Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 24. maí 1976 Hann er læknir og varð heims- frægur þegar hann bjargaði þúsundum frá eiturlyfjadauð- anum í frumstæðu tjaldi ... ■lilll' — GJÖRÐU svo vel, komdu inn fyrir og leggstu á bekkinn, sagði William Abruzzi við fallega sjúk- linginn, sem vitjaði hans á stofu hans í New Paltz í New York fylki. Konan átti að gangast und- ir rannsókn í móðurlífi. Konan brosti, afklæddist og lagðist full trúnaðartrausts á legubekkinn. Hún andmælti í engu þegar læknirinn lagði grímu yfir andlit hennar í miðri rann- sókninni. Fáum sekúndum síðar var hún meðvitundarlaus. Læknirinn stóð um stund og virti með aðdáun fyrir sér lík- amsvöxt þessarar fögru konu. Svo byrjaði hann að fara höndum um nakinn líkamá hennar. Og hægt og hægt, í takt við stígandi ástríður sínar, kastaði hann klæð- um og bjó sig undir að klifra upp á bekkinn til konunnar. í sama bili opnuðust dymar og tveir menn komu inn með brugðnar skammbyssur og tóku Abruzzi fastan. Þetta var lögregl- an, sem eftir langa mæðu hafði fengið fullnaðárSönnun gegn þess- um þekkta lækni. Konan á bekknum var kvenlögregluþjónn, sem boðist hafði til starfans sem tálbeita. GRUNUR Lögreglan hafði um Iangt skeið veitt móttöku kærum frá ungum konum, sem töldu sig hafá orðið fyrir nauðgun af hendi læknisins meðan þær voru undir áhrifum deyfilyfja. En það var ekki unnt að verða sér úti um neitt til að byggja á haldgóðá ákæru. í nóvember á síðasta ári kom svo 27 ára ljóshærð kona til lög- reglunnar, nánast beint frá lækn- inum, og ákærði hann fyrir full- komna nauðgun. Konan var rann- sökuð og það kom í ljós að hún hafði haft „kynferðisleg mök“ á síðustu tveimur tímum. Að henn- ar sögn fóru þau ekki fram með hennar vitund, svo þau gátu ekki hafa átt sér stað nema meðan hún var undir áhrifum svefnlyfja hjá lækninum. Nú ákvað, lögreglan að láta til skarar skríða. Leitað var til feg- urstu og best vöxnu kvenlögreglu- þjónanná um að þær gæfu sig frlviljugar fram sem tálbeitur. Þær gerðu, það allar og sú glæsilegasta var valin. Þegar hún lá meðvitundarláus á bekknum í stofu læknisins fylgd- ust karlkyns starfsfélagar hennar mcð háttemi læknisins 1 gegn- um birtuglugga yfir dyrum lækná- stofunnar, og gripu inn í þegar sánnanirnar fyrir ætlun læknisins lágu fyrir. Verði Abrúzzi sekur fundinn um ákæruatriðin, sem varla getur leikið vafi á að verði, getur hann átt yfir höfði sér sjö til tíu árá fangelsi. Þar með verður settur punktur fyrir aftan óvenjulega glæstan feril. ROC DOC William Abruzzi læknir varð þekktur um hcim allan sem „Roc Doc“ eftir að hafá bjargað lífi ... en í læknastofunni hann ekki hemil á sér.. hundruða af eiturlyfjaneytendum og slösuðum þátttakendum á hinni ævintýralegu rokkhátíð í Wood- stock í ágústrnánuði 1969. Þetta var einhver kunnasta' dægurtón- listarhátíð sem haldin hefur verið fyrr og síðar. Þar starfaði læknirinn nætsum þrjá sólarhringa án svo mikið sem mínútu svefns í óendanlegu öng- þveiti og við læknisfræðilegar- og hreinlætisaöstæður sem enginn læknir annar hefur fengið svo mikið sem smjörþefinn af. Hundr- uð ameríkana gátu eftir Wood- stockhátíðina þakkað honum fyr- ir að hafa bjargað lífum barna þeirrá. 400.000 í STAÐ 120.000 Þetta byrjáði 15. ágúst 1969. Þeir sem fyrir hátíðinni stóðu höfðu leigt 15 tunnur lands af bóndanum Max Yasgur í Bethel, New York fylki. Þar komu þeir fyrir hljómsveitarpöllum og ein- földu fyrstuhjálpar-tjaldi. Gert var ráð fyrir að á tónlistarhátíðiná kæmu um 120.000 manns til að hliða á Janis Joplin, Joe Cocker, Bob Dylan og öll hin stóru nöfn- in. Öngþveitið byrjaði þegar fyrsta daginn. Um kvöldið gátu menn staðfest þá staðreynd, að á stað- inn voru komnir um 400.000 unglingar hvaðanæva að úr Bandaríkjunum! Þeim var þrengt saman eins og síldum i tunnu. En andinn var hástemmdur í orðsins bókstaflegu merkingu. Þykkt maríjúanaský lá yfir staðnum. LSD og önnur hættuleg eiturefni voru seld fyrir opnum tjöldum. Lögreglan gerði tilraun til að grípa inn í eiturlyfjaverslunina fyrstá daginn en varö að gefast upp eftir að hafa tekið 100 manns fasta. Eftir það var frjáls verslun á staðnum. EINS OG SNJÓBOLTI í HELVÍTI Það varð fljötlega ljóst að skyndihjálpartjaldið dugði lítið betur ,en snjóbolti í helvíti. Læknasamtökih í 'New Vork sendu sj ösjálfboðaliða úr lækna- stétt borgarinnar með þyrlu til samkomusfaðarins í Woodstock. Yfirmaður þessa sjö manna lækna- liðs var William Abruzzi, sem fljótlega fékk viðurnefnið „Willi- am Head Doctor". Abruzzi tókst að koma upp sjö skyndihjálpartjöldum og tveim eins konar tjaldsjúkrahúsum. Á „The Hog Farm“, í námunda við einn hljómsveitarpallinn, var feng- ist við venjuleg „bad trips", en í þrem svörtum tjöldum og þrem grænum var fengist við lítið eitt verri tilfelli. í appelsínulita tjald- inu fengust menn við lífshættuleg tilfelli af lyfjaeitrun ásamt hrein- um slysatilfellum. „William Head Doctor“ var yf- irmaður appelsínulita tjaldsins, sem fljótlega fékk nafnið „Sin- clair sjúkrahúsið" eftir hand- teknum og fangelsuðum uppreisn- arleiðtogum unglinga, John Sin- clair. Honum tókst með mikltun erfiðismunum að ryðja smásvæði við hliðina á tjaldinu, til þess að hægt væri að lenda þar þyrlu, sem sótti þá sem hættulegast voru veikir. Á laugardcginum byrjaði regn- ið að streyma niður og áður en dagur var liðinn hafði svæðið breyst í einn allsherjar drullu- poll. En 90% unga fólksins voru svo steinrunnin af eiturlyfja- neyslu að það tók ekki einu sinni eftir músikinni, hvað þá umhverfinu. Og tónlistin hélt á- fram. FYRSTA DAUÐSFALLIÐ Sinclair sjúkrahúsið varð fljót- lega troðfullt af sjúklingum. Flest- ir voru fórnardýr „lélegrar sýru“, þ.e.a.s. LSD blönduðu hinum ýmsu eiturcfnum. Fólkið lá I hrönnum úti fyrir tjaldinu og beið þess að komast til meðferð- ár. Á laugardagseftirmiðdag kom fyrsta dauðsfallið. Það var ung- ur maður sem hafði tekið inn of stóran skammt af eitruðu LSD. Lífi hans varð ekki bjargað. „William Head Doctor" vann eins og vitskertur. Allt var á floti í tjaldinu og sýru-fullir sjúk- lingar röngluðu hver innan um annan eins og geðsjúklingar. Abruzzi tókst að komast að því hvaða LSD-hylki væru hættuleg- ust og með jöfnu millibili rauk hann upp á sviðið og reif mikro- fóninn úr höndunum á Janis Joplin, Joe Cocker eða hverjum sem var að skemmta, og hrópaði yfir mannfjöldann á svæðinu: — Ekki kaupa grænu og bláu hylkin. Þau eru ban- helvíti eitruð. . .! Það hjálpaði lítið eitt, en ekki nægilcga mikið. Fórnardýrin héldu áfram að streyma að. Á laugar- deginum gengu lyfjabirgðirnar til þurrðar og Abruzzi varð að panta meirá. Stóran hluta þess varð hann að borga úr eigin vasa og sá til þess, að herinn kæmi því á staðinn. Öngþveitið og ruglingurinn á föstudegi og laugardegi var þó lítt umtalsverð miðað við ástandið á sunnudeginum. FÆÐING Auk vaxandi tölu eiturlyfja- sjúklinga fékk „William Head Doctor" nú nýtt vandamál að stríða við. Unglingarnir sem tryggt höfðu sér sæti næst hljóm- sveitarpöllunum höfðu ekki get- að orðið sér úti um vistir í þrjá daga. Nú var orðinn hörgull á drykkjarvatni og margir farnir að drekká beint úr drullupollunum. Þeir fengu heiftarlegar eitranir. „William Head Doctor" var kominn með breiða, svarta bauga undir augun. Hár hans var eins og samanklístruð ávaxtakaka og kirtillinn ataður blóði og ælu. En hann var óþreytandi. Skyndilegá, þcgar öngþveitið var I hámarki komu nokkrir ung- ir menn inn í tjaldið og báru á milli sín konu. Abruzzi gaut á hana augun- um. — Guð minn góður, hrópaði hann. — Hún er að fæða! Eru allir orðnir snarvitlausir hér? Fæðingin var þegar hafin. Höf- uð barnsins var komið út, þeg- ar Abruzzi kom stúlkunni fyrir á borði. En þetta gekk allt vel, og eftir skamma stund voru móð- ir og barn farin frá svæðinu í þyrlu. En um leið og þyrlan hóf sig til flugs sviptu stórir hrcyflar hennar appelsínulita tjaldinu upp. Skyndilega stóð Abruzzi úti undir berum himni með alla sína sjúk- linga. 1 ausandi rigningu. En það hafði engin sjáanleg áhrif á hann. Hann hélt áfram vinnu sinni með- an aðrir komu tjaldinu fyrir aft- ur. Þennan dag urðu enn tvö dauðsföll, sem orsökuðust af LSD. Annar sjúklingurinn dó á Sincláir sjúkrahúsinu en hinn á sjúkra- húsi í New York eftir að hafa verið flogið þangað. En það var eingöngu að þakka ómannlegri framgöngu „Williams Head Doctor" að dauðsföllin urðu ekki margfalt fleiri. GÓÐ LÝSING HOFFMANS Yippa-rithöfundurinn frægi Ab- bie Hoffman, sem starfaði með Abruzzi á Sinclair sjúkrahúsinu, skrifaði síðar: — Rock Doc (það var auknefnið sem blöðin gáfu Abruzzi) gekk um og starfaði í stórfenglegum hrærigraut. Borðin á sjúkrahúsinu voru alsett lyfjum, bjór, LSD, kóka kóla, gasbindum, hnífum, blóði, kaffi og kampa- víni. Hvernig í fjandanum hann fór að því að gefa rétt lyf, að ekki sé minnst á að finna þau, er mér hulin ráðgáta. Það getur eng- inn ásakað Rock Doc þótt ein- hver kunni að ganga með kampa- vín í æðunum eftir sprautu á Sinclair sjúkrahúsinu. Þegar reikningarnir voru gerðir upp eftir hátíðina hljóðuðu þeir upp á 3 látna, 5000 svo illa farna að þeir urðu að fara x áframhald- Framhald á bls. 6.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.