Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 35

Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 35 MINNINGAR ✝ Kjartan Ólafs-son fæddist í Reykjavík hinn 27. apríl 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 24. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Gísli Ólafs- son verkstjóri, fæddur á Hlaðseyri við Patreksfjörð 23. janúar 1907, d. 10. desember 1978, og kona hans Ólafía Þorgríms- dóttir, verkakona, fædd í Miðhlíð á Barðaströnd 6. febrúar 1915, d. 10. júní 2003. Systkini Kjartans eru Hrafn- hildur, f. 1.8. 1945, Bolli, f. 3.7. 1947, og Jóhann, f. 11.12. 1953. Kjartan skilur eftir sig unn- ustu sína, Sigríði A. Stefánsdóttur, f. 15.2. 1956, ásamt fjórum börnum af fyrri sambúð. Þau eru: 1) Ólafur, f. 14.12. 1966, sambýlis- kona hans er Unn- ur Edda Hjörvar, f. 29.12. 1970. 2) Una Dögg, f. 17.6. 1976, sambýlis- maður hennar er Davíð Tryggva- son, f. 10.12. 1975, þeirra börn eru Adam Elí, Ilmur Dís og Sóley Klara. 3) Birta, f. 27.5. 1978, dóttir hennar er Emma. 4) Máni, f. 25.3. 1989. Útför Kjartans verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag er til moldar borinn vinur minn Kjartan Ólafsson, drengur góður. Örlögin höguðu því þannig að við Kjarri eins og hann var ávallt kallaður hittumst fyrst úti í Bombey á Indlandi fyrir um 35 ár- um. Ég vann þá á sænsku skemmtiferðarskipi en hann á norsku sem bæði höfðu viðkomu í Bombey. Líða svo árin án þess að við fréttum neitt hvor af öðrum fyrr en þann dag er sameiginlegur vinur okkar, Jón Þór, ætlaði að kynna okkur. Þá hlógum við og féllumst í faðma og þökkuðum hvor öðrum fyrir síðast og útskýrðum fyrir vini okkar okkar fyrstu kynni í Bombey. Árið 1975 réð ég mig til sjós á bát frá Stykkishólmi en þá vandi ég komu mína í Höfðabæinn til Kjarra sem hann var þá að gera upp. Þá kom glögglega í ljós hversu mikill listasmiður hann var, þar skiptu millimetrarnir máli og útsjónarsemin vakti undrun. Um vorið sáum við bátinn Felix sem við féllum alveg fyrir. Bátur- inn var falur en við urðum að vera þrír eigendur að honum eins og alltaf hafði verið. Fengum við þá Einar Má vin okkar í lið með okk- ur. Þegar kaupin voru afstaðin og innsigluð með handabandi fengum við nafnbótina Fellarnir, en sú nafnbót fylgdi þeim sem áður höfðu átt þennan bát. Kjarri var skipaður skipstjóri Fellans, enda þrælvanur til sjós og sá eini okkar með réttindi og þekkti nokkuð til í Breiðafirði. Síðan kölluðum við hann alltaf „karlinn“. Við vorum yfirleitt með aflahæstu bátum hvort sem var á handfæri eða grá- sleppu. Í dag er ég eini eftirlifandi Fellinn. Takk fyrir þennan tíma, strákar. Eftir Fella-árin kom Kjarri til Reykjavíkur og keypti sér sinn fyrsta bíl. Fræg er sú ferð sem við Bjarni Freyr, sonur minn, fórum með Kjarra hringinn í kringum landið. Við Lónið hittum við fólk sem ég kannaðist við og fórum við í samfloti með þeim til Akureyrar. Tjölduðum við á nokkrum tjald- stæðum á leiðinni. Á þessu ferða- lagi fengum við viðurnefnið „strák- arnir í gula tjaldinu“. Í þessum hópi var ung kona, Eva, en þau Kjarri felldu hugi saman í þessari ferð. Seinna giftu þau sig og ég var svaramaður hans. Um tíma vann ég með Kjarra í Leðursmiðjunni hjá Kalla Júl og varð Kjarri síðar meðeigandi hans. Í þeirri vinnu kom vandvirkni hans og natni í ljós. Eftir það stofnuðu þau Eva sitt eigið leðurfyrirtæki, Skrydduna. Þar sýndi Kjarri list sína í fatasaumi og meðhöndlun leðurs. Listrænir hæfileikar Kjarra komu enn einu sinni fram þegar hann umbreytti allri íbúðinni sinni í Miðtúni. Þegar einhver í vinahópnum hans keypti sér íbúð var hann gjarnan fyrsti maður á svæðið og bauð aðstoð sína við lag- færingar og hætti ekki fyrr en allt var klappað og klárt. Við Kjarri vorum saman í ferða- hópi ásamt fleira góðu fólki sem kunni að meta fegurð Þórsmerk- urinnar, fjallgöngur og samveru. Margar stórkostlegar nýár- sveislur hélt Kjarri fyrir ferðahóp- inn okkar. Hann hélt mikilli tryggð við hópinn og þótti mikilvægt að halda honum saman. Ferðahópur- inn hefur farið inn í Þórsmörk og síðar inn í Bása með mikilli til- hlökkun í septemberlok í meira en þrjátíu ár. Fyrstu árin okkar inni í Básum vorum við eina fólkið á staðnum. Kjarri sagði þá oft að sá tími væri sem himnaríki á jörð. Hann naut sín þar vel með okkur vinum sínum og fjölskyldu og var eins og fjallageit út um allt. Fáir eru þeir fjallatopparnir sem hann hafði ekki náð að fara upp á þar innfrá. Um helgina fór ferðahópurinn inn í Bása þá ferð sem Kjarri ætl- aði í og hafði undirbúið áður en hann dó. Við héldum þar fallega minningarathöfn um hann í fallegu umhverfi og yndislegu veðri. Kæri vinur, einhvern veginn er ég viss um að þú hafir verið þar meðal okkar. Elsku vinur, ég vil þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar og tryggðina sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni. Elsku Sigga, Óli, Birta, Una Dögg og Máni, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Kristján Vídalín og fjölskylda. Hann sat þarna úti í horni á kaffi Tröð, nýkominn frá Danmörku. Síða loðkápan vakti athygli enda sveif andi hippamenningarinnar yf- ir vötnunum þetta föstudagssíð- degi. Kunningi minn kynnti okkur og vakti Kjartan strax áhuga minn og hlustaði ég með athygli á frá- sagnir hans af lífinu í Kaupmanna- höfn og siglingum hans sem háseti á skemmtiferðaskipi um öll heims- ins höf. Ekki óraði mig fyrir því þá að hann ætti eftir að verða einn af mínum bestu og tryggustu vinum. Þegar ég lít til baka þá eru það samvistir við Kjartan úti í nátt- úrunni sem eru hvað eftirminnileg- astar og eru bláa úlpan og hvíta lopapeysan órjúfanlegur þáttur þeirra minninga. Þessar stundir voru ófáar enda var Kjartan ötull forystumaður ferða- og vinahópins – skemmtilegur leiðtogi sem öllum þótti vænt um. Hvort sem leiðin lá upp á Útigönguhöfða eða niður í fjöru á Snæfellsnesi voru börnin ávallt með í för. Krakkarnir hænd- ust nefnilega að karlinum og nutu nærveru hans, ekki síst þegar hann miðlaði af reynslu sinni og sagði þeim sögur frá því hann var á sjó eða í sveit. Kjartan naut þess að láta verkin tala. Sérhvert verkefni sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann af sömu vandvirkninni og vafðist fátt fyrir honum. Mátti einu gilda hvort um var að ræða múrverk, leður- saum, smíðar eða málaravinnu; allt lék þetta í höndunum á drengnum. Í steypuvinnu undir Eyjaföllum í fyrra bar hann af í dugnaði sínum og ósérhlífni. Ber að ofan í blíðunni tók hann af okkur yngri mönnun- um völdin og dreif verkið áfram af sínum einstaka eldmóði. Kjartan sannaði nefnilega að aldur er afstæður og raunar var búið að ferma hann þegar ég kom í heiminn. Samt var ekkert í útliti hans eða atgervi sem benti til þess að á næsta ári yrði hann löggiltur eldri borgari. Þó fór svo að lokum að „krabbakerling“, eins og hann kallaði vágestinn, bankaði upp á og nú er baráttu þeirra lokið. Aldrei framar mun kveða við í dyrasíma á Laugarnesveginum: „Komdu!“ eins og jafnan þegar ég heimsótti Kjartan. Ótímabært brotthvarf hans er mikill harmur fyrir okkur sem umgengumst hann; í árlegu nýársboðunum, við varðeld í Þórsmörk eða bara fyrir fram sjónvarpið þar sem við horf- um saman á góðum stundum á jafnöldru hans, Tinu Turner, í léttri sveiflu á tónleikum. Nú er ferðin á enda og að leið- arlokum sendir fjölskyldan öll ást- vinum Kjartans innilegar samúðar- kveðjur. Sævar Guðbjörnsson. Tignarlegt umhverfi Þórsmerk- ur laðar fram náttúruvætti vegna einstæðrar fegurðar í stórbrotnu landslaginu svo ekki sé minnst á haustlitina og stjörnubjartan him- ininn. Slík fegurð laðar einnig fram innri fegurð mannsins og um leið sterkar tilfinningar, svo sem ein- læga vináttu og traust, sem aldrei verður mælt að verðleikum. Leiðir okkar Kjartans lágu fyrst saman þegar við bjuggum á slóðum Grettis og Njáls í miðborg Reykja- víkur. Þar hittumst við af og til og áttum saman góðar stundir með ungum dætrum okkar sem við eignuðumst um svipað leyti. Síðan skildu leiðir og þá hvarflaði ekki að okkur að við ættum eftir að deila nákvæmlega sömu reynslu með sonum okkar, næstum heilum ára- tug síðar eða svo. Þórsmörkin hafði heillað lítinn hóp sem tók sig til og safnaði sam- an vinum og kunningjum í heila rútu. Þessi hópur féll ótrúlega vel saman með ungviði sínu strax frá upphafi og hefur átt dýrmætar stundir saman æ síðan. Hér sýndir þú og sannaðir, elsku Kjarri, að þú varst ekki aðeins aldursforseti heldur um leið sannkallaður mátt- arstólpi og þúsundþjalasmiður. Leður, skinn, timbur eða hvað ann- að. Allt lék í höndunum á þér! Mörkin, Nesið og nýárskvöld, það voru stundir stundanna! Um tíma þess á milli öxluðu stoltir feður litlu drengina sína all- ar helgar í gönguferðir um hinar ýmsu jarðir Reykjavíkurumdæmis, sem ævinlega enduðu á Baldurs- götunni með heitu kaffi og spjalli fyrir feðurna, en kakó og leik fyrir synina. Til að víkka sjóndeildar- hringinn enn frekar var farin eft- irminnileg ferð með synina unga til að berja Látrabjarg augum og njóta þess að vera feður – saman! Við látum hugann einnig reika að Egilsá, eða heim að Hólum þar sem Maríulaxinn var veiddur, á Akur- eyri eða heim í Sigtún, en þaðan eigum við svo margar dýrmætar stundir saman að minnast. Með drengjunum okkar tókst síðan sama dýrmæta vináttan. Ef spurt var of náið um það sem þeim fór á milli var svarað: „Mamma, okkur gengur ágætlega að þegja saman.“ Hjá ykkur á Laugarnesveginum átti Steini síðan sitt annað heimili og fyrir það er hann afar þakk- látur. En eins og hér á norðurhjaran- um skella á byljir án nokkurs fyr- irvara og allt í einu skiptust á stundir vonar og ótta. Þær fregnir sem við fengum nýverið komu sem þruma úr heiðskíru lofti. Allt virt- ist ganga eins og best væri hægt að óska sér í þessari erfiðu stöðu. Við kvöddumst síðast með bros á vör, jákvæð og bjartsýn og umfram allt ákveðin í að hittast næst í Mörk- inni, enda hafðir þú lagt þig fram við að safna sem flestum saman til ferðarinnar. Aldrei hvarflaði að okkur þá að þetta yrði í síðasta sinn sem við hittumst yfir góðu spjalli. Í lífi þínu, sem okkar hinna, hafa skipst á skin og skúrir. Börnin, barnabörnin og fjölskyldan hafa verið þér eitt og allt um árabil. Eft- ir einveru um stund hrepptir þú sannkallaðan lottóvinning ástar og vináttu, hana Siggu, og augljóst var að þær tilfinningar voru gagn- kvæmar. Saman áttuð þið dýrmæt- ar ánægjustundir en einnig stundir mikillar sorgar, en stóðuð við hlið hvort annars í blíðu og stríðu. Von- andi eiga minningarnar um góðu stundirnar eftir að ylja þér, Sigga, og sefa um leið sárustu sorgina. En þótt þér hafi ekki enst aldur til að fara með okkur í ferðina fyr- irhuguðu að þessu sinni, sjáum við þig, kæri vinur, horfa á stjörnurn- ar og fjallahringinn með okkur hin- um í Þórsmörkinni. Þú veist að á slíkum stundum munt þú ætíð dvelja í hugum okkar. Elsku Máni, Birta, Sigga, Óli, Una, Davíð og fjölskylda. Eftir stöndum við full sorgar og sakn- aðar, en erum um leið þakklát fyrir að hafa fengið að eiga svo dýr- mætan vin. Helga, Ásgeir, Þorsteinn, Perla og Sverrir. Kjartan Ólafsson er með eftir- minnilegri samferðamönnum. Fyrst sá ég hann snaggaralegan með sóp á lofti í Ljónahúsinu í Kristjaníu í Kaupmannahöfn, þar sem hann var þá heimilisfastur. Þótti honum nóg um umgengnis- hætti sumra sambýlismanna í Stínu. Kjartan hafði langa reynslu af sjómennsku um heimsins höf, þar sem hreinlætis og reglusemi er krafist. Hann var líka frumkvöðull á Íslandsgangi Ljónahússins um reglulegar máltíðir og uppvask. Best kynntist ég Kjartani þegar við vorum samtíða í Stykkishólmi. Hann sótti sjóinn og var umtalaður í þorpinu fyrir hreinlæti, nánar til- tekið þann lítt þekkta sið að fara daglega í sturtu. Þá var olíu- eða rafkynding í húsum og heitt vatn sparað. Allir í Hólminum vissu að Kjart- an var vildissmiður, á Höfðagöt- unni hafði hann gert upp einsamall gamalt timburhús, áður en slíkt komst verulega í tísku. Hinir þaul- reyndu tré- og skipasmiðir í Hólm- inum áttuðu sig á því hvað bjó í Kjartani og föluðust ítrekað eftir honum til vinnu. En Kjartan gat ekki hugsað sér að vinna vélræn störf eða eftir stífri klukku. Hann vildi frelsi, var lífslistamaður og gerði það sem hann langaði til. Kjartan sagði líka hreinskilnis- lega skoðun sína, oft fremur rót- tæka og afdráttarlausa. Hann kynnti mann fyrir tilbrigðum í mannlegri hugsun og framkvæmd, var óþreytandi að auðga tónlist- arreynsluna og líklega fyrstur Hólmara til að dá Bob Marley, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir allt þetta er maður þakklátur. Kjartan átti með félögum sínum Einari Má Guðvarðarsyni og Krist- jáni Vídalín Jónssyni bátinn Felix. Stunduðu þeir m.a. grásleppuveið- ar á bátnum frá Stykkishólmi og voru þekktir sem „Fellarnir“. Bæði Kjartan og Einar Már eru nú látnir fyrir aldur fram, sómamenn miklir og hæfileikaríkir, sem höfðu var- anleg áhrif á samferðamenn sína. Er þeirra beggja sárt saknað og óskað blessunar Guðs. Ólafur H. Torfason. Elsku vinur. Þú lifir í hjörtum okkar allra. Deyr fé, deyja frædur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ferðahópurinn. KJARTAN ÓLAFSSON Elskuleg eiginkona mín og systir, HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Bjarmalandi, Hörðudal, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 25. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 5. október kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Kristinsson, Snorri Einarsson. Sambýlismaður minn, KRISTJÁN MIKKAELSSON, Flekkudal, Kjós, varð bráðkvaddur laugardaginn 1. október. Fyrir hönd ættingja og vina, Guðný G. Ívarsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓNSSON frá Mannskaðahóli, andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 1. október. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Egilsdóttir, Egill Hermannsson, Juthama Baopila, Einar Halldórsson, María Jóhannsdóttir, Jón Halldórsson, Erla Eyjólfsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Óskar Stefánsson, Björn Gísli Halldórsson, Svandís Jónsdóttir, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Bjarni Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.