Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 6
Mánudagsblaðið Mánudagur 1'0. mars W^f5 Þrjátíu falla HramhaJd af bl. 2. hélt fyrir Þorleifi, fékk steins- högg og kom á skjöldinn, og bar hann að andlitinu, og lamdist tanngarðurinn, og varð síðan lítið af honum. Var þá LÁRÉTT: 1 Hús 5 Smábýli 8 Hreysi 9 Hrogn 10 Skammstöfun 11 Hár 12 Spiiið 14 Bleyta 15 Rödd 18 JökuH 20 Án innihalds 21 Upphafsstafir 22 Sláa 24 Risi 26 Gælunafn 28 Flakka 29 Skógardýrið 30 Heppni LÓÐRÉTT: 1 Seglskip 2 Sama og 8 3 Fiskar 4 Ósamstæðir 5 Hundsnafn 6 Upphafsstafir 7 Verkur 9 Kátína 13 Veiðarfæri 16 Eldsneyti 17 Fargið 19 Laun 21 Matur 23 Leiðindi 25 Tal 27 Greinir flóttinn kominn í kirkjugarð- inn. Sá Þorleifur það, að eigi Var auðvelt að komast í kirkj- una svo og að um skipt var sigrinum. Fór hann þá til kirkju og komst inn lítt sár og flúðu þá allir sem gátu í kirkj- una. En svo var þröngt í kirkj- unni, að eigi komst helmingur þeirra er vildu og lá allur valurinn fyrir dyrum kirkjunn- ar, en Sturlu menn gengu á þá og hjuggu eins og þeir mest máttu. Lést þar þá margt manna en fjöldi var sár, áður en Sturla skipaði að hætta skildi áverkum við menn. Tuttugu og níu menn létust þar af Þorleifi, en fjöldi manna varð sár. — Tveir létust af mönnum Sturlu, en tuttugu og fjórir særðust. Um morguninn gengu þeir Þorleifur og menn hans úr kirkju til griða og sdldu allir Sturlu sjálfdæmi. Var þá á- kveðið, að Þorleifur skyldi ut- an fara og Ólafur Þórðarson og enn fleiri. Sturla er riðinn brott út til Garða. Þjóðsögur Framhald af 4. síðu. sínu hverja nýársdagsnótt svo enginn vissi hvar hann fór, og fór svo ftam um nokkur ár, en altíð var hann kominn heim nýársmorguninn. Á einu vori réði hann til sín vinnumann að nafni Eyjólf. Hann þótti vera afburðamaður um flesta hluti bæði hagur og vinnumikill og því hinn besti verkstjóri og íþróttamaður. Eyj- ólfur var því ekki fjarri að fara til prests, því hann sótti fast eft- . ir, ef hann lofaði sér að vita hvert hann færi gamlaárskvöld- ið. Prestur tók hvergi af því, en lofaði þó ekki. Samt varð það úr að Eyjólfur fór til prests. Liðu svo stundir svo eigi bar til tíðinda um sumarið og vet- urinn fram að nýri. En seinustu daga ársins, helst sjálft gamla- árskvöld, passaði Eyvi upp á að fylgja presti eftir, hvað sem hann vék sér, og þegar leið fram á kvöldið gekk prestur ofan og Eyjólfur strax á eftir. Var þá prestur komin út og búinn til burtferðar. Eyvi býr sig til að fara líka. En þegar prestur sér það biður hann Eyjólf gjöra það fyrir sig að veræ kyrran heima. En þess var enginn kostur og þegar prestur sá að ekki tjáði annað en hann færi segir prest- ur við hann: „Ef að þú vilt endi- lega fara með mér þrátt fyrir mína þökk sem þér er þó óþarft þá mundu mig um það að gjörðu allt eins og þú sérð mig gera og má þá vera að þú kom- ist hjá því að hafa óhapp af ofurkappi þínu og þrályndisfor- vitni og ábyrgstu þig sjálfur fyrst þú vilt ekki annað en fara." Eyvi lét ekki letjast og með það fara þeir leiðar sinnar og segir ekki af ferð þeirra fyr- en þeir vomu að steini einum miklum og prestur klappaði þar upp á og brátt var lokið upp. Þar kom út kvenmaður og tók presti kunnuglega og fylgdi honum inn og Eyjólfur gekk inn líka. Þar er ei getið fleiri manna en þar vóru tvær konur, önnur eldri. Síðan var þeim sett borð og veitt vel bæði matur og drykkur og vóru konurnar glaðar og skemmtilegar. Leið svo kvöldið í glaumi og glað- værð til þess konurnar bjuggu rekkjur sínar, og háttaði eldri konan hjá presti, en sú yngri vísaði Eyjólfi að hátta í hinu rúminu; rekkjur vóru ekki nema tvær. „Hvar ætlar þú að sofa?" spyr. hann. „Hjá þér," segir hún. „Ekki hef ég hingað til stolið kvenmanni," segir hann, „og mun ekki heldur hér eftir." „Ekki skal þá nauðga þér til að sofa hjá mér," segir hún, „en héðan af skaltu aldrei óstel- andi vera." Ekki er fleiri orða þeirra getið né atburða þar um nóttina, og um morguninn fóru þeir heim En brátt fór að verða vart við að Eyjólfur var orðinn umbreyttur í háttum sínum því nú stal hann öllu sem steini var léttata; svo rak prestur hann burtu og svo fór hann stelandi og strjúkandi sveit úr sveit og u msumarið var hann kominn vestur í Langadal og stal þar nú sem annarsstaðar, en var eltur á hesti, en Eyjólfur var vel sund- fær maður og fleygði sér til sunds í Blöndu, en sá sem elti hann gat kallað yfir ána svo honum vóru varin bæði lönd- þar til hann drukknaði -9 Lausn á getraun Ef maðurinn hefði verið dauður þegar McHugh tók hann upp í bíl sinu, þá hefði aftursætið í bíl hans ekki verið gegnblaurt af blóði. McHugh skaut fjárkúgarann með haglabyssu (sem hann kastaðj i.yatnið) á gamla veginum ( samræmi við áætlun sína), en í stað þess.að bíða eftnt.að hann dræpist, þá greip hann skelf- ing, dröslaði honum inn í bílinn áður en hann dó, meðan blóðtð vall úr honum og ók honum í líkhúsið. ,_ .T„ Auglýsið í Mánudagsblaðinu HOTEL LOFTLEIÐIR SÍMI 22322 FUNDUR í KVÖLD AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM ? Fundur í Reykjavík — og fólkiS kemur frá útlöndum, utan af landi eða úr miðbænum — hittist og ræðir málin þar, sem aðstaðan er bezt. Hótel Loftleiðir er orðið miðstöð fyrir stærri og smærri | fundarhöld og aðrar samkomur í höfuðstaðnum. Einstaklingar, samtök, stofnanir, félög og fyrirtæki stefna fólki sínu til Hótels Loftleiða, því að þar hafa veríð byggðir sérstakir ráðstefnu- . og fundarsalir fyrir þá fjölmörgu, sem þurfa að hittast af ýmsu tilefni. ¦ Hringið í Hótel Loftleiðir. Við munum gefa yður allar upplýsingar og aðstoða við undirbúning að hverjum þeim fundi eða öðrum mannfagnaði, sem þér kunnið að standa fyrir. ÆSm^BS^SS&^0^ ^V^A -X ^v^

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.