Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 41
DAGBÓK
Sími 594 5000 - Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
OPIÐ HÚS
18.00–19.00 Í DAG
FANNAFOLD 174 - 112 RVÍK
Stórglæsilegt og vandað einbýli á einni hæð,
alls 195,5 fm, þar af rúmgóður bílskúr 38,5
fm. Glæsilegur arinn og vönduð gólfefni,
falleg timburverönd. Aðkoma falleg.
Hús í sérflokki. VERÐ 49,8 millj.
Viggó Sigursteinsson,
sölufulltrúi, sími 824 5066, Akkurat ehf.,
tekur á móti þér og þínum
milli kl. 18.00 og 19.00 í kvöld.
Norræna nýsköpunarmiðstöðin hefurnýlega lokið fimm verkefnum ertengjast stefnumótun til að styrkjanýsköpun. Til að kynna niðurstöður
eins þeirra bjóða nýsköpunarmiðstöðin, sem ber
opinbera heitið Nordic Innovation Centre, og
Rannís til morgunverðarfundar á fimmtudaginn,
kl. 8.30–10 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1. Á fund-
inum mun Dominic Power, dósent við háskólann
í Uppsölum í Svíþjóð, kynna niðurstöður verk-
efnisins „Framtíðin í hönnun – samkeppnishæfi
og aðlögunarhæfni í norrænum hönnunariðnaði“.
Sigríður Þormóðsdóttir er ráðgjafi hjá Nor-
ræna nýsköpunarsjóðnum, sem að fundinum
stendur.
Hvert er meginhlutverk Norrænu nýsköp-
unarmiðstöðvarinnar?
„Markmið hennar er efla nýsköpun á Norð-
urlöndunum með því að fjárfesta í norrænum
samstarfsverkefnum sem hafa það að markmiði
að styrkja iðnað og atvinnulíf. Útgangspunkt-
urinn er sú trú að norrænt samstarf skili betri
árangri en að hvert land vinni fyrir sig. Með því
að deila þekkingu og reynslu aukist samkeppn-
ishæfnin.“
Hverjar eru meginniðurstöður verkefnisins
sem kynnt verður á fundinum?
„Nýsköpunarmiðstöðin styrkir árlega verk-
efni sem tengjast stefnumótun í nýsköpun, þar
sem leitast er við að draga fram þætti sem
stefnumótandi aðilar í hverju Norðurlandanna
fyrir sig geta nýtt sér. Verkefnið „Framtíðin í
hönnun – samkeppnishæfi og aðlögunarhæfni í
norrænum hönnunariðnaði“, sem kynnt verður
á fundinum, var eitt af þeim fimm verkefnunum
sem styrkt voru innan þessa verkefnaflokks
eða þema. Markmið verkefnisins var að skoða
samkeppnishæfi norræns hönnunariðnaðar.
Niðurstöðurnar voru meðal annars þær að
hönnun er lítil en mikilvæg og vaxandi iðn-
grein. Að mikilvægt er að styrkja netverks-
myndun og annað frumkvæði sem felur í sér
aukin tengsl og samstarf á milli smárra fyr-
irtækja í hönnun. Það þarf að styrkja menntun
í hönnun og að lokum þarf iðnaðurinn sjálfur
að vera meðvitaðri um hverju hönnun getur
skilað í rekstri fyrirtækja.“
Fundarstjóri verður Sveinn Þorgrímsson,
skrifstofustjóri skrifstofu iðnaðarmála hjá iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytinu. Fundurinn er
ætlaður öllum þeim sem koma að eða hafa
áhuga á stefnumótun og nýsköpun í iðnaði.
Hægt er að skrá sig hjá Sigríði Þormóðsdóttur,
s.thormodsdottir@nordicinnovation.net, eða
Páli Vilhjálmssyni hjá Rannís, pall@rannis.is.
Hönnun | Norræna nýsköpunarmiðstöðin kynnir niðurstöður verkefnis
Lítil en mikilvæg iðngrein
Sigríður Þormóðs-
dóttir fæddist 21. sept-
ember 1966 á Selfossi.
Uppalin á Fljótshólum í
Gaulverjabæjarhreppi.
Útskrifaðist frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1986, lauk
BS-prófi í líffræði frá HÍ
1991 og síðan MBA-
prófi frá BI Norwegian
School of Management
2001.
Gæðastjóri í Blóðbankanum til ársins 2000,
gæðastjóri í NorChip 2001–2003, for-
stöðumaður deildar gæðamála og innri endur-
skoðunar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi
2003–2005. Starfar nú sem ráðgjafi hjá Nor-
ræna nýsköpunarsjóðnum.
Hecht-bikarinn.
Norður
♠8542
♥1095 A/Enginn
♦G9
♣ÁKG9
Vestur Austur
♠KD ♠10
♥DG862 ♥ÁK743
♦Á1043 ♦D652
♣97 ♣D64
Suður
♠ÁG9763
♥–
♦K87
♣10832
Suður spilar fjóra spaða doblaða
og fær út hjartadrottningu.
Keppnin um Hecht-bikarinn fór
fram í sjötta sinn í Kaupmanna-
höfn í septemberlok og unnu
Norðmennirnir Boye Brogeland
og Eric Sælensminde með nokkr-
um yfirburðum. Peter Hecht-
Johansen er kostari mótsins, en
skipulagning og undirbúningur er
í höndum Lars Blakset og félaga
hans í Blaksets Bridgecenter. Að
þessu sinni tóku 54 pör þátt í
mótinu og í þeim hópi voru margir
þekktir farandspilarar.
Spilið að ofan kom upp í fyrstu
umferð og víða varð suður sagn-
hafi í fjórum spöðum dobluðum,
sem ýmist unnust eða fóru einn
niður. Flestir þeir sagnhafar sem
stóðu spilið fengu hjálplega vörn,
en Daninn Steen Möller þurfti að
vinna fyrir tíu slögum með þá Zia
Mahmood og Howard Weinstein í
andstöðunni:
Vestur Norður Austur Suður
Zia Boesgaard Weinstein Möller
– – 1 hjarta 1 spaði
2 spaðar * 3 lauf 3 hjörtu
4 lauf
4 tíglar 4 spaðar Pass Pass
Dobl Pass Pass Pass
Zia kom út með hjartadrottn-
ingu og Möller trompaði. Það er
augljóst að samningurinn fer nið-
ur ef sagnhafi svínar í laufi og
spilar tígli á kónginn. En Möller
valdi aðra leið: Hann lagði niður
spaðaás, spilaði laufi á ás og
trompaði hjarta. Fór aftur inn í
borð á laufkóng og trompaði síð-
asta hjartað. Sendi svo vestur inn
á tromp og lagði upp – Zia varð að
spila tígli frá ásnum eða hjarta í
tvöfalda eyðu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4
Rd7 5. Bd3 Rgf6 6. Rf3 Rxe4 7. Bxe4
Rf6 8. Bd3 Bg4 9. Be3 e6 10. c3 Bd6
11. h3 Bh5 12. De2 Da5 13. a4 0–0 14.
Dc2 Bxf3 15. gxf3 Dh5 16. 0–0–0 Rd5
17. Kb1 b5 18. Hdg1 f6 19. axb5 cxb5
20. Bc1 Hab8 21. De2 Hfe8 22. De4
Kh8 23. h4 f5 24. De2 Df7 25. Hg2
Bf4 26. Hhg1 Hg8 27. Be3 Dd7 28.
Dd2 Bd6 29. Bc2 Db7 30. Bg5 b4 31.
c4 b3 32. Bd3 Bb4 33. De2 Da6 34.
Bh6
Í San Luis í Argentínu fer þessa
dagana fram heimsmeistarakeppni
FIDE í skák þar sem átta af öfl-
ugustu skákmönnum heims etja
kappi. Viswanathan Anand (2.788) er
talinn sigurstranglegur í keppninni og
í stöðunni hafði hann svart gegn ung-
versku skákdrottningunni Judit Polg-
ar (2.735). 34. … Rc3+! 35. bxc3
Bxc3 36. Kc1 Da3+ 37. Kd1 Da1+
38. Bc1 b2 39. De3 Bxd4 40. Dd2
bxc1=D+ 41. Dxc1 Da2 og hvítur
gafst upp enda fátt til varnar.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Staða íslenskrar tungu
STAÐA íslenskrar tungu í dag er
ýmsum nokkurt áhyggjuefni. Nýjar
málvenjur skjóta upp kollinum, og
oft eru íþróttafréttaritarar gagn-
rýndir. Það hlýtur að vera þreytandi
að lýsa stöðugt sömu viðburðarás-
inni og því vill lýsandinn stundum
fara á nokkurt flug.
Eitt af því sem lætur illa í eyrum
er þegar sagt er að þetta og hitt liðið
hafi verið að spila vel eða illa. „Hann
er bara ekki að skilja þetta,“ heyrist
líka.
Oft er gamalt og gott málfar klætt
í nýjan búning, oft með slæmum ár-
angri. Í Njáls sögu er þess getið að
Hrappur hafi fíflað Hallgerði lang-
brók, þ.e. dregið hana á tálar. Hitt er
þó öllu verra þegar íþrótta-
fréttamenn halda því fram að ein-
hver ákveðinn leikmaður sé farinn
að fífla andstæðingana.
Þá er það sjálfstraust leikmanna.
„Ég var með sjálfstraustið í botni, og
þess vegna gekk allt,“ sagði hróð-
ugur leikmaður eftir sigurleik. Ekki
passar þetta alveg við almennan
málskilning.
Hér í eina tíð var talað um að
„brenna af“ þegar leikmenn hittu
ekki markið. Nú er þetta oft sagt
þegar markmaður ver t.d. víta-
spyrnu. Stundum taka illskiljanlegir
frasar völdin. „Þetta er gargandi
snilld, nú, nú, það er bara allur pakk-
inn og leikmaðurinn fagnar þessu að
hætti hússins.“
Eitt er þó sem tröllriðið hefur
málfari upp á síðkastið, orðið alfarið.
Hér áður fyrr gilti það um fólk sem
fluttist alfarið til Vesturheims eða
fjarlægra landa. Nú er þessu orði
skotið inn á ólíklegustu stöðum. „Ég
er alfarið á móti þessu.“ „Sérð þú
ekki alfarið um þetta?“ Þessi ljóta
málvenja er þess einkennilegri fyrir
það að við eigum prýðilegt orð í stað-
inn, nefnilega orðið algjörlega. „Sérð
þú ekki algjörlega um þetta“ eða „ég
er algjörlega á móti þessu“ hljómaði
ólíkt betur.
Kvintus.
Fréttablaðið óþolandi
UNDANFARIÐ hefur fólk verið að
kvarta undan útburði á Frétta-
blaðinu. Er ég því sammála og finnst
útburðurinn orðinn fyrir neðan allar
hellur. Ég bý í 32 íbúða blokk í
Kópavogi og Fréttablaðinu er ýmist
hent á gólfið eða á ofnana. Ég er bú-
in að marghringja og kvarta hjá
Fréttablaðinu en það virðist ekki
duga. Fyrir skömmu kom ég heim
og þá var einhver búinn að dreifa
blöðunum um alla lóð og 83 ára gam-
all maður sem býr í blokkinni var að
tína þetta saman. Þetta er óþolandi
ástand og ekki hægt að líða svona.
Blaðið er látið í kassana og ekkert
út á það að setja, fólk ræður þá hvort
það les það eða hendir.
Reið kona.
Janus er týndur
JANUS er fress sem týndist frá
Lerkiási 7 í Garðabæ. Hann var
ómerktur. Þeir sem vita um Janus
eru beðnir að hafa samband í síma
567 1647 eða 895 3813.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Í dag, 4. október,er fimmtug Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir, kaupmaður og fóstra.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Rannsóknamiðstöð Íslands,
RANNÍS, efnir í dag til annarrar
málstofu í röð þriggja þar sem
hópar vísindamanna eru boðaðir
til umræðu um áhrif loftslags-
breytinga á norðurslóðum. Fjallað
verður um atvinnulíf, skipulag og
byggðaþróun. Með málstofunum
fylgir Rannís eftir ráðstefnunni Ís-
land og norðurslóðir – tækifæri í
breytilegu umhverfi alþjóða-
samstarfs og náttúrufars 25. febr-
úar sl. Fyrsta málstofan um líf-
ríki, auðlindir og náttúru var
haldin 7. júní sl. Í þriðju málstof-
unni verður fjallað um heilbrigði,
lífsgæði og menntun. Frummæl-
endur í málstofunni á morgun
verða Grétar Þór Eyþórsson frá
Viðskiptaháskólanum á Bifröst,
Bjarni E. Guðleifsson frá Land-
búnaðarháskóla Íslands, Trausti
Valsson frá Háskóla Íslands og
Berglind Hallgrímsdóttir frá
Impru.
Hans Kristján Guðmundsson,
forstöðumaður Rannís, segir að
með málstofunum sé Rannís að
sinna miðlunarhlutverki sínu varð-
andi stefnumótun. „Við stefnum
hér vísindamönnum saman í því
skyni að safna saman áliti og upp-
lýsingum um þróun, framtíð-
aráherslur og fjármögnun svo
eitthvað sé nefnt. Rannís mun í
framhaldi koma niðurstöðunum til
stjórnvalda og Vísinda- og tækni-
ráðs í tengslum við stefnumótun
til framtíðar.“
Hann staðfestir að mælingar á
bráðnun jökla og hækkandi loft-
og sjávarhita gefi sterkar vísbend-
ingar um hlýnandi loftslag á
Norðurhveli.
„Við verðum
engu að síður að
fara varlega í
því að draga
ályktanir um
framhaldið af
mælingum yfir
stutt tímabil.
Miðað við jarð-
söguna er saga
vísinda og mæl-
inga í rauninni mjög stutt. Íslend-
ingar eiga reyndar samfelldar
mælingar lengra aftur í tímann
heldur en flestar aðrar þjóðir sem
byrja með skráningu áhugamanns
í Stykkishólmi snemma á 19. öld,“
segir hann og tekur fram að hlýn-
unin geti haft bæði jákvæðar og
neikvæðar afleiðingar í för með
sér. „Hlýnunin getur haft í för
með sér rask í lífríkinu sem gæti
bæði verið jákvætt og neikvætt.
Ýmis tækifæri gætu legið í opnun
nýrra siglingaleiða, lagningu há-
lendisvega og fleira mætti telja.
Meðal neikvæðra áhrifa sem þeg-
ar liggja fyrir má nefna að minnk-
andi frost í freðmýrum norð-
urslóða hefur haft neikvæð áhrif á
aðgengi og framkvæmdir á nyrstu
búsetusvæðum heimsins.“
Hans Kristján bendir á að til
grundvallar málstofunum þremur
liggi m.a. nýútkomnar skýrslur
Norðurskautsráðsins (Arctic Cli-
mate Impact Assessment (ACIA))
og Arctic Human Development
Report (AHDR). Á málstofunni
verði m.a. fjallað um hvaða þýð-
ingu upplýsingar í skýrslunni hafi
fyrir Ísland.
Jákvæð og neikvæð hlýnun
Hans Kristján
Guðmundsson
GRAFÍSKI hönnuðurinn Xiao Yong
heldur fyrirlestur í dag kl. 17 í Skip-
holti 1, stofu 113. Xiao Yong er kín-
verskur og hlaut menntun sína í
Kína, Þýskalandi og Danmörku og
lauk MA-gráðu frá Listaakademíunni
í Helsinki 1994.
XiaoYong hefur tekið þátt í þekkt-
um alþjóðlegum sýningum og hlotið
margvíslega viðurkenningu og verð-
laun fyrir verk sín. Logo hans og
plaköt eru eftirsótt af söfnum og fyr-
irtækjum. Hann er prófessor við
listaháskóla í Beijing og hefur gefið
þar út blað um myndlist og hönnun
og bækur um grafíska hönnun. Hann
hefur haldið fyrirlestra víða um heim
og verið gestakennari við alla helstu
hönnunarskóla í Asíu, Bandaríkj-
unum og Evrópu. Í fyrirlestrinum
fjallar hann um eigin verk.
Fyrirlestur Xiao Yong