Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr verinu á morgun „Brælan gefur ekki mikið“ Línuróður með Hrólfi Einarssyni ÍS frá Bolungarvík HLUTFÖLL þingflokka í fjárlaga- nefnd Alþingis breyttust eftir að Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum yfir í þing- flokk sjálfstæðismanna í vor. Mar- grét Frímannsdóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin hafi átt fjóra þing- menn í nefndinni, þegar Gunnar gekk til liðs við sjálfstæðismenn. Eftir það breyttust hlutföll flokk- anna á þingi og þar með í fjárlaga- nefnd. Spurningin snerist því um það hvort Samfylkingin ætti rétt á fjórða manninum eða Sjálfstæðisflokkur- inn fimmta manninum, en sjálfstæð- ismenn voru með fjóra menn fyrir. Margrét segir að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi fallist á það að láta hlutkesti ráða fjöldanum. Fyrir nokkrum dögum hafi því hún og Einar K. Guðfinnsson, þáverandi þingflokksformaður sjálfstæðis- manna, dregið númer í votta viður- vist, og sá sem dró lægra númerið tapaði. Margrét tapaði og því fengu sjálfstæðismenn einn mann til við- bótar í fjárlaganefnd í stað fulltrúa Samfylkingarinnar. Í fjárlaganefnd eru því fimm þingmenn sjálfstæðis- manna, tveir þingmenn framsóknar- manna, þrír þingmenn Samfylking- arinnar og einn þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Samtals ellefu þingmenn. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, segir hins vegar að stjórnarandstaðan hefði getið haldið sínum fjölda í nefndinni, ef hún hefði staðið saman og boðið fram sameiginlegan lista. „Okkar tilboð um samstarf í þessu efni hefur alltaf legið ljóst fyrir frá upphafi kjörtímabils,“ segir Ög- mundur. Margrét segir hins vegar að þing- flokksformenn hinna stjórnarand- stöðuflokkanna hafi ekki nefnt við sig að þeir hefðu áhuga á að mynda bandalag um þetta mál. „Þótt menn hafi rætt í upphafi kjörtímabils um einhverja slíka samninga þá fer kosning fram á hverju einasta hausti. Hafi menn áhuga á því að breyta hlutföllunum er fyrsta skrefið að ræða það.“ Margrét tekur þó fram að þrátt fyrir þetta sé býsna gott samstarf milli stjórnarand- stöðuflokkanna á þingi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir H. Haarde utanríkisráðherra skoðar fjárlagafrumvarpið og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra stinga saman nefjum við upphaf þingfundar í gær. Sjálfstæðismenn fá einn til viðbótar í fjárlaganefnd Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðir fyrir sér fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þingmenn kynntu sér fjárlögin HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, hefur lagt fram á Alþingi frum- varp þess efnis að óheimilt verði að veiða fugla frá sólarlagi til sólaruppkomu. Frum- varpið felur í sér breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spen- dýrum. „Hér er lagt til, að óheimilt sé að veiða fugla frá sólarlagi til sólaruppkomu, sem er óhjákvæmilegt, þar sem komin er ný tækni, nefnilega nætursjónauk- ar,“ segir Halldór í greinargerð frumvarpsins. „Það hefur færst í vöxt, að skotveiðimenn liggi fyrir gæsum við vötn og fljót, eftir að fer að rökkva og dimmt er orðið. Þegar gæsirnar síðan koma fljúgandi ofan af heiðunum eru þær auðveld bráð, sumar falla, aðrar flögra burtu helsærð- ar og enn aðrar sleppa eins og gengur. At- gangur eins og þessi á ekkert skylt við íþróttir eða frjálsa útivist fremur en að skríða eftir bökkum áveituskurða og skjóta endur, sem þar hafa leitað skjóls.“ Halldór Blöndal Óheimilt verði að veiða fugla frá sólarlagi til sólaruppkomu HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann hefur mál sitt kl. 19.50. Eftir það fara fram umræð- ur um stefnuræðuna. Hægt verður að fylgjast með um- ræðunum í sjónvarpi og hljóðvarpi Ríkisútvarpsins. Stefnuræða forsætisráð- herra í kvöld SEX varaforsetar þingsins voru kjörnir á Alþingi í gær. Fyrsti vara- forseti þingsins er Rannveig Guð- mundsdóttir, Samfylkingu. Annar varaforseti er Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki. Þriðji varaforseti er Birgir Ármannsson, Sjálfstæðis- flokki. Fjórði varaforseti er Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu. Fimmti varaforseti er Þuríður Backman, Vinstri grænum, og sjötti varaforseti er Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðis- flokki. Þá var m.a. kosið í fastanefndir og alþjóðanefndir á vegum þingsins. Varaforset- ar kjörnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.