Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 23
MJÖG skiptar skoðanir eru á Suð-
urnesjum um sameiningu Garðs,
Reykjanesbæjar og Sandgerðis.
Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerð-
is hafa hvor um sig samþykkt að
leggjast gegn sameiningu sveitar-
félaganna.
Að sögn Reynis Sveinssonar,
formanns samstarfsnefndar um
sameiningu sveitarfélaga á Suður-
nesjum og fulltrúa Sandgerðis í
nefndinni, endurspeglast þessi af-
staða í sameiningarnefndinni.
Fulltrúar Garðs og Sandgerðis eru
andvígir sameiningu en fulltrúar
Reykjanesbæjar henni meðmæltir.
Samstarfsnefndin fékk ParX,
viðskiptaráðgjöf IBM, til að gera
skýrslu um samanburð á fyrir-
komulagi málaflokka í sveitar-
félögunum þremur og að leggja
mat á hugsanleg áhrif sameiningar
þeirra. Skýrslan kom út fyrr í
þessum mánuði. Reynir taldi að
niðurstöður skýrslunnar hefðu
m.a. orðið til þess að bæjarstjórn
Sandgerðis varð einhuga um að
hafna sameiningu að
þessu sinni.
Hagkvæm
sveitarfélög
Haldnir hafa verið
þrír kynningarfundir
á Suðurnesjum um
sameininguna. Að
sögn Reynis mættu
um 65 manns á fyrsta
fundinn, sem haldinn
var í Stapanum í
Reykjanesbæ. Um 70
manns mættu á annan
fundinn í Samkomu-
húsinu í Garði og á
síðasta fundinn, í
Samkomuhúsinu í Sandgerði,
komu 70–80 manns. Að sögn Reyn-
is hafa margir tekið til máls á
fundunum, umræður verið mál-
efnalegar og fundarmenn séð bæði
kosti og galla á sameiningartillög-
unni.
„Við í Sandgerði og Garði teljum
okkur vera að reka mjög góð og
hagkvæm sveitarfélög. Við óttumst
að verða jaðarsvæði Reykjanes-
bæjar við sameiningu,“ sagði
Reynir. Hann nefndi
t.d. að Garður og
Sandgerði hefðu boð-
ið upp á töluvert
lægri gatnagerðar-
gjöld en Reykjanes-
bær, til að laða að
húsbyggjendur. Á
sameiningarfundun-
um hefði komið fram
að yrði sameinað yrðu
gatnagerðargjöldin
samræmd. Taldi
Reynir að þar með
tæki að mestu fyrir
húsbyggingar í Garði
og Sandgerði.
„Þeir sem vilja
sameinast horfa til framtíðar og
telja að sameinað sveitarfélag
verði öflugra og hæfara til að taka
við nýjum verkefnum frá ríkinu.
Andstæðingarnir segjast fyrst
vilja sjá hver þessi verkefni séu og
hvaða fjármagn eigi að fylgja
þeim. Fólki finnst ekki búið að
setja í þessar tillögur frá félags-
málaráðuneytinu hvað á að koma
til okkar. Fólkið veit hvað það hef-
ur, en vill fá að vita hvað gerist
eftir sameiningu.“ Reynir sagði
ýmsa hafa bent á að Hafnir hefðu
runnið inn í Reykjanesbæ fyrir tíu
árum. Sumir teldu að það hefði
ekki orðið uppbyggingu í Höfnum
til framdráttar.
Lagt til að Garður, Reykjanesbær og Sandgerði sameinist
Reynir Sveinsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Skiptar skoðanir
um sameiningu
Morgunblaðið/Eyþór
Í dagsins önn; unnið að viðgerðum í slippnum í Reykjanesbæ.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 23
KOSIÐ UM SAMEININGU
Í VESTUR-Húnavatnssýslu er eitt
sveitarfélag, Húnaþing vestra, sem
var myndað með sameiningu sjö
hreppa árið 1998. Í sveitarfélaginu
búa tæplega 1.200 manns. Íbúa-
skipting er þannig að tæplega
helmingur íbúanna býr í dreifbýli
og rúmlega helmingur í byggða-
kjörnunum á Hvammstanga og
Laugarbakka.
Vestan megin við Hrútafjörð
liggur sveitarfélagið Bæjarhreppur
í Strandasýslu. Þar eru nú rúmlega
eitt hundrað íbúar. Byggð í sveitar-
félaginu nær yfir um 40 km af
strandlengjunni upp með strönd-
inni, en lítill byggðakjarni er á
Borðeyri þar sem búa um 25
manns.
4 *
&
-# 5
&!!
8 '
0,, & 5
"&!!
#$ 5
"&!!
, & 5
"&!!
9& "&!!
5
!!
) 9 5
"&!!
0,$
)
,
4
0 ,
4$
) $8
&
6
'$( %##&
12
??A
#, <?A;
3 ?=
Húnaþing
vestra
– Bæjar-
hreppur
„Fyrst ber það að nefna að það
verkefni sem við erum í er sameig-
inlegt viðfangsefni Sambands ísl.
sveitarfélaga fyrir hönd sveitar-
stjórnarmanna um allt land annars
vegar og félagsmálaráðuneytisins
fyrir ríkisins hönd hins vegar. Það
er sameiginlegt mat þessara að
stærri og öflugri sveitarfélög séu
betur til þess bær að veita íbúunum
þá þjónustu sem lög kveða á um og
þeir gera kröfu um. Það er sömu-
leiðis álit þeirra að mörg þeirra
verkefna sem ríkið nú sinnir séu
betur komin í höndum sveitarfélag-
anna þar sem um nærþjónustu-
verkefni sé að ræða. Þar má nefna
verkefni eins og heilsugæslu,
heimahjúkrun, smærri sjúkrahús,
málefni fatlaðra ofl. Það er ekki lagt
upp í þetta ferðalag með það að
markmiði að spara fé en það má
hiklaust gera ráð fyrir að ákveðin
samlegð náist fram, t.d. í þeim verk-
efnum sem hér hafa verið nefnd
sem dæmi. Það má sömuleiðis gera
ráð fyrir að þjónustan verði betri og
einstaklingsmiðaðri með því að
ábyrgðin á þeim verði á hendi sveit-
arstjórnanna.“ Þá kom fram hjá
ráðherra að verði sameiningartillög-
ur felldar í stórum stíl geti það haft
áhrif á flutning verkefna frá ríki til
sveitarfélaga því grundvallarfor-
senda þess sé stærri sveitarfélög.
„Um framhaldið hefur hins vegar
ekki verið tekin nein ákvörðun enda
vonumst við til þess að sem flestir
taki þátt í kosningunni á laugardag
og að verkefnið nái þeim árangri
sem að er stefnt, þ.e. eflingu sveit-
arstjórnarstigsins.“
Er hægt að endurtaka
kosningu?
Þá var spurt um Barðastrand-
arsýslu þar sem kjósa á um samein-
ingu tveggja sveitarfélaga:
Er inni í myndinni að endurtaka
þá kosningu eða einhverja aðra
undir einhverjum kringustæðum, til
að mynda ef annað sveitarfélagið
samþykkir en hitt fellir tillögu um
sameiningu? Annað. Nú er það svo
að verkefni sem sveitarfélögum
hafa verið falin en voru áður á
könnu ríkisins eru allnokkur. Hins
vegar hafa tekjustofnar til að
standa undir verkefnunum verið
nokkuð skornir við nögl. Nú er boð-
uð frekari tilfærsla verkefna frá ríki
til sveitarfélaga. Verður haldið
áfram á sömu braut varðandi
nauma tekjustofna frá ríki til að
sinna þeim verkefnum?
Ráðherra svaraði því til að yrði
sameining felld væri ekki gert ráð
fyrir að kosning yrði endurtekin.
Hins vegar væri ekkert í vegi fyrir
því að íbúar og sveitastjórnarmenn
gengju til annarra kosninga um aðr-
ar tillögur síðar en það væri ákvörð-
un heimamanna. Einnig sagði hann
um tekjustofnana að verkefni yrðu
ekki færð milli stjórnsýslustiga
nema fyrir lægi samkomulag um
tekjustofna. „Frá því borði ætti
enginn að standa upp ósáttur.“
Á SUÐURNESJUM búa rúmlega
17.000 manns í fimm sveit-
arfélögum með sex byggðakjarna.
Svæðið nær yfir Reykjanesið, frá
Straumsvík að Garðskaga, og er
starfssvæði Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum (SSS). Íbúar
Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar
og Sveitarfélagsins Garðs, þar sem
eru 13.674 íbúar, munu greiða at-
kvæði um sameiningu sveitarfélag-
anna þriggja í eitt sveitarfélag í
kosningum 8. október næstkom-
andi.
% ,
&
) ,
&
%
B#
&
4
.
'$( %##&
?=:;
, ?=
4 +
?:@
#, <?=>A@
Suðurnes
„VIÐ göngum öll óbundin til kosninga
og tökum því sem að höndum ber,“
sagði Guðný Þorsteinsdóttir á Borð-
eyri og formaður samstarfsnefndar
um sameiningu sveitarfélaga í Vest-
ur-Húnavatnssýlu og Strandasýslu.
Hún sagði að sveitarstjórnir á svæð-
inu hefðu ekki ályktað sérstaklega um
málið og að ákvörðun um hvort sam-
eina eigi sveitarfélögin eða ekki sé al-
farið í höndum íbúanna. Á meðal
þeirra séu skoðanir skiptar og því
ómögulegt að spá um niðurstöðuna.
„Ég hef ekki verið með neinar pre-
dikanir, á hvorugan veginn og gef
ekki upp mína afstöðu.“
Guðný sagði að helstu kostir sam-
einingar að sínu mati sneru að stjórn-
sýslunni en að helstu gallarnir séu
þeir að litlu sveitarfélögin missi
ákveðið forræði. Hún sagði að Bæj-
arhreppur stæði vel fjárhagslega og
hefði haldið uppi þeirri
þjónustu sem beðið hafi
verið um.
„Skólamálin brenna
mjög á fólki hér, enda
mikið af ungu fólki í
sveitarfélaginu og fullt
af börnum, sem varla
sáust á tímabili. Fólkið
vill halda sínum skóla,
enda ef kæmi til þess að
keyra þyrfti börn frá
nyrsta bæ í sveitarfé-
laginu og til Hvamms-
tanga, er vegalengdin 81
km hvora leið. Þá eru 50
km frá Borðeyri til Hvammstanga.“
Guðný sagði að undirbúningur
hefði staðið yfir frá því í byrjun apríl
þegar samstarfsnefndin var kosin. Á
hennar vegum störfuðu þrjár undir-
nefndir, sem unnu að framtíðarsýn í
hinum ýmsu málaflokkum í nýju
sveitarfélagi. Undirnefndirnar skil-
uðu af sér skýrslum í júlí til sam-
starfsnefndar og í
framhaldinu var útbú-
inn kynningarbækling-
ur á grundvelli þeirra.
Guðný sagði að strax í
júní hefðu undirnefnd-
irnar haldið fundi með-
al almennings, bæði til
að kynna hugmyndir
sem voru í gangi og eins
til að fá fram frekari
hugmyndir.
Kynningafundir hafa
verið á Borðeyri og
Hvammstanga og sá
þriðji verður í Ásbyrgi í
Miðfirði á morgun, 5. október. Guðný
sagði að um 30 manns hefðu verið á
hvorum fundi. Samstarfsnefndin fékk
Glax viðskiptaráðgjöf til liðs við sig og
Garðar Jónsson ráðinn verkefnis-
stjóri. Að sögn Guðnýjar vann Garðar
mjög gott starf með nefndunum en
hann sá einnig um undirbúning funda,
útgáfu- og kynningarmál.
Bæjarhreppur á Ströndum og Húnaþing vestra sameinist
Guðný Þorsteinsdóttir
Eftir Kristján Kristjánsson
krkr@mbl.is
Alfarið í höndum íbúa