Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 18
BÍL var ekið út af þjóðveginum, gegnt
Húsasmiðjunni, skammt norðan Akur-
eyrar um miðjan dag í gær. Ökumaður
var einn í bílnum, var á norðurleið og
virðist hafa misst vald á bifreiðinni
með þeim afleiðingum að hann fór út-
af, valt og lenti á hvolfi yfir læk sem
þarna er.
Bíllinn náði yfir á hinn bakkann
þannig að ökumaður slapp við bleyt-
una. Við fyrstu skoðun reyndist hann
lítið meiddur samkvæmt upplýsingum
frá Slökkviliði Akureyrar.
Farið var með vatnabjörgunarbún-
að á staðinn og kafari kallaður út, en
fyrsta lýsing frá slysstað var á þann
veg að ökumaður væri á kafi í læknum.
Svo reyndist ekki vera.
Bifreiðin er töluvert mikið skemmd.
Á hvolfi
yfir læk
Morgunblaðið/Kristján
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
AUSTURLAND
Seyðisfjörður | Aðalfundur Samtaka
áhugafólks um jarðgöng á Mið-Aust-
urlandi var haldinn í september á
Seyðisfirði. Í fréttatilkynningu segir
að á fundinum hafi orðið formanns-
skipti þar sem Guðrún Katrín Árna-
dóttir, Seyðisfirði, gaf ekki kost á sér
áfram og tekur Kristinn V. Jóhanns-
son, Neskaupstað, þar með við for-
mennsku. Var Guðrúnu mjög þökkuð
viðhorfsbreyting til jarðgangagerðar-
innar, sem hún er talin hafa fengið
áorkað með ötulli formennsku sinni.
Auk hefðbundinna aðalfundar-
starfa sögðu Þorvaldur Jóhannsson
framkvæmdastjóri SSA og Tryggvi
Harðarson bæjarstjóri á Seyðisfirði
almennt frá niðurstöðum skýrslu sem
unnið er að á vegum SSA hjá Rann-
sóknarstofnun Háskólans á Akureyri.
Niðurstöðurnar voru kynntar nýverið
á aðalfundi SSA á Reyðarfirði. Þykir
það renna enn frekari stoðum undir
það sem hefur þó legið fyrir allt frá
1993 að jarðgöng á Mið-Austurlandi
eru mikilvægasti valkostur til eflingar
íbúaþróunar og byggðar í fjórðungn-
um svo og til stuðnings þeirrar at-
vinnuuppbyggingar sem þar á sér nú
stað. Á fundinum var samþykkt sam-
hljóða eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Samtaka áhugafólks
um jarðgöng á Mið-Austurlandi skor-
ar á þingmenn kjördæmisins að beita
sér fyrir nauðsynlegum fjárveitingum
og áframhaldandi vinnu við undirbún-
ing að jarðgöngum á Mið-Austurlandi
sem byggi m.a. á kynningu á skýrslu
RHA „Jarðgangatengingar á Austur-
landi, samfélags- og arðsemimat“.
Þingmenn beiti sér
fyrir jarðgangagerð
Tekjuskipting | Sambandi sveitar-
félaga á Austurlandi (SSA) þykir rýr
niðurstaða tekjustofnanefndar um
breytingar á tekjustofnun sveitarfé-
laga og fjármálalegum samskiptum
ríkisins og sveitarfélaga er koma til
framkvæmda í áföngum á árunum
2005 til 2008. SSA lítur svo á að ein-
göngu sé um tímabundna ráðstöfun
að ræða og þörf sé á varanlegri leið-
réttingu á tekjustofnum sveitarfé-
laga sem taki mið af þeim auknu
verkefnum sem sveitarfélög hafa
fengið á undanförnum árum, án þess
að tekjustofnar hafi fylgt með. Um
þetta var ályktað á aðalfundi SSA
nýverið.
Tilflutningar | Lárus Bjarnason,
sýslumaður á Seyðisfirði, hyggst
starfa hjá Tollstjóraembættinu í
Reykjavík fram til 1. maí á næsta ári.
Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður á
Ólafsfirði, leysir Lárus af frá 15. októ-
ber nk. Þessir tímabundnu tilflutn-
ingar á embættismönnum byggjast á
tilraunaverkefni ráðuneyta um tíma-
bundin vistaskipti ríkisstarfsmanna
og hreyfanleika þeirra.
Seyðisfjörður | Afmælismót Lá-
varða 2005 í Golfklúbbi Seyð-
isfjarðar (GSF) fór fram um
helgina. Tvær deildir eru í GSF,
Lávarðadeild fyrir 60 ára og eldri
og Riddaradeild fyrir aðra en lá-
varða. Glæsileg verðlaun voru í
boði og keppt um þrjá titla og eina
útnefningu. Formaður Lávarða-
deildar GSF, Þorvaldur Jóhanns-
son, segir afmælismót Lávarða
GSF nokkurs konar uppskeruhátíð
golfara á Seyðisfirði í lokin á góðu
golfsumri.
Meistari Lávarða GSF 2005 varð
Jósep Sigurðsson. Meistari Ridd-
ara GSF 2005 varð Ómar Bogason
og Þorvaldsbrautarbani 2005 (9.
braut par 3) varð Hjörtur Unn-
arsson. Besti vinur Lávarða GSF
2005 var útnefndur Mikael Jóns-
son.
Þorvaldur segir keppendur hafa
verið 23 talsins, veður á mótsdag
var að sögn hans svalt og hvítt yfir
fyrst um morguninn en létti til er
leið á daginn. Um kvöldið að loknu
móti buðu Lávarðar GSF til glæsi-
legrar uppskeru og afmælisveislu í
golfskálanum á Hagavelli.
Láverðir og riddarar slá þá hvítu
Ljósmynd/GKS
Neskaupstaður | Þátttakendur á
landsmóti Samfés, sem haldið var í
Neskaupstað um helgina virtust
skemmta sér konunglega. Um
þrjúhundruð unglingar og um-
sjónarmenn frá félagsmiðstöðvum
víðsvegar af landinu sóttu mótið.
Meðal margra atriða sem voru til
fróðleiks og skemmtunar á mótinu
var kajakróður og var ekki annað
að sjá en að það væri mjög gaman
saman á landsmóti Samfés.
Fjör hjá Samfés
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
HÉRAÐSDÓMUR Norð-
urlands eystra féllst í gær-
morgun á ósk lögmanns
Slippstöðvarinnar um að
fyrirtækið verði tekið til
gjaldþrotaskipta. Í kjölfar-
ið var Sigmundur Guð-
mundsson héraðsdómslög-
maður skipaður skipta-
stjóri þrotabúsins. Sig-
mundur átti fund með
starfsmönnum fyrirtækis-
ins í gær en hann sagðist
eftir fundinn lítið getað
sagt um stöðu mála. „Ég
er að reyna að fá heild-
armynd af verkefnastöðu,
skuldastöðu, útistandandi
kröfum og annað slíkt. Það
er þó ljóst að búið tekur
ekki við neinni starfsemi
hér í dag, hvað sem síðar
verður. Það er hugasan-
legt að einhverjir aðilar
sýni þessu áhuga en hef ekki fengið nein við-
brögð þar að lútandi enn sem komið er,“ sagði
Sigmundur.
Alls störfuðu um 100 manns í Slippstöðinni og
eiga starfsmenn inni þriggja vikna eða mán-
aðarlaun hjá fyrirtækinu. Talið er að ógreidd
laun starfsmanna nemi um 20 milljónum króna.
Fyrirtækið hafði áður fengið þriggja vikna
greiðslustöðvun, sem renna átti út í dag, 4. októ-
ber. Hákon Hákonarson formaður Félags málm-
iðarmanna sagðist harma að þessi staða væri
komin upp. „Sem betur fer er hópur vaskra
manna hér á Akureyri að vinna að endurreisn
þessa fyrirtækis. Ég vona að það taki sem styst-
an tíma, þannig að sú röskun sem hér hefur orðið
verði sem minnst. Ég bind vonir við það að það
verði komnir nýir rekstraraðilar að fyrirtækinu
áður þessi vika er liðin. Það skiptir öllu máli, í því
eru fólgin þau verðmæti að þetta fólk fari ekki að
leita sér að vinnu annars staðar,“ sagði Hákon.
Þorsteinn Haraldsson trúnaðarmaður í Slipp-
stöðinni sagði að þar sem þrotabúið ætlaði ekki
að halda úti áframhaldandi rekstri væri ekkert
annað gera en að bíða. Starfsmenn ætla að hitta
fulltrúa verkalýðsfélaganna og atvinnumiðlunar í
dag og skrá sig atvinnulausa. „Framhaldið er
mjög óljóst og mér skilst að það geti tekið viku
til hálfan mánuð að einhver geti tekið við rekstr-
inum. En okkar starfi hjá Slippstöðinni ehf. er
lokið frá og með deginum í dag.“
Morgunblaðið/Kristján
Gjaldþrot Sigmundur Guðmundsson, skiptastjóri þrotabús Slippstöðv-
arinnar, ræðir við starfsmenn fyrirtækisins.
Óvissa með framhald-
ið hjá Slippstöðinni
Vilja annan sýslumann | Bæjarráð
Ólafsfjarðar hefur skorað á dóms-
málaráðherra að skipa annan sýslumann
með aðsetur í Ólafsfirði í stað sýslu-
manns, sem nú hefur kosið að hverfa til
annarra starfa áður en skipunartímabili
lauk.
„Þá skorar bæjarráð á ráðherra, vegna
fyrirhugaðrar fækkunar lögreglu-
umdæma, að sjá til þess að öryggi íbúa í
Ólafsfirði verði ávallt tryggt með áfram-
haldandi staðsetningu þeirra lögreglu-
manna sem hér eru.
Einnig skorar bæjarráð á ráðherra, að
tryggja það, að sú þjónusta sem verið
hefur hjá sýslumannsembættinu skerðist
ekki frá því sem nú er,“ segir í ályktun
bæjarráðs Ólafsfjarðar.
Lengri flugbraut | Þing Alþýðusambands
Norðurlands, sem haldið var um liðna helgi
skoraði á samgönguráðherra og þingmenn
að beita sér fyrir lengingu flugbrautarinnar
á Akureyri, þannig að reglulegt millilanda-
flug geti hafist frá Norðurlandi. „Hluti lífs-
gæða fólks felst í möguleikum til að ferðast
til annarra landa. Því er Norðlendingum
það mikið kappsmál að millilandaflug verði
tekið upp frá Norðurlandi. Slíkt hefði í för
með sér eflingu byggðar og mikinn sparnað
fyrir íbúa og fyrirtæki á Norðurlandi.“
Hvatt til húsbygginga | Meirihluti
skipulags- og umhverfisnefndar Ólafs-
fjarðar samþykkti tillögu Helga Jóhanns-
sonar á fundi í vikunni, þess efnis að nefnd-
in hvetji bæjarráð til þess að auglýsa á
landsvísu til umsóknar einbýlishúsalóðir við
Mararbyggð.
Einnig að Ólafsfjarðarbær styrki út-
hlutun um allt að 500 þúsund krónur í formi
afsláttar af gatnagerðargjöldum.
Tilgangur með þessu yrði að hvetja fólk
til húsbygginga í Ólafsfirði á fögrum stað
með frábæru útsýni.