Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 5
Mánudagur 24. maí 1976 Mánudagsblaðið 5 menninganná hljóta þessir menn að hafa gerst uggandi um sinn hag. Hvaða tilraunir hafa verið gerðar til að rannsaka bátsferðir frá Keflavik mnrætt kvöld? Því var ekki byrjað á að rannsaka hvarf Geirfinns með hliðsjón af smyglmálum? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa við rannsókn svona máls, að leitað sé ástæðunnar fyr- ir verknaðinum og þar með byrj- að á rcttum enda. Hver átti riff- ilinn sem Erla' segist hafa skotið Geirfinn með og hvar er vopnið? Þetta eru aðeins nokkrar spurn- ingar af mörgum sem vaknað hafa cftir tilkynningu Sakadóms sem gefin var út á dögunum. Að sinni verður ekki frekar fjallað um þennan þátt málsins. Líkfundur í Vík Er morðið á Guðmundi og Geirfinni aðeins angi af stærri málum? í því sambandi verður ckki komist hjá að segja frá einu atriði þótt það valdi kannski ein- hverjum sársauká. t fyrra sumar var ungrar stúlku saknað. Lík hennar fannst stuttu síðar í fjöruborðinu í Vík í Mýrdal. Opinber dánarorsök hennar var talin drukknun og er ekki vitað til að við það hafi ver- ið gerð athugasemd af hálfu á- kæruvaldsins. Þvi máli er sem sagt lokið — eða hvað? Umrædd stúlka hafði aðstoðað Sævar Ciesielski við fjársvikin frá Pósti og síma. Hún tók út fyrri hluta þessarar tæpu milljónar sem Sævar sveik út en Erla seinni hlutann. Þessi stúlka fór síðan til Kaupmannahafnar í þeim til- gangi, að því talið er, að kaupa eiturlyf. Hún mun hafa komið heim án peninga og án eitur- lyfja. Skömmu síðar hverfur hún og finnst síðan drukknuð. Var um morð að ræða eða var hún neydd út í dauðan með hótunum? Hver eru tengslin? I þessu sambandi vaknar sú spurning hver séu tengslin milli þessa máls, morðsins á Guð- mundi og hvarfs Geirfinns. Sagt er að Guðmundur hafi verið myrtur svona til gamans eigin- Iega og komi þessu ekkcrt við og má það vel vera. En var þá stúlkan einnig myrt og þá af hverju? Og var þá Geirfinnur myrtur og af hverju? Það verður að segjast eins og er, að það er harla ólíklegt, að þau ungmenni sem nú sitja í varðhaldi hafi upp á eigin spýtur stundað áfengis- smygl, smygl á eiturlyfjum, fjár- svik, innbrot og morð árum sam- an. Ekki síst er þetta ótrúlegt þar sem sumt af þessu fólki sat meira og minna í fangelsum, á Skóla- vörðustíg, Síðumúla og Litla Hrauni vegna þjófnaða frá þeim tíma sem Geirfinnur hverfur. Hvaðá fólk umgekkst þessi ung- menni? Var maður sá, sem vak- inn var upp til að flytja lík í Hafnarfjarðarhraun bara mál- kunnugur glæpalýðnum? Er hon- um allsendis ókunnugt um ferðir félaganna og gerðir yfirleitt? Hvers vegna var einmitt hann beðinn að taka að sér aksturinn? Er ætlunin að upplýsa þessi mál til fulls eða ekki? Fréttaflutningur Fréttaflutningur af gangi mála í sambandi við Geirfinnsmálið hefur verið furðulegur síðustu vikur. Vísir greindi frá því fyrir nokkrum vikum að gæslufangam- ir fjórir yrðu látnir lausir fljót- lega þar sem ekkert sannaðist á þá. Ennfreniur taldj blaðið. nýj- Dómsmáláráöherra lagöi fram vcl unniö frumvarp, en sjálfstæöis- mcnn komu í veg fyrir mcöfcrð þess á þingi. ar upplýsingar vera komnar fram sem bentu til þess að þessir menn væru saklausix. Þrátt fyrir ein- dregna neitun rannsóknardómara og að gæsluvarðhaidið var fram- lengt eftir þessa frétt reyndist Ólafur Ragnarsson fréttastjóri sannspár. En upplýsingar sínar hlýtur hann að hafa haft frá rétt- argæslumanni eða mönnum við- komandi fanga. Þá má benda á, að Ómar Valdi- marsson blaðamaður Dagblaðsins virðist hafa greiðari aðgang að ýmsum upplýsingum heldur en rannsóknarlögreglan. Hann hefur hvað eftir annað birt fréttir um Geirfinnsmálið, sem hafá verið sagðar alrangar þegar leitað hef- ur verið staðfestingar rannsóknar- dómará. En síðar kemur í ljós, að flestar af fréttum Ómars hafa reynst sannar. Nú síðast upp- Iýsir Ómar, að Erla hafi játað á sig morðið á sunnudegi, en ekki verið dæmd í gæsluvarðhald fyrr en á þriðjudegi. Það bcndir til, að játning hennar hafi allavega fyrst í stað ekki verið tekin trú- anleg. Tregða rannsóknardómara til að gefa fjölmiðlum upplýsingar var orðin slík, að meira að segjá sjónvarpið var farið að birta ó- staðfestar fréttir um gang mála. Sá er þetta ritar veit mcð vissu, að löngu áður en skýrt var frá framburði Erlu um bátsferðina, var nokkrum mönnum hér í borg fullkunnugt um að grunur léki á, svo ekki sé meira sagt, að Geir- finnur hafi látið Iífið í umræddri bátsferð. En víkjum nokkrum orð- um að öðru máli. Fórnarlamb kerfisins Fyrir ári síðan varð ungur maður fyrir því óláni að verða manni að bana í verbúð í Ól- afsvík. Þessi ungi maður hefur síðustu mánuði setið í gæsluvarð- hafdi á Litla Hráuni, en það er fátítt ef ekki einsdæmi að gæslu- fangar séu vistaðir þar. Að áliti lögfræðinga, en þetta mál hcfur mjög verið rætt í þeirra hóp, er varla vafi á að þessi ungi maður verður sýknaður á þeim forsend- um að hér hafi verið um nauð- vörn að ræða. Málsatvik lágu strax ljós fyrir og því hefði dóm- ■rr átt að ganga fyrir löngu. Þessi ungi maður hefur orðið fórnarlamb kerfisins. Frá því að þessi atburður skeði hafa tvisvar eða þrisvar orðið skipti á sýslu- mönnum í umdæmi Ólafsvíkur. að að fará yfir málsskjöl að nýju að að fara yfi rmálsskjöl að nýju og því er það kerfið sem hefur haldið þessu munga manni í stöð- ugri óvissu allan þennan tima. Það er spuming hvort gæsluvarð- haldsvist og dvöl hans á Litla Hrauni samrýmist gildandi lög- um um meðferð gæslufanga og dvöl hans á Litla Hrauni sýnist eingöngu verá til þess að geyma piltinn einhvers staðar þangað til dómsvaldinu þóknast að kveða upp sýknudóm. Lögreglustjóri á móti 1 lokin er rétt að benda á örfá atriði í sambandi við dómsmálin hérlendis. Þrátt fyrir allt virðist það vera ásetningur Ólafs Jó- hannessonar dómsmálaráðherra að bæta úr stærstu gölluro núverandi kerfis. Má þar nefna frumvarp hans um rannsóknarlögreglu rík- isins, þarft frumvarp sem brýna nauðsyn ber til að nái fram að ganga tafárlaust. Þá skcður það, að formaður allsherjamefndar neðri deildar Alþingis, sem hef- ur frumvarpið til meðfcrðar, Ell- ert B. Schjum, lýsir því yfir að nefndin muni ckki skila frunt- varpinu á þessu þingi. Það þurfi að skoðast betur. Auðvitað ber að athuga svona frumvörp vel áður en þau eru tekin til afgreiðslu, en þetta frum- varp var vandlega undirbúið. En sannleikurinn er hins vegar sá. að Framhald á 6. síðu. ÞEGAR dyrabjallan glumdi stóð ég andartak sem lömuð. Ég var enn með morðvopnið I hendinni, og alls ekki í á- standi til að hugsá skýrt. Þættist ég ekki vera hérna myndi það virðast grunsamlegt, þegar farið yrði að spyrja spurn- inga. Og þa ðvar öldungis víst að spumingum yrði varpað fram. Ég var nágranni fórnar- lambsins — það hafði gert mál- ið svo einfalt. Ég hráðaði mér upp í bað- herbergið. Undir regnfrakkan- um, sem nú var allur smurð- ur blóði, var ég nakin. Engir blóðblettir á ncinum fötum. Ég þvoði mér um hendur og smeygði blettóttum regnfrakkan- um með eldhúshnífnum innan í, niður á bak við strauborðið. Svo fór ég í sloppinn og flýtti mér til dyra. Það var Roy. — Ó, Roy, sagði ég, þegar ég sá stóran líkama hans. Hann staulaðist inn fyrir. — Hæ, systir, sagði hann þungri röddu. Lokaði dyrunum í flýti á eftir sér og fékk sér sæti. Hann leit veiklulega út. — Er eitthvað að? spurði ég. — Þú veist ofurvel hvað að er, sagði hann. — Mér finnst ég vera veikur, sjúkur . . . og þú veist hvers vegna. Hann vissi það! En hvemig? — Hvað áttu við? spurði ég. — Hættu þessu, sagði hann. Ég sá að hann var reiður. Þykk æð bifaðist í cnninu á honum. — Þú veist að ég kem alltaf með vörur til ungfrú Gray á föstudögum um þctta leyti — og að hún lætur dymar ævinlega stánda opnar. En . . . hvers vegna, Helen, hvers vegna? — Það . . . það var óhapp. Ég hafði ákveðið í skyndingu hvað cg ætlaði að segja. — Þú verður að hjálpa mér Roy . . . þetta var óhapp. — Óhapp! Þú gleymir því að ég hef séð hana. Hún liggur þarna í hrcinu blóðbaði — og móti niður í fljótið. Það var ekki eins hátt fall og hjá ung- frú Sculley, en hún kunni ekki að synda. „Dauði af völdum slysfara". Þeir voru tvær vikur að finna hana. Þeir höfðu hr. Plummer gmn- var einhvem veginn svo æst- ur núna. Það var eins og hans fyrri trú- girni á skýringar mínar um „ó- höppin“ hcfði svikið i þetta sinn. Hann var ófáanlegur til að trúa mér. — Þú hefur ekki þolað að sjá • • DAUÐE AF SLYSFORUM Death by Misadventure, eftir M. Whitaker þú kallar það óhapp. Heyrðu nú, Helen. Ég hef tvisvar sinnum trúað því sem þú hefur sagt mér — en þú getur ekki sann- fært mig um að þetta hafi verið óhapp. Hann var grár í andliti og fór nú að ganga fram og aftur um gólfið. Svo lagði hann hönd á axlir minar. — Skilur þú ekki, að þctta ofbeldi þitt er . . . sjúkdómur . . . þú ert sjúk, og við getum ekki leyst úr þcssu sjálf. . -. Ég skildi ekki hvað hann vár að fara. Að eitthvað sem mér var svo kært gæti verið sjúk- dómur. Ég minntist ungfrú Sculley oð ungfrú Worth. Tvær einstæðar konur. Þær létust báðar af slys- förum — með lítils háttar hjálp frá minni hendi. . -. Það tók þá nokkra tímá að finna illa farinn líkama ung- frú ScuIIey, þar sem ég hafði hrint henni fram af klöppun- um. „Dauði af völdum slysfára" stóð í dánarvottorðinu. Ungfrú Worth ýtti ég aftur á aðan, en hann var fluttur á brott. Hún hafði verið svo skotin í honum, sagði fólk. Og slúðrið gekk fjöllum hærra. En hann var hrcinsaður af grun vegna fjárveru sinnar. Ungfrú Worth hafði ekki ver- ið ncin sérstök fegurðargyðja þegar hún lifði, en nú var hún gerð að hreinni fordæðu. „Dauði af slysförum". Nú. Hugsanir um fortíðina myndu ekki hjálpa mér núná. Ég sá að Roy var í viðsjár- verðu skapi. Hann hafði yfir- lcytt verið meðfærilcgur, onhann Það er eins og óhöppin elti sumt fólk. En það á líka oft á tíðum sök á því sjálft... allt þctta blóð, það er svo erf- itt að tala við þig, sagði ég blíðlega. — Ef til vill hefði ég heldur átt að henda henni í fljótið. — Helen! sagði hann skelf- ingu lostinn. Ég heyrði á rödd hans að hann hafði orðið fyrir miklu á- falli. Ekki aðeins að hánn væri sannfærður um sckt mína í þessu tilfelli, heldur hafði það cinnig orðið til þess að fjarlægja þann trúnað, sem hann háfði lagt á fyrri „óhöpp“. — Nú, jæja hvað hefurðu hugsað þér að gera við þessu, sagði ég. 1 þetta sinn var enginn efi á því, hvað hann ætlaði að gera. Hann reis á fætur og gekk hratt í átt að símanum. Hann ætlaði að Ijóstra upp um mig áður en hann skipti um skoð- un. : s Ég var lítið eitt fljótári en hann. Tók þunga koparvasann scm stóð á borðinu, og þegar hann setti fingurinn á númera- skífuna til að hringja til lög- reglunnar, bráut ég höfuð hans með vcl útilátnu höggi. Höfuð- skelin hlýtur að hafá vcrið þykk. Það kom ekkert blóð. Hann var þungur. En mér heppnaðist þó að draga hann inn i íbúðina við hliðiná. Inn i dagstofu ungfrú Gray. Mér tókst að draga hann að hlið kalds og stirðnaðs Hkama ungfrú Gray. Síðan tók ég rak- vélarblað úr vasanum og skar á úlnliði háns. Mér þótti þetta í aðra rönd- ina dálítið leiðinlegt. Roy hafði oft verið mér mik- il stoð — hánn hafði verið ákaflega hjálpsamur. En — tja, jú, — hann var í raun og veru aðeins hálfbróðir minn. . . Faðir hans hafði dáið af bron- kítis — minn hafði dáið snar- bilaður á Broadmoor hælinu. Sálfræðingar gætu áreiðanlcga fundið eitthva ðút úr því, hugs- aði ég. Nú, — en ég er satt að segja stolt af arfi fcðránna — og reyni að vera hans verðug. Og ég ætla að vera það í mörg ár enn, því ég er hcil- brigð og lífsglöð ung kona. Ég veit ekki hvcmig lögregl- an leysir þetta mál. Ef til vill kallar hún þetta „ástríðumorð" og heldur að Roy hafi verið svikinn elskhugi ungfrú Gray. Ég vona það að minnsta kosti. Larkin lögrcgluforingi er ekki sérlega klókur náungi, svo það ætti að ganga. Endá ætti nú allt að fara að ganga eins og í sögu. Þcgar ungfrú Scully, ungfrú Worth og ungfrú Gray cru dauð- ar, er ég sú eina sem eftir er í hátíðarnefndinni — af konun- um. Ég og hr. Thurloe. Hann er myndarlegur hann hr. Thurloe — og nú hef ég hann loksins út áf fyrir mig...

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.