Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FORSETINN
OG FJÖLMIÐLARNIR
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís-lands fjallaði um fjölmiðla á Ís-landi í ræðu sinni við setningu Al-
þingis sl. laugardag.
Forsetinn sagði meðal annars: „Áður
fyrr fengu allir sömu fréttir, útvarpið var
með eina rás, dagblöðin voru í föstum
skorðum flokkakerfis.
Nú ræður fjölbreytileikinn fréttum
dagsins, margar stöðvar keppa um hylli
fólksins og flokkarnir eiga ekki lengur á
vísan að róa í fjölmiðlunum.
Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur
fólks með ólíka reynslu, mismunandi upp-
lýsingar, fréttir sem berast úr mörgum
áttum. Enginn miðill nær lengur til allra.
Nettæknin hefur í auknum mæli fært
hverjum og einum tækifæri til að láta í sér
heyra; miðlarnir geta í sjálfu sér orðið
jafn margir mannfólkinu. ... Frjálsræði
hvers og eins til að velja sér upplýsingar
er nú meira en nokkru sinni og forræði
valdsmanna á fréttum og umræðuefnum
nánast horfið.“
Allt er þetta út af fyrir sig rétt hjá for-
seta Íslands. Ítök stjórnmálaflokka og
einstakra stjórnmálamanna í fjölmiðlum
eru langtum minni en á tíma flokksmál-
gagnanna. Fjölmiðlunum hefur fjölgað og
Netið hefur vissulega opnað nýja mögu-
leika í skoðanamyndun og skoðanaskipt-
um. Hins vegar má draga í efa að tölvan sé
orðin öflugra áhrifatæki en ræðustóll Al-
þingis, eins og forsetinn velti fyrir sér í
ræðu sinni. Pólitískar vefsíður ná enn sem
komið er til fremur þröngs hóps og áhrifa-
máttur þess, sem þar er skrifað, er ekki
verulegur nema stærri fjölmiðlar taki það
upp.
Hins vegar gleymir forsetinn að ræða
það, sem auðvitað blasir við þegar fjöl-
miðlaumhverfið á Íslandi er skoðað. Sama
fyrirtækjasamsteypan, sem jafnframt er
umsvifamikil á mörgum öðrum mörkuð-
um, ræður yfir tveimur dagblöðum, net-
miðli og fjölda sjónvarps- og útvarps-
stöðva.
Þegar forseti Íslands segir að forræði
valdsmanna á fréttum og umræðuefnum
sé nánast horfið, er það rétt hvað stjórn-
málamenn varðar. En hann nefnir ekki
hina nýju valdsmenn í íslenzku samfélagi;
menn sem hafa eða geta haft gífurleg áhrif
og völd í krafti peninga og fyrirtækjaeign-
ar. Það hefur komið skýrt í ljós á und-
anförnum vikum hvernig hægt er að beita
fjölmiðlasamsteypu í þágu hagsmuna eig-
enda hennar.
Alþingi sjálft hefur að sumu leyti skap-
að hinar nýju aðstæður á fjölmiðlamark-
aðnum; með því að samþykkja margvís-
lega löggjöf, sem dregur úr völdum og
áhrifum stjórnmálamanna en færir fjár-
málamönnum meiri áhrif og völd. En ekki
má gleyma því að Alþingi hefur líka sjálft
síðasta orðið um það hvernig þessum mál-
um er skipað. Þingið getur sett lög, sem
setja valdi þeirra, sem eiga fyrirtæki og
peninga, sambærilegar skorður og settar
eru valdi stjórnmálamanna með stjórnar-
skrá og öðrum lögum.
Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrir
réttum áratug líklega fyrstur íslenzkra
stjórnmálamanna til að vekja athygli á
nauðsyn lagasetningar um eignarhald á
fjölmiðlum. Hann sagði í ræðu á Alþingi
13. febrúar 1995 að það væri mjög mik-
ilvægt í lýðræðislegu samfélagi „ekki að-
eins að tryggja mannréttindi í stjórnar-
skrá og eðlilegar aðferðir við skipan
löggjafarvalds og framkvæmdarvalds
heldur einnig að tryggja að fjölmiðlakerf-
ið í hverju lýðfrjálsu landi sé opið og
frjálst.“
Þáverandi þingmaður Alþýðubanda-
lagsins bætti við: „Hringamyndanir á
sviði fjölmiðla ganga þannig þvert á nú-
tíma hugsun á vettvangi lýðræðis. Þannig
hafa í ýmsum lýðræðisríkjum eins og í
Bandaríkjunum og Evrópu verið sett í lög
margvísleg ákvæði sem koma í veg fyrir
hringamyndanir, ákvæði sem koma í veg
fyrir það að sömu aðilarnir geti haft ráð-
andi vald á dagblöðum, á sjónvarpsstöðv-
um og á útvarpsstöðvum. Engin slík lög
eru til hér á Íslandi.“ Hann ályktaði sömu-
leiðis: „Ef álíka hringamyndun verður í
fjölmiðlum og orðið hefur á þeim sviðum
atvinnulífsins sem kennd eru við kol-
krabbann og smokkfiskinn þá er verið að
stefna lýðræðislegu eðli íslenskrar fjöl-
miðlunar í hættu.“
Erfitt er að sjá hvernig þessi tíu ára
gömlu varnaðarorð Ólafs Ragnars Gríms-
sonar koma heim og saman við áferðarfal-
lega lýsingu hans á íslenzku fjölmiðlaum-
hverfi í dag í áðurnefndri þingsetn-
ingarræðu.
Núverandi forseti Íslands hefur verið
manna duglegastur að vekja í ræðum sín-
um athygli á ýmsu því, sem betur má fara í
þjóðfélagi okkar og vara við ýmiss konar
hættulegri þróun.
Af hverju er hann hættur að taka eftir
hættunum, sem felast í samþjöppun á fjöl-
miðlamarkaðnum?
LESBÓK 80 ÁRA
Í dag eru liðin áttatíu ár frá því aðfyrsta tölublað Lesbókar kom út, 4.
október 1925. Blaðið er elsta fylgirit
Morgunblaðsins og eitt af elstu tímarit-
um á landinu. Eins og kom fram í grein
Þrastar Helgasonar umsjónarmanns Les-
bókar á laugardaginn nýtur blaðið líka
sérstöðu að því leyti að það er eina viku-
ritið sem fjallar um menningu hérlendis.
Hann bendir líka á að utan Morgunblaðs-
ins sjálfs og Ríkisútvarpsins fjalli nú eng-
ir fjölmiðlar um menningu af einhverjum
þunga. Þetta er satt að segja umhugs-
unarefni en undirstrikar jafnframt mik-
ilvægi Lesbókarinnar.
Eins og sagði í grein Matthíasar Jo-
hannessen á forsíðu Lesbókarinnar um
helgina var henni „aldrei ætlað að verða
það sem kallað er menningartímarit,
heldur var ætlunin að hún yki upplag
Morgunblaðsins með afþreyingarefni
eins og nú er sagt; fróðleik og skemmti-
efni ýmiss konar.“ Þannig var Lesbókin í
upphafi, en þar kom að hún tók stakka-
skiptum: „Og nú er Lesbók orðin aka-
demískasta blað landsins og fyllir þannig
upp í tómarúm í hávaðasömu, fjölnis-
mannalausu og lágreistu poppsamfélagi
síðustu ára, þar sem holtaþokuvælið og
lágkúran eru hafin til skýja, jafnvel verð-
launuð í auglýsingaskruminu, og gaspr-
andi pólitíkusar (og ýmsir aðrir) stynja í
fjölmiðlum af undirgefni við kjaftfora,
ósvífna nýkapitalista,“ sagði Matthías í
greininni og vitnaði í bók sína Málsvörn
og minningar.
Lesbók Morgunblaðsins hefur skapað
sér sérstöðu og á nú fastan sess í ís-
lenskri blaðaútgáfu. Hún hefur ávallt
borið svip af umsjónarmanni sínum og að
því leyti verið frábrugðin öðrum hlutum
Morgunblaðsins. Í Lesbókinni er nú
fjallað um menningu af öllum toga – án
þess að gert sé upp á milli menningar-
strauma og -stefna. Ekkert efni er
blaðinu óviðkomandi, þótt vissulega gildi
ekki einu um efnistök. „Það er þó ekki
neitt markmið hjá Lesbók að vera erfið
eða flókin í framsetningu eða hugsun,“
skrifaði Þröstur. „Þvert á móti er fylgt
þeirri hefð sem skapast hefur í íslenskri
blaðamennsku jafnt sem hugvísindum að
hugsa og skrifa á íslensku sem lesendur
skilja.“ Lesbók Morgunblaðsins hefur á
80 árum markað djúp spor í íslenska
menningarumræðu og blaðamennsku.
Hún hefur ekki aðeins haldið velli, heldur
vaxið hvað sem líður öllum þjóðfélags-
umbrotum, sem orðið hafa frá því að hún
kom fyrst út. Og hún á mikið eftir enn.
TEKJUAFGANGUR ríkissjóðs á
næsta ári verður 14,2 milljarðar
króna gangi eftir áætlun fjárlaga-
frumvarps fyrir árið 2006. Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra kynnti
frumvarpið í gær og lagði það fram
á Alþingi. Tekjuafgangurinn svarar
til 1,4% af landsframleiðslu.
6,6 milljarðar í að
greiða niður skuldir
Handbært fé frá rekstri er áætl-
að tæplega 11 milljarðar kr. og
lánsfjárafgangur á næsta ári 9,6
milljarðar. Þá er áformað að greiða
niður skuldir á næsta ári fyrir 6,6
milljarða kr. auk þess sem greiða á
inn á lífeyrisskuldbindingar ríkis-
ins.
Sé litið yfir tveggja ára tímabil
mun ríkissjóður greiða niður skuld-
ir fyrir samtals 64,3 milljarða kr. á
því tímabili gangi áætlanir eftir.
Hrein skuldastaða ríkissjóðs verð-
ur þá 7,1% af landsframleiðslu. Alls
lækka vaxtagjöld ríkisins á næsta
ári um tvo milljarða kr. miðað við
fjárlög yfirstandandi árs. Sé litið
yfir tíu ára tímabil munu hreinar
skuldir ríkissjóðs lækka úr 35% af
vergri landsframleiðslu ári 1996 í
7% á næsta ári.
Frestun vegaframkvæmda
skilar tveimur milljörðum
Fjármálaráðherra leggur
áherslu á að megineinkenni fjár-
lagafrumvarpsins sé áframhaldandi
aðhald í ríkisfjármálum. „Þetta er
gríðarlega sterk staða sem kemur
fram hjá ríkissjóði og stenst af-
skaplega vel samanburð við allt það
sem er að gerast í nágrannalöndum
okkar og þeim löndum sem við ber-
um okkur saman við og gefur okk-
ur ýmsa möguleika,“ sagði Árni.
Við gerð fjárlagafrumvarpsins
var ákveðið að grípa til aðgerða
sem eiga að skila samtals fjórum
milljörðum króna lægri útgjöldum
á næsta ári en annars hefði orðið.
Þar af skilar frestun framkvæmda í
vegamálum tveimur milljörðum. Þá
var ráðuneytum og stofnunum gert
að taka á sig samtals eins milljarðs
kr. lækkun útgjalda, sem þau
mættu ýmist með því að falla frá
áformuðum verkefnum eða með því
að draga úr fjárveitingum til verk-
efna sem fyrir voru. Því til viðbótar
ákvað ríkisstjórnin að lækka út-
gjöldin um einn milljarð, m.a. með
lækkun lyfjaútgjalda um
ónir frá því sem hefði
óbreyttu, vaxtabætur læ
250 milljónir, framlög ti
framkvæmda lækka um 2
ónir með frestun verkefna
stofnkostnaðarverkefni er
niður um 250 milljónir. Me
efna sem hér um ræðir e
verkefna Ofanflóðasjóðs
milljónir, frestun á stofn
háskóla um 100 milljónir o
framkvæmda við flugv
nemur um 50 milljónum k
Barnabætur aukn
um 1,2 milljarða
Annar áfangi í lækku
skatts einstaklinga kemur
kvæmda á næsta ári en þ
tekjuskattur einstaklinga
prósentustig sem jafngild
milljörðum kr. á næsta ári
tilliti til skatttekna af auki
að því er fram kemur í f
inu. Barnabætur verða j
auknar um 1,2 milljarða kr
eignarskattar niður á n
ásamt því að svonefndur
skattur fellur niður.
Á hinn bóginn er áhers
aukin framlög til mennta
rannsókna í fjárlagafru
en þau aukast um 12%
lögum yfirstandandi árs
tæplega 2,9 milljarða kr.
Skatttekjur verð
301 milljarður
„Tekjuáætlun fjárlagafr
fyrir árið 2006 gerir ekki
áframhaldandi vexti efn
ins í eins miklum mæli
irstandandi ári. Spá fjárm
neytisins gerir ráð f
hagvöxtur verði 4,6% á ár
samanborið við 6% í ár. E
gert ráð fyrir að verðbó
um 3,8% og kaupmáttur
unartekna aukist um 2,7%
um forsendum er áætlað
tekjur ríkissjóðs verð
milljarðar króna sem e
fjárhæð og á yfirstandan
fjármagnstekjuskatts ríki
söluhagnaði Land
Óbreyttar skatttekjur m
þrátt fyrir 5% hagvöxt
meðal annars af lækku
skattshlutfalls einstakling
eignarskatta og veruleg
tekjum af stimpilgjöldum
gjöldum af ökutækjum. Á
að heildartekjur ríkissjó
327,4 milljarðar króna eða
örðum króna lægri en t
Fjármálaráðherra segir áh
„Gríðarl
stenst sa
4 milljarða niðurskurður með
sérstökum aðgerðum
Vaxtabætur eiga að lækka um
250 milljónir króna
Framlög til menntamála verða
aukin um 12%
Útlit fyrir tæplega 30 milljarð
tekjuafgang í ár
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
BOÐUÐ eru aukin framlög í menntamálum í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs. Lagt er til að rekstrargjöld á sviði
menntamálaráðuneytisins verði 26,3 milljarðar og
hækki um 2.872 milljónir frá fjárlögum yfirstandandi
árs.
Auk launa- og verðlagshækkana er gert ráð fyrir um
400 milljóna kr. auknum framlögum til kennslu í fram-
haldsskólum, 227 milljóna aukningu til rannsókn-
armála, 266 millj. kr. vegna kennslu í háskólum og 90
millj. kr. viðbótarframlögum vegna tímabundinna verk-
efna sem tengjast breyttri skipan náms til stúdents-
prófs. Loks er gert ráð fyrir 50 millj. kr. hækkun vegna
verkefna á aðalskrifstofu.
Á móti vega hins vegar lækkanir um samtals 90 millj-
ónir kr
urfelli
280 m
„Fr
um 75
Fyrir
m.kr. h
m.kr. t
m.kr. t
vegna
samba
mennt
Fra
Rekstrargjöld menntamál
ÁÆTLAÐ er að tekjur ríkissjóðs af
eignarskatti verði 14,2 milljarðar á
yfirstandandi ári eða um 5 millj-
örðum kr. meiri en fjárlög gerðu
ráð fyrir. Þessi hækkun stafar að
mestu leyti af auknum tekjum rík-
issjóðs af stimpilgjöldum sem hafa
orðið 4 milljörðum kr. meiri en
fjárlög gerðu ráð fyrir. Á næsta ári
er gert ráð fyrir um 7 milljarða
tekjum af eignarsköttum eða um 7
milljörðum kr. minni tekjum en í
ár. Munar þar miklu um afnám
skattlagningar á hreina eign ein-
staklinga og fyrirtækja sem tekur
gildi á næsta ári.
Áætlað er að virðisaukaskattur
skili um 114,4 milljörðum í rík-
issjóð á næsta ári og er það hækk-
un um 5,5% frá yfirstandandi ári. Í
spá fjármálaráðuneytisins er gert
ráð fyrir að laun á vinnumarkaði
hækki um 5% og að skattgreið-
endum tekjuskatts á einstaklinga
fjölgi um 1,5%. Er því gert ráð fyr-
ir að tekjuskattur einstaklinga
nemi tæplega 70 milljörðum á
næsta ári eða um 1,5 milljörðum
kr. meira en á þessu ári. Á næsta
ári lækkar tekjuskattur ein-
staklinga um 1%.
4 milljörðum
meiri tekjur af
stimpilgjöldum
RÍKIÐ greiðir samtals 8,2 millj-
arða króna með landbúnaðarfram-
leiðslu á næsta ári, samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
2006. Er þetta hækkun um 450
milljónir króna frá gildandi fjár-
lögum að meðtöldum hækkunum
vegna áætlaðra verðbóta.
Gert er ráð fyrir 4.841 milljónar
króna greiðslu vegna mjólk-
urframleiðslu sem er 253 millj-
ónum meira en á þessu ári. Þær
breytingar hafa orðið, að stuðn-
ingurinn er ekki lengur ákveðið
hlutfall af verði mjólkur heldur
hefur verið samið um fastar heild-
arfjárhæðir beingreiðslna.
Þá er gert ráð fyrir 2.983 millj-
óna króna greiðslum vegna sauð-
fjárframleiðslu, sem er hækkun
um 140 milljónir króna milli ára.
Loks nema greiðslur vegna
grænmetisframleiðslu 355 millj-
ónum króna á næsta ári, sem er
hækkun um 60,8 milljónir króna.
Þar af er lagt til að fjárveiting til
niðurgreiðslu á raforkuverði til
garðyrkjubænda hækki um 55,2
milljónir króna.
8,2 milljarðar
í landbúnaðar-
framleiðslu
FRAMLAG til eflingar þróun-
armála á sviði utanríkisráðu-
neytisins eykst um 527,8 millj-
ónir kr. á næsta ári samkvæmt
fjárlagafrumvarpi ársins 2006.
Einnig er óskað eftir 50 milljóna
kr. framlagi vegna flutninga fyr-
ir NATO.
Alls nemur framlag til þróun-
armála og alþjóðlegrar hjálp-
arstarfsemi 658,9 milljónum á
næsta ári. Meðal þess sem þar
um ræðir er 121,9 milljóna kr.
fjárveiting til almennra framlaga
á sviði þróunarmála, s.s. til al-
þjóðastofnana og verkefna á
sviði þróunarsamvinnu, til að
kosta veru íslenskra starfsmanna
hjá alþjóðastofnunum, samstarfs
við alþjóðastofnanir á sviði orku-
mála o.fl. Sótt er um 49,9 millj-
óna kr. framlag til mann-
úðarmála og neyðaraðstoðar og
20 milljóna kr. fjárveitingar
vegna jarðhitanámskeiða í Afr-
íku og Mið-Ameríku.
Alls nemur framlag til al-
þjóðastofnana á næsta ári 1,4
milljörðum kr. og hækkar um
rúmlega 20 milljónir. Sótt er um
72 milljóna kr. fjárveitingu til ís-
lensku friðargæslunnar.
527 milljónir
til eflingar
þróunarmála