Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR Þri. 4/10: Persneskt sítrónukarrý m/tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Mið. 5/10: Hnetusteik m/valdorfsalati, tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fim. 6/10: Spínatlasagne m/tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Fös. 7/10: Afrískur pottur m/steiktum baunum, tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Helgin 8.-9/10: La la la lasagne m/tveimur salötum og hýðishrísgrjónum. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Ull og silki Litir: Beinhvítt og svart Nærfatnaður frá Haust 2005 Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin), sími 551 2040. Ný sending af haustgreinum, rósum og túlípönum il it il i l Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Svartar samkvæmisbuxur Svört samkvæmispils www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Töff haustvörur Str. 38-56 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 vikan 4. okt.- 11. okt. Haust- vetur 2005 Opið virka daga frá kl. 11-18 laugardaga 10-14 Sími 567 3718 RÝMINGARSALA Í 4 DAGA Þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag Rýmum fyrir nýrri Secret línu 20-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM UNDIRFÖTUM, HEIMASETTUM, NÁTTFATNAÐI OG SUNDFATNAÐI Frábær buxnasnið KRISTINN Jóhannesson, lektor í íslensku við Gautaborgarháskóla, var nýlega sæmdur íslensku fálka- orðunni í Gautaborg. Svavar Gestsson, fráfarandi sendiherra Ís- lands í Svíþjóð, veitti Kristni fálka- orðuna og þakkaði honum þrjátíu ára starf í þágu Íslands á erlend- um vettvangi. Kristinn lauk cand.mag.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1971 en umfjöllunarefni hans var íslensk þýðing á ljóðum sænska skáldsins Gustaf Fröding. Kristinn var lektor við Háskólann í Helsinki 1971–1972, við Lundarháskóla 1972–1986 og við Gautaborgarhá- skóla frá 1972, en hann hefur búið í Gautaborg frá þeim tíma. Undanfarin fimmtán ár hefur Kristinn stjórnað kór Íslendinga í Gautaborg ásamt eiginkonu sinni Tuulu Jóhannesson. Afhendingin fór fram á menningarkvöldi á veg- um íslenska safnaðarins í Gauta- borg þar sem Sjón las úr skáld- sögu sinni Skugga-Baldri, Íslendingakórinn söng og Svavar Gestsson kvaddi Íslendinga í Gautaborg. Sæmdur íslensku fálka- orðunni í Svíþjóð Ljósmynd/Ingibjörg Pálsdóttir Svavar Gestsson sendiherra, Tuula Jóhannesson og Kristinn Jóhannesson. UNA María Óskarsdóttir, vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í Kópavogi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópa- vogs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti framboðslista Framsóknarflokksins við sveitar- stjórnarkosningar n.k. vor. Una María hefur verið þátttakandi í uppbyggingu íþrótta- og tóm- stundamála í Kópavogi, bæði sem formaður ÍTK og einnig sem varamaður í bæjarstjórn Kópa- vogs. Hún hefur reynslu úr fé- lagsstarfi og hefur verið virk inn- an Framsóknarflokksins, umg- mennafélags- og íþróttahreyfing- arinnar og meðal foreldra. Hún er varaformaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Þá var hún fyrsti formaður SAM- KÓP, samtaka foreldrafélaga og foreldraráða við grunnskóla Kópavogs og sat þá í Skóla- nefnd Kópa- vogs. Una María hefur meðal annars starfað sem verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu og verið aðstoðarmaður umhverfisráð- herra. Una María hefur áhuga á því að vinna áfram vel að þeim mál- efnum sem á Kópavogsbúum brenna og býður hún sig því fram til þjónustu þeirra, að því er seg- ir í fréttatilkynningu. Gefur kost á sér í 1. sæti í Kópavogi Una María Óskarsdóttir NÆR tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru hlynntir og rúmur þriðjungur andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Er þetta svipuð niðurstaða og síðast þeg- ar Gallup kannaði hug fólks til máls- ins. Fyrrnefnd hlutföll miðast við þá sem tóku afstöðu en ef allt úrtakið er tekið þá er naumur helmingur hlynnt- ur aðskilnaði, rúm 26% andvíg og ríf- lega 24% hvorki hlynnt né andvíg. Sem fyrr eru karlar hlynntari að- skilnaði en konur, höfuðborgarbúar vilja frekar aðskilnað en íbúar lands- byggðarinnar og þeir sem styðja Framsóknarflokkinn eru ekki eins hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju og þeir sem styðja aðra flokka. Könnunin var gerð í síma dagana 14. til 27. september sl. Úrtakið var 1.236 manns á aldrinum 18 til 75 ára og svarhlutfall var 61%. Meirihluti vill aðskiln- að ríkis og kirkju GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.