Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 24. maf 1976 : ! Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 1 34 96. — Auglýsingasími: 1 34 96. Verð í lausasölu kr. 150. — Askriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Islenskt réttarkerfi - 1. grein ísland fullvalda ríki? NU, þegar Moggi og Tími bítast um, hvor sé meiri Mafía, er vert að hugleiða hvernig mál standa gagnvart þjóðinni, án skollaleiks sam- tryggingakerfisins. Island er í NATO, og sannað er af atburðum líð- andi tíma, að vera þess í NATO er eingöngu til hags- bóta USA. — Síðan í byrj- un kalda stríðsins hafa Bandaríki Norður-Ameríku, aldrei breytt fyrstu hervarna- áætlun svokallaðs „Dew line" varnarkerfisins. — Lína þessi nær um Norður- Noreg, Island og Norður- Kanáda. Þessi lína er líka kölluð á herfræðimáli „Early Warning Line". — Hún þjónar þeim tilgangi að að- vara íbúa Norður-Ameríku nokkrum mínútum áður en flugskeyti, hlaðin kjarnorku springa á grund USA. Mikil- vægasta herstöð USA á þessu svæði, já kannski í öllum heiminum, er Island. Þetta er ekki umdeilanlegt, það er viðurkennt af öllum sem um þessi mál hafa fjallað. Hvað hafa íslenskir ráðamenn gjört í þessu máli? En höfum við íslendingar þá ekki látið nota okkur sem vændis- kvendi sem tekur ekkert fyr- ir blíðu sína? Mér er spurn? Bjarni Ben. var vitaskuld allra góðra gjalda verður, sem stjórnmálamaður síns tíma. En að því Jeytinu var ¦; hann stjórnmálamaður 19. en ekki 20. aldar, að hann hafði þá trú að við yrðum háðari USA ef við færum fram á leigu fyrir herstöðv- ar þeirra hér. A.m.k. er þetta ekki sjónarmið sem USA virðir. Þar er allt buisness. Þar á meðal herstöðvar. Frankó var margt lagt að hálsi, að minnsta kosti af misskildum andfasistum í heiminum. Hann kom Spáni upp úr sárustu fátækt, til vel bjargráða, með því að leigja USA herstöðvar í landi sínu. Á þessu ári hafa Tyrkir, sem þó eru eitt af bandalagslönd- um NATO, leigt USA her- stöðvar í landi sínu, til næstu 4 ára, fyrir 1 milljarð dollara. Grikkir fyrir 70 milfjónir dollara á ári. Hvað þá með íslendinga? Eins og áður er sagt, hefur sannast, svo fullkomlega sem verða má, að USA er hér ekki sem sambandsaðili að NATO. Þeir eru hér vegna eigin hagsmuna. Hvort hræðsla ráðamanna er vegna kenninga Bjarna Ben. eða vegna eigin samfrryggingar herliðs hræðslubandalagsins, skal ósagt látið, en þær spurningar vakna óneitanlega hvort hér sé um að ræða hræðslu um hagsmuni „Flug- leiða", „SÍF" og „SlS" eða hreinar og beinar mútur til íslenskra ráðamanna. Það væri óneitanlega ódýrara fyr- ir USA að múta nokkrum íslenskum ráðamönnum, all- myndarlega, heldur en að borga heiðarlega leigu af að- stöðu sinni hér. Einhvern tíma hefði verið skipuð rann- sóknarnefnd af minni á- stæðu en rökstuddri ásökun um a ðhafa af íslenskum al- menningi milljarða af doll- urum. Ef við settum reikn- inginn þannig fram, að USA bæri að greiða 100 milljónir dollara á ári frá 1943, þá væri dæmið í stuttu máli á þá leið, að þeir skulduðu okkur 3,3 milljarða dollara? Þetta svarar nokkurn Vegin til ríkisskulda íslendinga í erlendum gjaldeyri, Hver ein- staklingur veit, að sjálfstæði hans byggist á fjárhagslegu sjálfstæði. Nákvæmlega sama lögmál gildir fyrir hvert og eitt ríki. Þetta fengu íbúar Nýfundnalands að kenna á þegar stjórnin þar, hafði komið fjármálum landsins á kné. Þá missti það land jálf- stæði sitt. Hvað er lartgt í það að við missum okkar sjálfstæði? Á nokkur að trúa því, að við höfum ekki menn. Er það ekki miklu heldur sannleikurinn að gagntryggingar söfnuður sér um það að aðeins meðal- menn komast að í „leikhús- inu við Austurvöll?" Hvernig stendur á .því, að t.a.m. Albert Guðmundsson var ekki skipaður fjármála- ráðherra? Var sá maður sem ekki hafði valdið sínu fyrra hlutverki hæfari til að fara með fjármál landsins? Spyr sá sem ekki veit, en afleið- 'ingarnar eru mjög ljósar. Op- inberir starfsmenn fá hækk- anir, skyldum þeirra fækkar, ekki er notað tækifæri til að láta þá fá algjörann verk- fallsrétt og segja síðan upp öllum og endurráða þá hæf- ustu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið allan þann mál- stað, sem flokkssamþykktir hans segja til um og útþynnt öll sín málefni með misskyld- um sósíahsma. Slegið er lán á lán ofan, erlendis og síð- an ný lán til að borga af- borganir og vexti af þeim Framhald á 6. síðu. Rannsókn Geirfínnsmálsins misheppnuðfrá upphafí- eða er ekki ætlun in að upplýsa það mál til fulls? Á LIÐNUM vetri var um fátt eitt meira rætt en dóms- og afbrotamál. Þetta var helsta umræðuefni þegar menn mætt- ust á förnum vegi, á vimtu- stöðum, í samkvæmum og á Alþingi urðu snarpar orða- hnippingar. Allt bendir tíl þess að á næstu vikum verði þessum umræðum enn haldið áfram, enda full ástæða til. Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði í sambandi við þessi mál: Upplýsist Geirfinns- málið ekki? Hvers vegna situr ungur maður í fangelsi í eitt ár án þess að mál hans hljóti afgreiðslu? Hvers vegna er lögreglustjórinn í Reykjavik á móti frumvarpi um rannsókn- arlögreglu ríkisins? Því er Litla Hraun ekki fullnýtt? Eru starfandi hér glæpahringir með þátttöku þekktra manna? AHt þetta eru spurningar sem þarfnast svara og auðvitað eru "spurnirtgárnajr núklu fleiri. Geirfinnsmálið Það er best að snúa sér fyrst að því máli sem nú er á allra vörum: Geirfinnsmálinu. Eftir þeim upplýsingum sem greinar- höfundur hefur aflað sér er aðeins tvennt sem kemur til greina í því máli. Þeir sem að rannsókninni hafa unnið komast ekki með tærnar þar sem söghetjur í barnabókum Enid Blyton hafa hælana, eða við er að etja hóp þjálfaðra glæpamanna sem einsk- is svífast. Nemá hvort tveggja sé. Við skulum skoða fyrri tilgát- una fyrst. Geirfinnur hverfur að kVöldi 19. nóvember 1974 eftir að hafa lagt upp á stefnumót við óþekktan mann. Rannsóknina næstu vikur þarf ekki að rekjá í smáatriðum. Rannsóknarlög- reglumaður í Keflavík lýsir því yfir hvað eftir annað, að öruggt sé að málið upplýsist. Það sé að- eins tímaspursmál. Leirmynd er gerð af manni sem talinn var hafa hringt í Geirfinn þetta kvöld. Leit að fyrirmyndinni ber engan árang- ur. Lýst er eftir bílum. Enginn árangur. Rannsóknarlögreglumað- ur fer til Líbánon með eiginkonu Geirfinns því sjáandi þar í landi kvaðst geta upplýst um örlög Geirfinns. Enginn árangur. Stór smyglmál fara að komast upp og það upplýst að Geirfinnur hafi verið beðinn að eimá spíra. Samt er hann ekki sagður tengjast nein- um smyglmálum og smám saman ætlar málið að falla í gleymsku að því er virðist. Enn eitt óupp- lýsta mannshvarfið, segir almenn- ingur. Nú skal farið hratt yfjr sögu. Seint á sl. ári eru þau Erla Bolla- dóttir og Sævar Ciesielski sett í gæsluvarðhald vegna fjársvika- máls. Þá kemst upp um morðið á Guðmundi Einarssyni og fleiri settir inn. Erlu er síðan sleppt, en þá kemur í ljós að hún telur sig ofsótta vegna vitneskjú sem hún Útsýni fanga að Skólavörðustíg 9. — Þar er elsta nústandandi fang- elsi íslendinga. býr yfir. I frarnhald af því skýrir hún frá ferðinni til Keflavíkur og sjóferð frá Dráttarbrautinni. Það leiðir aftur til handtöku fjór- menninganna sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá 26. janúar þar til fyrir skömmu. Breyttur framburður Erlu var fljótlega sleppt úr varðhaldi eftir að fjórmenning- arnir voru teknir höndum. Hér kemur athyglisvert atriði. Erla scgir að nokkrir menn til við- bótar þcssum fjórum hafi verið í/ Dráttarbrautinni umrætt kvöld. Hafi fyrri framburður hcnnar ver- ið rcttur, er þá ekki iiugsanlegt að þessir óþekktu mcnn hafi haft samband við hana i þeim til- gangi að fá hana til að breyta fyrri framburði? Á blaðamanna- fundi seint í mars sagði Örn Höskuldsson rannsóknardórhari, að hægt hefði verið að sannreyna allan framburð Erlu. Hins vegar væri ekki ástæða til að halda henni í varðhaldi enda þyrfti hún að annast lítið barn. Ekki er vitað til þess að henni hafi verið veitt nein vernd eða verið und- ir eftirliti að neinu marki. Samt var sá framburður hennar tekinn góður og gildur, að óþekktir menn hefðu verið viðstaddir þetta kvöld í Keflavík. Eftir handtöku fjór-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.