Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 29
UMRÆÐAN
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan sið-
blindan mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem Hare
telur einn spilltasta mógúl
spilltustu tíma.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna
getu sína í verki; þeim er það
fyrirmunað og þau munu trú-
lega aldrei ná þeim greind-
arþroska sem líffræðileg
hönnun þeirra gaf fyrirheit
um.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Fjölmiðlaumfjöllun
liðinna vikna um mál-
efni eldri borgara ber
að fagna.
Það er sannarlega
þakkarvert að fjöl-
miðlar skuli fjalla um
þessi málefni frá sem
víðustum sjónarhóli, en
sannast sagna er þar í
mörg horn að líta.
Vönduð og víðtæk um-
fjöllun er vitanlega af
hinu góða, því enn er
það í gildi að orð séu til
alls fyrst. En því fólki sem nú á á
brattann að sækja varðandi kjör öll
duga ekki orðin ein, þar er það fram-
kvæmd og efndir sem gilda eiga.
Einn stjórnarmanna Félags eldri
borgara í Reykjavík, Hinrik Bjarna-
son, vakti á því verðuga athygli á
fundi fyrir nokkru að furðu sína
vekti í sambandi við umræðu um
ráðstöfun allra milljarðanna af síma-
sölunni, að þar heyrðist engin rödd
um að skila einhverju af þeim til
þess fólks sem byggði símann upp
og gjörði hann að þeirri söluvöru
sem hann varð, til eldri borgara sem
enn eiga ógreidda mikla samfélags-
skuld – og mun menn hafa sett
hljóða. Ekki hafa þessi
tímabæru orð Hinriks náð nógu
langt upp í stjórnvaldsstigann því
nokkru síðar komu æðstu valds-
menn okkar og tilkynntu um ráð-
stöfun milljarðanna, eflaust allt til
ágætra verkefna, en morgunljóst að
ekki hafa þeim kjör eða aðbúnaður
eldra fólks verið ofarlega í huga, því
til þeirra málaflokka beint kom eng-
in króna. Það gladdi hugann samt
nokkuð þegar forsætisráðherra lýsti
því yfir að einmitt þessi ráðstöfun til
svo margra verkefna skapaði svig-
rúm til að gjöra betur á öðrum svið-
um og við sem bjartsýnina eigum,
settum strax samasemmerki milli
þessa svigrúms forsætisráðherra og
aðgerða í þágu eldra fólks. Undirrit-
aður fékk að segja fáein orð í sjón-
varpi þetta varðandi, en í svörum
vinar míns heilbrigðisráðherra kom
svo sem ekkert annað fram en það
að við aldraðir hlytum að vera
ánægðir með þau verkefni sem fjár-
magnið fengu og þ.a.l. eflaust einnig
ánægðir með það að málefni eldra
fólks skyldu þar hvergi á blað kom-
ast s.s. einn aldurhniginn kunningi
sagði við mig. En hvað sem því líður
er málið grafalvarlegt. Það er hrein
óhæfa að eldra fólki sem skilað hefur
sínu og vel það til samfélagsins skuli
af þessu sama samfélagi vera
skammtaðar tekjur sem eru við
hrein fátæktarmörk, en þetta gildir
um þúsundir því miður. Þetta fólk
spyr eðlilega: Hvar er góðærið, því
framhjá þeirra garði hefur það
gengið? Hvar er hin mikla og marg-
rómaða þjóðhagslega blessun útrás-
arinnar miklu, ekki er hinar dýrð-
legu afleiðingar hennar að finna í
heimilisbókhaldi þessa fólks. Og til
fleiri þátta skal litið. Formaður okk-
ar, Margrét Margeirsdóttir, hefur
kynnt sér aðbúnað og valkosti eldri
borgara í búsetumálum í Danaveldi,
greint okkur frá og mun kynna ít-
arlega og samanburðurinn vægast
sagt okkur átakanlega í óhag. Fjöl-
miðlaumfjöllun liðinna vikna hefur
sannað þennan mismun, þetta
ástand, sem hreinlega
er til vanza. Krafan um
endurskoðun og í raun
uppstokkun laganna
um málefni aldraðra er
því umfram allt mann-
réttindakrafa, þar sem
að svo mörgum þáttum
þarf að huga og því
verið hjá okkur á odd-
inn sett ásamt hinum
beinu kjaramálum.
Okkur þykir alltof oft
sem ekki sé hlustað á
augljós rök, augljósar
staðreyndir um kjör sem aðbúnað
allan og jafnvel ekki hlýtt á einföld-
ustu atriði til úrbóta. Ég nefni það
aðeins að við höfum kynnt ráðherra
hógværa kröfu okkar um hækkun
ráðstöfunartekna fólks á dval-
arstofnunum, meðan engin breyting
verður á fjárræði fólks þar, vel tekið
í hvívetna, kostar sáralítið fyrir rík-
issjóð, en ekkert gerist. Aðeins í lok-
in skal þess svo vissulega vænzt að
svigrúmið góða verði nú í eins ríkum
mæli og unnt er nýtt til þess að
koma til móts við sanngjarnar kjara-
kröfur eldri borgara svo og verði
markvisst unnið að því að stytta bið-
lista eftir hjúkrunarrýmum. Og eitt
vitum við nú: Það er svigrúm fyrir
þetta. Vilji er allt sem þarf.
Í efndir skal orðum breyta
Helgi Seljan skrifar
um málefni aldraðra ’Krafan um endur-skoðun og í raun upp-
stokkun laganna um
málefni aldraðra er því
umfram allt mannrétt-
indakrafa…‘
Helgi Seljan Höfundur er varaformaður Félagseldri borgara í Reykjavík.
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –
fiskisagan flýgur
arnÞÓr gunnarsson kristinn benediktsson
fiskisagan flýgur
Einstök bók um líf
og störf íslenskra
sjómanna.
Glæsilegar ljósmyndir
og hnitmiðaður
texti veita fágæta
innsýn í lífið um
borð í íslenskum
fiskiskipum.
Saga sjávarútvegs
á Íslandi á 20. öld
rakin í stuttu máli.
Bók handa öllum
sem láta sig
varða íslenska
sjómenn og
sjávarútveg.
Úr ritdómi:
Frásögnin er fjörug og fróðleg; myndirnar grípandi og
lýsandi. Við finnum sælöðrið nánast skella á okkur ... Þessi bók er
happadráttur. Hún ætti að vera til á hverju sjómannsheimili og ekki
síður í húsakynnum okkar borgarbarnanna sem höfum gott af því
að fræðast aðeins um það hvernig þjóðartekjurnar verða til.
– Guðni Th. Jóhannesson, Frbl. 21. sept.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is