Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Franz E. Pálssonfæddist á Akur-
eyri hinn 22. júlí
1917. Hann lést á
Landakotsspítala að
morgni 26. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Páll
Einarsson borgar-
stjóri og síðar hæsta-
réttardómari (f. 1868,
d. 1954) og seinni
kona hans Sigríður,
fædd Siemsen (f.
1889, d. 1970). Systk-
ini Franz eru Einar
Baldvin verkfræðingur (f. 1912), Sig-
ríður (f. 1913, d. 1941), Þórunn (f.
1915, d. 1927), Ólafur verkfræðingur
(f. 1921) og Þórunn Soffía húsfreyja
(f. 1932). Hálfsystkini Franz af fyrra
hjónabandi Páls með Sigríði Thor-
steinson (f. 1872, d. 1905) voru Árni
verkfræðingur (f. 1897, d. 1970) og
fræðingur, kvæntur Margréti G.
Ormslev gæðastjóra. Börn þeirra
eru Gunnar Páll, Hildur og María. 4)
Bogi, skógverkfræðingur, kvæntur
Rögnu B. Sigursteinsdóttur ræktun-
arstjóra. Börn þeirra eru Sævar
Kári, Halldór og Páll Bjarni.
Franz bjó fyrstu ár ævi sinnar á
Akureyri þar sem Páll faðir hans var
sýslumaður, en fluttist til Reykjavík-
ur er hann var skipaður hæstarétt-
ardómari. Að loknu prófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1935 vann hann í
nokkur ár á skrifstofu tollstjórans í
Reykjavík, en réðst 1941 til Olíu-
verzlunar Íslands og starfaði þar
sem deildarstjóri. Lét hann af störf-
um þar 1996 eftir 55 ára starf.
Franz var afar félagslyndur og
tók þátt í margs konar félagsstarf-
semi. Má þar nefna skíðadeild KR,
sem byggði sinn fyrsta skíðaskála í
Skálafelli, Reykvíkingafélagið og
Lionshreyfinguna. Hann var mikill
náttúruunnandi og voru ferðalög um
óbyggðir Íslands honum afar hug-
leikin.
Útför Franz verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Kristín (f. 1898, d.
1940). Árið 1943
kvæntist Franz eftir-
lifandi eiginkonu sinni
Jóninnu Margréti
Pálsdóttur, f. í Stykk-
ishólmi (17.3. 1920),
dóttur Páls V. Bjarna-
sonar sýslumanns (f.
1873, d. 1930) og
Margrjetar Árnadótt-
ur (f. 1884, d. 1985).
Börn Franz og Jón-
innu eru: 1) Páll (f.
21.10. 1945), deildar-
stjóri. Sambýliskona
hans er Þórhildur Ó. Guðmundsdótt-
ir tanntæknir, og börn hennar Hlyn-
ur Örn Björgvinsson og Linda
Hrönn Björgvinsdóttir. 2) Hjalti (f.
10.9. 1947), jarðfræðingur, kvæntur
Fríði Eggertsdóttur ljósmyndara.
Börn þeirra eru Skúli Franz, Heið-
rún og Árni Bragi. 3) Leifur, lyfja-
Franz afi var besti afi sem hægt var
að hugsa sér.
„Jæja, hvað eigum við nú að bralla?“
er setning, sem okkur er enn í fersku
minni. Sköpunargáfan var rík í honum
afa og fékk hann mikla útrás fyrir hana
með okkur barnabörnunum. Farið var
í fjöruferðir út á Gróttu til að leita að
efnivið í listaverk sem skapa átti. Gler-
brotum, hvalbeinum, skeljum, steinum
og þangi var umbreytt í skemmtilegar
kynjamyndir þegar heim var komið.
Þetta brall fór allt fram á smíðaverk-
stæðinu í kompunni niðri í kjallara.
Þarna sýndi hann okkur hvernig hægt
væri að breyta marklitlum hlutum í
eitthvað sem bjó yfir ævintýralegum
ljóma.
Afi var líka óendanlega útsjónar-
samur þegar kom að því að ala upp í
barnabörnunum hollt líferni. Til dæmis
var „afalýsið“ mun betra á bragðið en
þorskalýsið sem við fengum heima.
Gulrætur úr garðinum, vínber úr gróð-
urhúsinu, jarðarberin úr beðinu og
„bílanammið“, sem til að mynda sam-
anstóð af apríkósum og þurrkuðum
eplum, eru bara nokkur dæmi um vel
heppnaðar árásir á sælgætisiðnaðinn.
Okkur er öllum sérstaklega minnis-
stætt þegar afi las um ævintýri Óla Al-
exanders fílí bomm bomm bomm fyrir
svefninn. Afi fékk okkur til að lifa okk-
ur inn í sögurnar á einstakan hátt, og
við tengjum þá alltaf saman, Óla Alex-
ander og hann afa.
Gönguferðir með afa voru ekki bara
að setja annan fótinn fram fyrir hinn,
heldur voru oft reynslu- og þjóðsögur
með í ferðunum, auk fjölda ótrúlega
spennandi fróðleiksmola um heima og
geima. Hann hafði líka mjög gaman af
því að hreyfa sig með okkur í alls kyns
bolta- og eltingaleikjum. Barnatíminn
og teiknimyndir voru algerlega óþörf
uppfinning ef afi var nálægt.
Við eigum stóran fjársjóð af minn-
ingum um elskulegan, þolinmóðan,
hugmyndaríkan, orkumikinn, glaðan
og yndislegan mann sem við erum svo
óendanlega heppin að hafa átt að sem
afa.
Við söknum þín, elsku afi, en við vit-
um að þú ert á góðum og ástríkum
stað, já, líklega að bralla eitthvað snið-
ugt með honum Óla Alexander fílí
bomm bomm bomm.
Skúli Franz, Heiðrún
og Árni Bragi.
Það eru áttatíu og átta ár síðan hann
bróðir minn var borinn í þennan heim.
Það er vissulega langur tími sem nam
staðar við andlátið hans að sunnudags-
morgni. Eftir það lá leiðin hans til þess
tilverustigs sem hann verðskuldaði. En
örlögin vildu hafa þetta svona.
Við þessi vegamót er gott að hlusta á
rödd hins liðna. Hann var alinn upp í
foreldrahúsum við gott atlæti svo það
var engin tilviljun að dygðirnar voru
honum gefnar, ekki síður en augun
bláu. Já, tíminn leið í áhyggjuleysi og
hann varð fullorðinn, gekk í Verslunar-
skólann, starfaði á skrifstofu Tollstjór-
ans, en varð síðar deildarstjóri fram að
aldursmörkum hjá Olíuverslun Ís-
lands. Um störf hans má margt gott
segja en erfitt verður að finna réttu
orðin. Frístundirnar notaði hann fyrir
áhugamálin sem mörg voru. Lengi
stundaði hann skíðaiðkun og átti þar
marga vini sem flestir eru nú komnir
undir græna torfu. Skrifaði sögur
skíðaferðanna, tyllti tánum á ýmsa af
jöklum landsins, svo orti hann kvæði
og málaði mörg málverk sem hann gaf
vinum sínum og frændliði og ekki má
gleyma kenningum hans um bús-
áhyggjur goðanna í Ásgarði sem aðrir
eiga vafalaust eftir að fjalla um.
Hvar sem hann fór um landið las
hann fjöllin, hlustaði á söng fuglanna
og heima við ræktaði hann blómin, allt
frá fjólum og vínberjum upp í dalíur
sem hann færði vinum sínum á hátíð-
arstundu.
En hann var hamingjumaður sem
leiddi ástríka brúði sína Jóninnu Mar-
gréti fram á gólfið fyrir sextíu og tveim
árum og með henni eignaðist hann
fjóra syni, allt myndarmenn. Fjöl-
skyldan var honum afar mikils virði og
ég veit að hann var afar þakklátur
konu sinni fyrir þá umhyggju og alúð
sem hún sýndi honum í hans löngu
baráttu allt þar til yfir lauk.
Öllum sem þekktu hann þótti vænt
um hann, enda var hann af hjarta lít-
illátt ljúfmenni og rödd hans var svo
hlý að ástæða var til að spyrja:
Hvaða heillastjarna var það sem
beindi för hans hingað til okkar?
Ólafur Pálsson.
Nú hefur Franz frændi okkar kvatt
þennan heim eftir langa og farsæla
ævi.
Ef við systkinin ættum að lýsa hon-
um föðurbróður okkar í fáum orðum
myndum við gera það þannig: ,,Hann
Franz var góður og heilsteyptur mað-
ur og lifði lífinu einstaklega fallega.“
Franz var glæsilegur maður og
gæddur mörgum hæfileikum. Hann
var ákaflega hógvær og hafði lag á að
láta aðra njóta sín án þess að trana sér
nokkurn tíma fram.
Franz var mikill náttúruunnandi,
ræktaði sinn garð af alúð og smekkvísi
og stundaði fjallaferðir fram á efri ár.
Hann fékkst við listir í frístundum sín-
um, málaði og teiknaði og liggja eftir
hann mörg falleg myndverk sem munu
verða afkomendum hans dýrmæt.
Bræðurnir Franz og faðir okkar
áttu sumarbústaði ásamt konum sín-
um að Ási við Ástjörn í Hafnarfirði þar
sem þau dvöldu með okkur börn sín á
sumrin á þeim árum þegar Reykjavík
var enn ógróin og rykmettuð. Á vorin
var pakkað niður öllu því sem þurfti til
að geta dvalið þarna fram á haust eða
þar til hver berjaþúfa var fullnýtt.
Franz ræktaði skóg í hinu hrjóstr-
uga landi kringum rauða bústaðinn
sinn, smíðaði handa okkur börnunum
leiktæki, hús búið húsgögnum og ekki
síst heilmikla flugvél, Ásfaxa, með sæt-
um fyrir marga farþega. Þarna skap-
aðist heill ævintýraheimur sem var
engu líkur, og þótt flugvélin hefði ekki
þá eiginleika sem þyrfti til að lyftast
frá jörðu, flaug hún hugarflug um víða
veröld með allan krakkaskarann, sam-
anlagt ellefu bræðrabörn auk ótal
gesta.
Franz hefur verið okkur fyrirmynd
að því hvernig er hægt að lifa lífinu fal-
lega með því að njóta alls þess góða
sem lífið veitir og gefa af því sem mað-
ur getur sjálfur veitt. Hann gaf okkur
dýrmætar æskuminningar sem munu
verma okkur þegar árin færast yfir.
Fyrir allt þetta og trygga vináttu
þeirra hjóna viljum við þakka.
Systkinin í Brekkugerði 4,
Björn, Sigríður, Marta,
Unnur, Páll, Kjartan og Sveinn.
Vinur minn Franz Pálsson er látinn.
Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir
sjötíu árum eða veturinn 1935 í skíða-
ferðum í KR-skálann í Skálafelli. Við
tengdumst síðan traustum vináttu-
böndum, þegar við unnum að stækkun
KR-skálans árið 1939. Við fórum þá
ásamt öðrum félögum öll þriðjudags-
kvöld og allar helgar upp í Skálafell til
þess að bera efnivið í skálann á bakinu
upp fjallið og síðan til smíðavinnu.
Franz hélt nákvæma dagbók um lífið
og starfið í Skálafelli á þessum árum
enda bæði vel ritfær og hagmæltur.
Þessar bækur eru nú merk heimild um
fyrstu ár starfsemi Skíðadeildar KR.
Á þessum árum fengum við áhuga á
óbyggða- og jöklaferðum ásamt þeim
bræðrum Árna og Þórhalli Stefáns-
syni, sem báðir eru látnir. Fyrstu ferð-
ina fórum við á Tindfjallajökul árið
1939. Útbúnaðurinn var ekki upp á
marga fiska á þeim árum. Við fórum
með tjald en áttum hvorki botn í það né
vindsængur. Notuðum við búta af
tjörupappa sem undirlag undir svefn-
pokana á snjónum. Tindfjallaferðir
urðu síðan fastur liður í tilverunni í
áratugi í góðra vina hópi. Ég minnist
þess alltaf, þegar við Franz gengum á
tindinn í tuttugasta sinn. Þá dró Franz
kampavínsflösku og ekta kristalglös
upp úr bakpokanum. Kampavín skyldi
ekki drukkið úr neinum glerglösum við
slíkt tækifæri.
Á ferðum okkar var aldrei slæmt
veður. Annað hvort var útiveður eða
spilaveður. Oft var spilaður bridge
heilu sólarhringana í þessum ferðum
og við héldum spilaklúbbnum áfram
fram á síðustu ár.
Síðasta ferð okkar Franz var farin
vestur í Aðalvík. Sonur Franz, Páll,
stýrði för en hann var þá fyrir löngu
orðinn fastur félagi í spilaklúbbnum.
Ég sendi Jóninnu og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur og
þakka mikla vináttu þeirra alla tíð.
Blessuð sé minning Franz E. Páls-
sonar.
Einar Sæmundsson.
Mér finnst við hæfi að ég kveðji
Franz Pálsson samstarfsmann minn til
margra ára með nokkrum orðum. Við
hittumst fyrst 1. marz 1987 daginn sem
ég hóf störf hjá Olís. Samstarf okkar
var í fyrstu ekki náið fyrr en um ára-
mótin 88-89 þegar ég tók við starfi
hans í nokkrar vikur þegar hann fór í
langferðalag ásamt Páli syni sínum,
m.a til Nýjasjálands. Þá fyrst kynntist
ég verkum hans hjá Olís og tel ég að ég
hafi haft mikinn lærdóm af því. Á þess-
um fyrstu árum kynna okkar voru tölv-
ur ekki orðnar eins snar þáttur í starfi
okkar eins og þekkist í dag en samt var
nokkuð fullkomið tölvukerfi í Olís og
fannst mér Franz vera algjör töfra-
maður í að notfæra sér þessa tækni þó
að hann væri á þessum árum orðin sjö-
tugur. Franz eyddi ekki deginum í
snakk eða óþarfa símtöl, hann sökkti
sér í vinnuna af krafti og stundum þeg-
ar ég þurfti eitthvað mikið að segja
fékk ég vinsamlega ábendingu um að
hann þyrfti að fara að vinna.
Franz var mikill útivistarmaður og
þekkti land sitt betur en flestir. Í starfi
sínu sem innkaupastjóri var hann í
samskiptum við erlenda aðila og voru
þar helst sölumenn frá BP og Mobil
sem komu oft til landsins og eins fór
Franz til útlanda í erindum Olís. Oft
komu fyrir alls konar villur í reikning-
um frá þessum risafyrirtækjum en
Franz var með vakandi auga fyrir því
og man ég oft eftir að sölumennirnir
kvörtuðu undan heimsóknunum hing-
að, ekki vegna þess að illa væri tekið á
móti þeim því það kunni Franz, hann
fór með gestina út og suður og kom
fyrir að hann fór með þá í fjallgöngur
og var hann þá sprækastur allra en
þegar gestirnir sem oftast voru vanari
sléttum götum borganna komust á
toppinn beið Franz eftir þeim og hafði
þá kastað mæðinni og beið eftir gest-
inum og verðlaunaði hann með brjóst-
birtu. Aðalumkvörtunarefni sölumann-
anna var þegar Franz lagði fyrir
gestina allar villurnar sem gerðar
höfðu verið í reikningum síðasta árs og
man ég mest eftir mörg þúsund dollara
kröfu sem Mobil varð að endurgreiða
til viðbótar við kostnaðinn við að senda
mann til Íslands.
Franz var með græna fingur og átti
góðan garð sem hann var duglegur við
að hugsa um og þegar hann vissi að ég
væri að byggja mér bústað var hann
strax tilbúinn með hríslur fyrir mig og
kom með mér til að pota þeim niður og
hafa þær vaxið vel. En nú er komið að
leiðarlokum Franz hefur kvatt þennan
heim eftir langan og heillaríkan starfs-
dag. Hann skilur eftir sig góðar minn-
ingar um heilsteyptan og samvisku-
saman samstarfsmann. Ég þakka fyrir
að hafa fengið að kynnast honum. Að-
standendum öllum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Ingólfur Kristmundsson.
Það var mín heppni að fá að kynnast
Franz Pálssyni er hann slóst í för með
okkur Hjalta syni hans í nokkrar ferðir
á gullleitarárunum í byrjun síðasta
áratugar. Franz var einkar ljúfur í við-
kynningu, vanur fjallamaður og ferða-
garpur af gamla skólanum sem lét ekki
árin aftra sér þátttöku í miserfiðum
gönguferðum í Hoffellslandi í Horna-
firði og víðar, heldur naut líðandi
stundar og miðlaði af reynslu sinni.
Svo tók hann sér dagshvíldir á milli og
dvaldi með sjálfum sér og list sinni í
guðsgrænni náttúrunni. Afrakstursins
fengum við svo á njóta í náttstað að
kveldi, hvort heldur var í naturskúlp-
túr í tré og stein, glettnu ljóði um gull-
leitarmenn eða góðum sögum. Franz
var sannkallaður lífskúnstner í þessum
ferðum, gleðigjafi með glettni í lista-
mannsauga. Svo barst það eitthvað í
tal varðandi skúlptúr náttúrunnar að
einn staður á landinu væri öðrum
merkari í þeim efnum, því þar mætti
sjá sjálfa Valhöll, Bifröst, einherjana
og öll helstu goðin, Óðin í Hliðskjálf
með hrafnana báða, hafra Þórs og gölt-
inn Freys, og geitina Heiðrúnu á þak-
inu. Það er nú reyndar svo með jarð-
fræðinga að þeir horfa með öðrum
augum á náttúruna en aðrir dauðlegir
menn, og þurfa því að setja sig í alveg
sérstakar stellingar til að sjá listaverk-
in í klettum og klungri, sífellt með ein-
faldar og heldur flatar skýringar á
flestu því sem andinn nemur og augað
sér, og allt annað af þeim talið hálfgert
fimbulfamb. Fór þó svo að við bund-
umst fastmælum við Franz að hann
hitti okkur síðar um sumarið, eða hvort
það var hið næsta, norður í landi, til að
sýna okkur jarðfræðingunum öll her-
legheitin í goðheimum, og hvar annars
staðar en við sjálfan Goðafoss. Franz
keyrði á móti okkur að mig minnir, alla
leið úr bænum norður í land, og hitt-
umst við austan við Skjálfandafljót, því
þar gefst betri sýn í goðheima. Við
jarðfræðingarnir búnir að taka niður
jarðfræðingsgleraugun og stilla á aðra
bylgjulengd. Og viti menn þar var
Hliðskjálfin, Óðinn og hrafnarnir. Ein-
herjar spjótum prýddir, vestan ár,
hersing mikil í stuðluðu berginu. Bif-
röst á sínum stað, æstæð í sólskini. Og
svo fengum við litið Aurboðu Gymis,
eða hvort það var hann sjálfur, því svo
var hún forkunnarfögur hún Gerður að
annað gleymdist um stund, þarna í
sjálfu hásætinu sem Freyr forðum. Og
inntakið hjá Franz, skyldi ekki höfund-
urinn hafa þurft fyrirmynd að goð-
heimum. Ógleymanleg stund og inni-
haldsrík, hálfgerð Gylfaginning fyrir
okkur alsjáandi. Og svo settum við
gullgrafararnir upp jarðfræðingslins-
urnar á ný og héldum norður á Flat-
eyjardal, en Franz sína leið. Það var
gott að kveðja góðan mann á björtum
degi með þökk í huga.
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda allra.
Guðmundur Ómar Friðleifsson.
Komið er að kveðjustund, elsku afi.
Við minnumst samverustunda okk-
ar sem bæði voru fjölbreyttar og gef-
andi. Þar má nefna fjörugar fjöruferð-
ir, skemmtilegar skákstundir og
spennandi sparkleiki sem fram fóru úti
í garði. Þangað var ávallt ljúft að koma,
enda nostraðir þú við garðinn af svo
mikilli alúð, að jafnvel eplatréð bar
ávöxt! Að auki kynntumst við hinni list-
rænu hlið sem áberandi var í fari þínu.
Gaman var að sjá hvernig þú nýttir
þér náttúruna og fegurð hennar við að
skapa hin ýmsu listaverk, líkt og
Granaskjólið ber vitni um. Við vorum
lánsöm að taka þátt í því sköpunar-
ferðalagi og var ímyndunarafl okkar
virkjað með myndlist og hvers kyns
föndri í kjallaranum góða.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir þess-
ar stundir og munum við varðveita
þær í hjarta okkar. Nú ert þú á nýjum
slóðum og við vitum að þú munt fylgj-
ast með okkur þaðan.
Þar sem goðafræðin var þér afar
hugleikin þykir okkur við hæfi að birta
eftirfarandi ljóð úr Völuspá:
Sal sér hún standa
sólu fegra,
gulli þaktan
á Gimlé.
Þar skulu dyggvar
dróttir byggja
og um aldurdaga
yndis njóta.
Þín barnabörn
Gunnar Páll, Hildur og María.
Kveðja frá skíðadeild KR
Skipulögð skíðaiðkun KR-inga hófst
með stofnun ferðanefndar árið 1934 og
að frumkvæði stjórnar fóru félagar,
bæði karlar og konur, að æfa reglulega
og keppa fyrir hönd félagsins. Skíða-
deild KR var formlega stofnuð 1936 og
tók hún þá við starfi ferðanefndar og
aðalstjórnar. Fyrsta stórátakið var
bygging skíðaskála í Skálafelli haustið
1936. Myndaðist þar harður og fjöl-
mennur kjarni, allt að hundrað ein-
staklingar, sem héldu hópinn og lögðu
grunninn að skíðaíþróttinni hjá KR. Á
meðal þessara einstaklinga var Franz
Pálsson verkfræðingur.
Skíðadeildin hefur löngum verið ein
af styrkustu stoðum KR. Ekki aðeins
vegna þess að þegar best hefur gengið
hefur hún átt nokkra af bestu skíða-
mönnum Íslands heldur fyrir fé-
lagslegan þroska og styrk. Franz til-
heyrir þeim hópi karla og kvenna sem
gaf okkur grundvöll og stolt. Hann var
brautryðjandi og baráttumaður í mál-
efnum skíðaíþróttarinnar ekki bara
innan KR heldur allrar íþróttahreyf-
ingarinnar.
Í merkilegum dagbókarskrifum
Franz frá skíðaferðum í Skálafellið á
árunum 1936–1940 kemur skýrt fram
hversu samhentur og sterkur hann var
sá hópur karla og kvenna sem byggði
upp og mótaði alla aðstöðu sem við öll
njótum í Skálafellinu í dag. Nokkrir fé-
lagar Franz tóku sig til og gáfu þessar
dagbækur út fyrir nokkrum árum síð-
an. Þar skín í gegn sú samheldni og sú
gleði sem einkennt hefur starfið síðan.
Franz tók þátt í því að opna augu
landsmanna fyrir óumdeildum kostum
skíðaiðkunar sem fjölskylduíþróttar og
sem hollrar útivistar.
Félagar hans í skíðadeild KR votta
honum virðingu og þakklæti fyrir
ómetanleg störf í þágu skíðaíþróttar-
innar í landinu. Fyrir hönd allra félaga
í skíðadeild KR vil ég votta aðstand-
endum hans innilega samúð við fráfall
þessa merka manns.
Jóhannes Þórðarson,
formaður skíðadeildar KR.
FRANZ EDUARD
PÁLSSON