Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ESB OG TYRKIR SEMJA
Stjórn Tyrklands samþykkti í
gærkvöldi skilmála Evrópusam-
bandsins fyrir aðilarviðræðum við
landið eftir að stjórn Austurríkis féll
frá andstöðu sinni við að Tyrkjum
yrði boðin full aðild að sambandinu.
Abdullah Gul, utanríkisráðherra
Tyrklands, hélt til Lúxemborgar til
að hefja viðræðurnar formlega.
Fylgst með sólmyrkva
Milljónir manna í Evrópu og Asíu
fylgdust með sjaldgæfum sólmyrkva
sem hóf að færast yfir Portúgal og
Spán rétt fyrir klukkan átta í gær-
morgun að íslenskum tíma.
Bush tilnefnir dómara
George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilnefndi í gær helsta ráð-
gjafa sinn í lögfræðilegum efnum,
Harriet Miers, í embætti hæstarétt-
ardómara í stað Söndru Day O’Con-
nor sem hyggst láta af embætti.
Fjárlagafrumvarp
Aukin framlög til menntamála eru
boðuð í fjárlagafrumvarpi 2006.
Lagt er til að rekstrargjöld á sviði
menntamálaráðuneytisins hækki um
2.872 milljónir frá fjárlögum 2005 og
verði 26,3 milljarðar.
Kaldur september
Septembermánuður var kaldur
um allt land þrátt fyrir að fyrri hluti
mánaðarins hafi verið í meðallagi. Í
Reykjavík mældist meðalhitinn
rúmri gráðu undir meðallagi og á
Akureyri 1,6 gráðum undir með-
altali. Síðast var septembermánuður
þetta kaldur um allt land árið 1982.
Einkaneysla minnki
Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt-
isins fyrir árin 2005 til 2010 er reikn-
að með að hagvöxtur í ár verði um
6% og 4,6% á næsta ári. Einnig er
gert ráð fyrir að það dragi úr vexti
einkaneyslu á næsta ári.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 26
Úr verinu 12 Viðhorf 28
Viðskipti 12/13 Bréf 31
Erlent 14/15 Minningar 32/36
Höfuðborgin 17 Dagbók 40
Akureyri 18 Víkverji 40
Austurland 18 Velvakandi 41
Landið 19 Menning 44/49
Daglegt líf 21 Ljósvakamiðlar 50
Menning 21 Veður 51
Umræðan 24/31 Staksteinar 51
* * *
ÓHÁÐIR frambjóðendur, þ.e. óflokksbundnir,
sem hyggjast bjóða sig fram í stuðningsmanna-
prófkjöri Samfylkingarinnar vegna borgarstjórn-
arkosninganna í vor, verða að fá meðmæli frá 30–
50 félagsmönnum til þess að framboð þeirra sé
gilt.
Páll Halldórsson, formaður fulltrúaráðs Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík, segist reikna með að
óháðir frambjóðendur geti komist að því upp á eig-
in spýtur hverjir af þeirra stuðningsmönnum eru
skráðir í Samfylkinguna.
„Ég reikna með því að þeir geti komist að því.
Ég geri nú ráð fyrir því að ef einhver hefur áhuga
á að bjóða sig fram þá byrji hann að kanna hvort
hann hafi eitthvert fylgi í þessum hópum, það er
nú kannski ekki svo flókið, ekki ef hann ætlar í
þetta af alvöru. Og ef hann byrjar á að klikka á
því, þá sé ég ekki að hann eigi von á miklu fylgi,“
sagði Páll í samtali við Morgunblaðið. Félagaskrá-
in í Samfylkingunni muni ekki liggja frammi.
Aðspurður sagði Páll að þessar reglur hömluðu
framboðum óháðra að vissu marki, þ.e. þeir yrðu
að hafa þennan stuðning flokksmanna. Hann gerði
ráð fyrir því að þeir sem réðu úrslitum í prófkjör-
inu væru flokksbundnir. „Ef menn ná ekki þessum
lágmarksstuðningi þar finnst mér ekki mjög lík-
legt að þeir nái langt í svona prófkjöri.“
Páll sagði að kosningarétt í prófkjörinu hefðu
félagsmenn í Samfylkingunni og óháðir kjósendur
sem hefðu lýst yfir stuðningi við Samfylkinguna
með einhverjum hætti.
Prófkjörið mun fara fram dagana 11. og 12.
febrúar næstkomandi.
Óháðir frambjóðendur verða að hafa stuðning 30–50 samfylkingarfélaga
Komist sjálfir að því hverjir
eru skráðir í flokkinn
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, veitti íranska leikstjór-
anum Abbas Kiarostami sérstök
heiðursverðlaun á Bessastöðum í
gær fyrir framlag sitt til kvikmynda-
listarinnar. Kiarostami er af mörg-
um talinn einn merkasti kvikmynda-
leikstjóri samtímans og hefur hann
hlotið fjölda verðlauna á ferli sínum,
meðal annars Gullpálmann í Cannes.
„Kiarostami var mjög hrærður,
ánægður og þakklátur yfir þeim
heiðri sem honum var hér sýndur,“
sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórn-
andi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð-
ar í Reykjavík, í samtali við
Morgunblaðið að athöfn lokinni.
Upplýsti hún blaðamann um að
Kiarostami hefði framlengt dvöl
sína á Íslandi sökum þess hversu
hrifinn hann væri af landinu. „Hann
átti bókað far heim í fyrramálið
[þriðjudagsmorgun] en framlengdi
dvöl sína hér um sólarhring til þess
að geta ferðast meira um landið,“
sagði Hrönn og tók fram að Kiar-
ostami hafi sérstaklega hrifist af
náttúru landsins og notað tækifærið
til að ferðast eins mikið um landið og
hægt er. „Í gær heimsótti hann
Þingvelli og daginn þar áður var
hann á Snæfellsnesi og á morgun
liggur leið hans síðan að Gullfossi,“
sagði Hrönn og tók fram að sífellt
hefði þurft að stoppa bílinn á ferða-
lagi Kiarostami til þess að hann gæti
myndað.
Langar aftur til Íslands
„Hann rýkur alltaf út úr bílnum til
að mynda. Hann segir raunar sjálfur
að hann hafi í augnablikinu meiri
ánægju af því að taka ljósmyndir en
að kvikmynda,“ sagði Hrönn og upp-
lýsti að Kiarostami hefði haft orð á
því að hann langaði til að koma aftur
til Íslands til þess að taka fleiri ljós-
myndir. Eins og sagt var frá hér í
blaðinu í gær var um helgina opnuð
sýning með ljósmyndum Kiar-
ostamis þannig að hver veit nema Ís-
landsmyndir hans endi á ljós-
myndasýningu úti í heimi einhvern
tíma í náinni framtíð.
Morgunblaðið/Kristinn
Íranski leikstjórinn Abbas Kiarostami tekur við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar úr
hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. Leikstjórinn er mjög hrifinn af landi og þjóð og langar og koma hingað aftur.
Framlengdi dvöl sína
Leikstjórinn Abbas Kiarostami heiðraður á Bessastöðum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segir ráðuneytið hafa verið
í viðræðum við heimilislækna út
af viljayfirlýsingu sem ráðherra
gaf út á sínum tíma. Var ráð-
herra spurður í tilefni af ályktun
aðalfundar Læknafélags Íslands
um aukið sjálfstæði heimilis-
lækna.
„Meiningin var að halda þeim
viðræðum áfram í sumar. Það
hefur þó dregist vegna ýmissa
óviðráðanlegra
orsaka og ég
vona að það fari
aftur af stað nú
í haust. Það er
ætlun okkar að
halda þeim
áfram,“ segir
Jón.
Viljayfirlýs-
ing ráðherra
gekk út á það að gefa fleiri
möguleika og einnig að Heilsu-
gæslan mæti þörfina fyrir viðbót-
arlækna á höfuðborgarsvæðinu.
„Við höfum gengið út frá því
að hér séu sjálfstætt starfandi
heimilislæknar á þessu svæði,“
segir Jón og bætir við að það hafi
verið á höfuðborgarsvæðinu sem
mest hafi verið kallað eftir fleiri
rekstrarformum. „Og við höfum
beint sjónum okkar að þessu
svæði á því sviði,“ segir Jón.
Viðræðum verði haldið
áfram við heimilislækna
Jón Kristjánsson
OLÍUFÉLAGIÐ Esso hækkaði elds-
neytisverð um eina króna lítrann í
gær. Magnús Ásgeirsson hjá Esso
sagði að þessi hækkun endurspegl-
aði hækkun á heimsmarkaðsverði,
sem hefði verið hærra í síðustu viku
en í vikunni þar á undan.
Önnur olíufélög höfðu ekki
hækkað verð hjá sér seinnipartinn í
gær, að því er fram kom á heima-
síðum þeirra.
Einnar krónu
hækkun hjá Esso
ÞRÍR voru handteknir vegna fjög-
urra fíkniefnamála sem komu til
kasta lögreglunnar í Hafnarfirði
um síðustu helgi. Lagt var hald á
lítilræði af hassi og amfetamíni og
framkvæmdar tvær húsleitir ásamt
því sem tvívegis var leitað í bílum
við almennt eftirlit. Tvö málanna
eru upplýst hjá lögreglu.
Þrír teknir
vegna fíkniefna
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur úrskurðað þrjá pilta undir tví-
tugu í gæsluvarðhald vegna árás-
arinnar í heimahúsi í Garðabæ
aðfaranótt sunnudags. Beitt var
eggvopni gegn tveimur piltum með
þeim afleiðingum að annar þeirra
höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri
áverka. Lögreglan í Hafnarfirði
handtók fjóra pilta vegna árás-
arinnar og krafðist gæsluvarðhalds
yfir þremur þeirra til 7. október.
Héraðsdómur féllst á þá kröfu
varðandi einn úr hópnum en úr-
skurðaði hina tvo í gæslu til 5. októ-
ber næstkomandi.
Þrír í gæslu
vegna árásarinn-
ar í Garðabæ
Ólafsvík | Þær voru því miður ekki
margar kindurnar sem björguðust
úr fjárhúsbrunanum hræðilega á
Knerri í Breiðuvík fyrir rúmu ári.
Þó komst út sótugt og sviðið gimbr-
arlamb frá Mávahlíð sem er norð-
anfjalls í Snæfellsbæ. Þessi gimbur
fékk auðvitað að lifa og hefði sam-
kvæmt gamalli venju átt að hljóta
nafnið Ófeig, Hetja, eða eitthvað því-
umlíkt.
Gimbrin var hins vegar látin heita
Knörr. Þar með skákaði hún sænsk-
um jafnréttissinnum sem þykja hinir
hörðustu í heimi hér og gera þá
kröfu þessa dagana að kvenkynið fái
að skírast karlkynsnöfnum.
Í byrjun maí fæddi Knörr litla
lamb sem var á dögunum fargað.
Kom þá í ljós að hið þriðja óvenju-
lega hafði gerst því fallþungi dilks-
ins hennar reyndist 25 kíló sem
verður að teljast fáheyrt um dilk
undan lambgimbur eða gemlingi.
Stórt lamb
gemlings