Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 3
Mánudagur 10. mars 1975 AAánudagsblaðið Flúðir. AJAX skrífar: SVEITAR Á ÍSLAND HOLTAMENN Það svæði í Rangárvalla- sýslu, sem í daglegu tali er kallað Holtin nær yfir tvo hreppa, Holtahrepp og Ása- hrepp. Mörkin milli þessara hreppa eru skrýtin og ganga sums staðar í alls konar ykkj- um og totum. Þegar maður heldur að maður sé kominn langt norður í Holtahrepp, kerhur í ljós, að maður er í rauninni staddur í einni tot- unni af Ásahreppi. Ekki held ég að neinn rígur haf i skapast miUi Áshreppinga og Holt- hreppinga, og Áshreppingar kalla sig Holtamenn ekkert síður en hinir. Hins vegar eru einkenni mannlífsins á Holta- svæðinu talsvert ólík því, sem er í Þykkvabænum og Land- sveitinni. I Holtunum hefur verið minni stéttaskipting en víða annars staðar í íslenskum sveitum. Margar af jörðunum þar eru það sem við mundum kalla miðlungsjarðir. Þarna er lítið um sárfátækan kotalýð, en það er einnig lítið um um stórbændur og bændahöfðingja sem gnæfa yfir umhverfið eins og á Rangárvöllum og í Hvols hreppi og Fljóthlíð. Flestir Holtabændur hafa verið þokka lega stæðir, en ekki meira. Þó eru margir þeirra góðir bú- menn, og yfirleitt er Holtafólk- ið duglegt og eljusamt. Það hefur hugsað um sinn búskap en verið minna gefið fyrir alls konar félagsmálastúss en margt annað íslenskt sveitafólk. Ég held, að Holtamenn hafi aldrei fengið þá flugu í hausinn, að þeir séu kallaðir til að frelsa heiminn, þeir láta Þingeyinga og Hreppamenn um slíkt af- rek. Yfirleitt eru Holtamenn litlir hávaðamenn, þeir fara sér hægt, en eru þéttir fyrir, ef á þá er leitað. Og þeir búa marg ir yfir talsvert mikilli kímni- gáfu, ég er hræddur um að grobb og brambolt og umsig- sláttur, sem eru einkenni svo margra íslendinga, mundu ekki gera mikla lukku í Holtunum. Holtafólkið mundi bara kíma góðlátlega að þess konar fólki, en ekki fyllast gapandi aðdáun eins og stór hluti Islendinga gerir. Margt Holtafólk hefur kom- ið við sögu í íslensku atvinnu- lífi og menningarlifi, svo sem bræðurnir frá Sumarliðabæ, Gunnar, Jón og Bogi Ólafs- synir. Og skáld hafa Holtin einnig alið, svo sem Guðmund Daníeisson. 1 LANDSVEITINNI Mikil ættatengsli eru milli Holtamanna og Landmanna, í báðu msveitum er sennilega Vikingslækjarfólk á öðrum hverjum bæ. Þó er það svo, að mér hefur alltaf fundist veru- legur munur á fasi og fram- göngu Landmanna og Holta- manna. Fólkið í Landsveitinni er fasmeira og örara en Holta- fólkið og er fljótara til að blanda geði við ókunnuga. Sumt Landsveitarfóik hefur svo mikið að segja, að það verður ákaflega fljlótmælt. Og ég er ekki frá því, að einstaka manni þar í sveit kynni að detta í hug að fara að frelsa heiminn. Og það yrði ekki brosað eins mikið að slíkum manni í Landsveitinni og í Holtunum. Fólkið á Landinu er talsvert út á við, gefið fyrir ferðalög og mannfundi. Og mér er nær að halda, að það hugsi öllu minna um búskap- inn en Holtamenn, en kannski öllu meira um andlegheitin. En því verður ekki neitað, að mannlífið þarna er á ferð og flugi og talsvert litríkt. Þarna hafa bændahöfðingjar eins og Eyjólfur í Hvammi gnæft yfir alan lýðinn. Og tasverð róm- antísk æð, lýrísk og hástemmd virðist vera í sumu þessu fólki. Úr þessari sveit voru Guð- mundur Guðmundsson skóla- skáld og Grétar Feils, báðir skáld hrifnæmis og tilfinninga fremur en raunsæis. Það eru einhverjir rómantískir svipti- vindar á ferðinni í kringum Skarðsfjall, Fjallið eina hans Grótars. En þeir ná ekki niður 24. GREIN á flatlendið í Holtunum, þar niður frá ríkir raunsæi og common sense. ÁRNESSVSLA ER HEIL HEIMSÁLFA Við Islendingar höfum áreið mynd tekið á sig hálfgert þjóð- sagnaform, sem erfitt er að hrófla við í vitund almennings. Þannig er þetta til dæmis um myndirnar af Snæfellingum, Húnvetningum, Skagfirðingum og Þingeyingum. Og þó leyn- ast oft nokkur sannleikskorn í þessum einfölduðu myndum. Um Árnesinga og þeirra ein- kenni hefur aldrei skapast nein slík einfölduð mynd. Menn geta vel séð fyrir sér hinn dæmigerða Skagfirðing eða Þingeying, jafnvel Akureyring eða Vestmannaeying. En hinn dæmigerði Árnesingur, hvernig er hann? 1 huga íslensku þjóð- arinnar hefir aldrei orðið til nein slík mynd. Og auðvitað á þetta sér sínar orsakir. Á íslenskan mælikvarða er Ár- nessýsla mikið flæmi. Sveitirn- ar þar eru ólíkar að náttúru og búskaparháttum, og þetta hefur sett sinn svip á hverja sveit um sig. Hrepparnir eru alt annar heimur en Flóinn, Skeiðin annar heimur en Þing- vallasveitin. Og svo mynduðust snemma þorp við sjóinn, og þau fengu sinn sérstaka svip, og enn síðar urðu líka til þorp og þéttbýliskjarnar uppi í land inu, og er þar auðvitað Selfoss fremstur í flokki, og hann hefur haft mikil áhrif á lífið í sveitunum í kring, jafnvel gefið þeim hálfgerðan útborgarstíl. Eitt enn, sem hefur sett sinn svip á Árnessýslu, einkum vest- ursveitir hennar, er nálægð Reykjavíkur. Gamalt fólk úr ölfasinu hefur sagt mér, að andi. Hveragerði nálgast það nú orðið hröðum skrefum að verða eins konar útborg frá Reykjavík. Og svipað gildir um þéttbýliskjarnana við Sog- ið, Ljósafoss og Irafoss. Fólk á þessum stöðum talar nú orð- ið á svipaðan hátt „að fara í bæinn" og fólk í Breiðholti og Árbæjarhverfi. Ég tel alveg víst, að um næstu aldamót verði útborgarhugarfarið orðið alls ráðandi í Hveragerði. Þessi þrýstingur Reykjavíkur á Árnesþing kemur líka fram í sumarbústaðabyggihgum. — Sumar sveitir, eins og Þing- vallasveit, Grafningur, Gríms- nes, Laugardalur og efsti hluti Ölfusins eru orðnar alveg und- irlagðar af sumarbústöðum Reykvíkinga. Sumarbústaða- hreyfingin á sér ýmsar rætur; hún er að nokkru sprottin af draumum um sveitasæluróman tík, stundum af flótta eða es- capisma burt úr hinu venjulega umhverfi, stundum blátt áfram af snobberíi nýríkra barbara, sem líta á sumarbústaði sem status symbol rétt eins og tutt- ugu milljóna húsið sitt í Reykjavík eða Garðahreppi. Og sumarbústaðafólk af því tagi er sjaldnast neinir skemmtikraftar. Sumarbústaða farganið er búið að ata út og stórskernma marga fegurstu staði Árnessýslu. Ég held að við verðum að viðurkenna það, að við getum ekki séð fyrir okkur hinn dæmi gerða Árnesing, hann verður bara þokuhnoðri. Hitt er svo Blásið land í Biskupstungum. anlega gert allt of mikið að alhæfingum um einkenni á í- búum heilla héraða. Þar höf- um við áreiðaniega oft á tíð- um gert flókna hluti einfalda og svo hefur hin einfaldaða þessa hafi þegar verið farið að gæta þar í sveit á ýmsan hátt um síðustu aldamót. En með bættu samgöngukerfi síðustu áratuga hefur þrýstingur Rvík- ur á Árnessýslu orðið yfirþyrm annað mál, að kannski getum við séð fyrir okkur hinn dæmi- gerða Hreppamann eða Eyr- bekking. Þá fer myndin að taka á sig lögun og lit. Framhaid OMEGA Nivada (r)\mmm JUpjlUL pierpoot Laugavegi 12 - Sími 22804

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.