Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● NÝHERJI hf. hefur sent inn af-
komuviðvörun til Kauphallar Íslands.
Í tilkynningu frá félaginu segir að
„vegna ágreinings við viðskiptavin
um túlkun samningsákvæða í um-
fangsmiklum samningi um þjónustu
og ráðgjafavinnu, er gert ráð fyrir því
að rekstur Nýherja verði í járnum í
þriðja ársfjórðungi.“ Því er áætlað að
„bókuð verði til gjalda varúðarfærsla
sem nemur tugum milljóna.“
Frekari upplýsingar um málið feng-
ust ekki hjá Nýherja.
Afkomuviðvörun
Nýherja
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kaup-
höll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan
lækkaði um 1,26% og er 4571 stig.
Viðskipti með hlutabréf námu 2.560
milljónum króna, þar af rúmum millj-
arði með bréf Landsbankans. Bréf
Símans hækkuðu um 0,52% og bréf
Tryggingamiðstöðvarinnar um 0,43%.
Bréf Straums lækkuðu um 2,17%.
Úrvalsvísitalan
lækkar um 1,26%
KAUPHÖLL Íslands hefur ákveðið
að áminna Heklu hf. opinberlega fyrir
brot á reglum Kauphallarinnar fyrir
útgefendur verðbréfa í Kauphöll Ís-
lands. Í fréttatilkynningu frá Kaup-
höllinni segir að málavextir séu þeir
að Hekla hf. birti þann 31. ágúst sl. á
fréttavef Kauphallarinnar árshluta-
reikning fyrir tímabilið janúar til júní
2005. Skýringar vantaði með árshlut-
areikningnum og eftir ítrekanir frá
Kauphöllinni var árshlutareikningur
með skýringum birtur 13. september
sl. Sama dag óskaði Kauphöllin skrif-
lega eftir skýringum á því hvers
vegna félagið sendi ekki skýringar
með árshlutauppgjöri þegar fréttatil-
kynning var send til birtingar eins og
kveðið er á um í áðurnefndum
reglum.
Ekki heimild til undanþágu
Í ákvæðum reglnanna segir að
birta skuli niðurstöður hálfsársupp-
gjörs eigi síðar en tveimur mánuðum
frá lokum uppgjörstímabils, en þar
sem skýringar vantaði með reikning-
unum sem birtir voru þann 31. ágúst
telur Kauphöllin að Hekla hf. hafi
ekki fullnægt þessari skyldu sinni
fyrr en þann 13. september þegar
reikningurinn var birtur aftur ásamt
skýringum.
„Reikningurinn var fyrst birtur
þann 31. ágúst, en þá rann skilafrest-
ur út. Vegna mistaka vantaði skýr-
Kauphöllin
áminnir Heklu
ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ á að
grípa til aðgerða gegn botnvörpu-
veiðum í úthöfunum, þar sem
svæðisbundnir fiskveiðisamningar
eða fiskveiðistofnanir ná ekki til.
Þetta kom fram í fyrirlestri dr.
Monicu Verbeek um áhrif tog-
veiða á lífríki djúpsjávar og neð-
ansjávarfjalla á alþjóðlegu haf-
svæði í Norræna húsinu í gærdag.
Monica er hér á vegum Náttúru-
verndarsamtakanna og DSCC,
stofnunar sem berst fyrir tíma-
bundnu banni á botnvörpuveiðum
á alþjóðlegum hafsvæðum og von-
ast eftir stuðningi íslenskra
stjórnvalda þegar málið verður
tekið fyrir hjá Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í New York í
næsta mánuði.
Monica segir veiðar með botn-
vörpum hafa gríðarleg áhrif á líf-
ríki sjávar en þrátt fyrir það eru
nánast engar reglugerðir sem
stuðla að því að takmarka veiðar á
alþjóðlegum hafsvæðum. Hún
segir vandamálið vera stórt en erf-
itt sé að grípa til aðgerða og til
þess þurfi alþjóðlega samvinnu.
Monica segir botnvörpuveiðar
vera þá aðferð fiskveiða sem verst
fara með umhverfið og ljóst sé eft-
ir umfangsmiklar rannsóknir að
lífríki djúpsjávar hafi farið illa út
úr óhóflegum veiðum. Kóralrif og
neðansjávarfjöll mynda ákaflega
mikilvæg vistkerfi og hafa verið
nefnd regnskógar hafsins og eru
afskaplega viðkvæm þar sem vöxt-
ur þeirra og endurnýjun er hæg.
Monica segir að ekki sé verið að
krefjast endanlegs banns við botn-
vörpuveiðum eða úthafsveiðum yf-
irleitt, en frekar að benda á hversu
mikilvægt er að setja reglugerðir
um veiðar til að vernda lífríkið, áð-
ur en það verður of seint og lítið
verður eftir til að vernda. Hún
bendir á að stuðningur Íslendinga
í þessum málum sé mikilvægur en
um fjörutíu félagasamtök víðsveg-
ar um heiminn styrkja DSCC og
Monica segir að vel hafi verið tekið
í hugmyndirnar þar sem þær hafa
verið kynntar og býst við góðum
árangri í næsta mánuði þegar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna tekur málið fyrir.
Reglugerða
um veiðar í
úthöfum krafist
EINAR Kr. Guðfinnsson, nýbakaður
sjávarútvegsráðherra, heimsótti
Vestmannaeyjar í gær og sat aðal-
fund Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja í Höllinni.
Í erindi sem hann hélst sagði Einar
að Eyjamenn þyrftu ekki að óttast
það að fá Vestfirðing í stól ráðherra,
hann væri ráðherra alls landsins og
kvaðst ætla að berjast fyrir hagsmun-
um greinarinnar. Það væri hagur allr-
ar þjóðarinnar að vel gengi í sjávar-
útvegi. Vestfirðingar hafa seint verið
sáttir við kvótakerfið en Einar sagði
að nú væri komið leiðarlokum í mótun
kerfisins. „Við eigum að geta unnið
saman því þetta er niðurstaðan þó
ekki séu allir sáttir,“ sagði Einar.
Á myndinni eru Björn Jónsson,
starfsmaður LÍÚ, Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ,
Magnús Kristinsson formaður Út-
vegsbændafélags Vestmannaeyja,
Einar Kr. Guðfinnsson og Kristján
Þórarinsson stofnvistfræðingur LÍÚ.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Ráðherra í
heimsókn
ÚR VERINU
FÆREYSKA fyrirtækið Smyril
Line, sem rekur ferjuna Norrænu,
áformar að kaupa 66% hlut í norska
skipafélaginu Fjord Line fyrir 50
milljónir norskra króna, jafnvirði
um 470 milljóna íslenskra króna.
Frá þessu er greint í frétt á fær-
eyska fréttavefnum føroyski portal-
urin.
Thomas Magnussen, stjórn-
arformaður Smyril Line, segir í
samtali við fréttavefinn að kaupin
muni þýða meira samstarf milli fé-
laganna í framtíðinni. „Við breyt-
inguna verður Smyril Line stærra
og sterkara fyrirtæki en áður. Skip-
in verða fleiri, flutningsnetið stækk-
ar og vaxtarmöguleikar félagsins
verða meiri,“ segir hann.
Tilboð Smyril Line í 66% hlut í
Fjord Line verður lagt fram á næsta
aðalfundi síðarnefnda félagsins.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vill kaupa Fjord Line
● LANDSBANKI Íslands hefur í hyggju
að gefa út ný skuldabréf fyrir um 500
milljónir evra, sem jafngildir tæplega
37 milljörðum íslenskra króna.
Skuldabréfin sem eru með breyti-
legum vöxtum eru til fimm ára og það
er breski risabankinn HSBC sem hef-
ur umsjón með útboði bréfanna.
„Það sem er sérstakt við þessa út-
gáfu er að bankinn fær einn stóran
banka og nokkra minni til þess að sjá
um útgáfuna þar sem markmiðið er
að fá aðgengi að fleiri fjárfestum og
breiðari fjárfestahópum að skulda-
bréfaútgáfunni,“ segir Sigurjón Árna-
son, bankastjóri Landsbankans.
Landsbanki gefur
út skuldabréf
!!"
# $% &$'"