Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 4

Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir í Afganistan hafa nú lokið fimm daga könnunarferð um nærsveitir Meym- ana í norðurhluta landsins. Ekkert óvænt kom upp á og fjallajeppar hópsins reyndust vel, að sögn Arn- órs Sigurjónssonar, skrifstofustjóra Íslensku friðargæslunnar. Brynvörn hefur ekki enn verið komið fyrir í jeppunum en stefnt er að því að gera það sem fyrst. Til stóð að koma brynvörninni fyr- ir í Kabúl og hafði tiltekið fyrirtæki tekið það að sér. Þegar til kom var brynvörnin hins vegar ekki til á lag- er fyrirtækisins og er nú beðið eftir að hún berist. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Arnór að það væri allur gangur á því hvort friðargæslusveitir færu um þessi landsvæði á brynvörðum bílum. Sænsku sveitirnar hefðu slík- an búnað en þær norsku ekki. Sjö manns eru í íslenska hópnum og fara sex af þeim í leiðangra hverju sinni, auk afgansks túlks. Annar jafnstór hópur heldur til Afganistans um miðjan mánuðinn og verður hann staðsettur í Chaghcharan í vest- urhlutanum. Upprunalega var gert ráð fyrir að átta manns væru í hvor- um hóp, sjö karlar og ein kona sem myndi gegna störfum þróunarsam- vinnufulltrúa. Enn sem komið er eru báðir hóparnir skipaðir sjö körlum en úr því verður bætt um áramótin, að sögn Arnórs, þegar gert er ráð fyrir að þróunarsamvinnufull- trúarnir bætist í hópana. Íslensku friðargæsluliðarnir eru hluti af svonefndum uppbyggingar- og endurreisn- arsveitum á veg- um alþjóðlega ör- yggisliðsins í Afganistan (ISAF). Arnór hefur áður lýst því að íslensku hóparnir séu hreyfanlegar at- hugunarsveitir sem er þýðing á enska heitinu „Mobile Observation Team“, skammstafað MOT. Af hálfu ISAF ganga slíkar sveitir einnig undir heitinu „Military Observation Team“ eða hernaðarlegar athug- unarsveitir. Andrew Elns, majór og upplýsingafulltrúi ISAF í Afganist- an, leiðrétti t.a.m. blaðamann í gær þegar hann spurði um hreyfanlegar athugunarsveitir frá Íslandi og sagði að hið rétta heiti væri hernaðarlegar athugunarsveitir. Þá sagði hann að sveitir sem tækju þátt í verkefnum ISAF yrðu að uppfylla lágmarksskil- yrði um átakareglur (e. rules of en- gagement). Reglurnar yrðu að kveða á um að sveitirnar verndi líf, taki til sjálfsvarna og verji hernaðarlegar eigur. Að öðru leyti setji hvert ríki sínar eigin reglur og benti hann blaðamanni á að hafa samband við ís- lenska varnarmálaráðuneytið til að afla frekari upplýsinga. Ýmist hernaðarlegar eða hreyfanlegar Þegar þetta var borið undir Arnór benti á að þær þjóðir sem eiga þátt- takendur í þessum sveitum skil- greini þetta með mismunandi hætti. Norðmenn og Litháar hefðu notast við heitið hreyfanlegar athug- unarsveitir en það væru helst Bret- arnir sem notuðu heitið hern- aðarlegar athugunarsveitir. Arnór sagði að samkvæmt átaka- reglum sem ISAF gæfi út mættu friðargæslusveitir á þeim svæðum sem íslensku sveitirnar verða á ein- ungis nota vopnin til sjálfsvarnar og sé ætlað að koma sér sem fyrst af átakasvæðum. „Það liggur í hlut- arins eðli að ef það er ráðist á þá munu þeir verjast og koma sér í burtu eins fljótt og þeir geta. En það er ekki til nein nákvæm forskrift í þeim efnum,“ sagði hann. Samkvæmt meðalhófsreglu ætti ekki að nota meira afl en nauðsyn krefði. Vonandi þyrftu íslensku sveitirnar þó aldrei að grípa til vopna og hann bætti við að áhættu- mat væri lágt á þessum svæðum. Aldrei hefði verið ráðist á frið- argæslusveitir í norður- og vest- urhluta Afganistans. Arnór sagði að hlutverk íslensku sveitanna fælist ekki í því að verja afganska borgara fyrir árásum. Þær myndu hugs- anlega reyna að koma í veg fyrir átök en þetta færi eftir aðstæðum hverju sinni. Aðspurður sagði Arnór að hægt væri að senda vopnaðar hjálp- arsveitir á vettvang ef þörf krefði en slíkt gæti þó tekið töluverðan tíma, í allra besta falli bærist hjálpin á 90 mínútum. Í samtali við Morg- unblaðið í apríl sagði Arnór að frið- argæsluliðið réði fyrir hraðsveitum sem gætu komið athugunarsveit- unum til hjálpar á hálftíma þegar að- stæður væru hagstæðar. Arnór sagði að miðað við þær upplýsingar sem hann hefði núna væri sá við- bragðstími óraunhæfur. Íslenska friðargæslan tekin til starfa í Afganistan Komnir úr fyrstu könnunarferðinni Brynvörnin ekki enn komin í jeppa Íslendinganna Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Eyþór Íslenska friðargæslan fór út til Afganistans með fjóra sérútbúna fjallajeppa. Arnór Sigurjónsson GRÍMUR Atlason, sem varð í fimmta sæti í prófkjöri vinstri grænna í Reykjavík vegna borg- arstjórnarkosninganna að vori hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins. Grímur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði stefnt á eitt af þremur efstu sætunum og úr því það tókst ekki hefði hann ákveðið að taka ekki sæti á listan- um. Hann hefði verið búinn að gera það upp við sig fyrirfram að taka ekki sæti neðar á listanum og eðlilegast væri að gefa það strax upp. Grímur var í fjórða sæti í próf- kjörinu ef miðað er við fjölda at- kvæða, en var færður niður í fimmta sætið vegna reglna um kynjahlutfall. Hann sagði það engu breyta í þessu efni. Hann hefði verið búinn að gera það upp við sig að taka ekki sæti á listan- um nema eitt af þremur efstu sæt- unum. „Mér fannst hreinlegast að gefa þetta út strax, þannig að allir vissu það og gætu einbeitt sér að því að búa til sterkan lista og bursta þetta í vor. Það er nátt- úrlega það sem fólk á að gera núna,“ sagði Grímur ennfremur. Grímur tekur ekki sæti á lista VG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Jónínu Benediktsdóttur: „Ég hef ákveðið að draga framboð mitt um 5. sætið í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík til baka. Auk þess dregst út- gáfa bókar minnar „Ninna Nótt“ um hríð af persónulegum ástæð- um. Ég fer fram á það að fjölmiðlar í eigu Baugsmanna virði friðhelgi einkalífs og fjölskyldulífs og haldi sig fjarri heimili mínu og börnum.“ Jónína dregur framboð sitt til baka STJÓRN Sagnfræðingafélags Ís- lands lýsir yfir undrun á vali for- sætisnefndar Alþingis á höfundi til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í gær. „Sú ákvörðun nefndarinnar að ráða til verksins Þorstein Pálsson, sendiherra og fyrrverandi alþing- ismann og ráðherra, frekar en að leita til einhvers úr hópi fjölmargra vel menntaðra og reyndra sagn- fræðinga í landinu vekur upp alvar- legar spurningar um viðhorf ráða- manna til háskólanáms á þessu sviði. Ráðning fyrrverandi for- sætisráðherra og formanns stjórn- málaflokks vekur einnig upp þá spurningu hvort forsætisnefnd Al- þingis vilji ekki stefna að því að gæta ítrustu hlutlægni við verk þar sem væntanlega verður fjallað um pólitísk álitamál eins og þingrof, ut- anþingsstjórn og synjunarvald for- seta. Ákvörðunin vekur auk þess undrun vegna þess að undanfarin ár hefur Alþingi staðið að útgáfu vandaðra rita sem viðurkenndir fræðimenn á sviði sagnfræðirann- sókna unnu og hlutu lof fyrir. Má þar nefna ritverkin Kristni á Ís- landi og Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn. Þrátt fyrir allt ósk- ar stjórn Sagnfræðingafélags Ís- lands nýráðnum höfundi verksins velgengni í vandasömu starfi,“ seg- ir í ályktun stjórnar Sagnfræðinga- félags Íslands. Lýsa undrun á vali forsætis- nefndar FRAMBOÐSFRESTUR til próf- kjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík rann út sl. föstudag. Prófkjörið fer fram 4. og 5. nóvember nk. Eftirtaldir 24 frambjóðendur gefa kost á sér, taldir upp í staf- rófsröð: Benedikt Geirsson skrifstofu- maður, Birgir Þór Bragason dag- skrárgerðarmaður, Björn Gíslason slökkviliðsmaður, Bolli Thorodd- sen, formaður Heimdallar og verk- fræðinemi, Davíð Ólafur Ingimars- son hagfræðingur, Eggert Páll Ólason lögfræðingur, Gísli Mar- teinn Baldursson, dagskrárgerðar- maður og varaborgarfulltrúi, Guðni Þór Jónsson sölustjóri, Gunnar Dofri Ólafsson menntaskólanemi, Gústaf Adolf Níelsson útvarpsmað- ur, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi, Jóhann Páll Símon- arson sjómaður, Jórunn Frímanns- dóttir, hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi, Júlíus Vífill Ingvarsson lögfræðingur, Kristján Guðmundsson húsasmiður, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Loftur Már Sigurðsson sölustjóri, Marta Guðjónsdóttir kennari, Ragnar Sær Ragnarsson, fyrrverandi sveitarstjóri, Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun, Steinn Kára- son, háskólakennari og ráðgjafi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi, Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, ráðgjafi menntamálaráð- herra, og Örn Sigurðsson arkitekt. 24 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæð- isflokks í Reykjavík BROTIST var inn í apótek Lyfju á Laugavegi klukkan rúmlega 3 í fyrrinótt. Innbrotsþjófurinn braut rúðu og komst inn um glugga og var á útleið með fulla vasa af lyfjum þegar öryggisverðir handsömuðu hann. Einnig fór viðvörunarkerfi verslunarinnar í gang við inn- brotið. Öryggisverðirnir héldu þjófinum þar til lögregla kom á staðinn og handtók hann. Maðurinn var látinn gista fangageymslur fram að yf- irheyrslum. Braust inn í apótek Lyfju KONAN sem hlaut alvarleg bruna- sár í eldsvoðanum í íbúð í Stigahlíð 27. ágúst sl. liggur enn á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Hún hefur verið tengd við öndunarvél frá innlögn og er líðan hennar óbreytt, að sögn læknis. Óbreytt líðan eftir bruna HEIMSSÝNINGUNNI EXPO 2005 sem fram fór í Aichi-fylki í Japan er lokið eftir að hafa staðið yfir und- anfarna sex mánuði. Sýning- argestir urðu mun fleiri en búist var við eða alls rúmar 22 milljónir gesta, þar af heimsóttu 2,3 milljónir gesta norræna skálann sem var samstarfsverkefni Íslands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar. Skálinn varð einn sá vinsæl- asti á sýningunni en þar voru Norðurlöndin kynnt að mestu sem eitt svæði. Fjöldi íslenskra lista- manna kom fram á sýningunni, m.a. á þjóðardegi Íslands í sumar, og var mjög góður rómur gerður að fram- lagi þeirra. Fleiri sýningar- gestir á EXPO en búist var við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.