Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 25

Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 25 UMRÆÐAN Í AUGLÝSINGU 30 ungra Sjálfstæðismanna í Morgunblaðinu á laugardag eru fráfarandi stjórn Heimdallar og formaður Bolli Thoroddsen borin þungum sökum vegna vals fulltrúa á SUS-þing, en um valið sagði í yfirlýsingu stjórn- ar Heimdallar: Horft var til virkni í starfi Heimdallar á liðnu starfs- ári, kjörinna fulltrúa flokksins, fyrrum forystumanna félagsins, auk núverandi aðalstjórnar SUS. Voru venjur og reglur brotnar? Í auglýsingunni er sagt að stjórn Heimdallar hafi við val á fulltrúum á SUS-þing brotið venj- ur og reglur sem samþykktar voru 1987 og fylgt hafi verið „æ síðan“. Því er haldið fram að í þeim reglum hafi falist að á SUS-þingi eigi „sjálfkrafa seturétt“, þeir sem sl. 5 ár hafi setið í stjórn SUS eða Heimdallar. Í stjórn SUS sitja á hverjum tíma frá Reykjavík 10 aðal- og 5 varamenn. Á 5 árum gætu þetta verið allt að 30 aðal- og 15 vara- menn. Í stjórn Heimdallar sitja 12 manns. Á 5 árum gætu þar verið allt að 60 manns. Þetta eru sam- tals um 2/3 aðalfulltrúa Heimdall- ar, sem þá væru í eins konar lá- varðadeild, sem hefði sjálfkrafa seturétt á þingum SUS. Samkvæmt lögum SUS ákveða aðildarfélög fulltrúa sína á SUS- þing. Æðsta vald í félögum milli aðalfunda er hjá stjórn. Ef fé- lagsmenn, í þessu tilfelli Heimdall- ar, una ekki ákvörðunum stjórnar geta þeir skotið þeim til fé- lagsfundar. Stjórn Heimdallar fór fyrr- greinda leið við val á SUS- fulltrúum eins og henni er heimilt samkvæmt lögum Heimdallar og SUS. Fráleitt er að halda fram hún sé bundin af samþykktum fyrri stjórna eða viðmiðunar- reglum sem einhverjir kunna að hafa stuðst við fyrir 18 árum. Þessi stjórn Heimdallar er ekki sú eina sem telur sig aðeins bundna af lögum SUS, hvað þetta varðar. Í grein í Morgunblaðinu í ágúst 1999 rökstuddi þáv. formað- ur Heimdallar Ingvi Hrafn Ósk- arsson val stjórnar á SUS- fulltrúum í svari við grein Rúnu Malmquist sem gagnrýnt hafði valið, m.a. vegna þess að fyrrver- andi stjórnarmenn væru ekki að- almenn. Þar segir Ingvi: „þeir sem virkir eru í starfi Heimdallar verði fulltrúar félagsins ef þeir sækja um.“ Og Ingvi Hrafn vísar á heimasíðu Heimdallar „þar sem fjallað er um hvað ráði vali fulltrú- anna. Þar getur Rúna séð að meg- ináherslan liggur á virkni fé- lagsmanna í starfi félagsins“. Enginn vafi er á því að stjórn Heimdallar fór að lögum SUS og Heimdallar við val sitt. Vísanir í óformlegar vinnureglur frá árinu 1987 hafa enga þýðingu í þessu sambandi. Enda væri slík lávarða- deild fráleitt fyrirbrigði, þar sem stór hópur gæti gengið að full- trúasæti án nokkurrar þátttöku í starfi Heimdallar. Var sagt „ósatt“ um virkni fulltrúa? Í auglýsingunni er okkur enn- fremur borið á brýn að hafa sagt ósatt um virkni hluta þeirra full- trúa sem við tilnefndum. Það er rétt að hluti þeirra gerðist nýlega félagar í Sjálfstæðisflokknum. Við spyrjum ekki ungt fólk, sem mætir á fundi eða tekur annan þátt í okk- ar starfi um flokksskírteini. Við vonumst hins vegar eftir því að því lítist á starfið, líði vel þar og gangi í flokkinn. Var félagsfundurinn „ólöglegur“? Í auglýsingunni er fullyrt að fé- lagsfundurinn 22. september hafi verið ólöglegur og við sagt ósatt um fjölda fundarmanna. Félagsmenn geta skotið tilnefn- ingum stjórnar Heimdallar á SUS- fulltrúum til félagsfundar. Það var gert með undirskriftalistum sem afhentir voru síðdegis 21. sept- ember. Í texta var félagsfundar „krafist við fyrsta tækifæri“ og beðið um upplýsingar „án tafar hvar og hvenær stjórnin hyggst boða til fundarins“. Í lögum Heim- dallar segir að stjórnarfundi skuli „að jafnaði“ boða með tveggja daga fyrirvara, ekkert segir um fyrirvara á boðun félagsfunda, að- eins að „þá skuli boða eins vel og kostur er“. Vegna kröfu um að félagsfund- inn skyldi boða „við fyrsta tæki- færi“, var haldinn stjórnarfundur strax um kvöldið, eins og lög heimila og ákveðið að halda fé- lagsfundinn síðdegis næsta dag. Þegar var haft samband við þá sem afhentu undirskriftalistana og tilkynning sett inná heimasíðu Heimdallar. Ávallt má deila um hvort fundir séu „boðaðir eins vel og kostur er“. Víst er að Valhöll fylltist síðdegis 22. september. Að mati okkar voru þar ríflega 300 manns, troðfullur fundarsalur í kjallara, gangar og einhverjir stóðu úti eða urðu frá að hverfa. Við teljum að tölur um fjölda fund- armanna, sem formaður félagsins (á fjórða hundrað) og gjaldkeri (ríflega 300) nefndu í blaðagrein- um séu réttar. Ekki er venja að telja fjölda fundarmanna í Heim- dalli, né að krafist sé persónuskil- ríkja, nema á aðalfundum. Engin ósk kom fram um slíkt og við treystum því að þeir sem mættu hafi verið fullgildir félagsmenn. Þessi félagsfundur var boðaður með lögmætum hætti, niðurstaða hans var skýr, yfirgnæfandi meiri- hluti staðfesti val stjórnar á fulltrúum félagsins á SUS-þing. Að kunna að tapa Sá hópur sem undanfarið hefur haft uppi rætnar árásir á rétt- kjörna stjórn Heimdallar er hvorki sjálfum sér né Sjálfstæðis- flokknum til sóma. Við höfum tek- ist á í kosningum og þeir urðu undir. Það er gangur lýðræðisins, þar er mikilvægt að kunna að taka bæði sigri og ósigri. Stjórn Heimdallar valdi SUS-fulltrúa á grundvelli laga SUS og félagsins Ásta Lára Jónsdóttir, Bolli Thoroddsen, Davíð Ólafur Ingimarsson, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Óttar Snædal, Stefanía Sigurðardóttir, Tómas Hafliðason, Ýmir Örn Finnbogason skrifa um val á fulltrúum á SUS-þing. ’Brigsl um lögbrot og ósannindi eru auðhrekjanleg og andstæðingum okkar ekki til sóma.‘ Höfundar sátu í fráfarandi stjórn Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.