Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í STAÐ þess að gera aðkomu smárra sveitarfélaga að sam- einingarferlinu fýsi- legri en nú er, hafa þeir sem að þessu ferli standa nú, m.a. félagsmálaráðherra, gripið til hræðsluáróð- urs og hótana. Komið hefur fram að íbúar þessara sveita óttast um sinn hag, t.d. með hliðsjón af því hvernig Svarfdælingum hefur reitt af eftir sína sam- einingu við Dalvík- urbyggð. Staðreyndirnar tala sínu máli, sjálfsákvörðunarrétturinn er horfinn, atkvæðamagnið dugar engan veginn til að íbúarnir geti varið sína hagsmuni, og neyð- arútgangur er enginn! Loks hefur reynslan margsannað að þegar nið- urskurðarhnífurinn fer á loft, ger- ist það fyrst og fremst í jað- arbyggðunum, og skiptir þá engu hverju hefur verið lofað fyrir sam- eininguna. Þrátt fyrir þetta er lof- orðunum enn varpað fram, jafn- fjálglega og fyrrum, og það af fólki sem ekki mun sjálft þurfa að standa við þau. Sveitarstjórnir þær sem taka munu við stjórnartaum- unum næsta vor, sem og í fjarlæg- ari framtíð, verða með öllu óbundn- ar þeim loforðaflaumi og fyrirheitum, sem fram koma í kynningarbæklingum og fundum sameiningarnefndanna nú. Enda getur þar að líta þessa frasa: „Leit- ast verði við“, „við teljum mjög mikilvægt“, „lagt er til“ og „það geta skapast tækifæri“. Ekkert er hér fast í hendi. Sem dæmi um þær fölsku forsendur sem notaðar eru til að narra kjósendur til sam- þykktar á sameiningu sinna sveit- arfélaga er þessi klausa sem birtist í Fréttablaðinu 6. september sl. í grein um sameiningu Eyjafjarð- arsvæðisins: „Allir vinnuhóparnir leggja áherslu á mild áhrif samein- ingar; engum starfsmönnum sveit- arfélaganna verður sagt upp, eng- um skóla lokað og þjónusta við íbúa á almennt ekki að verða lak- ari.“ Geta fulltrúar þessara vinnu- hópa vinsamlegast upplýst okkur um það hve langt fram í tímann þessi loforð eiga að standa, og fyrir hönd hve margra sveitarstjórn- arfulltrúa í framtíðinni þau eru gefin? Ég vil hér rifja upp eftirfar- andi klausu á bls. 6 í kynningarbæklingi fyrir sameining- arkosningar í þá til- vonandi Dalvík- urbyggð, haustið 1997: „Skipan grunnskóla verður óbreytt í aðal- atriðum, þ.e. grunn- skólar verða reknir áfram í öllum þremur núverandi sveit- arfélögum.“ Síðan eru ekki liðin tvö kjör- tímabil, en þó svo þetta loforð hafi verið ítrekað fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar, m.a. af núver- andi bæjarstjóra, þá er nú skóla- hald aflagt á Húsabakka í Svarfaðardal. Nú þegar nokkuð er ljóst að hin- ir smærri hreppar (a.m.k. hér í Eyjafirði) munu fella sameininguna 8. okt. næstkomandi, bregður svo við að látið er í veðri vaka að mögulega verði sameiningar sveit- arfélaga lögboðnar í framtíðinni, að mögulega muni framlög jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga lækka til þeirra hreppa sem nú hafna sam- einingu, auk þess sem veifað er þeim 2,4 milljörðum króna sem renna eiga til hinna sem sameinast. Á kynningarfundi í Hörgárbyggð sl. mánudag sagði félagsmálaráð- herra m.a. að hann teldi að líklega yrði þessi aðferð, frjáls sameining sveitarfélaga ekki viðhöfð aftur. Þetta væri séríslensk aðferð, ann- ars staðar á Norðurlöndunum væru sveitarfélög sameinuð með lögum. En þó ráðherra segði svo strax á eftir að í orðum hans fælist engin hótun (!?!), hve margir sjá ekki í gegnum það? Hér er rétt að komi fram, til að gæta fulls samræmis í þessum samanburði við Norð- urlöndin, að þrátt fyrir þetta eru þess einnig dæmi, t.d. í Danmörku, að sameinuð sveitarfélög hafa feng- ið að draga sig úr sameiningu og öðlast sjálfstæði á ný. En slíku hafnaði ráðherrann fyrir sitt leyti í tilfelli Svarfdælinga þegar þeir af- hentu honum skýlausa kröfu þar um, undirritaða af 85% íbúa dals- ins. Allt þetta er svo í góðu sam- ræmi við þau brögð sem í tafli eru við framkvæmd sjálfra sameining- arkosninganna, en þar á ég við það að þeir hreppar sem leyfa sér að hafna þessu skulu kjósa aftur. Ekki hinir sem samþykktu, það er búið að veiða þá og þess skal vand- lega gætt að missa þá ekki út aft- ur. Miklu væri þó nær að þeir kysu á ný, hafi einhver hreppanna í þeirra púkki skorast undan, því þá blasir að sjálfsögðu við allt annað mynstur í þeirri sameiningu en lagt var upp með. En nei, þeim skal gert erfiðara fyrir sem vilja hafna sameiningu, þeir mega dratt- ast á kjörstað í tvígang! Og hafni þeir í tvígang sitja þeir hreppar uppi með kostnað af tvennum kosningum, sem jafnvel var fyr- irfram ljóst að þeir kærðu sig ekk- ert um. Langsótt er nú þetta lýð- ræði. Sjá einhverjir skilaboð í þessu? Við þessum þvingunar- aðgerðum er aðeins eitt svar; þ.e. að bjóða þeim byrginn. Verði sam- einingar lögboðnar, þá gáfumst við þó ekki upp, og verður fróðlegt að fylgjast með hvaða flokkar eru til- búnir að traðka með slíkum hætti á lýðræðinu okkar. Yrðu t.d. fram- sóknarmenn tilbúnir að gefa sjálf- um sér þann valdníðslustimpil? Íbúar smærri hreppanna eiga ský- lausa kröfu á því að þeirra hags- muna sé gætt, svo t.d. sagan um Húsabakkaskóla (og fleiri skóla í jaðarbyggðum sameinaðra sveitar- félaga) endurtaki sig ekki, með þeim svikum, valdhroka og jafnvel hreinum lögbrotum, sem þar áttu sér stað. Loforð og fagurgali eru alls ekki sú trygging sem þessir hreppar þurfa á að halda, svo hægt sé að bjóða þeim upp á sameiningu. Langsótt er þetta lýðræði Þorkell Ásgeir Jóhannsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’Sjálfsákvörðunarrétt-urinn er horfinn, at- kvæðamagnið dugar engan veginn til að íbú- arnir geti varið sína hagsmuni, og neyð- arútgangur er enginn!‘ Þorkell Ásgeir Jóhannsson Höfundur er foreldri barns í Húsabakkaskóla. SKÚLI Jón Sigurðarson ritar grein í Morgunblaðið 20. ágúst sl., sem m.a. fjallar um orsakir flug- slyssins í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. Í greininni segir frá nið- urstöðu Rannsókn- arnefndar flugslysa, og einnig hinnar sér- stöku rannsókn- arnefndar, sem nýver- ið lauk störfum, þess efnis, að ,,hreyfill flug- vélarinnar hafi stöðv- ast vegna eldsneyt- isskorts, sem út af fyrir sig átti ekki að valda slysinu. Í fram- haldi af aflmissinum missti flugmaðurinn vald á flugvélinni, sem steyptist í sjóinn“. Samkvæmt þessu ber flug- maðurinn ábyrgð á því að flugvélin varð eldsneytislaus, og einnig á því að missa vald á flugvélinni. Sam- kvæmt þessu er flugmaðurinn einn sekur. En ekki er alltaf allt sem sýnist. Í maí 1983 birti Flugmálastjórn Íslands, að tillögu, og tilmælum ör- yggisnefndar Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, FÍA, reglugerð þess efnis, að frá næsta hausti skyldi allt launað farþegaflug fram- kvæmt með tveimur flugmönnum. En vegna mótmæla hagsmunaaðila kom þessi reglugerð ekki til fram- kvæmda. Reglugerðin var dregin til baka. Þremur árum síðar varð flugslys við Fögrufjöll á Snæfells- nesi. Þar var einn flugmaður við stjórn. Fjórtán árum síðar er enn einn flugmaður um borð í slysinu í Skerjafirði. Og enn í dag má fljúga með þessum sama hætti. Stýri í flugvélum eru tvöföld og sam- tengd. Í Skerjafjarð- arslysinu sat farþegi undir stýri. Flugvélin var á lágum klif- urhraða. Hafi fát komið á farþegann þegar hreyfill stöðv- aðist, og hann gripið í stýrið, hefði flugvélin ofrisið næsta sam- stundis og flugmanni gert ókleift að afstýra því. Þar væri aðeins um nokkrar sekúndur að ræða. RNF segir flugmann ,,hafa misst vald á flugvélinni“. En hafi farþegi gripið í stýrið, þá var útilokað fyrir flugmanninn að ná valdi á stjórn- tækjum flugvélarinnar. RNF gefur sér að hreyfill hafi stöðvast vegna eldsneytisskorts. En hafi svo verið, átti það langan aðdraganda. Flugvélin flaug á sjón- flugsheimild frá Vestmannaeyjum. Rétt vestan við Selfoss var henni veitt blindflugsheimild frá flug- umferðarstjórn. Þá er flogið í skýj- um, sem oft valda ísingu. En þessi eins hreyfils flugvél hafði mjög takmarkaða afísingarmöguleika. Hefði flugvélinni verið neitað um þessa heimild hefði flugmaður lent á Selfossi. Flugvélin fórst í þriðju aðflugstilraun á Reykjavík- urflugvelli. Í fyrsta aðflugi er þessi eins hreyfils og eins flugmanns flugvél á undan tveggja hreyfla flugvél mannaðri tveimur flug- mönnum. Samt er þeirri tveggja hreyfla veittur forgangur. Og aftur er þeirri eins hreyfils snúið frá vegna hinnar sömu forgangsflug- vélar, þó að hún hefði vel getað lent og haldið eigin fjarlægð, þar sem forgangsflugvélin var um það bil að rýma flugbraut. Slík stjórn- un er, og væri, hverjum flugmanni martröð líkust. Þetta, sem hér hefur verið sagt, er sagt til málsvarnar brott- horfnum starfsfélaga. Því ekki var allt sem sýndist. Ekki er allt sem sýnist Ámundi H. Ólafsson fjallar um flugslysið í Skerjafirði ’RNF segir flugmann„hafa misst vald á flug- vélinni“. En hafi farþegi gripið í stýrið, þá var útilokað fyrir flugmann- inn að ná valdi á stjórn- tækjum flugvélarinn- ar.‘ Ámundi H. Ólafsson Höfundur er fyrrverandi flugstjóri. BIRTING Fréttablaðsins á tölvu- póstsendingum milli nafngreindra aðila hefur verið álitin brot á per- sónuvernd og rof á friðhelgi einkalífs. Þeim rökum hefur verið beitt að þarna er birtur einkapóstur sem eingöngu var ætl- aður nafngreindum viðtakanda og með því að birta póstinn hafi Fréttablaðið brotið gegn þessum ein- staklingum. Mig lang- ar í þessari grein að skoða meðferð tölvu- pósts út frá almennum venjum. Þó svo að um- ræðan um birtingu Fréttablaðsins á tölvu- pósti nafngreinds ein- staklings sé kveikjan að þessari grein, ber ekki að líta á að í efni greinarinnar felist til- vísun í það mál. Hefðbundinn póstur Þegar verið er með hefðbundinn bréfpóst, fer oftast ekkert á milli mála að bréf, sem sent er milli nafn- greindra einstaklinga og varðar einkamálefni, viðskiptahagsmuni eða annað það sem ætlað er að fari leynt, nýtur verndar laga og því er þeim aðila sem hefur bréfið undir höndum óheimilt að birta það hvort heldur að hluta eða í heild sinni. Það væri nú yndislegt, ef mannlegt eðli væri þannig að trúnaður væri alltaf haldinn um það sem ætlað er að trúnaður gildi um. Það er bara því miður ekki þannig og því hafa menn tekið upp á því að beita flokkun á efni bréfa (einnig tölvupósts) og merkja sem trúnaðarmál þau sem talin eru innihalda efni sem á ekki að fara víðar. Jafnvel það hefur ekki dugað og hafa mörg slík bréf birst á síðum dagblaða, rækilega merkt „trúnaðarmál“. Vandinn varðandi það að merkja sumt sem trún- aðarmál og annað ekki, er að þeir sem hafa undir höndum efni, sem ekki er sagt vera trúnaðarmál, líta oft svo á að þar með megi fara frjálslega með það. Trúnaðarmerk- ing hefur þannig í reynd gengisfellt lagaverndina sem bréfritari bjóst við að njóta. Afleiðingin er sú að bréfrit- arar verða að tiltaka, ef þeir vilja að farið sé leynt með það sem þeir hafa ritað. Almenna reglan hefur þarna vikið fyrir nýrri hefð. Þess fyrir ut- an hefur trúnaðarmerkingin ekki komið í veg fyrir að bréf séu ljós- rituð og þeim dreift. Tölvupóstur En hvernig er farið með tölvu- póst? Sá reginmunur er á tölvupósti og bréfpósti að efni tölvupósts verð- ur auðveldlega framsent hvort held- ur með eða án breytinga. Það sem meira er, það þykir sjálfsagt að við- takendur áframsendi tölvupóst með innihaldi sem talið er vekja forvitni annarra eða eiga á annan hátt erindi til þeirra. Yfirleitt er ekki einu sinni haft fyrir því að fela hvaðan póst- urinn er kominn eða hverjir aðrir hafa fengið hann send- an. Segja má að um þessa aðferð (þ.e. að áframsenda tölvupóst í heilu lagi) hafi myndast slík hefð að erfitt er fyrir viðtakanda að átta sig á, að honum er óheimilt að senda póst- inn áfram nema það sé sérstaklega tekið fram. Raunar má ganga lengra og segja að al- mennt sé litið svo á, að meðan annað sé ekki tekið fram sé það sjálf- sagður réttur þess sem móttekur tölvupóst að áframsenda hann á hvern þann aðila sem hann kýs. Meðan þetta sjónarmið er ráðandi, er erfitt að treysta á að viðtakendur virði frið- helgi sendanda. Fjarskiptalög Fjallað er um öryggi og þagnarskyldu í 47. gr. fjarskiptalaga og í 74. gr. eru viðurlög til- greind. Samkvæmt 47. gr. er þeim sem „fyrir tilviljun, mis- tök eða án sérstakrar heimildar“ móttekur tölvupóst óheimilt „að skrá slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt“ og „skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum“. Þetta eru ósköp góð ákvæði, en erf- itt getur verið að ákvarða hvernig takmörkunin gildir gagnvart áfram- sendum tölvupósti. Lögin tilgreina nefnilega ekki hver gefur heimildina. Er það upprunalegur sendandi, upp- runalegur móttakandi eða einhver sem upprunalegur móttakandi fram- sendi póstinn á? Hvað ef keðja fram- sendinga er orðin löng? Með þetta í huga hafa margir gripið til þess ráðs að vera með alls konar skilyrði eða fyrirvara um notkun tölvupósts sem þeir senda frá sér. Þetta er yfirleitt gert með því að bæta við svokallaðri undir- skrift eða vera með hlekk á vefsíðu. Þetta er, því miður, orðið nauðsyn- legt. Sjálfur nota ég svona undir- skrift og læt ég hana fylgja hér með til frjálsra afnota. „Tölvupóstur þessi og öll viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og geta innihaldið upplýsingar sem falla undir ákvæði um þagnarskyldu og trúnað og/eða upplýsingar er varða höfundarétt. Öll notkun eða áframsending upp- lýsinga úr tölvupóstinum er með öllu óheimil aðilum sem ekki eru upp- runalegir (og ætlaðir) viðtakendur póstsins skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 og getur varðað bótaábyrgð og refs- ingu skv. 74. gr. sömu laga. Þeir, sem ranglega berst þessi póstur, skulu eyða honum án tafar og til- kynna sendanda.“ Tæknilegar varnir Flest tölvupóstkerfi gera send- anda pósts kleift að takmarka á ein- faldan hátt hverjir geta lesið póstinn og viðhengi hans. Hægt er að setja takmörkun á líftíma pósts, koma í veg fyrir að hann sé prentaður út og varna framsendingu hans. Vilji menn ganga lengra er hægt að nota dulritun, aðgangsorð og mýmargt fleira. Spurningin er bara: Hvað vilj- um við ganga langt í verja póstinn okkar fyrir óheimilum aðgangi? Hvenær er (tölvu)póstur einkapóstur? Marinó G. Njálsson fjallar um meðferð tölvupósts út frá al- mennum venjum Marinó G. Njálsson ’… hafa margirgripið til þess ráðs að vera með alls konar skilyrði eða fyr- irvara um notk- un tölvupósts sem þeir senda frá sér.‘ Höfundur er ráðgjafi á sviði upplýs- ingaöryggismála. oryggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.