Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Síða 1

Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Síða 1
28. árgangur Mánudagur 7. júní 1976 7. tölublað ■ ■ ■ | Sterk og öflug lögfræðingamafía \ er risin upp á íslandi ■ ■ „Ef þí kjaftar frá mínu s r vindli, sk :al nn " eg seg Ja Tia pil nii .«• Sjá framhald greinaflokks am íslenskt réttarkerfi, ásamt dæmum, á bls. 3 Snúningastrákur Kristins Finnbogasonar, Alfreð Þorsteinsson, brást við hart og jós úr skáluni rciði sinnar yfir Alþýðublaðið þegar það gagnrýndi þá staðreynd, að öll starfsemi Klúbbsins skyldi ganga fyrir sig mcð fullkoinlega eðlileguni hætti þótt handhafi vínvcitingaleyfisins sæti í varðhaldi og hann hefði verið ákærður ásamt veitingamanni fyrir brot á skattalögum upp á tugi milljóna króna. Tilraunir einstakra manna til að hrista upp í mcðferð dóms- mála hérlendis hafa verið illa þokkaðar. Fyrir örfáum vikum var gerð hörð hríð í málgagni dómsmálaráðherra, Tímanum, að þeim Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni. Meðal þeirra sein þátt tóku í óhróðurstilraun þessari var Stcingrímur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins. Gleymdur er nú bíll Rannsóknarráös ríkisins, sem gekk á grænum baunum og kjötbollum — eða hvaö? Kristján og Haukur enn á ferðinni: TOLLARAR í SMYGLI? ÞEÍR félagarnir úr Keflavík, Kristján Pétursson og Haukur Guffmundsson, virffast vera þeir menn, sem helst verffur ágengt í rannsóknum saka- mála hér á landi. Síffasta verk þeirra er þaff, aff koma tveim starfsmönnum Tollgæslunnar í gæsluvarffhald. Tvímenning- arnir, sem eru yfirtollþjón- arnir Affalsteinn Kristjánsson og Sigurður Jónsson eru grun- affir um aff hafa affstoffaff viff smygl úr skipum, Ekkert hef- ur enn sannast um slíka starf- semi þeirra tvímenninganna og er ekki ljóst hvort þeir eru sekir effa hvort þeir hafa veriff einir aff verki, séu þeir sekir. Tollver'ðirnir voru hand- teknir eftir að þeir Kristján og Haukur höfðu handtekið brytann á ms. Selfossi í Kefla- vík. Svo virðist sem þeir hafi fengið ábendingu úr hópi toll- gæslumanna í Reykjavík, sem ekki hafi viljaö koma upp um samstarfsmenn sína, en þó grunað þá um græsku. Svo mikið er víst, að þeir Kristján og Haukur gengu beint að brytanum, yfirheyrðu hann og fóru síðan beint í þá Aðalstein og Sigurð. Þær sögusagnir hafa gengið, að þeir Aðalsteinn og Sigurð- ur hafi látið vissa menn leita í ákveðnum skipum, þ. e. skip- um sem ekki var ætlast til að smyglvarningu fyndist í. Þetta myndi í raun þýða að !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ stór hópur tollgæslumanna væri sekur um aðild að smygli. En þetta eru alrangar sögusagnir. Séu hins vegar á- kærurnar á þá yfirtollverðina sannar, þá byggist aðferðin á því, að þeir — eða öllu heldur yfirmaður skipa-leitar, sem er Sigurður Jónsson, — skipu- leggja alla leit í skipum. Segja hvar á að leita, hvernig og hvenær. Vald þeirra er slíkt, að fátítt mun eða ó- þekkt, að yfirmenn þeirra reyni að hafa áhrif á skipanir þeirra. Reyndar mun þeim Krist- jáni og Hauki hafa fundist það með ólíkindum til að byrja með, að þessir tveir gætu ver- ið einir sekir í málinu, og reyndu þeir mjög að pumpa menn í tollgæslunni í Reykja- vík, þar sem þeir hlytu að vita um þetta. En þeir komust að því, að þetta var mögulegt, með tilliti til þess sem áður sagði um starfsaðferðir og einnig þess, að tollverðirnir tveir fara alltaf sjálfir um borð í skipin, ganga sjálfir frá öllum pappírum og innsiglum. Einu mennirnir sem hafa að- gang að innsiglum eru svo bryti og skipstjóri. . . . aff Svavar Kristjánsson, fyrrum veitingamaffur i Há- bæ, sé búin aff kaupa sér hótel úti á Spáni. Svavar hefur ver- iff eigandi aff hótelinu á Rauf- arhöfn ásamt Guffjóni Styrk- árssyni, auk þess sem þeir fé- lagar hafa einnig selt veiði- leyfi í ýmsum ám og vötnum. Samkvæmt þessu virffist það vera hin heillavænlegasti at- vinnuvegur. En hvaff um gjaldeyrisyfirfærslur? . . . aff einn af kunnustu lög- fræffingum borgarinnar — og reyndar landsins alls — standi nú frammi fyrir þeim vanda aff verffa gerffur upp, lýstur gjaldþrota. Ástæffan mun vera sú, aff ýmsum sem hafa fengiff hann til aff innheimta fyrir sig skuldir, hefur gengiff illa aff fá uppgjör frá lögfræffingnum, eftir aff innheimtu hefur veriff lokiff. Hér mun vera um stórar upphæffir aff ræffa og tilraun veriff gerff til fjárnáms hjá lögfræöingnum, en árangurs- laust. . . . aff Sefflabankinn sé aff koma sér upp bókasafni inni í Framhald á 7. síðu. Hvers vegna varð Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari? Baldur Möller sagði nei! þegar gera átti Guðjón Styrkársson að lögreglustjóra í stað Sigurjóns, sem átti að verða hæstaréttardómari SKIPUN Þórs Villijálmssonar prófessors í embætti hæstarétt- ardómara hefur mælst mjög misjafnlega fyrir. Sérstaklega er þaff vegna þess, aff hann á nú í miklum málaferlum fyrir dómstólum, vegna Varins lands. Mönnum hefur þótt skjóta nokkuff skökku viff, aff maffur sem búist er viff aff áfrýi ótal málum til Hæstaréttar sé þar sjálfur dómari. Þótt hann víki úr dómi, þá er þaff ekki Iausn í sjálfu sér, þar sem hann er óneitanlega harla skyldur dómnum. En hvað sem slíkum vanga- veltum líður þá velta menn því fyrir sér, hvernig á því hafi staðið að Þór var skipaður. Það hafði gengið fjöllunum hærra að Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóri í Reykjavík ætti að ‘ fá þetta embætti. Víst er um það, að Sigurjón var búinn að : fá vilyrði fyrir stöðunni og hafði meira að segja gengið svo langt að segja upp starfi sínu. Þá kom spurningin um eftir- mann Sigurjóns. Þar var Guð- jón Styrkársson allt að því sjálfkjörinn, vegna ágætra sam- banda- Guðjjón er hæstaréttar- lögmaður, rekur fasteignasölu hér í bæ, ásamt ótal fleiri fyrir- tækjum af ýmsum gerðum, leigir út laxveiðiár og stendur í umsvifum á flestum hugsan- legum sviðum. En þegar að þeiim tíma leið að skipa skyldi í embætti hæstaréttardómara og Guðjóni var leiðin hvað greiðust í stöðu lögreglustjóra, vildi svo óheppilega til, að hann var kallaður fyrir íírn Kösk- uldsson rannsóknarlögreglu- mann, til yfix-heyrslu vegna g j aldeyrismála. Þegar svo var komið að kandídatinn í lögreglustjóra- embættið var grunaður um misferli í gjaldeyrismeðferð var svo komið, að jafnvel dóms- málaráðuneytið rumskaði. Bald- ur Möller, ráðuneytisstjóri, sem er viðurkenndur seinþreyttasti maður til . stórræða í íslensku embættismannakerfi, hrökk upp me.ð andfælum og sagði stopp. Fékk ráðherra á band með sér og ráðningu Sigurjóns til hæstaréttar var kippt til baka og Guðjóni þannig lokaður veg- urinn til lögreglustjóraembætt- isins.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.