Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 1
Sólmyrkvi sást víða Milljónir nýttu sér tækifærið og fylgdust með hringmyrkva | 14 Forboðna kvikmyndin Hispurslaus sýn á innviði Tíbets og vekur fólk til umhugsunar | 46 Íþróttir í dag Peking. AFP. | Simpansa í kínverskum dýragarði hefur tekist að losa sig úr viðj- um tóbaksfíknar eftir að hafa reykt í sex- tán ár, að sögn kín- versku fréttastofunnar Xinhua í gær. Ai Ai, 27 ára apynja í Shaanxi-héraði, byrjaði að reykja árið 1989, skömmu eftir að fyrsti maki hennar drapst. Hún tók síðan að keðjureykja árið 1997 þegar annar maki hennar drapst og dótt- ir hennar fór í annan dýragarð. „Fyrstu dagana þrábað hún stundum um sígarettur en eftir því sem líf hennar varð litskrúðugra tók hún að gleyma þeim smám saman,“ hafði fréttastofan eftir einum starfsmanna dýragarðsins. Þeim tókst að venja apynjuna af tóbakinu með því að breyta lífsmáta hennar, láta hana stunda göngur og æfingar, leyfðu henni að hlusta á popptónlist og gáfu henni ýmislegt góðgæti í hvert mál. Apynjan sigrað- ist á fíkninni MIKIÐ álag hefur verið á starfsfólki Landspítala – háskólasjúkrahúss und- anfarnar vikur og mánuði, yfirlagnir hafa verið á mörgum sviðum og sjúkling- ar lagðir inn á ganga. Að sögn Eydísar Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði, kemur álagið alltaf í sveiflum en hún segir að ástandið að undanförnu megi að ein- hverju leyti rekja til manneklu á hjúkr- unarheimilum borgarinnar þar sem með- al annars hafi verið lokað fyrir innlagnir. Eydís segir yfirleitt vera mikið álag á spítalanum en það hafi keyrt úr hófi í septembermánuði. Hún merkir þó breyt- ingar til batnaðar. Mikið álag í september Lúxemborg. AFP, AP. | Evrópusambandið hóf seint í gærkvöldi viðræður við Tyrki um hugsanlega inngöngu þeirra í sambandið eftir að stjórn Aust- urríkis féll frá andstöðu sinni við að Tyrkjum yrði boðin full aðild að sambandinu. Evrópusambandið samþykkti einnig að hefja aðildarviðræður við Króatíu. Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, fór á fund utanríkisráðherra ESB-landanna 25 í gærkvöldi til að hefja aðildarviðræðurnar form- lega eftir að tyrkneska ríkisstjórnin samþykkti skilmála Evrópusambandsins fyrir viðræðunum. „Við höfum náð sögulegum áfanga. Viðræður um fulla aðild Tyrklands hefjast í nótt,“ sagði Abdullah Gul áður en viðræðurnar hófust form- lega í Lúxemborg. „Tyrkland verður eina músl- ímalandið í Evrópusambandinu.“ „Sögulegur dagur“ Viðræðurnar áttu að hefjast með formlegri at- höfn í Lúxemborg klukkan þrjú eftir hádegi í gær en henni var frestað eftir að stjórn Austur- ríkis krafðist þess að Evrópusambandið áskildi sér rétt til að veita ekki Tyrkjum fulla aðild að sambandinu, heldur sérstakt samstarf. Utanrík- isráðherra Austurríkis, Ursula Plassnik, féll að lokum frá þessari kröfu. „Þetta er svo sannarlega sögulegur dagur fyr- ir Evrópusambandið og alla heimsbyggðina,“ sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands. Hann bætti við að rúm 40 ár væru liðin frá því að Tyrkir hefðu fyrst fengið ávæning um aðild að sambandinu. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, fagnaði einnig samkomulaginu en tók fram að viðræðurnar gætu tekið fimmtán ár og jafnvel lengri tíma. Í mörgum löndum Evrópusambandsins er mikil andstaða við inngöngu Tyrklands í sam- bandið. Skoðanakannanir benda til þess að aðeins um 10% Austurríkismanna séu hlynnt aðild Tyrklands. Viðræður hafnar við Tyrki Samþykktu skilmála ESB eftir að Austurríkismenn gáfu eftir TEKJUAFGANGUR ríkissjóðs á næsta ári verður 14,2 milljarðar króna gangi eftir áætlun fjárlaga- frumvarps fyrir árið 2006. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kynnti frumvarpið í gær og lagði það fram á Alþingi. Tekjuafgangurinn svarar til 1,4% af landsframleiðslu. „Þetta er gríðarlega sterk staða sem kemur fram hjá ríkissjóði og stenst afskaplega vel samanburð við allt það sem er að gerast í nágranna- löndum okkar og þeim löndum sem við berum okkur saman við og gefur okkur ýmsa möguleika,“ sagði Árni. Handbært fé frá rekstri er áætlað tæplega 11 milljarðar kr. og láns- fjárafgangur á næsta ári 9,6 millj- arðar. Þá er áformað að greiða niður skuldir á næsta ári fyrir 6,6 millj- arða kr. auk þess sem greiða á inn á lífeyrisskuldbindingar ríkisins. ,,Staða ríkissjóðs er traust og að- halds er gætt í útgjöldum,“ sagði Árni í gær. Ekki er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti efnahagslífsins í eins miklum mæli á næsta ári og á yfirstandandi ári. Fjármálaráðu- neytið spáir 4,6% hagvexti á næsta ári og 3,8% verðbólgu. Áætlað er að skatttekjur ríkissjóðs verði 301,4 milljarðar sem er svipuð fjárhæð og á yfirstandandi ári án fjármagns- tekjuskatts ríkissjóðs af söluhagn- aði Landssímans. Heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári eru áætluð 313,2 milljarðar króna eða 16,8 milljörðum kr. hærri en í fjárlögum yfirstandandi árs og hækka um 8,8 milljarða kr. ef miðað er við áætlaða útkomu á árinu 2005. Útgjöldin verða aukin á nokkrum sviðum á næsta ári, hlutfallslega mest til menntamála eða um 12% en einnig vegna málefna fatlaðra, lög- gæslu og öryggismála um tæplega 11% frá fjárlögum í ár. Ráðuneytin taka hins vegar á sig um eins millj- arðs kr. lækkun útgjalda frá því sem áður hefur verið gert ráð fyrir og ríkisstjórnin samþykkti sérstaklega rúmlega eins milljarðs kr. lækkun útgjalda, m.a. vegna lyfja um 300 milljónir, vaxtabóta sem lækka um 250 milljónir, frestunar hafnarfram- kvæmda um 200 milljónir og frest- unar verkefna Ofanflóðasjóðs sem lækkar útgjöldin um 100 milljónir. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2006 var lagt fram á Alþingi í gær 14,2 milljarða afgangur Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Fjárlagafrumvarp | Miðopna  Þjóðhagsspá | 11 AUKIN framlög til menntamála eru boðuð í fjárlagafrumvarpi 2006. Lagt er til að rekstrargjöld á sviði menntamálaráðuneytisins hækki um 2.872 milljónir frá fjár- lögum 2005 og verði 26,3 millj- arðar. Auk launa- og verðlagshækk- ana er m.a. gert ráð fyrir um 400 milljóna kr. auknum framlögum til kennslu í framhaldsskólum, 227 milljóna aukningu til rannsókn- armála, 266 millj. kr. vegna kennslu í háskólum og 90 millj. kr. viðbótarframlögum vegna tíma- bundinna verkefna sem tengjast breyttri skipan náms til stúdents- prófs. Meira til menntamála ♦♦♦ FLUGVÉLIN var á leið til lend- ingar þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið um Tungu- bakkaflugvöll í Mosfellsbæ í loftið, því að sögn þeirra sem til þekkja hefur veður verið óvenju vont til loftferða í smávélum síðustu vikurnar. og erlendis. Vafalítið eru marg- ir flugáhugamenn á smáflug- vélum sem grípa tækifærið þessa dagana til að komast í gær. Vélin er af gerðinni Yak-52 og er hér um að ræða rússneska flugvél sem vinsæl hefur verið í listflugi bæði hér- Morgunblaðið/RAX Frjáls eins og fuglinn STOFNAÐ 1913 268. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Víkingar hafa rætt við Loga  Meiðsli hjá Svíum  Gunnar skoraði og meiddist  Sigur hjá Djurgården

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.