Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 21

Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 21 MENNING Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Y fir hundrað þúsund manns heimsækja bóka- stefnuna í Gautaborg á hverju ári en hún var haldin í 21. skipti dag- ana 29. september til 2. október. Þekktir rithöfundar eins og Dario Fo, Jeanette Winterson, Roddy Doyle, Philip Pullman og fleiri heim- sóttu Gautaborg í ár og vöktu mikla athygli á málstofum og upplestrum. Norrænir rithöfundar eru alltaf áberandi á bókastefnunni í Gauta- borg og í ár kynntu fimm íslenskir rithöfundar verk sín á bókastefnunni, þau Auður Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Halldór Guðmunds- son, Kristín Marja Baldursdóttir og Sjón, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár, og var aðsókn að málstofu sem hann tók þátt í ásamt þýðandanum John Sweden- mark í samræmi við það, en um hundrað manns sóttu hana. Þar spjölluðu þeir John og Sjón á ensku um rithöfundarferil þess síðar- nefnda. Swedenmark hefur þýtt hluta af ljóðum Sjóns á sænsku og segir þau með afbrigðum myndræn og margbreytileg. „Það er eins og að fást við demanta að þýða ljóð,“ sagði hann. Skáldsagan Skugga-Baldur er einnig komin út á sænsku í þýðingu Önnu Grönberg. „Selma Lagerlöf hefði elskað þessa sögu sem er stór þrátt fyrir að vera fáar blaðsíður,“ sagði Swedenmark einnig. Orhan Pamuk og Dario Fo Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk var staddur á bókamessunni en það er hann sem Margaret At- wood sagði á íslensku bókmenntahá- tíðinni að Íslendingar ættu að taka í guðatölu m.a. fyrir að vera „jafn óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós og Íslendingar hafa ætíð verið“. Pamuk hefur verið stefnt fyrir að hafa talað um dauða Amena og Kúrda í Tyrklandi á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar á „andtyrk- neskan hátt“. Réttarhöldin hefjast 16. desember og rithöfundurinn gæti jafnvel átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi. Pamuk hefur verið orðaður við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum en hann er einn þekktasti rithöfundur Tyrkja en jafnframt einn sá umdeild- asti. Nýjasta skáldsaga hans, Snjór, hefur hlotið mikið lof og er í New York Times talin ein af tíu bestu bók- um ársins 2004. Bókin er innlegg í pólitíska umræðu sem er á allra vörum, þ.e. Tyrkland og ESB, en í bókinni, sem hann segir sína fyrstu og síðustu af pólitískum toga, lætur hann bæinn Kars einangrast vegna snjóa og verða eins konar smækkuð mynd af Tyrklandi þar sem ólíkir hópar berjast um völdin. Gríðarleg aðsókn var á málstofu þar sem Pamuk sat fyrir svörum og komust færri að en vildu, t.d. engir blaða- menn. Ítalski rithöfundurinn og leik- skáldið Dario Fo sótti bókamessuna heim þetta árið til að kynna bók sína Bær leðurblökunnar þar sem hann lýsir fyrstu sjö árum ævi sinnar í bænum San Giano á Norður-Ítalíu. Hvernig í ósköpunum getur maður- inn munað eitthvað frá fyrstu æviár- unum? Jú, móðir Darios veitti honum mikla athygli og ástúð og var sífellt að segja af honum sögur sem hann hlustaði sjálfur á. Eins móðurafi hans sem var sögumaður af guðs náð, líkt og flestir frá Leðurblökubænum. Af þessum ástæðum segist Dario Fo geta skrifað um fyrstu æviár sín, líkt og fram kom í máli hans á blaða- mannafundi sem hann hélt um helgina. „Þetta er ekki ævisaga mín heldur formálinn að ævintýrum mín- um,“ segir Nóbelsverðlaunahafinn Dario Fo sem öðrum fremur hefur náð til fólks um allan heim með póli- tískum ádeilum á leiksviði. Hann var spurður um Berlusconi og ítölsk stjórnvöld og sagði snöggt að Berlus- coni hefði ekki smekk fyrir háðs- ádeilum, til þess þyrfti greind. Hliðsætt var tilsvar sænska blaða- mannsins og rithöfundarins Lizu Marklund á málstofu um bók hennar og Lottu Snickare, „Det finns en sär- skild plats i helvetet för kvinnor som inte hjälper varandra“ (Í helvíti er sérstakur staður fyrir konur sem ekki hjálpa hver annarri – en titillinn er tilvitnun í Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna), þegar Liza var spurð af hverju orðið femínismi kæmi ekki fyrir í bókinni: „Við höfð- um ekki hugsað út í það fyrr en okk- ur var bent á það. En auðvitað erum við femínistar. Við höfum heila.“ Ljóðahefð frá Litháen Litháen var í brennidepli á bóka- stefnunni að þessu sinni og Liana Ruokyte, menningarfulltrúi Litháens í Svíþjóð, sagði að ljóðlist væri eins og trúarbrögð í Litháen. Ljóðin hefrðu verið notuð til tjáningar á sovéttímanum þegar tjáningarfrelsið var takmarkað og upp frá því hefði verið sterk hefð fyrir ljóðlist í Lithá- en. Ruokyte bætti því við að í hópi sterkustu ljóðskáldanna væru fleiri konur en karlar og það væri ekki al- gengt á öðrum sviðum í Litháen. Sautján litháískir rithöfundar og ljóðskáld voru sérstaklega kynnt á bókastefnunni, þ.á m. Jurga Ivan- auskaite, Agné Zagrakalyté, Dovilé Zelciuté, Neringa Abrutyté, Tomas Venclova og Sigitas Geda. Menningarmálaráðherra Litháens, Vladimiras Prudnikovas, opnaði bókastefnuna formlega á fimmtudag- inn ásamt menningarmálaráðherra Svíþjóðar, Leif Pagrotsky. Meðal norrænna höfunda sem létu sjá sig á bókastefnunni að kynna verk sín voru Hanne-Vibeke Holst frá Danmörku, Torgny Lindgren frá Svíþjóð, Dag Solstad frá Noregi og Monika Fagerholm frá Finnlandi, svo örfáir séu nefndir. Sigrún Halldórsdóttir, eigandi PP- forlags í Danmörku, var með bás á bókastefnunni í annað skipti. Nafni forlagsins hefur nú verið breytt í Jentas, en nafnbreyting hefur alltaf staðið til að sögn Sigrúnar. Hún segir þátttöku í bókastefnunni hafa mikla þýðingu upp á beint samband við les- endur. „Svíar eru mikil bókaþjóð og mér finnst vera meiri áhugi á lestri hér en á hinum Norðurlöndunum,“ segir Sigrún. Jentas gefur út bækur á íslensku, sænsku, dönsku og norsku eftir höfunda hvaðanæva. Lars Lönnroth leggur blessun yfir endursagnir Brynhildar Brynhildur Þorgeirsdóttir var sallaróleg þrátt fyrir að sitja fyrir svörum á málstofu við hlið Lars Lönnroth prófessors sem þekktur er fyrir að gagnrýna allar endursagnir á Íslendingasögunum. Brynhildur er höfundur endursagna á Njálu og Eglu fyrir börn og segir markmiðið með þeim að byggja brú á milli barna og fornsagnanna í efstu bókahillunni. Njála er nú komin út á sænsku og þýðing á Eglu liggur fyrir. Lönnroth sagði það skyldu sína að verja upp- runalega útgáfu Íslendingasagna en lýsti raunar þakklæti og ánægju með bækur Brynhildar og sagði þær vel gerðar, ekki síst vegna þess að stíll og samtöl héldu sér. Það kom honum á óvart þegar Brynhildur sagði frá því að íslensk börn gerðu ekki tilraun til að lesa Íslendingasögur í fullri lengd líkt og fyrri kynslóðir hefðu gert á barnsaldri, og í því ljósi væri fyllilega réttlætanlegt að endursegja Íslendingasögur á þennan hátt. Auður Jónsdóttir og Halldór Guð- mundsson hlutu bæði íslensku bók- menntaverðlaunin á síðasta ári, Auð- ur fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallar- anum sem gefin verður út á sænsku á næsta ári og Halldór fyrir ævisögu Halldórs Laxness sem kemur út á sænsku árið 2007. Heimir Pálsson, lektor í íslensku við Uppsalaháskóla, ræddi við þau í málstofu sem haldin var í tilefni þess að í ár eru liðin fimmtíu ár frá því að Halldór Lax- ness fékk Nóbelsverðlaunin. Rætt var um verk þeirra og bókmennta- verðlaun almennt sem þau eru sam- mála um að ekki eigi að taka of alvar- lega. Fyrsta skáldsaga Kristínar Marju Baldursdóttur, Mávahlátur, er ný- komin út í sænskri þýðingu hjá bóka- forlaginu Bra Böcker. Kristín Marja kom fram tvisvar á dag í bás forlags- ins þar sem hún var spurð um skrif sín. Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Eddu segir að útgef- endur hafi sýnt bókum Kristínar Marju mikinn áhuga og þýðingar á norrænu tungumálin séu fyrirhug- aðar. Anna Einarsdóttir var stödd á bókastefnunni í tuttugasta skipti en allt frá árinu 1989 hefur hún séð um bás fyrir Íslands hönd. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Ís- landi og íslenskar bækur hafi selst vel að þessu sinni. Undir það tekur Þórdís Þorvaldsdóttir, fyrrverandi borgarbókavörður, sem sá um ís- lenska básinn ásamt Önnu, en þær stöllur eiga frumkvæðið að þátttöku Íslands á bókastefnunni. Bókastefnan í Gautaborg verður haldin í 22. skipti á næsta ári og þá verður tjáningarfrelsið í brennidepli. Rithöfundar og útgefendur í mörgum löndum verða fyrir aðkasti, eru settir í fangelsi, pyntaðir eða jafnvel drepn- ir og það er því ljóst að tjáningar- frelsið er í hættu. Þessi hætta snertir flest lönd í heimi, eins og fram kom á blaðamannafundi, og bókastefnan á næsta ári verður því helguð því. Bókmenntir | Bókastefnunni í Gautaborg lauk á sunnudaginn og var hún fjölsótt að vanda Áhugi á íslenskum bókum Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Þórdís Þorvaldsdóttir, fyrrverandi borgarbókavörður, og Anna Einars- dóttir sem eiga frumkvæðið að þátttöku Íslands í bókastefnunni. Morgunblaðið/Steingerður Ítalski rithöfundurinn og leikritaskáldið Dario Fo á blaðamannafundi á Bókastefnunni í Gautaborg en hann var einn af helstu gestum stefnunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.