Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 19
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Selfoss | Ásýnd Selfoss breytist
mjög verði tillögur að breyttum
miðbæ að veruleika, en Fasteigna-
félagið Miðjan kynnti á dögunum
hugmyndir um tvær 15 hæða
byggingar, auk tveggja fjögurra
hæða, í miðbænum.
Vel á þriðja hundrað manns
mætti á kynningarfund á laug-
ardag þar sem fulltrúar fasteigna-
félagsins kynntu tillögur sínar, og
segir Einar Njálsson, bæjarstjóri í
Árborg og fundarstjóri fundarins,
að þótt skiptar skoðanir séu ef-
laust innan bæjarins hafi flestir
sem tjáðu sig á fundinum verið já-
kvæðir gagnvart hugmyndunum.
Hugmyndirnar ganga út á að
byggð verði tvö 15 hæða háhýsi
með samtals um 120 íbúðum, og
tvö fjögurra hæða hús að auki.
Gert er ráð fyrir verslunum á
neðstu hæðum, og að sunnan við
nýbyggingarnar verði almennings-
garður, göngugata, íþróttavellir og
svið.
Auka lífsgæði íbúa
Einar segir að miðbærinn á Sel-
fossi hafi í raun aldrei verið klár-
aður, og þótt hann hafi haft sínar
efasemdir í byrjun sé hann nú
þeirrar skoðunar að tillögurnar
geti sett nýjan og spennandi svip á
bæinn, og orðið til þess að auka
lífsgæði íbúa í bæjarfélaginu.
Spurður hvort hann telji þörf
fyrir svo margar íbúðir í fjölbýli í
sveitarfélaginu segist Einar telja
svo vera. „Það hefur verið ótrúleg
íbúafjölgun í sveitarfélaginu, á síð-
ustu 12 mánuðum hefur íbúum
fjölgað um 426, og í byrjun októ-
ber voru 6.876 íbúar í sveitarfé-
laginu.“
Undanfarið hefur talsvert verið
byggt af raðhúsum og parhúsum
en minna í fjölbýli. Einar bendir
þó á að nýlega hafi verið teknar í
notkun 45 íbúðir sem hugsaðar séu
fyrir 50 ára og eldri, og vel hafi
gengið að selja þær íbúðir. Mikil
eftirspurn sé eftir íbúðum í ódýr-
ari kantinum, og stefnan virðist
vera sú að hafa íbúðirnar í mið-
bænum í verðflokki sem flestir
ættu að ráða við.
Ingólfur færður
Fasteignafélagið Miðjan hefur
þegar keypt meirihlutann af þeim
húsum sem standa nú á reitnum,
en það er einkum verslunarhús-
næði. Einar segir að einhver hús
verði rifin, en vonir standi til þess
að þær verslanir sem þar eru finni
nýtt húsnæði í bænum, e.t.v. í nýju
húsunum þegar fram líða stundir.
Reiknað er með því að húsið Ing-
ólfur verði fært til en ekki rifið.
Í framhaldi af kynningarfund-
inum á laugardag verður unnin til-
laga um breytt deiliskipulag, sem
svo fer til formlegrar afgreiðslu í
skipulags- og byggingarnefnd
sveitarfélagsins. Samþykki nefndin
tillöguna verður hún auglýst og
leitað eftir athugasemdum íbúa og
annarra hagsmunaaðila við henni
áður en hægt er að samþykkja
hana endanlega.
Tillögur að breyttum miðbæ Selfoss kynntar á fjölmennum íbúafundi á laugardag
Vilja reisa
tvö háhýsi
í miðbænum
Tölvuteikning/Arkitektastofan 3xN
Hæstu húsin Háhýsin tvö gætu orðið áberandi þegar ekið er inn í bæinn enda langhæstu húsin í bænum, eins og
sjá má á þessari tölvuteiknuðu mynd. Ættu þau að blasa vel við þegar ekið er eftir brúnni yfir Ölfusá.
Háhýsi Verslanir verða á neðstu hæð en íbúðir á hæðunum þar fyrir ofan.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Samtals um 120 íbúðir auk
verslunarhúsnæðis á jarðhæð
Húsavík | Haninn Skúmur hefur af-
ar gaman af því að fara í bíltúra um
Húsavík með Héðni Helgasyni eig-
anda sínum, enda eru þeir miklir
félagar og fuglinn vel taminn. Héð-
inn fékk nýlega heimilishænsni af
íslensku kyni og var skrauthaninn
Skúmur í þeirra hópi ásamt nokkr-
um hænum.
Í bíltúrunum situr Skúmur ýmist
í aftursætinu eða stendur í báða
fætur og galar mikið, og segir Héð-
inn að þetta sé eins og að eiga tam-
inn páfagauk. Haninn virðist hafa
gaman af bílferðunum, og ekki
spillir fyrir að fá eitthvað gott í
gogginn þegar farið er út úr bíln-
um.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Haninn Skúmur
skemmtir sér í bíltúr