Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ UM SAMEININGU EYFIRÐINGAR eru ekki á einu máli um ágæti þess að sameina öll sveit- arfélögin í firðinum, en þeir ganga að kjörborði nú á laugardag. Um 23 þús- und íbúar í 9 sveitarfélögum; Akur- eyrarkaupstaðar, Arnarneshrepps, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveit- ar, Grýtubakkahrepps, Hörgár- byggðar, Ólafsfjarðarbæjar, Siglu- fjarðarkaupstaðar og Svalbarðs- strandarhrepps. Kynningarfundir hafa verið haldnir í sveitarfélögunum nú síðastliðna daga, sá síðasti verður í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöld. Sigrún Björk Jakobsdóttir, for- maður samstarfsnefndar um samein- ingu sveitarfélaga í Eyjafirði, segir fundina hafa verið vel sótta og íbú- arnir sýni málinu greinilega áhuga. „Fundirnir hafa verið málefnalegir og það er greinilegt að þetta er mál sem skiptir íbúana miklu máli,“ sagði Sigrún Björk. Það sem helst brennur á fólki eru skólamálin, að sögn formannsins: „Fólk vill vita hver staðan verður varðandi skólana sameinist sveitar- félögin.“ Hún sagði að í skýrslu skóla- hóps hefði niðurstaðan orðið sú að þó að til sameiningar allra sveitarfélag- anna í firðinum kæmi væri ekki þörf á að leggja niður grunnskóla. Fremur yrði reynt að efla skólana og bjóða upp á fjölbreytt og öflugt skólastarf. Aukið val íbúanna væri til bóta. Íbúar virðast líka hafa áhyggjur af t.d. snjómokstri og þá að hann verði lagður niður í dreifbýlinu komi til sameiningar og allir valdaþræðir stjórnsýslunnar komnir til Akureyr- ar. „Við höfum lagt áherslu á að þann- ig geti sveitarstjórn ekki leyft sér að hugsa, vitanlega verður eftir sem áður hugað að þessum málum sem öðr- um,“ sagði Sigrún Björk. Einnig hafa sorpmál verið til umræðu, en á fundi í Þelamerkurskóla á dögunum var varpað fram þeirri hugmynd að urða sorp áfram á Gler- árdal næstu 10 ár, á meðan fundin væri við- unandi lausn á málum. Leitað hefur verið log- andi ljósi að nýjum urð- unarstað í Eyjafirði, en ekki gengið, enginn vill sorpið. Nú er sorp íbúa fjarðarins urðað á Glerárdal. „Það virðist sem vanti stefnu í þess- um málaflokki víða í Eyjafirði og það er auðvitað ekki nógu ábyrgt, eins og staðan er nú varpa sveitarstjórnir ábyrgðinni yfir á Akureyringa.“ Sig- rún Björk sagði afar brýnt að finna lausn á þessu máli og þá einkum og sér í lagi í ljósi þess að starfsleyfi hauganna í Glerárdal rennur út árið 2009. Sigrún Björk sagði að vissulega horfðu margir á sameiningar- mál af miklum tilfinn- ingum og þá hefði kom- ið fram hjá mörgum ótti við að missa völd þegar búið væri að sameina sveitarfélög, fólk hræddist að missa tengsl við fulltrúa sína. „Ég hef bent fólki á að um yrði að ræða 23 þúsund íbúa sveitarfé- lag, en það er álíka fjöldi og býr í Hlíða- og Háaleitishverfi í Reykjavík. Ég held að menn þurfi ekki að óttast að missa tengsl, það er ekki erfiðara fyrir íbúa frammi í Eyjafjarðarsveit að hafa samband við fulltrúa í sveitarstjórn heldur en íbúa við Helgamagrastræti,“ sagði Sigrún Björk. Samgöngur væru góðar innan fjarðar og fólk væri almennt mikið á ferðinni. „Ég sé fyrir mér mikil tækifæri berum við gæfu til að sameina sveit- arfélögin hér í Eyjafirði. Gallarnir eru að mínu mati ekki það stórir og miklir að ekki megi yfirvinna þá. Ég lít ekki svo á að verið sé að sameina hin minni sveitarfélög Akureyri, að allt færist þangað, völd og fjármagn, og aðrir gleymist. Með sameiningu allra sveit- arfélaganna yrði til mjög skemmti- lega samsett sveitarfélag, sambland af þéttbýli og dreifbýli, sérkennileg blanda af sveit og borgarsamfélagi,“ sagði Sigrún Björk. Hún nefndi að nú væru 9 sveitar- stjórnir að störfum að þjónusta 23 þúsund íbúa, „og það er augljóslega verið að flækja málin“. Kostnaður við yfirstjórnir þessara sveitarfélaga nemur um 80 milljónum króna á ári. Þá nefndi formaður nefndarinnar að Akureyrarbær væri með þjónustu- samninga við nágrannasveitarfélögin varðandi margvísleg málefni, svo sem öldrunarmál, málefni fatlaðra og fleira. „Í sameinuðu sveitarfélagi þyrfti ekki að eyða tíma í flókna samningagerð.“ RÚMLEGA 23 þúsund manns búa í Eyjafirði, í 9 sveitarfélögum. Flest- ir eru íbúarnar í þéttbýlisstöð- unum á Akureyri, Siglufirði, Ólafs- firði og Dalvíkurbyggð. Eyjafjörður er þéttbýlasta svæði landsins utan höfuðborgarsvæð- isins. Um 70% íbúa svæðisins búa á Akureyri og um 20% á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Smærri byggðarkjarnar eru Grenivík, Svalbarðseyri, Árskógsströnd, Hauganes, Hrafnagil, Grímsey og Hrísey. Eyjafjarðarsveit, Arn- arneshreppur og Hörgárbyggð eru að mestu dreifbýlissveitarfélög. Samgöngur eru ágætar í Eyjafirði, um 90% íbúanna eru innan við 30 mínútur að aka að helsta þjón- ustukjarnanum, Akureyri. Fyr- irhugað er að taka ný jarðgöng, Héðinsfjarðargöng, í notkun árið 2009 en þau tengja Siglufjörð við Eyjafjörð. #  "&! 6#$ 5  5 "&!! 3&',- 5 "&!! 4 5 "&!! 0,- 5 "&!! 3&'# 5 "&!!  ,- " ) #  7  #  4  &' 8  4 &' %&  4 $ .  "  6   3 4$  4# &' )   &' 4  & 6  59 $  4   &      '$( %##& )   :;   # ,   <=;> !   ?;=  *+   ::=       ?=;>  ,-   =:=  ! +   ?>@   + =:    .    =>  / 0+ ?:@>  Eyjafjörður Kosið um sameiningu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði Morgunblaðið/Kristján Horft norður Eyjafjörð þar sem lagt er til að 9 sveitarfélög sameinist. Yrði skemmtilega samsett, sambland af borg og sveit Sigrún Björk Jakobsdóttir Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Íbúar 61 sveitarfélags, þar sem alls búa um 96 þúsund manns, ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag, 8. október, og kjósa um hvort sveitarfélag þeirra eigi að sameinast öðru eða öðrum sveitarfélögum. Alls verður kosið um 16 sameiningartillögur víðs vegar um landið. Morgunblaðið mun kynna sameiningartillögurnar í stuttu máli næstu daga. Einnig verður rætt við formenn samstarfsnefnda um sameiningu sveitarfélaga, sem skipaðar hafa verið þar sem lagt er til að sveitarfélög sameinist. ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra var í beinu sambandi á netinu í gær og svaraði spurningum varð- andi sameiningu sveitarfélaga en kosningar verða laugardaginn 8. október næstkomandi. Fór spjall hans fram á svonefndu Samskipta- torgi félagsmálaráðuneytisins og skráðu spyrjendur sig á netið og sendu síðan inn spurningar sem ráðherra svaraði jafnharðan skrif- lega á Samskiptanetinu. Gátu spyrj- endur ýmist komið fram undir nafni eða dulnefni. Umræðan stóð í klukkustund og fékk ráðherra á annan tug spurn- inga og náði að svara öllum. „Þetta tókst vel og ég á örugglega eftir að nota þessa aðferð aftur,“ sagði ráð- herrann í samtali við Morgunblaðið eftir törnina. Hann kvaðst ekki ætla að gera þetta reglulega heldur meta það eftir tilefnum, t.d. þegar um- fangsmikil lagafrumvörp væru á ferðinni. Hægt að hætta við? Fyrsta spurningin snerist um hvort sveitarfélög gætu ekki bakkað út úr sameiningu sem þau hefðu áð- ur samþykkt. Í svari ráðherrans kemur m.a. fram að í sveitarstjórn- arlögum sé ekki gert ráð fyrir að hægt sé að kljúfa einstaka hluta sveitarfélaga út úr þeim. „Hins veg- ar væri slíkt mögulegt tæknilega með sérstökum lögum frá Alþingi. Hins vegar hefur öll þróun, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar verið á þann veg á undan- förnum árum og áratugum að sveit- arfélögin hafa verið að sameinast, þeim verið að fækka og þau að stækka. Ástæðan er fyrst og fremst sú að til að vera burðug til þess að veita íbúum sínum lögbundna þjón- ustu og þá þjónustu sem þeir krefj- ast, verða sveitarfélögin að stækka. Hitt gæti gegnt öðru máli, ef um það væri að ræða að tiltekinn hópur íbúa sveitarfélags af tilteknu svæði vildi sameinast öðru sveitarfélagi en nú er. Það kynni að koma til greina en þyrfti að sjálfsögðu að skoðast hverju sinni. Það er mismunandi hvernig þessu er háttað í nágranna- löndum okkar en almennt má þó segja að þessi leið sé ekki opin og þá aðeins með ströngum skilyrð- um,“ sagði ráðherrann í svari sínu við fyrstu spurningunni. Næst var spurt hvenær væri kominn tími til að sameina sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. önnur en Reykjavík, t.d. Hafnar- fjörð, Garðabæ og Álftanes í fyrstu tilraun. Árni Magnússon sagði markmið með sameiningum vera að sveitarfélögin mynduðu heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Sagði hann hvert áðurnefndra sveitarfé- laga þegar vera slík svæði og því ekki gert ráð fyrir sameiningu ann- arri en Hafnarfjarðar og Voga á Vatnsleysuströnd. Til greina hefði komið að leggja til sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps en ekki þótt rétt að ganga til kosningar um 100 þúsund manna um slíka til- lögu. Slíkt mætti gera með sveit- arstjórnarkosningunum. Verður það ódýrara fyrir skattgreiðendur? Hvers vegna er það svona mikið kappsmál fyrir ríkið að sameina sveitarfélög? Verður það eitthvað ódýrara fyrir skattgreiðendur að sveitarfélögin taki að sér fleiri verk- efni? Þessu svaraði ráðherrann svo: Félagsmálaráðherra í beinu sambandi á netinu um sameiningarkosningarnar 8. október Nota þessa aðferð örugglega aftur Morgunblaðið/Kristján Árni Magnússon félagsmálaráðherra við tölvuna í Háskólanum á Akureyri. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.