inn á kvöldum. Bar það oft við að hann hvarf frá bæ og vissi eng- inn hvar hann dvaldi. En þaö þótti mönnum sjálfsagt í þann tíma að þá gengi hann í hóla. Ekki er þess getið að Þorvald- ur glettist við saklausa, en oft misstu óvinir hans snögglega hest eða kú þegar þeir gjörðu á hluta hans og gátu ekki hefnt. Þegar Þorvaldur var orðinn gamall tók hann sótt þunga og lá heilt sumar eða lengur. Varð konan að vaka yfir hon- um því ekki var annað fólk þar á bæ en konan og börnin. All(ó)skemmtilegar sagði hún að verið hefðu hinar síðustu nætur sem bóndi lifði og sækti þá ýmsar kvikindamyndir að honum. En þegar hann dó komu hrafnar margir á glugg er uppi var yfir rúmi hans og létu illa. Ekki gat konan látið prest vita dauðsfallið og sat hún yfir líkinu fjóra sólar- hringa, en ekki gat hún eða börnin sofið neitt þann tíma. Af hendingu kom þar bóndi er Bjarni er nefndur; hann bjó að Snóðskoti við Þaraláturs- fjörð. Sagði konan honum frá látinn væri Þorvaldur; þar með biður hún Bjarna að vera þar um þá næstu nótt og gjörir hann svo. Um kvöldið sér hann hund mórauðan skríða undir loftið og hristist það þá sem á þræði léki. So hafði gengið hvurja nótt síðan Valdi dó og hafði það að sögn kon- unnar valdið svefnleysi henn- ar og barnanna. Fer nú Bjarni undir pallinn og vísar seppa þessum út, Tekur hann þá þrjá steina úr nærbuxnavasa sínum; einn hvítan, annan rauðan og þriðja grænan; bið- ur konuna hafa þá milli brjósta sér og muni hún geta sofið. Vakir hann þá nótt yfir Valda. Um morguninn fer hann til Staðar og lætur prest- ur smíða um Valda og syngur yfir. En Bjarni tekur aftur steinana og segir ekki muni konuna saka þó Þorvaldur hefði ætlað hemii bana.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.