Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 7
Mánudagur 10. mars 1975 AAánudagsblaðið Fyrsta kvöldið, sem þau höfðu verið saman, hafði hann tekið hana blíðlega og orða- laust. „Viltu vera stúlkan mín?" var allt og sumt, sem hann hafði sagt. Hann brosti með vörunum, en augun voru alvarleg. „Engin loforð, engar skuldbindingar, engar spurn- ingar — af beggja hálfu. Sam- þykkt?" Hún kinkaði kolii til sam- þykkis, þögul. Um síðir, þegar þau hvíldust eftir ástaratlotin, ástríðuþrung- in og tæmandi, varð henni litið á klukkuna á náttborðinu hans. Klukkan var þrjú. Hún kraup út úr rúminu. Hann rétti út höndina og greip um úln- liðinn á henni: „Hvert ætl- arðu?" „Heim..." Hann sneri upp á úlnliðinn á henni, svo hún hljóðaði af sársáuka. Hami sagði: „Þeg- ar þú sefur hjá mér, þá verð- urðu kyrr! Þú ferð ekki!" „En ég verð að fara. Ég er í kvöldkjól!" Hann sileppti henni orða- laust og byrjaði að klæða sig. „Þá eyðum við nóttimii heima hjá þér." Hún brosti. „Ertu hræddur við að sofa einn?" Hann varð þungbúinn. „Segðu þetta ekki oftar! Ég sef einn. En þegar ég hátta hjá stúlku, þá sef ég hjá henni!" Þau fóru heim í íbúðina hennar, og ástaratlotin byrjuðu aftur. Og þegar hún sofnaði í faðmi hans var hún svo yfir- full af hamingu, að hún fann til samúðar með öllum heims- ins konum, af því að þær mundu aldrei þekkja Robin Stone. Nú, eftir þrjá mánuði, vár Robin orðinn svo heimavanur, að jafnvel síamskötturinn henn ar, Slugger, hjúfraði sig upp að fótunum á honum á kvöldin. Robin var ekki mjög fjáður og hann var að heiman margar helgar og hélt fyrirlestra til að auka tekjurnar. Amanda kunni vel við sig á þeim skemmti- stöðum, sem Robin sótti, þótt þeir væru ekki af dýrasta tagi, „The Colony", „21", „P.J.", „Lancer Bar" og „Piccolo It- alia". Og hún gerði örvænt- ingarfulla tilraun til að gera greinarmun á demókrötum og repúblíkönum. Stundum sat hún í Lancer Bar tímunum saman og hlýddi á Robin ræða pólitík við Jerry Moss. Jerry átti heima í Greenwich Village og auglýsingastofan hans vann fyrir Alwayso-snyrtivörufyrir- tækið. Það var vinátta Robins við Jerry, sem hafði útvegað henni samninginn við Alwayso. Hún stóð fyrir framan speg- ilinn í Plaza-hótelinu, svo smeygði hún sér í ullarkjól og gekk inn í dagstofu íbúðarinn- ar. Ljósmyndarinn var að pakka niður tækjunum sínum. Hann hét Ivan Greenbrg, og hann var góður vinur. Hún veifaði til hans í kveðju skyni og til aðstoðarfólksins, sem var að láta niður kjólana, og hljóp niður stigann og beint að afgreiðsluborðinu. Engin skilaboð frá Robin. Ekki orð. Hún hringdi upp númerið hans, en ekkert svar, — bara þessi hljómlausi sónn, sem seg- ir manni, að enginn sé heima. Það var komið fram að há- degi. Hvar í ósköpunum var hann? ANNAR KAPÍTULI Hann var í íbúð í Bellevue Stratfordhótelinu í Fíladelfíu. Hann var þungsvæfur þenn- an morgun, og það tók hann dátítinn tíma að átta sig á, að komið var fram á dag. Hann heyrði korrið í dúfunum á gluggasyllunni. Hann opnaði augun og vissi þegar, - hvar hann var. Stundum, þégar hann vaknaði í móteli ,var hann alls ekki viss. ÖU mótei- herbergi voru eins, og þá varð hann að eyða tíma í að rifja upp nafnið á borginni, þar sem hann var staddur, eða. stúlk- unni, sem svaf við hlið hans. En þennan morgun var hann einn, og þetta var ekki mótel. Góða, gamla Fíladelfía, og þeir höfðu verið að velja sinn „Mann ársins". Og þeir höfðu látið hann fá almennilega hót- elíbúð. Hann rétti út höndina eftir sígarettunum á náttborðinu. Pakkinn var tómur. Það var ekki einu sinni brúklegur stubbur í öskubakkanum. Hann rétti höndina eftir sím anum og pantaði appelsínu- safa, kaffi og tvo sígarettu- pakka. Svo krafsaði hann í öskubakkanum, hirti skásta stubbinn, þurrkaði af honum öskuna og kveikti í. Það voru lengri stubbar í hinum ösku- bakkanum, með appelsínurauð um varalit á. En hann lét þá eiga sig. Hann stóð á fætur og tæmdi innihaldið úr þeim ösku mannsins, sem ætlaði að taka hann burt frá öllu þessu. Enn- þá virtist það hálf óraunveru- legt, jafnótrúlegt og símhring- ingin frá Austin sjálfum klukk- an níu á laugardagsmorgni. 1 fyrstunni hafði Robin haldið að það væri gabb — aðalfram- kvæmdastjóri I.B.C. að hringja upp lítt þekktan fregnritara. En Gregory hló og sagði hon- um að hringja aftur í I.B.C.- EFTIR JACQMUNE SUSANN bakka í klósettið. Hann horfði á stubbana hverfa og fannst eins og hann væri um leið að særa burt stúlkuna. Fjandinn hafi það, hann hefði getað svar ið, að hún væri ógift. Venju- lega gat hann þekkt þær úr á augabragði, giftu konurnar í leit að leynilegu ástarævintýri. En þessi hafði alveg leikið á hann, kannski var það af því, að húri var fyrir ofan meðal- lag. Jæja, þær voru allar einn- ar nætur gistiherbergi. Lofum mönnum þeirra að hafa áhyggj ur af því. Hann glotti og leit á úrið sitt — komið fram að hádegi. Hann næði í tvölestina til New York. 1 kvöld skyldu hann og Am- anda gera sér dagamun og drekka skál Gregory Austins, númerið til staðfestingar. Og það var einmitt það, sem Rob- in gerði og Austin svaraði sam stundis sjáifur. Gat Robin Stone komið beint til hans á skrifstofuna? Tíu mínútum síð- ar var Robin í skrifstofu Greg- ory Austins, með ferðatöskuna með sér. Hann þurfti að ná í hádegislestina til Baltimore. Austin var einn í hinni í- Hann kom strax að efninu. burðarmiklu skrifstofu sinni. Hvernig litist Robin á að verða fréttastóri I.B.C.? Hann vildi líka, að Robin kæmi með nýjar hugmyndir um. að stækka f réttaþónustuna og réði sína eigin fréttamenn til að lýsa flokksþingunum um sum- arið. Robin leist mjög vel á hugmyndina. En „Fréttastjóri I.B.C."? Nafnbótin var hálf- gerð ráðgáta. Morgan White var dagskrárstjóri I.B.C. frétt- anna og Randolph Lester var varamaður hans. Hvað, spurði Robin, þýddi fréttastjóri I.B.C. Tja, það þýddi fimmtíu þús- und dollara á ári, meira en tvö falt það, sem hann hafði núna. Og, eins og Austin orðaði það, viðvíkjandi spurningunni um nafnbótina: „Eigum við ekki að láta allt titlatog eiga sig í bili?" Og þegar Austin frétti, að Robin væri samningsbundinn í eitt ár í viðbót við fyrirlestrana þá hringdi hann bara tvö sím- töl, annað í fyrirlestrasamtök- in, hitt í lögfræðinginn sinn og sagði honum að kaupa upp samninginn. Svo einfalt var það — einfalt og leynilegt. Robin átti að halda sér frá I.B.C. í vikutíma. Hann átti líka að halda útnefningunni leyndri. Næsta mánudag átti hann að koma og taka við nýja starfinu. Gregory Austin ætlaði sjálfur að tilkynna út- nefninguna á sinn hátt... Hann heliti í kaffibollann og kveikti í nýrri sígarettu. Dauft vetrarsólskinið streymdi gegn- um hótelgluggana. Eftir viku tæki hann við hinu nýja starfi. Hann sogaði í sig sígarettuna. En það var einhvern veginn eins og góða skapið hyrfi með sígarettureyknum. Hann drap í sígarettunni. Hún seiddi fram mynd af stúlku með appelsínu- rauðan varalit. Hvað hét hún? Peggy? Betsy? Hvorugt nafnið hljómaði kunnuglega. En þau enduðu eins og hennar nafn. Biilie? Mollie? Lillie? Fjand- inn hafi það! Það skipti engu máli. Hann hallaði sér aftur á bak og ýtti kaffinu frá sér. Einu sinni þegar hann hafði komið til New York meðan hann var enn í Harvard há- skóla, hafði hann séð söng- leik, Lady in the Dark. Það var eitthvað um stúlku, sem heyrði part úr lagi,. en hún komst aldrei lengra en fyrstu tónana. Svipað henti hann stundum. Nema hvað það var ekki lagstúfur, heldur endur- minning, hugsýn ,.. . © framhaldsaga mánudagsblaBsins • framhaldsaga mánudagsblaðsins n ! a^pniUBTTi mAmmé^Æ xsiukNiM Á mánudag verður dregið í 3. flokki 8.775 vinningar að f járhæð 78.750.000 króna. Á föstudag er síðasti endurnýjunardagurinn. 3. FLOKKUR: 9 á 1.000.000 kr. 500.000 kr. 200.000 kr, 50.000 kr. 10.000 kr. 5.000 kr. 9 á 9 á 180 á 2.160 á 6.390 á 8.757 Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 8.775 9.000.000 kr. 4.500.000 kr. 1.800.000 kr. 9.000.000 kr. 21.600.000 kr. 31.950.000 kr. 77.850.000 kr.. 900.000 kr. 78.750.000 kr: n

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.