Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 36

Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gyða Steinsdótt-ir fæddist í Flat- ey á Breiðafirði 24. apríl 1914. Hún and- aðist á Elliheimilinu Grund 23. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Ágúst Jónsson, f. á Höfða í Dýrafirði 22. ágúst 1879, d. 10.10. 1969, og Katrín Þórðardótt- ir, f. í Reykjavík 11. desember 1886, d. 27. október 1966. Fósturbróðir Gyðu var Jóhann Kristjánsson, f. 4. október 1922, d. 10. janúar 1987. Gyða giftist 24. september 1942 og Ísak Örn. 2) Hanna María, f. 23. nóvember 1947, maki Sigurður Pálsson. Börn: a) Svava, börn hennar: Gísli Örn, Aron Már og Sigurður Bjarki. b) Fríða María, maki Sigurður Steindórsson, börn þeirra: Steindór, Stefán Páll og Hanna María. 3) Katrín, f. 18. jan- úar 1950, maki Gunnar Sveinsson. Börn: a) Anna Bryndís, b) Eva Rós. Gyða ólst upp í Flatey á Breiða- firði. Hún lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1933 og var einn af stofnfélögum Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis. Hún hóf störf í fyrstu KRON-búðinni í Banka- stræti og lauk sínum starfsferli í þeirri síðustu, vöruhúsinu Dómus við Laugaveg. Gyða og Baldvin bjuggu í Kan- ada á árunum 1942 til 1946 og eftir það í Reykjavík, lengst af á Sól- vallagötu 7. Gyða verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Baldvin Helga Ein- arssyni, prentara, f. 31. ágúst 1915, d. 12. júní 2002. Foreldrar hans voru Einar Her- mannsson og Helga Guðrún Helgadóttir í Brekku við Brekku- stíg í Reykjavík. Gyða og Baldvin eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Steinn Ágúst, f. 16. mars 1946, skilinn. Börn hans: a) Einar Helgi, maki Sigríður Sig- urðardóttir, börn þeirra: Axel Ingi og Fanney Ósk. b) Gyða, maki Baldur Þorleifsson, börn þeirra: Steinn Ágúst (látinn), Tómas Helgi Væri ég tvítugs aldri á og ætti von til þrifa, mér ég kjósa mundi þá mega á Flatey lifa. (Skáld-Rósa.) Enn á ég, eyjan mín, yndið, sem gafstu mér, dýrasta drauminn minn dreymdan í faðmi þér. Barnsminnið blítt og hreint brosir við hverri hæð. Alls staðar sé ég sýn, svellur mér blóð í æð. (Jens Hermannsson.) Smátt og smátt er Flatey að missa börnin sín, börnin sem fæddust og ól- ust upp í Flatey á Breiðafirði. Að full- orðnast og flytjast að heiman er eðli- legasti hluti lífsins og var það vissulega hlutskipti allra þeirra sem fæddust í Flatey á fyrri hluta síðustu aldar. En römm er sú taug sem þessi fagra eyja bindur börnum sínum. Þú ert og verður ætíð Flateyingur hvar sem þú setur niður tjaldhæla þína og leggur upp í þitt lífsferðalag. Æðarkollan úar við strendur, ritan heldur uppi líflegum fuglasamræðum í björgum, lundinn horfir á þig með sínum prófastlegu augum og hin öldnu, vinalegu og litríku hús bjóða þig velkomin í Flatey. Að koma og dvelja í Flatey er ekki aðeins andleg upplifun heldur líkamleg endurnær- ing. Fjarri hraða og áreiti þéttbýlisins er það hvílíkur fögnuður og léttir að ganga á vit þess liðna, þar sem tíminn stendur kyrr og fegurðin hefur öðlast hlutdeild í himninum ef vísað er í og lagt út frá orðum Nóbelskáldsins í Heimsljósi. Að upplifa hina einu og sönnu Breiðafjarðarfegurð þegar kvöldsólin er að ganga blóðrauð til viðar er í reynd upplifun sem brennir sig inn í sérhverra sál. Megi sem flest- ir öðlast þessa andlegu upplifun og endurnæringu. Tengdamóðir mín, Gyða Steins- dóttir, fæddist í Flatey á Breiðafirði, þar sem hún ólst upp í fjölmennum vinahóp þar sem félagslífið og leikir barnanna blómstruðu. Ung lagði hún land undir fót og fór í Samvinnuskól- ann aðeins sautján ára en þrátt fyrir langa fjarveru var hún ætíð hinn eini og sanni Flateyingur. Alla tíð hélt hún ótrúlegum tengslum við Flatey. Hún vildi vita allt sem fram fór á „eyjunni sinni“. Hún hafði alla tíð ótrúlega gott samband við vini sína og kunningja í gegnum síma og með heimsóknum til að rifja upp gamlar minningar og leita frétta úr heimabyggð sinni. Þegar við höfðum lagt leið okkar í Flatey vorum við iðulega yfirheyrð um gang mála, hverjir hefðu verið í eyjunni, hvaða framkvæmdir væru á döfinni, hvernig fuglavarpið hefði tekist og hvort eitt- hvað fiskaðist á handfæri eða hvort lúðan væri að gefa sig á miðunum um- hverfis eyjuna. Umhyggjan og væntumþykjan fyr- ir Flateyjarkirkju var ætíð sönn og tær enda hafði faðir hennar, Steinn Ágúst, verið meðhjálpari þar í tugi ára. Til að sýna vilja sinn í verki var það hennar einlægasta ósk að rétta þessari fallegu en jafnframt fátæku kirkju hjálparhönd með myndarlegu fjárframlagi til minningar um for- eldra sína, Katrínu Þórðardóttur og Stein Ágúst Jónsson. Þetta auðnaðist henni að gera á afmælisdegi föður síns hinn 22. ágúst s.l. og var það henni mikil gleði og hugarró. Gyða dó með mynd af Flatey fyrir augum sér. Þar sér yfir Grýluvoginn og Silfurgarðinn, heim að húsinu hennar, Eyjólfshúsi. Flatey var hjá henni til hinstu stundar. Ég samgleðst þér, mín góða tengdamóðir, að nú hefur þú hitt á ný marga af þínum fjölmörgu brottförnu vinum og ættingjum úr Flatey. Við tengdafólk, ættingjar og vinir drúp- um höfði og leitum á vit minninganna á þessari stundu. Guð veri með þér. Þinn tengdasonur, Gunnar Sveinsson. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Við eigum margar góðar minningar um ömmu okkar og afa. Það er ótrú- legt hvað mikið breytist þegar þau eru horfin á braut. Margs er að minn- ast, þar á meðal jólaboðanna á Sól- vallagötunni, þar sem hver fjöl- skyldumeðlimur átti jólaskeið með sínu ártali til að borða frómasinn hennar ömmu með og síðan drukkum við krakkarnir jólaölið úr bílaglösun- um. Þegar við vorum lítil var skemmti- legast að fara með ömmu í göngutúr í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og þekkti maður orðið hvert leiði í garðinum eða því sem næst og var hún óþreytandi að segja manni frá hinum og þessum sem þar voru jarð- aðir. Einnig var alltaf til andabrauð og ófáar ferðirnar sem við fórum nið- ur að Tjörn. Henni var mjög umhug- að um að okkur yrði ekki kalt og einn- ig að við værum aldrei svöng. Minnisstæðust eru eggin í bollanum, royal-búðingurinn og hrísgrjóna- grauturinn. Í eldhúsinu á Sólvallagötunni var trappa sem við krakkarnir sátum allt- af í og fylgdumst með henni elda, vaska upp og steikja kleinur. Hún gerði bestu kleinur í heimi. Að fá að gista hjá ömmu og afa var toppurinn og var alltaf hugsað um okkur eins og kóngafólk. Áttu þau það gjarnan til að stinga einhverju að okkur þegar við vorum að kveðja eftir heimsóknir hjá þeim, fyrir bíómiða, ís eða einhverju sem þau vissu að okkur langaði í. Þau fylgdust alltaf mjög vel með okkur og studdu við bakið á okkur, t.d. fóru tvær okkar að læra á þverflautu og gaf afi okkur þá þverflautur svo við gætum sinnt náminu en afi var alltaf mikill tónlistaráhugamaður enda kominn af hljómlistarfólki. Mörg sumrin fórum við með þeim í ferðalög, út í Flatey, í sumarbústað í Bifröst eða á Illugastaði. Á Bifröst gengum við með ömmu á Grábrók, en hún var liðtæk við fjallgöngur á sínum yngri árum. Þær voru margar ferð- irnar sem afi fór með okkur á Löd- unni. Amma var merkileg kona. Hún var alin upp í Flatey á miklu mennta- heimili, þar sem margir merkir menn gistu, m.a. Halldór Laxness og var sagan um Ungfrúna góðu og húsið skrifuð á bernskuheimili hennar. Í Flatey var amma í essinu sínu enda alin þar upp og með þeim síðustu sem þar eru fæddir og alla tíð sló hjartað í Flatey enda átti hún sínar bestu minningar þaðan. Í hvert sinn sem eitthvert okkar fór vestur þurftum við að kasta kveðju á eyjuna. Hún hélt alla tíð mikið upp á allt og alla sem þaðan komu og nú síðast í ágúst á af- mælisdegi föður síns ánafnaði hún Flateyjarkirkju peninga í minningu foreldra sinna. Afi var minna fyrir útiveru en amma. Hann var hafsjór upplýsinga GYÐA STEINSDÓTTIR En til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé firr farinn. (Úr Hávamálum.) Við Dagbjört vorum konur á besta aldri þegar við vissum hvor af annarri í verkalýðshreyfingunni, í stjórnmálum og í kvennahreyfing- unni. ,,Frelsi, jafnrétti, bræðralag!“ – Það mátti ekki minna vera. Við leituðum farvega fyrir þessa hug- sjón okkar með misjöfnum árangri. Við vorum báðar í framvarðarsveit þessara hreyfinga, unnum saman, studdum hvor aðra og treystum hvor annarri. Við urðum góðar vin- konur og sú vinátta hélst ævina út og nú sakna ég vinar í stað. Dagbjört var sterk kona og skemmtileg. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ung gekk hún til liðs við verka- lýðshreyfinguna ásamt Björgvini bróður sínum og að honum látnum tók hún við formennsku í verka- lýðsfélaginu Bjarma á Stokkseyri og var þá eina konan á landinu sem var formaður í verkalýðsfélagi þar DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR ✝ Dagbjört Sig-urðardóttir fæddist í Hrauk í Stokkseyrarhreppi 3. september 1924. Hún lést á LSH við Hringbraut 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stokkseyr- arkirkju 3. septem- ber. sem bæði verkamenn og sjómenn voru saman í félagi. Þessi störf vann hún af trú- mennsku og baráttu- hug fyrir bættum kjörum verkafólks, félagslegum réttind- um og menningar- legri velferð. Dag- björt var kjarkmikil kona. Enda hafði hún í mörg horn að líta á lífsleiðinni. Hún var tvígift. Fyrri mann sinn missti hún frá fjórum ungum börnum sem hún með atgervi sínu sá farborða. Seinna giftist hún Ágústi Guð- brandssyni og með honum átti hún önnur fjögur börn. Ágúst var mikill öðlingur. Hann gekk börnum henn- ar í föðurstað og hann studdi konu sína til dáða svo hún gæti sinnt þeim félagsstörfum sem hún var kvödd til. Alltaf var Dagbjört mætt til funda þeirra sem við sóttum til Reykjavíkur og aldrei heyrði ég hana tala um að Hellisheiði hefði verið erfið eða næstum ófær. Þegar við vorum ekki önnum kafnar við að frelsa heiminn fórum við saman í ferðalög. Við fórum tvisvar sinnum til Kanada, í annað sinnið með viðkomu í Bandaríkj- unum. Þetta voru miklar ferðir og eftirminnilegar. Eitt sinn fórum við á kvennaráðstefnu í Ósló. Þá fór full vél af konum frá Íslandi, sem allar áttu sama erindi til Noregs, að sitja ráðstefnu um málefni kvenna. Þetta var bæði fræðandi og skemmtilegt umfram allt. Vor eða haust fórum við gjarnan nokkra daga í eitthvert sumarhús stéttarfélaganna ásamt vinkonu okkar Jóhönnu Jónsdóttur úr Kópavogi. Við vorum allar sam- herjar í verkalýðshreyfingunni og ræddum mikið um málefni líðandi stundar og þóttumst eiga ráð undir rifi hverju. Dagbjört stundaði íþróttir sem ung kona og alla tíð hafði hún mik- inn áhuga á íþróttum og þá sér- staklega fótbolta. Þær Jóhanna voru einu sinni gestir á heimili mínu þegar ólymp- íuleikar voru í beinni útsendingu og hófust fyrir allar aldir. Tveir drengir, barnabörn mín, gistu hjá ömmu sinni þessa nótt. Þegar ég kom á fætur um morguninn voru þau búin að horfa í nokkrar klukkustundir á leikana. Þeir minnast ennþá á þessar vinkonur mínar sem höfðu þennan brennandi áhuga á íþróttum. Dagbjört bjó á Stokkseyri nær alla sína ævi. Þar var baráttan háð við hina nær hafnlausu strönd og hinn endalausa útsæ. Í verkalýðs- stétt stóð hún í stormum sinnar tíðar. Stóð fyrir stóru heimili, ól upp átta börn og baráttan um brauðið stóð hvern dag, inni á heimilinu, í frystihúsinu eða í störf- um fyrir Bjarma. Nú er Dagbjört öll. Ljúflingur- inn hann Gúffi, sem lengst og best studdi hana situr nú eftir móður og þreyttur í elli sinni. Afkomendur hennar, stóri og fríði hópurinn, all- ir minnast hennar sem eiginkonu, móður, félaga og foringja. En til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé firr farinn. Hjartans þakkir fyrir líf hennar og starf. Einlægar samúðarkveðjur til Ágústs og allra ástvina hennar. Bjarnfríður Leósdóttir. Lokað Verslunin verður lokuð þriðjudaginn 4. október kl. 12.00-18.00 vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR. Kjötborg, Ásvallagötu 19. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JENS G. JÓNSSON, Flókagötu 56, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku- daginn 5. október kl. 15.00. Ingibjörg Karlsdóttir, Karl Jensson, Halldóra Hannesdóttir, Kristín Jensdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir. Minningarathöfn um ástkæran föður okkar, ERLING VIGFÚSSON óperusöngvara, verður haldin í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 6. október kl. 13.00. Marta J. Erlingsdóttir Klein, Íris Erlingsdóttir, Guðný K. Erlingsdóttir, Lára B. Erlingsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, amma og systir, HREFNA INGIMARSDÓTTIR íþróttakennari, frá Hnífsdal, Skólagerði 3, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 5. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Stefán Þór Ingason, Einar Ingi Sigmarsson, Sigmar Þór Ingason, Sigríður Elísabet Stefánsdóttir, Björn Elías Ingimarsson, Ingi Þór Stefánsson, Margrét Ingimarsdóttir, Atli Ágúst Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.