Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 15
ERLENT
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands
hafa gert samning um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni
og efnt til viðurkenningar sem hlotið hefur nafnið Eyrarrósin.
Markmiðið með henni er að verðlauna árlega eitt afburða
menningarverkefni á landsbyggðinni, á starfssvæði
Byggðastofnunar. Fyrstu Eyrarrósina, sem afhent var í janúar
2005, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.
UMSÓKNUM SKAL FYLGJA:
Lýsing á verkefninu
Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu,
umfangi þess, sögu og markmiðum.
Tíma- og verkáætlun
Gerð skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins
og áformum á árinu 2006. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar
verið hleypt af stokkunum.
Upplýsingar um aðstandendur
Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að
verkefninu standa og gerð grein fyrir þeirra þætti í því.
Fjárhagsáætlun
Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári.
Uppgjör ársins 2004 fylgi umsókn.
• Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda
um Eyrarrósina 2006
• Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, kr. 1.500.000
og verðlaunagrip til eignar
• Viðurkenningin verður afhent í ársbyrjun 2006
á Bessastöðum
• Verkefnið sem hlýtur viðurkenninguna fær sérstaka
kynningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2006
• Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú
• Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún
ekki tekin til greina
• Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið
verkefni eða menningarhátíð
• Umsóknarfrestur er til 7. nóvember 2005 og verður öllum
umsóknum svarað
• Viðurkenningin verður veitt í janúar 2006
• Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88,
121 Reykjavík, merktar Eyrarrósin
VIÐURKENNING TIL FRAMÚRSKARANDI
MENNINGARSTARFS Á LANDSBYGGÐINNI
HÉR MEÐ ER AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM
UM EYRARRÓSINA 2006
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
Listahátíðar í Reykjavík í síma 561 2444, eyrarros@artfest.is
www.listahatid.is
Laufskógar 8 - Hveragerði
Tilboð óskast
Lítið, eldra, einbýli á 1.259 fm gróinni lóð á
góðum stað í Hveragerði. Húsið er 49,2 fm
og þarfnast orðið töluverðs viðhalds inni
sem úti. Um er að ræða litla stofu, 2 svefn-
herbergi, eldhús og bað. Hér er tækifæri fyr-
ir þá sem vilja byggja sér stærra eða stærri
hús á lóðinni. Nánari upplýsingar eru gefnar
á skrifstofu.
Reikningsskil og ráðgjöf ehf., Breiðumörk 20,
810 Hveragerði, sími 483 4550, www.adalsalan.is
TÖLVUNEFND Noregs kærði í
gær Redningsselskapet, fyrirtæki
sem gegnir svipuðu hlutverki og
Landsbjörg hér á landi, til lögregl-
unnar vegna þess að yfirmenn hafa
skoðað tölvupóst nokkurra starfs-
manna án leyfis, að sögn fréttavefjar
Aftenposten í gær. Nefndin telur að
ekki hafi verið gætt nógu vel að því
hvort umræddur póstur tengdist
vinnunni eða væri á persónulegum
nótum.
Ráðamenn Redningsselskapet eru
einnig sakaðir um að hafa skoðað
gömul afrit af tölvupósti sem starfs-
menn höfðu eytt. Munu þeir m.a.
hafa skoðað póst trúnaðarmanna
starfsliðsins.
Málið á rætur í deilum í fyrra en
þá var starfsmannastjóri fyrirtæk-
isins rekinn. Skömmu síðar voru
fleiri háttsettir starfsmenn látnir
taka pokann sinn og hafa mörg
kærumál fylgt í kjölfarið. Í sumar
kom í ljós að forstjórinn, Monica
Kristensen Solås, hafði ráðið tölvu-
fyrirtæki til að fara yfir alls 37.000
tölvupósta sem tengdust sex eða sjö
starfsmönnum sem hún treysti ekki
nógu vel. Ekki var sótt um leyfi hjá
Tölvunefnd og starfsmenn fengu
enga viðvörun.
Nokkru síðar voru margir starfs-
menn kallaðir á teppið og þeim sýnd-
ur póstur sem yfirmenn töldu sýna
skort á hollustu við fyrirtækið. Fyrir
þrem vikum ætlaði Lin Einarsdóttir,
sem er ritari deildar Rednings-
selskapet í Tromsø, að mæta í vinn-
una eftir leyfi en þá var búið að
skipta um lás. Hún var kölluð á fund
þar sem henni var sagt upp störfum.
Tölvupóst-
deila í
Noregi
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti tilnefndi í gær helsta ráðgjafa
sinn í lögfræðilegum efnum, Harriet
Miers, í embætti hæstaréttardómara
í stað Söndru Day O’Connor sem
hyggst láta af embætti. Sagðist for-
setinn þess fullviss að Miers myndi
eingöngu „miða lagatúlkanir sínar við
stjórnarskrána og lögin“. Repúblik-
anar hafa oft gagnrýnt demókrata í
hæstarétti fyrir ganga of langt í túlk-
unum og reyna að beita réttinum til
að hafa áhrif á stjórnmál í stað þess
að láta duga að halda sig við lögin eins
og þau eru rituð og dómafordæmi.
Öldungadeild þingsins þarf að
staðfesta tilnefninguna en Miers hef-
ur aldrei gegnt embætti dómara, að
sögn AP-fréttastofunnar. Er því erf-
itt að ráða í það hver afstaða hennar
til umdeildra hitamála er og ekki
hægt að benda á fordæmi þar sem
hún hefur komið við sögu. Fyrstu við-
brögð meðal margra íhaldsamra
repúblikana við tíðindunum voru já-
kvæð en sumir þeirra telja sig ekki
geta fullyrt að hún muni verða hlið-
holl sjónarmiðum þeirra í sumum
hitamálum.
„Það er ekki hægt að segja að við
vitum ekkert [um skoðanir Miers] og
það litla sem við vitum veldur von-
brigðum,“ sagði Troy Newman sem
veitir forstöðu þrýstihópnum Rescue
er berst gegn fóstureyðingum. „Hún
er til dæmis suðurríkjameþódisti og
alræmd fyrir stuðning við fóstureyð-
ingar.“
Þingleiðtogi demókrata
hliðhollur Miers
Repúblikanar hafa meirihluta í öld-
ungadeildinni en demókratar geta
hins vegar beitt ýmsum
aðferðum til að tefja
fyrir staðfestingu á
skipan dómara, m.a.
málþófi. O’Connor, sem
var skipuð í tíð Ronalds
Reagans forseta á ní-
unda áratugnum,
reyndist ekki vera sú
íhaldskona sem sumir
höfðu spáð og greiddi
ýmist atkvæði með
repúblikanavængnum í
réttinum eða demó-
krötum en níu dómarar
skipa hæstarétt í
Washington. Heimild-
armenn segja að Harry
Reid, leiðtogi demó-
krata í öldungadeild-
inni, hafi hvatt Bush
forseta til að íhuga að
tilnefna Miers. Mun
Reid hafa sagt að ýmsir
aðrir sem nefndir hafa
verið gætu valdið
harkalegum deilum í
þingdeildinni. Reid gaf
út yfirlýsingu í gær og
sagðist vera ánægður með Miers og
bætti við að hæstiréttur myndi hafa
gagn af „dómara sem hefur raun-
verulega reynslu af almennum lög-
mannsstörfum“. Ekki er þó víst að
demókratar muni beinlínis styðja
Miers og ljóst að þeir muni reyna eft-
ir megni að leiða skoðanir hennar í
ljós í yfirheyrslum.
Frá Texas og afar trygg Bush
Miers er sextug að aldri og frá Tex-
as, hún er annar repúblikaninn sem
tekur sæti í hæstarétti á árinu. Áður
hafði John Roberts verið samþykktur
á þingi sem forseti réttarins í stað
Williams Rehnquists sem lést fyrir
skömmu. Átti Miers mikinn þátt í
tryggja að Roberts hlyti samþykki
þingmanna. Þeir sem gagnrýna að
Miers skuli koma úr innsta hring
Bush fá þau svör frá 1933 hafi 10 af
alls 34 hæstaréttardómurum verið
starfsmenn þess forseta sem tilnefndi
þá.
Hollusta hennar við Bush er sögð
vera mikil og fékk hann hana m.a. til
að fara yfir feril sinn er hann hóf af-
skipti af pólitík í upphafi tíunda ára-
tugarins og bauð sig fram til ríkis-
stjóra í Texas. Átti Miers að leita uppi
allt sem hægt væri að nota gegn
frambjóðandanum til þess að ekki
væri hægt að koma honum á óvart.
Bush tilnefnir lagaráð-
gjafa sinn í hæstarétt
Talsmenn andstæðinga fóstureyðinga tortryggnir í garð
Harriet Miers en fyrstu viðbrögð demókrata vinsamleg
Reuters
Harriet Miers í Hvíta húsinu ásamt George W.
Bush forseta eftir tilnefninguna í gær.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ORSÖK skilnaðar jafnaðar-
mannsins Jens Otto Krag, for-
sætisráðherra Danmerkur á sjö-
unda og áttunda áratugnum, og
eiginkonu hans, leikkonunnar
Helle Virkner, var áberandi og
óforskammað ástarævintýri hans
með dönsku þingkonunni Lene
Bro á þingi Norðurlandaráðs í
Reykjavík. Þetta kemur fram í
bókinni „Kodeord Søsser,“ sem
dóttir Krag heitins, Søsser Krag,
hefur skrifað um föður sinn
ásamt fjölskylduvininum Peter
Salskov.
Í grein í danska Ekstra Bladet
segja þær mæðgurnar að
framhjáhaldið í Reykjavík hafi
verið toppurinn á stærri ísjaka.
„Pabbi hafði nóg að gera,“ segir
Søsser og Helle tekur undir orð
hennar. „Já, honum fórst vel að
blanda geði við fólk.“ Samkvæmt
bókinni, sem Søsser segir sjálf
vera kærleiksjátningu til föður
hennar, sem ætlað sé að sýna
Krag í mannlegu ljósi, segir m.a.
að forsætisráðherrann hafi látið
ástarbréf ástkvenna sinna liggja
á skrifborðinu og boðið konu sinni
að lesa. „Það var eins og honum
væri alveg sama, og svo las mað-
ur bréf frá hinum og þessum.
Þetta var alveg bilað, svo ég hætti
þessu, þetta var líka leiðinleg
lesning fyrir mig,“ segir Helle.
Søsser Krag segist alltaf hafa
vitað af ástkonum föðurins. „Ég
get hins vegar ekki sagt neitt eða
röflað yfir því, vegna þess að sem
betur fer upplifði ég hann sem af-
ar ástríkan föður.“
Ferill Jens Otto Krag, fyrrverandi
forsætisráðherra Danmerkur
Framhjáhaldið í
Reykjavík olli skilnaði
Helle Virkner og Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur. Með
þeim er Hilmar Baunsgaard úr flokknum Radikale Venstre.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn