Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 16
Málstofa Landbúnaðarháskóla Íslands
Málstofan hefst kl. 14:30
í Ásgarði (nýja skóla) á Hvanneyri. Allir velkomnir.
Miðvikudaginn 5. október mun Dr. Helgi Björnsson
jöklafræðingur við Raunvísindastofnun HÍ vera í Málstofu
og ræða um “Sambýli við jökla og búskaparhorfur”.
Klæddu þig vel
Kápur, jakkar, stakkar,
bolir, buxur, peysur
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505
Opið virka daga 10-18
laugardaga kl. 10-16
Reykjavík | Þeir hefðu ekki
mikla afsökun fyrir því að vera
á eftir áætlun þessir vösku
menn sem vinna nú við að
reisa nýja brú yfir nýju Hring-
brautina, enda kirkjuklukkan
á Hallgrímskirkju í baksýn.
Undirstöðurnar fyrir brúna
eru nú óðum að rísa og þess
eflaust ekki langt að bíða að
brúargólfið verði lagt yfir göt-
una.
Morgunblaðið/Golli
Göngubrú sprettur upp
Brúarsmíð
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Ágúst- og septermbermánuðir hafa
verið hundleiðinlegir í veðurfarslegu tilliti
og það haustaði snemma. Óneitanlega set-
ur þetta örlítinn svip á samfélagið og ekki
til þess fallið að hressa menn og uppörva.
Það eru líka haustvindar í atvinnumálum
héraðsins og víðar á landsbyggðinni. Þessi
framsækna þjóð, þessi hugprúða þjóð með
sína ótrúlegu snerpu og sveigjanleika til
að bregðast skjótt við í útrásarsamfélagi
stendur aðeins frammi fyrir einu vanda-
máli. Vandamálinu að í þessu landi býr
fólk misjafnlega margt eftir mikilvægi
landsvæðisins í augum þeirra sem ferðinni
ráða bæði í pólitísku og efnahagslegu til-
liti.
Þetta fólk sem ekki fellur inn í formúlu
arðsemiskröfunnar á í vök að verjast um
stundarsakir en einhvers staðar segir:
„Réttlætið sigrar að lokum.“ Okkur sem
þraukum enn í a-húnvetnskum byggðum
er brugðið við uppsagnir þriggja starfs-
manna hjá Símanum á Blönduósi. ÁTVR
hefur stytt afgreiðslutíma sinn á þessu
svæði til mikilla muna sem þýðir að tapast
hefur starf og þjónustustig okkar sam-
félags hefur lækkað og fleira mætti telja.
Þetta sem hér er talið er einungis eins
árs atburðarás. Ef litið væri lengra aftur
yrði myndin dekkri. Hvert eitt starf sem
tapast í litlu samfélagi hefur víðtæk áhrif
og kvíði fyrir framtíðinni laumast inn í
sérhverja sál. Þótt allt virðist svart og
framtíðin óræð eru enn nokkrir sem ekki
gefast upp og spýta í lófana. Má þar nefna
fyrirtækin Krák, til þess að gera nýstofn-
að byggingarvöru- og þjónustufyrirtæki
með kjarkmikla stjórnendur; Stíganda,
gamalreynt og traust trésmíðafyrirtæki
með augun á tækifærunum; og Kjalfell,
nýstofnað fyrirtæki á Blönduósi sem sæk-
ir fram. Vélsmiðja Alla, sem er til þess að
gera ungt fyrirtæki að árum, lætur sitt
heldur ekki eftir liggja og er opið fyrir
tækifærum. Meðan við höfum þessi öflugu
fyrirtæki í samfélaginu, bæði til að halda
uppi kjarki og atvinnutækifærum, má ró
halda en lítið má út af bregða til að grunn-
urinn hrynji. Til að treysta þennan grunn
þurfum við að tala einni röddu og standa
saman sem einn maður.
Úr
bæjarlífinu
BLÖNDUÓS
EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA
Gísladóttir blessaði
turninn. Aðrir sem
fluttu ávarp við opn-
unarathöfnina voru Guð-
björn Charlisson, um-
dæmisstjóri
Flugmálastjórnar, Þor-
geir Pálsson flug-
Tekinn var í notkunnýr flugturn áÍsafjarðarflugvelli
sl. laugardag. Sturla
Böðvarsson samgöngu-
ráðherra var viðstaddur
athöfnina og flutti
ávarp, en séra Stína
málastjóri, Haukur
Hauksson, frá Flug-
málastjórn og Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri
á Ísafirði. Margir gestir
voru viðstaddir og var
boðið upp á veitingar í
tilefni dagsins.
Nýr flugturn tekinn í notkun
Líður að vetri ogágætt að finna tilhlífðarfötin. Að
minnsta kosti áður en far-
ið er með vísu eftir
ókunnan höfund:
Dimmt er úti, drífur él,
– Drottinn styrki trúna.
Þann ég kalla vísan vel
sem villist ekki núna.
Í Vísnahorni á laug-
ardag var rifjuð upp
haustvísa Illuga Ein-
arssonar Sumri hallar,
hausta fer. Arnfríður Sig-
urðardóttir lærði saman
vísu Illuga og þessa vísu
eftir Kristínu Andr-
ésdóttur á Hofsstöðum:
Fýkur mjöllin feiknastinn,
fegurð völlinn rænir.
Hylja fjöllin sóma sinn,
silungshöllin skænir.
Fyrst farið er að tala
um stinnleika í veðurlýs-
ingu má fara með vísu
eftir ókunnan höfund:
Velkjast í honum veðrin stinn,
veiga mælti skorðan.
Kominn er þefur í koppinn
minn,
kemur hann senn á norðan.
Íslenska veðrið
pebl@mbl.is
Grímsnes | Garðar Kjartansson, eigandi
skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, og
Fjölnir Þorgeirsson athafnamaður taka við
rekstri Þrastalundar í Grímsnesi um ára-
mót.
Hjónin Snorri Sigurfinnsson og Sigrún
Ólafsdóttir, sem rekið hafa staðinn síðast-
liðin tvö ár, eða síðan nýtt hús var reist yfir
starfsemina, seldu reksturinn í Þrasta-
lundi að undangengnum samningaviðræð-
um við þá Garðar og Fjölni. UMFÍ er eig-
andi hússins og hefur félagið samþykkt
yfirtöku nýs rekstraraðila á leigusamning-
um þeim sem eru í gildi.
Um ástæðu sölunnar segir Snorri í við-
tali við sudurland.net að þeim hjónum hafi
borist tilboð í reksturinn og í kjölfar samn-
ingaviðræðna ákveðið að selja.
Rekstur
Þrastalundar
seldur
♦♦♦
Fréttasíminn 904 1100
ÞING Alþýðusambands Norðurlands
skorar á félagsmálaráðherra að sjá til þess
að sett verði lög um starfsmannaleigur, að
stjórnvöld sjái til þess að réttarstaða
starfsfólks leiganna verði bætt, og tryggt
að af því verði greidd lögboðin gjöld.
„Óþolandi er að engin lög skuli ná yfir
svo yfirgripsmikla starfsemi sem við-
gengst nú hér á landi.
Ljóst er að erlent verkafólk fær í mörg-
um tilfellum lægri laun og lakari starfskjör
en íslenskir kjarasamningar og lög kveða á
um. Kvartanir og áskoranir stéttarfélaga
og annarra aðila hafa einungis þau áhrif á
leigurnar að þær skipta um starfsfólk,“
segir í ályktun AN um starfsmannaleigur.
„Í skjóli þessarar stöðu þrífast starfs-
mannaleigur sem græða á því að greiða út-
lendingum sem vinna hér á landi smán-
arlaun. Þessi fyrirtæki stinga í sinn vasa
sköttum starfsmanna sinna til ríkis og
sveitarfélaga, því þau halda hvorki eftir
staðgreiðslu skatta né greiða önnur opin-
ber gjöld.“
Lög verði sett
um starfs-
mannaleigur
Morgunblaðið/Margrét Þóra