Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 17

Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 17 MINNSTAÐUR • Fjölskyldan heldur sínu lífsmynstri fló fyrirvinna hverfi frá vinnu. • Tryggingartaki ákve›ur tryggingarfjárhæ›ina sjálfur. • Bætur eru greiddar út í einu lagi. • Börn frá 2 til 18 ára eru sjálfkrafa trygg› me› tryggingu foreldris • Bætur eru skattfrjálsar. • I›gjöld eru s‡nileg og sker›a ekki vi›bótarlífeyrissparna›. Trygg›u afkomu flína og fleirra sem treysta á flig. LÍFÍS, flví fyrr, flví betra! Útgefandi Lífístrygginga er Líftryggingafélag Íslands Vi› flurfum öll a› standa undir væntingum í lífinu. Alvarleg veikindi gera sjaldnast bo› á undan sér. fiú getur vernda› fjölskyldulíf flitt og fjárhag fyrir áföllum sem fylgja veikindum me› LÍFÍS sjúkdómatryggingu. Lífís/Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 · 108 Reykjavík fijónustuver 560 5000 · www.lifis.is Mamma er alltaf til í a› gera eitthva› skemmtilegt me› mér F í t o n / S Í A F I 0 1 5 4 3 3 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Breiðholt | Viðhaldi opinna leik- svæða í Reykjavíkurborg er víða ábótavant og dæmi um leiktæki sem eru hættuleg fyrir börn vegna skemmda. Til að vekja athygli á þessu tók Ragnar Sær Ragnarsson, sem tekur þátt í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, sig til við þriðja mann og lagfærði eitt af um 250 opnum leiksvæðum borgarinnar á laugardag. Ragnar, sem er fyrrverandi sveit- arstjóri í Bláskógabyggð og mennt- aður leikskólakennari, segir að Ólaf- ur Gylfason, varaformaður ÍR, hafi bent á þennan vanda í sumar og tek- ið um 60 ljósmyndir sem sýndu ástandið í Breiðholtinu. Borg- arfulltrúum hafi verið bent á þetta mál en þeir ekkert aðhafst enn. Ragnar tók því til hendinni á leik- svæðinu við Arnarbakka í Breiðholti ásamt tveimur smiðum og garð- yrkjumanni á laugardag og tók það mennina fjóra um 7 klukkustundir að gera við það sem aflaga hafði far- ið á þessu eina leiksvæði. Bæði þurfti að laga net í fótboltamörkum og gera við trékastala sem var orð- inn afar illa farinn. „Það virðist sem það sé reynt að halda leiktækjum sem eru á lóðum leikskóla við og fara yfir öryggis- atriði þar, en svo eru í borginni um 250 opin leiksvæði, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, og þeim hefur víða ekki verið sinnt nógu vel,“ segir Ragnar. Hann segir að í raun þyrfti að skoða ástand leik- tækjanna um ársfjórðungslega og gera við það sem hefur skemmst. Ef ekki standi til að halda leiktækj- unum við sé e.t.v. betra að sleppa því að setja þau upp þar sem þau geti í einhverjum tilvikum valdið hættu. Ástandið verst í eldri hverfum Ragnar segir að ástandið sé trú- lega ekki eins slæmt í nýrri hverfum borgarinnar, þó leiktækin þurfi alls- staðar viðhald, en í eldri hverfum borgarinnar sé ástandið víða slæmt. Spurður um kostnað við að gera við leiktækin segir hann að hann geti verið frá 50–100 þúsund krónum á hvert leiksvæði, og jafnvel allt að 500 þúsund krónum á þeim leik- svæðum sem verst séu farin. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í framkvæmdaráði Reykjavíkur, lagði fyrir helgi fram tillögu í ráðinu um að ráðist verði í átak til þess að bæta leiksvæði, opin svæði, íþróttasvæði og skólalóðir í Breiðholti, enda hafi fjölmargar kvartanir borist frá íbúum hverf- isins. Í tillögunni segir að vinna þurfi greinargerð um svæðin þar sem fram komi hverju er ábótavant, fara yfir hvernig viðhaldi hefur ver- ið sinnt hingað til og koma með til- lögur til úrbóta. Afgreiðslu tillög- unnar var frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs, að ósk fulltrúa Reykjavíkurlistans. Skortir viðhald á leiksvæðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ástandið kannað Gunnar Freyr, fjögurra ára snáði, kannar ástand tré- kastala við Arnarbakka ásamt Ragnari Sæ Ragnarssyni. Grafarvogur | Umdæmisþing Kiw- anishreyfingarinnar fór fram ný- lega. Þar kynnti Jakob Marinósson forseti Kiwanisklúbbsins Höfða í Grafarvogi, stofnun svokallaðs „Byggjendaklúbbs“ í Engjaskóla í Grafarvogi. Forseti Byggj- endaklúbbs Engjaskóla er Jóhann Dagur Auðunsson og er það fyrsti klúbburinn sinnar tegundar á Ís- landi, segir í fréttatilkynningu. Kiwanisklúbburinn Höfði og Sig- urð Jóhannsson fyrrverandi svæð- isstjóri hafa undanfarið ár staðið fyrir fræðslu og kynningu og leið- beint 55 krökkum í Engjaskóla vegna stofnunar þessa Byggj- endaklúbbs. Höfði verður móð- urklúbbur hins nýstofnaða klúbbs. „Byggjenda- klúbbur“ Kiwanis ♦♦♦ Rússnesk menningarhátíð | Kópavogsbær mun standa fyrir rússneskri menningarhátíð dagana 15.-23. október í samstarfi við lista- og menningarstofnanir í bænum. Meðal efnistaka verða tónleikar heimsþekktra tónlistarmanna í Salnum, og sýningin Tími Rom- onov-ættarinnar í Rússlandi í Lista- safni Kópavogs. Einnig verða sýnd íkon í einkaeigu auk nýrra íkona frá Rússlandi. Haldin verður rúss- nesk messa, kvikmyndasýningar, ljósmyndasýningar, bókmennta- kynningar, málþing og fjöl- skylduhátíð, að ógleymdu rúss- nesku diskóteki. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.