Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 4
íjr^- Mánudagsblaðið Mánudagur 10. mars 1975 Ritstjón og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sírru ritstjórnar: 1 34 96. — Aulýsingasími: l 34 96 Verð í lausasölu kr. 80,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðvíljans hi. VERKAMENN HEIMTA... Það er eins og fyrri daginn, að þegnar þessa eyríkis sem lýðveldið Island nefnist, kunna ekki að bregðast við vandanum. Gildir þar einu við hvaða stétt þjóð- félagsins er átt, allar eru samsekar í einstæðri kröfu- gerðarpólitík. Það má hverjum manni Ijóst vera, að land vort þjáir nú verri kreppa á efnahagssviðinu en oftast áður, og ættum við þó að vera hættir að kalla allt ömmu okkar í þeim efnum. Nýlega lauk ráðstefnu Alþýðusambands Islands um samningamálin. Af samþykkt þessarar ráðtefnu er Ijóst, að verkalýðshreyfingin ætlar að láta skerast í odda í launamálum. Það er óneitanlega skiljanlegt, að launþegar landsins séu orðnir langþreyttir á sí- felldum hækkunum nauðsynjavarnings, sérstaklega þó þegar á það er Iitið að í gildi eru verðstöðvunar- lög, á sama hátt og kaupgjald er bundið. Munurinn er aðeins sá, að verðlagið hækkar þrátt fyrir verð- stöðvun, en kaupið hækkar ekki. Þannig er ekki hægt að lá verkamönnum þótt þolinmæði þeirra bresti. En hitt ætti að vera hverjum hugsandi manni ljóst, að ef nú skellur á allsherjarverkfall, eins og ætla má að sé takmark ASl-forystunnar, þá verður það bæði erfitt og langvarandi. Það verður erfitt af þeirri einföldu staðreynd, að efnahagsástandíð Ieyfir ekki hækkuð laun að neinu marki, og áreiðanlega ekki nægilega háa til að friða verkafólk. — og langt hlýtur slíkt verkfall að verða af sömu ástæðu. Stjórnvöld og atvinnurekend- ur geta ekki samið upp á annað en smáræði. 0Ú KAUPMENN LÍKA ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS • • • En það eru fleiri en verkamenn og aðrir launþegar sem kvarta. Nú má vart á milli sjá hvor kveinkar sér af meiri innlifun, þeir eða verslunarmenn. Það er full- yrt í yfirlýsingum kaupmanna, að aldrei hafi verið þrengt eins óskaplega að stétt þeirra og umsvifum og meðan núverandi ríkisstjórn situr á valdastóli. Á það hefur áður verið bent á þessum vettvangi, hversu fá- ránlega það hljómar undir ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, og verður ekki farið nánar út í það nú. En nú hlýtur hverjum og cinum að vera heim- ilt að spyrja: Eru þá kaupmenn virkilega svona illa haldnir? Hafa þeir virkilega svona lítið milli handa sinna? Hefur hlutur þeirra raunveruega minnkað, ef miðað er við aðrar stéttir? Staðreyndin er nefnilega sú, að það er hægt að svara öllum þessum spurningum neitandi! Þótt verslunarmönnum hafi verið neitað um hækk- un álagningar, þá leiðir hækkun vöruverðs af sér sjálfkrafa hækkun til verslunarinnar. Það er freistandi í þessu tilviki að taka mikið umræddan sykur sem dæmi. Fyrir rúmu ári fengu kaupmenn 82 milljónir fyrir að dreyfa sykri til 200 þúsund Islendinga. Nú fá sömú aðilar liðlega 600 milljónir fyrir að dreifa sama magni af sömu vöru til þvísemnæst jafnmargra kaup- enda. Þetta getur varla talist mjög ill meðferð á einni stétt. Það er varia hægt að ætlast til þess af verkalýðn- um að hann taki sífellt stærri hlut á sínar herðar, mcðan dæmi á borð við þetta blasa við honum. Eins og ástandið er núna verða allir að axla byrðarnar, sama hvaða stéttarheiti þeir hafa; verkamenn, versl- unarmenn og jafnvel útgerðarmenn. Huldufólkssögur EYJÓLFUR OG ÁLFKONAN Maður nokkur Eyjólfur að nafni af Burstarfellsætt var að sjóróðrum heisttíma í Geir- fuglaskeri. Sinhverra orsaka vegna varð hann eitt sinn eftir í skerinu þá er skipverjar héldu til lands. Sagt er að hann hafi dvalið í skerinu um veturinn með huldufólki og lagst á hugi við álfakvenmann, en er vetur- inn leið bjóst hann aftur til lands. En að skilnaði þá sagði álfkonan honum að hún væri þunguð af hans völdum og ef svo færi að hún léti flytja barn til sóknarkirkju hans bað hún hann að sjá um að það yrði skírt, en ef hann brygði af þessu kvað hún það mundi valda hon- um og afkomendum hans auðnuleysis. Síðan skildu þau, en eftir vissan tíma sást reifa- strangi lagður á kirkjugarðinn á sóknarkirkju Eyjólfs (sem sumir segja væri að Reykholti) og fylgdi með honum hökulefnis- böggull. Prestur sá er þar var á staðnum spurði hvort nokkur vissi deili á reifastranga þessum, en Eyjólfur sem var þar staddur við kirkjuna lést ekkett um það vita, og þá vildi prestur ekki skíra barnið. Mælt er þá hafi heyrst grátur, en enginn sést og barnið horfið, en böggullinn varð eftir. Álög álfkonunnar þóttu rætast á Eyjólfi og kyns- mönnum hans. PRESTHVARF í GRÍMSEY Þórður hér prestur einn í Grímsey forðum daga. Hann var oft vanur að hverfa og var stundum burtu nokkra daga án þess menn vissu hvað um hann varð annað en hann væri hjá huldufólki, en það var venja hans að gista aðra hvora jóla- nótt hjá huldufólkinu í Nón- brík, en aðra hvora í Ljúflings- hól. Oft var það þegar aflalaust var við eyna að sér Þórður fór á stað pg kom heim aftur með nýjan blautfisk og heilagfiski sem hann fékk hjá huldufólk- inu. fóru menn stundum á hnot- skóg að gæta að hvert hann færi til þessara fiskifanga. Sáu menn þá að hann gekk út á Eyjarfót, en ekki sáu menn þá framar hvað af honum varð fyrri en hann kom aftur. Loks hvarf hann og kom aldrei framar í auðsýn manna. Þóktust menn vita að hann hefði farið alfar- inn til huldufólks. Út á Eyjarfæti er mjór vogur sem liggur inn í heillir einn og halda sumir sá helli liggi í gegnum þvera eyna og að í hellinum búi ýmislegt óal- mennilegt. Sumir héldu séra Þórður hefði þangað farið. Ekki er sjáanlegt að komist verði inn í hellinn nema á báti. — Frá því er sagt um prest einn að hann var svo áræðinn að hann fór inn í hellir þennan rann- sóknarferð á báti við fjórða fann og kom aldrei út aftur. Síðan er þetta kölluð Presta- skvompa. EYJÓLFUR VINNUMAÐUR OG ÁLFKONAN Fyrir löngu síðan var prestur á Húsavík sem hafði þann ann- marka á lífernisháttum sínum að hann hvarf burt af heimili Framhald á 6. síðu. Stórir sesti smáir nota Islensk fyrirtæki Uppsláttarrit um fyrirtæki, félög og stofnanir Íslenzk fyrirtæki kemur út árlega, og veitir viðtækustu upplýsingar sem fáanlegar eru á einum stað svo sem: Nafn, heimilisfang og sima og ennfremur: pósthólf söluskattsnúmer nafnnúmer, telex númer, stofnár, stjórn, stjórnendur, helztu starfsmenn, tegund reksturs, umboð, umboðsmenn, þjónustu, ásamt fjölda upplýsinga um stjórnarráðið, sveitarfélög og stofnanir. Útgefandi: Frjálst framtak hf. Laugavegi 178, símar 82300 og 82302.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.