Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 11
FRÉTTIR
Í ÞJÓÐHAGSSPÁ fjármálaráðu-
neytisins fyrir árin 2005 til 2010,
sem kynnt var með fjárlagafrum-
varpinu í gær, er reiknað með að
hagvöxtur í ár verði um 6,0% og að
hann verði 4,6% á næsta ári vegna
þess m.a. að þá byrji að draga úr
stóriðjuframkvæmdum. Einnig er
gert ráð fyrir því að það dragi úr
vexti einkaneyslu á næsta ári. Gert
er ráð fyrir að hagvöxtur verði að
meðaltali 2,5% á árunum 2007 til
2010.
Þegar Þorsteinn Þorgeirsson,
skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins, var spurður
hvers vegna gert væri ráð fyrir að
drægi úr vexti einkaneyslu á næsta
ári, sagði hann m.a. að búist væri
við að bílainnflutningur yrði minni á
næsta ári en í ár.
„Við erum með 24 þúsund ný-
skráða bíla í ár en erum að færa þá
niður í 13 til 14 þúsund á næsta
ári,“ sagði hann. Auk þess sagði
hann að gert væri ráð fyrir að
gengi krónunnar yrði lægra á
næsta ári, en það hefði áhrif á þessi
viðskipti.
Minna atvinnuleysi
Í þjóðhagsspá ráðuneytisins er
gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði
að jafnaði um 2,2% af mannafla á
þessu ári og að það lækki í 1,8% á
næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að
verðbólgan, sem var 3,2% árið 2004,
hækki í 3,9% í ár og verði svipuð á
næsta ári. Í spánni er gert ráð fyrir
því að gengi krónunnar og fast-
eignaverð hafi náð hámarki og að
gengi krónunnar lækki á næsta ári,
eins og áður sagði. Þá er gert ráð
fyrir að launaliður kjarasamninga
taki ekki breytingum.
Í skýrslu fjármálaráðuneytisins
segir að helstu óvissuþættir í
spánni varði frekari stóriðjufram-
kvæmdir og þróun á gengi krón-
unnar. „Í því samhengi má benda á
að þrátt fyrir háa skuldastöðu
heimila og fyrirtækja er staða rík-
issjóðs með eindæmum góð og eign-
ir landsmanna hafa aukist mikið. Þá
eru innviðir hagkerfisins traustir og
sveigjanleiki þess mikill,“ segir í
niðurstöðum skýrslunnar.
Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins kynnt samfara nýju fjárlagafrumvarpi
Reikna með að einkaneysla
dragist saman á næsta ári
Morgunblaðið/Kristinn
Þorsteinn Þorgeirsson skrifstofustjóri kynnir nýja þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í Salnum í Kópavogi.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
REKSTRARGJÖLD dómsmála-
ráðuneytisins að frádregnum sér-
tekjum eru áætluð rúmlega 13,7
milljarðar á næsta ári og hækka þau
um 1.324 milljónir kr. miðað við fjár-
lög yfirstandandi árs. Fram kemur í
fjárlagafrumvarpi næsta árs að auk
launa og verðlagshækkana munar
hér mest um tæplega 100 milljóna
kr. aukin framlög til ríkislögreglu-
stjóra til að efla starf sérsveitar lög-
reglunnar.
Í frumvarpinu segir að gert sé ráð
fyrir að sérsveitarmönnum verði
fjölgað um níu hjá embætti ríkislög-
reglustjóra í Reykjavík og um sex í
Keflavík. Einnig er gert ráð fyrir 15
millj. kr. fjárheimild til að ráðast í
skipulagsbreytingar á störfum sér-
sveitarmanna hjá sýslumanninum á
Akureyri. Með þeim breytingum
fjölgar lögreglumönnum á Akureyri
um fjóra. Sérsveitarmennirnir þar
verða starfsmenn embættis ríkislög-
reglustjóra en með aðsetur á Ak-
ureyri og undir daglegri stjórn
sýslumannsins þar. Þetta fyrir-
komulag tók gildi um mitt þetta ár
og verður til reynslu í eitt ár. Þá er
veitt 14 millj. kr. tímabundið fram-
lag til áframhaldandi kaupa á vopn-
um og öðrum búnaði fyrir sérsveit-
ina.
Einnig er gert ráð fyrir 13 millj.
kr. viðbótarframlagi til að styrkja
rekstur efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra og fjarskiptamið-
stöðvar lögreglunnar auk kostnaðar
á næsta ári við formennsku Íslands í
samtökum Norðurlandanna um
björgunarmál.
Þá er áætlað að útgjöld vegna op-
inbers málskostnaðar og opinberrar
réttaraðstoðar aukist um 65 millj-
ónir og gert er ráð fyrir 73 millj. kr.
kostnaði í tengslum við flutning
Landhelgisgæslunnar í nýtt hús-
næði.
Varið verður 40 milljónum hvort
árið 2006 og 2007 til endurnýjunar á
tölvukerfum fyrir Schengen-sam-
Aukin framlög til löggæslumála í fjárlagafrumvarpinu
100 milljónir króna til
að efla sérsveitina
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
starfið og svonefndrar SIRENE-
skrifstofu á Íslandi.
830 milljóna kr. hækkun til
löggæslu og öryggismála
Fram kemur í frumvarpinu að
fjárheimildir stofnana og verkefna á
sviði löggæslu og öryggismála
hækka alls á næsta ári um liðlega
830 milljónir að undanskildum milli-
færslum til annarra málaflokka og
launa- og verðlagshækkunum. Að
raungildi nemur hækkunin því 462
milljónum. Tímabundinn stofn-
kostnaður vegna kaupa á nýjum
vegabréfabókunum og framleiðslu-
búnaði vegna alþjóðlegra krafna um
að tekin verði í notkun ný vegabréf
o.fl. nemur nærri 215 milljónum kr.
Framlag til Útlendingastofnunar
hækkar tímabundið á næsta ári um
alls tæplega 225 millj. kr. Á hækk-
unin rætur að tekja til alþjóðlegra
krafna, einkum frá alþjóðaflugmála-
stjórninni, Schengen-sambandinu
og stjórnvöldum í Bandaríkjunum,
þar sem fyrirhugað er að taka í
notkun nýja tegund vegabréfa,
vegabréfsáritana og dvalarleyfa sem
innihalda lífkenni. Er þar m.a. um
að ræða 164 millj. kr. framlag í eitt
ár til endurnýjunar á vél- og hug-
búnaði og til kaupa á sérstökum
fingrafaralesurum hjá sýslumanns-
embættum og nýjum vegabréfabók-
um, sem innihalda örflögu með upp-
lýsingum um lífkenni handhafa.
FÉLAGIÐ Andríki hefur skorað á
launagreiðendur að sundurliða á
launaseðlum hvernig staðgreiðsla af
launum skiptist á milli ríkis og sveit-
arfélaga. Jafnframt eru ríki og sveit-
arfélög hvött til þess að huga að ein-
faldari og gegnsærri skiptingu á
þeim tekjum sem þau hafa af launa-
fólki.
Fram kemur í tilkynningu af
þessu tilefni að maður með 124 þús-
und kr. tekjur á mánuði greiðir eng-
an tekjuskatt en fullt útsvar til sveit-
arfélaga. Þannig greiði tveir þriðju
framteljenda skatta til ríkisins af
launatekjum sínum en 97% greiði út-
svar til sveitarfélaga.
Í tilkynningunni segir að það sé
erfitt fyrir launþega að átta sig á
hversu stórtæk sveitarfélögin eru í
skattheimtu af almennum launa-
tekjum.
„Andríki telur það mikilvægt að-
hald fyrir stjórnmálamenn að þessi
skipting, í tekjuskatt til ríkisins og
útsvar til sveitarfélaga, sé aðgengi-
leg og sýnileg fyrir hinn almenna
launamann. Ekki síst nú þegar fram-
undan eru kosningar til bæði sveit-
arstjórna og alþingis á næstu tutt-
ugu mánuðum,“ segir ennfremur.
Útsvar komi fram
á launaseðlum
GJALDSVÆÐI leigubíla á höfuð-
borgarsvæðinu og Suðurnesjum
voru sameinuð í eitt um mánaða-
mótin.
Þýðir það að viðskiptavinir sem
þurfa að taka leigubíl milli höf-
uðborgarinnar og staða á Suður-
nesjum borga ekki eftir tvöföldum
taxta heldur venjulegt innanbæjar-
gjald. Nokkur lækkun verður þann-
ig á dagtaxtaverði til Keflavíkur-
flugvallar.
Eyþór Birgisson, formaður
stjórnar leigubílastöðvarinnar
Hreyfils, segir að hingað til hafi
verið boðið upp á tilboð sem var
nokkuð undir taxta, en þá borguðu
farþegar 7.500 kr. fyrir farið.
„Nú liggur gjaldið einhvers stað-
ar í kringum 5.500 kr. í dagtaxta.
Ég held að það sé þá kannski í
kringum 7.700 krónur í kvöld- og
helgartaxtanum,“ segir Eyþór og
tekur fram að þar sé miðað við
fjögurra farþega bíl.
„Það gæti verið eitthvað meira
ofan úr Mosfellsbæ, en höfuðborg-
arsvæðið hefur auðvitað stækkað
mikið. Við erum þó viss um að með-
alkostnaður almennings á ferðum
milli höfuðborgarinnar og Keflavík-
ur lækkar talsvert við þessa breyt-
ingu, þó upp geti komið sú staða að
farið yrði dýrara fyrir þá sem eru
að fara lengri leið um kvöld,“ segir
Eyþór.
Gjaldsvæði höfuðborgar
og Suðurnesja sameinuð
Ódýrara á dagtaxta
milli Reykjavíkur
og Leifsstöðvar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
SKIPULAG lyfjamála hjá Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi tók breyt-
ingum um mánaðamótin. Deild lyfja-
mála og apótek sameinuðust í eina
deild, sjúkrahúsapótek LSH, undir
stjórn yfirlyfjafræðings. Um-
sýsludeild lyfja fluttist til innkaupa-
og vörustjórnunarsviðs og þar með
lyfjainnkaup, að því er segir á vef
Landspítalans.
Valgerður Bjarnadóttir tók við
sviðsstjórastarfi af Guðmundi I.
Bergþórssyni, aðstoðarmanni fram-
kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýs-
inga, sem hafði gegnt því tímabund-
ið á innkaupa- og vörustjórnarsviði.
Í tengslum við þessar skipulags-
breytingar voru tvær stöður yf-
irlyfjafræðinga lagðar niður og aug-
lýst eftir einum yfirlyfjafræðingi.
Nýtt skipulag
lyfjamála
hjá LSH