Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 31 UMRÆÐAN ÉG HLUSTAÐI á röksemdir Birgis Ísleifs Gunnarssonar, í fréttum í gær [fimmtudag], fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Undarleg röksemda- færsla. Hann sagði að það væri skylda Seðlabankans að halda verð- bólgu innan við 2,5% og það væri gert með því að hækka vextina. Næsta röksemd var að skuldir heim- ilanna væru verðtryggðar og því myndi aukin verðbólga koma niður á fólkinu í landinu vegna þess að skuldirnar myndu hækka ef vísitalan hækkaði. Þetta er rétt hjá Birgi Ís- leifi, en hann sér ekki alla myndina. Ef við skoðum þróun vísitölu og gengis undanfarin 20 ár er augljóst að til langs tíma sveiflast vísitalan í takt við gengi krónunnar. Sem sagt, ef íslenskt heimili tekur lán í íslensk- um krónum með íslenskum vöxtum og íslenskri verðtryggingu, þá þarf þetta íslenska heimili að borga margfalt hærri vexti en sambærilegt heimili sem tekur lán í erlendri mynt til sama tíma. Íslenskir 5% vextir á föstu gengi með verðtryggingu á 20.000.000,- láni eru u.þ.b. 20.000.000,- á lánstímanum. Í ná- grannalöndum okkar fást lán til íbúðarkaupa á 2,5% vöxtum óverð- tryggt og þá lækkar þessi upphæð um helming. Þess vegna er miklu hagstæðara fyrir íslenskt heimili að taka sín langtímalán í erlendri mynt, borga enga verðtryggingu og spara sér ½ íbúðarverð. Vissulega mun vaxtastefna Seðlabankans verða til þess að gengi krónunnar fellur á þessum 40 árum og því mun vísitalan hækka sem því nemur, en vaxtamun- urinn verður alltaf til staðar. Sem sagt með verðtryggingu og fárán- lega háum vöxtum er Seðlabankinn búinn að ákveða að Íslendingar skuli henda krónunni og taka upp annað hvort „vísitölu eða evru“. Þetta kem- ur að sjálfsögðu engum á óvart því allir vita að verðtryggingin var búin til svo ríkisstjórnin, Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins þyrftu ekki að taka ábyrgð á gerðum sínum. SIGURJÓN JÓNSSON, Skólastíg 25, 340 Stykkishólmi. Undarleg röksemd fyrir vaxtahækkun Frá Sigurjóni Jónssyni: HVAÐ er lifandi listaverk (mani- festo)? Málverk sem er unnið í mörgum málningarlögum þannig að dýptin kemur í gegnum málverkið. Mona Lisa var unnin í mörg ár, brosið hennar er lifandi. Eða eru það formin sem eru kyrr á málverkinu eða á hreyfingu, strokurnar sveigðar eftir drætti handarinnar? Er málverkið kannski dautt? Ekki til lengur? Allt búið? Eða er málverkið lifandi, ég sem mála með þöglum höndum, frá hjartanu? Ég er lifandi málari, fær málari, alltaf að rannsaka hvað ég kemst langt með sjálfa mig eins og tónskáld sem lemur píanóið eða þen- ur hljóðfærið í sinni dýpt. Málverkið er hjarta, taktur samtímans. Þegar ég sá mynd af meistaranum Kjarval hugsaði ég „svona athafnamaður vil ég vera“, þá aðeins 5 ára gömul. Ég held að það hafi verið þegar Kjarvals- staðir voru opnaðir. Lifandi málverk, ekki dautt, heldur lifandi ákveðinn rytmi, þroski, háski, líf. Kannski að ég hætti að vera málari og gerist ljós- myndari en það er tvennt ólíkt. Kannski ég ætti að vera dauð, dauður málari. En í minningunni að horfa á athafnamanninn Kjarval með hattinn sinn. Já, ekki deyja, listamaður. Eitt í viðbót er teiknarinn, efni teiknarans er penni og blýantur, efni skrifarans er blek og pappír. Ung- lingurinn fetar í spor skrifarans og þróast í færan og öruggan skrifara og út frá því þróast teiknarinn. Ég varð Íslandsmeistari í tennis 15 ára gömul, nútímaþjálfun í skylmingum eins og mér finnst að slá og beita spaðanum á móti andstæðingum. Hélt ég áfram að teikna og skrifa og nota hendur hraðar og meira ákveðið. Eins og í fremstu víglínu. Örugg og tilfinn- ingarík. Síðan brotnar allt niður vegna pólitískra ákvarðana á vígvöll- um klíkuskapar í listaheiminum. Allir á spenanum. Sumir gera ekkert nema fá styrki. En hvar eru hæfileikarnir? Sumir eru börn ráðamanna og frama- manna í pólitík. Einn fiskur í sama netinu. En ég er á baki hvalsins. Hvort er það skugginn á eldinum eða taktur lífsins, leiðin sem listamað- urinn á að feta? HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR, Njálsgötu 14, 101 Reykjavík. Lifandi listaverk Frá Huldu Vilhjálmsdóttur: VIÐ ENGJATEIGINN í Reykja- vík leynist lítill skóli. Reyndar er hann alls ekkert svo lítill, á annað hundrað börn og unglingar njóta þjónustu hans og leiðsagnar ár- lega. Þessi skóli hefur starfað í meira en fimmtíu ár, þótt hann hafi ekki alltaf haft yfir þessum húsakynnum að ráða. Frá honum hafa komið frábærir atvinnumenn sem borið hafa hróður Íslands víða auk þess að veita landsmönnum margar yndisstundir. Hinir eru auðvitað miklu fleiri sem hafa nýtt sér námið við skólann með óbeinni hætti, eru sterkari, agaðri og víð- sýnni manneskjur vegna dvalar sinnar og þjálfunar innan vébanda hans. Þegar gengið er inn í Listdans- skóla Íslands er komið inn í mið- rými þaðan sem glerveggir veita innsýn í æfingasali til beggja handa. Inni í sölunum má sjá nem- endur einbeita sér af öllum mætti að æfingunum sínum. Hvorki litlu níu ára forskólabörnin né nem- endur eldri flokkanna láta það trufla sig þótt stoltir foreldrar, af- ar eða ömmur láti freistast til að setjast smástund við gluggana og fylgjast með, eða litlu systkinin sem fengu að fljóta með í skutlinu fletji nefin upp við rúðurnar og horfi á í forundran. Það er nefni- lega svo gaman, svo mikilvægt að fylgjast með og gera sitt besta. Í listnámi þarf ekki að beita refsingum eða skömmum. Árangur erfiðisins er jafnstundis ljós, hann sést í speglinum þegar loksins tekst að stíga sporið rétt, hann finnst í brosi kennarans og hrósi. Aginn sem svífur yfir vötnunum í þessum skóla er jákvæður sjálfs- agi, agi sem sem hefur áhrif á annað nám nemendanna og líf þeirra yfirleitt. Kennarar og stjórnendur annarra skólastofnana vita að nemendur þessa skóla kunna að vinna. Þau eru prúð, kurteis og samviskusöm. En það sem mestu skiptir er að þau eru lifandi, skapandi fólk, því listnám þjálfar annars konar hugsun en hefðbundið bóknám. Listnám er mannrækt. Þennan skóla á nú að leggja niður Ekki vegna þess að nemendur hans eða foreldrar þeirra séu óánægðir, það er öðru nær. Ekki vegna þess að hann standist ekki samanburð við sams konar skóla erlendis, hann hefur unnið sér sess meðal virtra skóla sem starf- að hafa um aldir. Nei, skólann á að leggja niður vegna þess að hann passar ekki inn í íslenskt skóla- kerfi. Hann er bæði grunnskóli og framhaldsskóli og hann er jafn- framt ríkisskóli. Það má ekki. Jafnvel þótt að formið hafi sprott- ið fram vegna innihaldsins, vegna þess að samfelld þjálfun frá barns- aldri undir verndarvæng og vök- ulu auga vel menntaðra kennara er nauðsynleg ef árangur á að nást. Þetta form er gamalreynt bæði hér og annars staðar og það virkar. Við stingum ekki upp rósarunn- ann sem blómstrar svo fallega við suðurvegginn og færum hann norður fyrir hús, bara til að at- huga hvort hann lifi það af. Það er ekki skynsamleg garðyrkja. Leyfið börnunum og unglingunum í List- dansskóla Íslands að halda áfram að blómstra. RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, Lækjargötu 12, 220 Hafnarfirði. Um skynsemi í garðrækt og mannrækt Frá Ragnheiði Gestsdóttur: í nóvember 5FordMustang og 3 milljónir í skottinu á tvöfaldan miða Dregið vikulega! www.das.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 29 73 7 10 /2 00 5 Dregið fimmtudaginn 6. okt. n.k. Síminn er 561 - 7757 Einfaldur mi›i kostar a›eins 900 kr. á mánuði Til sölu Unnið er að rýmingu á jörðunum Hlíðarhaga og Álfafelli í Hveragerði. Til sölu eru gróður- hús, sem á jörðunum eru, til niðurrifs og brottflutnings. Húsin má nota sem gróður- hús, útihús eða skemmur. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Sjá myndir á heimasíðu www.adalsalan.is Reikningsskil og ráðgjöf ehf., Breiðumörk 20, 810 Hveragerði, sími 483 4550, www.adalsalan.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.