Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 6

Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENDURGREIÐSLUR vegna refa- og minkaveiða eru færðar í sama horf og fyrir árið 2003 samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, auk þess sem gert verður sérstakt átak í að útrýma mink á þremur völdum svæðum á landinu. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að þessi mál hefðu verið í ítarlegri athugun í ráðuneytinu í kjölfar á nefndar- starfi í þessum efnum. Ákveðið hefði verið að færa endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna refa- og minkaveiða í sama form og þær hefðu verið fyrir árið 2003. Ákvörðunin gilti til næstu fjögurra ára og þýddi 5,5 milljón króna útgjöld á ári vegna refaveiða, auk þess sem gert væri ráð fyrir aukafjárveit- ingu í ár vegna þessa. Varðandi minkinn væri sömuleiðis verið að hækka endurgreiðslur vegna veiða á honum í næstu þrjú ár, en það þýddi fimm milljón kr. árlegar greiðslur og að endurgreiðslurnar færu í sama form og verið hefði fyrir árið 2003. Sigríður Anna sagði að til viðbótar hefði verið ákveðið að gera átak í því að útrýma mink á þremur völdum svæðum á landinu. Það væri gert með veiðum, skipulagðri vöktun og rannsóknum og til þess væru ætlað- ar 45 milljónir króna á ári í þrjú ár. Sigríður Anna sagði að ekki væri búið að ákveða hvaða svæði þetta væru. Ráðuneytið væri með það í skoðun, en hún ætti von á því að það yrði hægt að kynna það fljótlega. „Við höfum fengið töluvert mikla gagnrýni vegna þess að mink og ref hafi fjölgað og þetta sé orðin mikill kostnaður fyrir sveitarfélögin eftir að þessar greiðslur voru skertar. Við erum að koma til móts við þessa gagnrýni og viljum setja kraft í þetta,“ sagði Sigríður Anna ennfremur. Gagnagrunnur Hún sagði að þar að auki hefði verið ákveð- ið að setja fjármuni í að búa til miðlægan gagnagrunn til að afla betri upplýsinga um tjón af völdum refa, auk stofnstærðarlíkans af refastofninum og gerð námsefnis fyrir veiðimenn. Heildar- kostnaður vegna þess- ara verkefna væri áætlaður 6,8 milljónir kr. Sigríður Anna sagð- ist telja mjög mikil- vægt að gera átak í þessum málum, enda hefði hún fengið ábend- ingar og athugasemdir alls staðar að af landinu hvað þetta snerti. Hún bætti því við að með svæð- isbundna átakinu gegn mink væri verið að kanna hvaða möguleikar væru á því að útrýma mink og hvaða aðferðum væri hægt að beita í þeim efnum. Það hefðu verið uppi mis- munandi skoðanir á því hvort hægt væri að útýma mink úr íslenskri náttúru, en hann væri aðskotadýr þar. Þetta hefði verið gert erlendis varðandi ákveðnar tegundir, eins og til dæmis í Skotlandi, þar sem tekist hefði að útrýma pokarottu. Endurgreiðslur vegna refa- og minka- veiða færðar í sama horf og fyrir 2003 Átak til útrým- ingar á mink á þremur svæðum Eftir Hjálmar Jónsson hjjo@mbl.is „ÉG ER ennþá með gæsahúð, enda er þetta einstakt tækifæri,“ segir Egill Árni Pálsson, tenór, sem ásamt Jóni Leifssyni, baritón, datt í lukkupottinn nú um helgina þegar hin heimsfræga söngkona Kiri Te Kanawa bauð þeim að troða upp á tónleikum sínum í Háskólabíói annað kvöld. „Þetta er auðvitað stórkostlegt og kom rosalega á óvart. Ég svíf eiginlega enn um á einhverju bleiku skýi. Maður er í rauninni ekki ennþá búinn að átta sig á þessu,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið, en hann útskrifaðist úr Söngskólanum sl. vor. „Þegar maður byrjaði í þessu þá bjóst maður alls ekki við því að fá tækifæri til að vinna með tveimur svona frábærum aðil- um, þ.e. Robin Stapleton og Kiri Te Kanawa.“ Um aðdraganda boðsins segir Egill þá Jón hafa verið svo heppna að komast að á tveggja daga „masterklass“ Kiri Te Kanawa, eða „workshop“ (söngsmiðju) eins og hún sjálf kýs að kalla námskeið sitt. „Við vorum átta sem vorum svo lánsöm að fá að syngja fyrir hana og njóta leiðsagnar hennar. Að nám- skeiði loknu þá kallaði hún á okkur Jón og bað okkur að tala aðeins við sig og í framhaldinu bauð hún okkur að troða upp með sér,“ segir Egill. Afar lærdómsríkt Spurður hvernig þeir hafi brugðist við segist Egill eiginlega hafa orðið orðlaus. „Hvað getur maður sagt þegar manni býðst svona einstakt tækifæri. Hún sagði reyndar að við mættum hugsa málið til morguns, en við þurftum ekkert að hugsa okkur um og sögðum báðir strax já,“ segir Egill sem stundað hefur nám við Söng- skólann síðustu ár og er á áttunda stigi. Aðspurður segist Egill sannfærður um að bæði nám- skeiðið og tækifærið til að syngja með Kiri Te Kanawa á tónleikum hennar muni nýtast þeim vel í framtíðinni. „Það hefur náttúrlega verið afar lærdómsríkt að fá að fylgjast með Kiri syngja í návígi og þetta boð hennar um að koma fram með sér á tónleikum er svo mikill stökkpallur fyrir okkur sem söngvara að ég á bara ekki orð til að lýsa því.“ Þeir Egill og Jón munu syngja hvor sína aríuna. Egill mun syngja aríu Tamínós úr Töfraflautunni eftir Mozart er nefnist „Dies Bildnis ist bezaubernd schön“ eða „Hve myndin undirfögur er“ og Jón aríu Renatós úr Grímudansleiknum eftir Verdi er nefnist „Eri tu“. Tveir ungir söngvarar með Kiri Te Kanawa á tónleikum „Einstakt tækifæri“ Morgunblaðið/Golli Egill Árni Pálsson og Jón Leifsson munu syngja hvor sína aríuna á tónleikum Kiri Te Kanawa annað kvöld. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ALÞJÓÐLEGA siglingakeppnin Skippers d’Islande, frá Frakklandi til Íslands og til baka, fer fram í þriðja sinn næsta sumar og er stefnt að því að um 20 skútur taki þátt. „Þessi keppni hefur tekist ljóm- andi vel og undirbúningur fyrir keppnina næsta sumar er í fullum gangi,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, en að undanförnu hefur þriggja manna sendinefnd frá Paimpol í Frakklandi verið hér á landi í þeim tilgangi að vekja áhuga Íslendinga á keppninni. Íslensk áhöfn á skútunni Bestu tók þátt í fyrstu keppninni og nú vilja Frakkarnir sjá sem flesta Ís- lendinga á leiðinni frá Reykjavík til Grundarfjarðar í keppninni næsta sumar. „Þeir eru fyrst og fremst að hugsa um skemmtanagildið og vilja sjá skútur og báta af öllum stærðum og gerðum á þessari leið sem verður farin án tímatöku,“ segir Ágúst. Franskra sjómanna minnst Keppnin er haldin til minningar um franska sjómenn sem stunduðu fiskveiðar við Íslandsstrendur um aldamótin 1900. 100 árum síðar datt tveimur mönnum í franska fiski- mannabænum Paimpol í hug að efna til siglingakeppni þaðan til Reykja- víkur til að minnast þessara fiski- manna, sem margir voru frá Paim- pol, og sambandsins við Íslands. Keppnin fór fram í júní 2000 og auk keppnisliðanna komu um 80 manns frá Paimpol-svæðinu til Íslands í tengslum við hana. Þremur árum síðar fór keppnin fram öðru sinni og var fyrirkomu- lagið eins nema siglt var til Akureyr- ar frá Reykjavík og þaðan aftur til Frakklands. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, var verndari fyrstu keppninnar og Sigríður Snævarr, þáverandi sendiherra Ís- lands í Frakklandi, var verndari keppninnar 2003. Ágúst Ágústsson segir að íslensk fyrirtæki hafi stutt vel við bakið á keppninni og nefnir að Icelandair, Faxaflóahafnir, menntamálaráðuneytið, sendiráð Ís- lands í Frakklandi og Reykjavíkur- borg hafi verið sterkir bakhjarlar. Ágúst segir að forsvarsmenn keppninnar vilji kenna ungu fólki að sigla og keppnin sé liður í því átaki. Mikilvægt sé að keppendur skilji sjóinn og sjómennskuna og geri sér grein fyrir því að frönsku sjómenn- irnir sem fiskuðu við Íslandsstrend- ur komu að stórum hluta frá Paim- pol. Þriðja keppnin hefst 24. júní á næsta ári og segir Ágúst að þegar séu níu skútur skráðar til leiks en skráning stendur yfir til 31. mars. Til þessa hafi keppendur komið frá Frakklandi og Belgíu en nú verði líka lögð áhersla á að fá Breta, Hol- lendinga og Þjóðverja. Allt að 15 skútur hafa tekið þátt í keppninni til þessa en að sögn Ágústs er stefnt að því að fá um 20 skútur fyrir utan legginn frá Reykjavík til Grundar- fjarðar. Siglingakeppni milli Frakklands og Íslands í þriðja sinn Morgunblaðið/Sverrir Fundað um siglingakeppnina, f.v. Emile Poidvin, forseti Skippers d’Islande 2006, Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, Michéle Le Reun-Gaigné, blaðafulltrúi keppninnar, og Daniel Charpentier í stjórn keppninnar. Frönsk sendinefnd að vekja áhuga Íslendinga Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is                      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.