Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 42

Morgunblaðið - 04.10.2005, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert stórhuga í dag og matarlystin eft- ir því. Megrunin fær að fjúka út í veður og vind ásamt fjárhagsáætluninni. Það sem í raun á hug þinn eru demantar og önnur djásn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert skýrari í hausnum þessa dagana en oftast gerist, svo nýttu þér það. Eng- inn annar getur, mun eða ætti að segja þér fyrir verkum. Og ef einhver reynir það, forðaðu þér þá. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það væri frábært ef allar góðar gjörðir þínar og allar þær slæmu gætu þurrkað hver aðra út. Þá gætir þú alltaf bætt um eitthvað slæmt sem þú hefur gert með því að gera eitthvað gott. En þar sem málið er flóknara en svo, reyndu þá að haga þér almennilega. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Satt er að æfingin skapi meistarann. En stundum getur maður líka verið góður í því sem maður hefur aldrei áður prófað. Stundum eru hæfileikarnir meðfæddir – einsog á við um þig í dag ef þú prófar eitthvað nýtt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú grennist ekki við að borða sellerí frekar en að þú verðir að dýrlingi af því að fara í kirkju. En það er ný byrjun, og þú þarfnast hennar. Um leið og þú fellur, stattu þá strax upp aftur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur reynt að þurrka út einhvern at- burð en það bara gengur ekki. Allt sem gerðist, gerðist í alvöru. Eina leiðin til að losa sig við fortíðina er að sjá hana í nýju ljósi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú er víðsýn/n en samt eru fjarstæðu- kenndustu hugmyndir alls ekki svo um- deilanlegar. Líkast til ertu í svo miklu jafnvægi að þér er það lífsins ómögulegt að móðga einn eða neinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur ekki annað en tekið eftir öllu yfirborðskennda plastdótinu í kringum þig. Í miðjunni ert þú, gimsteinninn fagri og óslípaði. Tjáðu þig, og komdu upp um allt leynimakkið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þitt helsta sérkenni eru ferðalög. Þú hef- ur alltaf verið á sveimi og verður það alltaf, jafnvel þótt það sé bara í hverfinu þínu. Þar af leiðandi veistu líka hluti um hverfið sem enginn annar veit. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nóg er víst af freistingum. Þú getur fengið útrás fyrir forvitnina með því að vinna trúnaðartraust hinna föllnu sála. Passaðu þig svo að gera ekki einsog þær. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Stjörnurnar kunna að jafna út hlutina. Þær gera fjarstæðukenndustu óskir þín- ar alls ekki svo fjarstæðukenndar. Þú ert hreinlega alltaf á réttum stað á réttri stund. Kannski lendirðu í partíi með einu aðalátrúnaðargoðinu þínu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú getur ekki hamið gleði þína. En ómóðins! Einhver sem skiptir miklu máli mun laðast að þessum mikla eldmóði þínum. (Svo ekki reyna að hemja þig.) Stjörnuspá Holiday Mathis Samspil Merkúrs og Júpi- ters hafa haft áhrif síðan 1. október og munu gera það áfram til sjöunda. Hjá sumum hvetur þetta til samræðna sem minna á æsku- hnoð: „Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn!“ En aðrir verða gagnteknir af góð- um fréttum. Og hvers vegna ekki? Því betri sem fréttirnar eru, þeim mun meiri ástæða til að fagna.  Hlutavelta | Tveir strákar úr Smára- hverfi, Hilmar Jökull Stefánsson og Sindri Þór Sigurðsson, afhentu Kópa- vogsdeild Rauða krossins ágóða af tombólu sem þeir héldu fyrir skömmu. Strákarnir söfnuðu samtals 4.071 kr. sem fer í að styrkja börn í neyð í gegn- um verkefni Rauða krossins erlendis. Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hreyfing- arlausa, 8 setur, 9 hæfi- leikinn, 10 eldiviður, 11 víðáttu, 13 flanaði, 15 rok, 18 svikull, 21 ekki gömul, 22 endar, 23 synji, 24 meta á ný. Lóðrétt | 2 illkvittni, 3 heykvíslar, 4 gretta sig, 5 slitna, 6 krampakast, 7 röski, 12 stúlka, 14 veið- arfæri, 15 vers, 16 fár- viðri, 17 smásilungs, 18 hótum, 19 illt, 20 kyrrðin. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 volks, 4 fíkja, 7 dómur, 8 ömmur, 9 ger, 11 aurs, 13 saur, 14 álinu, 15 sjór, 17 mett, 20 sló, 22 nakin, 23 vinda, 24 afmáð, 25 tíðka. Lórétt: 1 vodka, 2 lemur, 3 sorg, 4 fjör, 5 komma, 6 aðr- ar, 10 erill, 12 sár, 13 sum, 15 sinna, 16 óskum, 18 ennið, 19 trana, 20 snið, 21 óvit. Tónlist Iðnó | Tangósveit lýðveldisins með tangó- kvöld. Boðið er upp á leiðsögn í dansinum kl. 20 en kl. 21 stígur Tangósveit lýðveldisins á svið og leikur til kl. 23. Miðaverð er 1.000 kr. Kringlukráin | Guðmundur heitinn Ingólfs- son lék mikið á Kringlukránni og þar hélt bandaríski píanistinn Jon Weber tónleika honum til heiðurs á RÚREK djasshátíðinni 1992. Nú er Jon hér í heimsókn í tilefni af þrjátíu ára afmælis Jazzvakningar og lék með hollenska píanistanum Hans Kwak- kernaat á Hótel Sögu á stórglæsilegum tón- leikum s.l. föstudagskvöld. Í kvöld og annað kvöld mun hann leika með hljómsveitinni Guðmundarvöku á Kringlukránni. Hljóm- sveitina skipa auk Jons þeir Björn Thorodd- sen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassa- leikari og Guðmundur Steingrímsson trommari. Á efnisskránni eru verk eftir Guð- mund, klassísk djasslög sem hann lék oft og íslensk sönglög sem hann fór næmum höndum um. Myndlist 101 gallery | Sigurður Árni Sigurðsson til 22. október. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington– eyju – Grasjurtir í Norður-Dakóta. Sýning og ætigarðs-fróðleikur í Húsinu á Eyrarbakka. Opið um helgar kl. 14–17. Til nóvemberloka. Café Karólína | Margrét M. Norðdahl „The tuktuk (a journey)“ til 4. nóv. Gallerí 100° | Guðbjörg Lind, Guðrún Krist- jánsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Til 25. október. Gallerí Húnoghún | Anne K. Kalsgaard og Leif M. Nielsen til 21. okt. Gallerí I8 | Ólöf Nordal til 15. okt. Gallerí Sævars Karls | Völuspá, útgáfusýn- ing á myndum Kristínar Rögnu við ljóð Þór- arins Eldjárns. Garðaberg | Árni Björn Guðjónsson með málverkasýningu 31. okt. Opið alla virka daga kl. 12.30–16.30, nema þriðjudaga. Gerðuberg | Þórdís Zoëga til 13. nóv. Einar Árnason til 6. nóv. Grafíksafn Íslands | Helga Ármannsdóttir sýnir verk sín. Listasafn ASÍ | Anna Þ. Guðjónsdóttir og Kristleifur Björnsson. Til 9. okt. Opið alla daga nema mán. kl.13–17. Háskólabíó | Sýning á ljósmyndum Bjarka Reys, í samvinnu við Alþjóðlega kvik- myndahátíð. Til 23. október. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir verk sín. Til 4. okt. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir með mynd- listarsýningu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir til 22. október. Kirkjuhvoll Listasetur | Erna Hafnes sýnir til 9. okt. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Laxdal til 23. október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guðrún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm: Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen. Einnig Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafs- son. Til 27. nóv. Listhús Ófeigs | Gunnar S. Magnússon til 26. október. Listvinafélagið Skúli í túni | Sýningin „Skúli í vinnunni“ í Skúlatúni 4, 3. hæð. Til 9. okt. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóvember. Næsti Bar | Áslaug Sigvaldadóttir sýnir olíu á striga. Til 14. okt. Orkuveita Reykjavíkur | Ljósmyndasýn- ingin The Roads of Kiarostami. Til 28. okt. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pét- ur“ fram í nóvember. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ fram í miðjan október. Skaftfell | Bryndís Ragnarsdóttir til 8. okt. VG Akureyri | Sex ungir listamenn sýna verk sín til 14. okt. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Sýningin stendur til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Sýning á tillögum að tónlistarhúsi. Til 5. okt. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á Þili til 23. okt. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson til 5. okt. Listasýning Húfur sem hlæja | Bergljót Gunnarsdóttir sýnir mósaíkspegla til 22. okt. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið kl. 10– 17 alla daga nema mánudaga í vetur. Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Aðgangur er ókeypis að öllu húsinu í tilefni sýningar á tillögum um byggingu Tónlistarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík ásamt skipulagi aðliggjandi svæða. Opið alla daga kl. 11–17. Veitingar á veitingastofunni. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur- Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafs- son (1705–1779), ævi hans og störf. Til 1. des. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Fyrsta myndin af þremur pólskum kvikmyndum sem eru á vetrardagskránni verður sýnd kl. 20 í Bæj- arbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Þetta er myndin Czlowiek z zelaza eða Járnmað- urinn frá árinu 1981 eftir Andrzej Wajda. Myndin verður endursýnd laug. 8. okt. kl. 16. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Skrif- stofa Al-Anon hefur verið opnuð í nýju hús- næði á Grandagarði 14, 3. hæð. (Gamla Slysavarnahúsið við hlið Kaffivagnsins). Sími og netfang það sama. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi kl. 12–17. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Esso í Grundarfirði á morgun kl. 10–13 og við Shell í Ólafsvík kl. 14–17. Fundir Bókasafn Reykjanesbæjar | Félagar af Suð- urnesjum í Ættfræðifélaginu halda fund kl. 20 á Bókasafni Reykjanesbæjar. Nánri upp- lýsingar í síma 421 1407. Allir velkomnir. Safnaðarheimili Langholtssóknar | Kven- félag Langholtssóknar fundar kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigssóknar fundar kl. 20. Venjuleg fundarstörf. Bingó og kaffi. ITC Korpa | Kynningarfundur á morgun kl. 20 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3, Mosfellsbæ, 3. hæð. www.simnet.is/ itc. Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstand- endur, heldur fræðslufund kl. 20, í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur fundarins er Ágústa Erna Hilm- arsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún ræðir um mismunandi hlutverk, aðstæður og rétt að- standenda þeirra sem greinast með krabba- mein. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði | Fundur kl. 20.30 í safnaðarheimilinu v/ Linnetsstíg. OA-samtökin | OA, karladeild, fundar á Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. www.oa.is. Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju | Fjall- konur funda kl. 20 í Safnaðarheimilinu. Kynning á heilsu- og snyrtivörum. Seljakirkja | Fundur kl. 20, tískusýning og kaffiveitingar. UNIFEM | UNIFEM á Íslandi og Mannrétt- indaskrifstofa Íslands standa fyrir opnum umræðufundi með Elle Flanders, leikstjóra myndarinnar Enginn aðskilnaður, um frið- arhreyfingar í Ísrael og Palestínu. Fundurinn verður haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóð- anna, Skaftahlíð 24, kl. 17.15–18.30. Fyrirlestrar Askja – náttúrufræðihús HÍ | Dr. Klaus von See greinir frá þeirri reynslu sem hann hef- ur orðið fyrir sem norrænufræðingur á starfsævi sinni í fyrirlestri sem er í boði hug- vísindadeildar HÍ og fer fram í Öskju, nátt- úrufræðihúsi Háskóla Íslands, sal 132, og hefst kl. 16. Fyrirlesturinn er á þýsku. Gerðuberg | Geðteymi Reykjalundar býður almenningi upp á fræðsluerindi í Gerðubergi kl. 14–16.30. Erindin nefnast „Áhrif depurðar á daglegt líf“, „Jafnvægi í daglegu lífi“, „Áhrif hreyfingar á andlega líðan“, „Viðmót skapar viðmót“ og „Samskipti og fé- lagsfærni“. Kennaraháskóli Íslands | Guðmundur B. Kristmundsson, dósent í íslensku við KHÍ, og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur halda fyrirlestur á morgun kl. 16.15 í Bratta, Kennaraháskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber titilinn Lesið í menn og konur. Nokkrar nið- urstöður rannsóknar á læsi fullorðinna. Maður lifandi | Sigurlín Guðjónsdóttir jóga- kennari og ayurvedískur heilsuráðgjafi held- ur fyrirlestur um ayurveda kl. 18–19.30. Hún fjallar m.a. um hvað einkennir vata-, pitta- og kapha-líkamsgerðirnar. Sjá www.mad- urlifandi.is. Opni Listaháskólinn | Xiao Yong, grafískur hönnuður, flytur fyrirlestur um eigin verk kl. 17 í Skipholti 1, stofu 113. Málstofur Alþjóðahúsið | Heimspekikaffihús kl. 20.30–22, á Café Cultura. Almenn sam- ræða um spurninguna „hvar er tilgang lífs- ins að finna? Stjórnandi er heimspeking- urinn Róbert Jack, í samstarfi við Félag áhugamanna um heimspeki og Alþjóða- húsið. Seðlabanki Íslands | Málstofa kl. 15 í fund- arsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Jana Eklund og ber erindi hennar heitið: „Forecast combination and model averag- ing using predictive measures“. Námskeið Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður 8. október kl. 10–16, á Suðurlandsbr. 10, 2 hæð. Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur fjallar um aðferðir við höndlun streitu og að ná jafnvægi undir álagi. Skráning á: info@life–navigation.com eða gsm 663 8927. www.lifenavigation.com. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.