Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 45
MENNING
ER orðstír yngri blásarasveitabók-
mennta verri en ástæða er til? Svo
gæti kannski virzt eftir aðeins kvart-
setnum Salnum að dæma á sunnu-
dagskvöld. En líklega vegur viðkynn-
ingarleysið þyngra. Verk fyrir
blásarahópa eru einfaldlega ekki
daglegt brauð í okkar litla tónleikalífi
þegar klassík og snemmrómantík
sleppir, hvað þá af bitastæðara tag-
inu. Til þess þarf a.m.k. að leita
lengra og kafa dýpra en vanalega.
En það var einmitt það sem Blás-
arasveit Reykjavíkur hafði gert fyrir
þetta kvöld, þar eð hvert atriði
reyndist öðru skemmtilegra. Eini
hængurinn var augljóslega hvað þau
voru lítið þekkt hér um slóðir meðal
lárviðarhneigðari tónlistarunnenda.
Kæmi m.a.s. ekki á óvart ef eitt eða
fleiri hafi hér verið flutt í fyrsta sinn
á Íslandi – þó hvergi kæmi það fram
af annars greinargóðri tónleikaskrá,
frekar en venja er á þeim vettvangi.
Sem aftur bendir til að auglýsingar-
gildi þess arna þykir almennt ekki
réttlæta ómakið við að kanna tón-
sögulegar staðreyndir. Hvað þá þeg-
ar markaðssmæð okkar býður
sjaldnast upp á ítrekaðan flutning.
Fyrst var Lítil sinfónía nr. 5 Op. 75
úr „Dixtour“, sex verka blásarabálki
Dariusar Milhauds frá 1917–23. Hið
örstutta en hnitmiðaða þríþætta
stykki undir nýreistum gunnfána ný-
klassíkur var hljómhvasst en samt
gegnsætt og áheyrilegt; svolítið Vor-
blótsskotið í miðju og með ágengan
gróteskan mars í lokin. Líkt og
Berlínarsálumessa Weills á eftir
ágætlega spilað, þó að síðari verkin
tvö þar á eftir nytu heyranlega góðs
af undangenginni upphitun.
„Das Berliner Requiem“ frá 1928,
pöntunarverk í minningu heimsstyrj-
aldarloka (og upphaflega af hálfu
Brechts um m.a. Rósu Luxemburg),
var þrefalt stærra í sniðum [20’]. Það
birtist sögumeðvituðum sem napurt
tímahylki um lævi blandið Weimar-
lýðveldið, þar sem grunnt var á raun-
verulegu tjáningarfrelsi, enda herinn
enn ríki í ríkinu og illt að vera vinstra
megin – þótt eftir ætti að versna við
valdatöku nazista. Karlsöngvararnir
þrír skiluðu ádeilutexta Brechts með
prýði miðað við sennilega nauman
samæfingartíma, og mæddi mest á
Jóhanni Friðgeiri í fyrri hluta og
Davíð í þeim seinni.
Þokkafyllsta verk kvöldins, og eitt
hið skemmtilegasta, var þríþættur
Konsert Jacquesar Iberts fyrir selló
og 10 blásara frá 1925. Kvað hér við
allt annan tón en austan Rínar, þótt
frá svipuðum tíma væri. Konsertinn
geislaði allur af gallísku „bon vivant“
andríki, og hreint út sagt virtúós ein-
leikur Sigurgeirs Agnarssonar efldi
greinilega blásarana til frekari dáða
undir markvissri stjórn Kjartans
Óskarssonar.
Sá dampur hélzt áfram uppi í síð-
asta verkinu, sexþættri Svítu hins
sorglega skammlífa bandaríska
Roberts Kurka (1921–57) úr óperu
hans „Góði dátinn Svejk“, þar sem 16
spilarar fóru á þvílíkum kostum að
maður ók sér af kæti. Hér vantaði
sannarlega hvorki kraft, lipurð né ná-
kvæmni, og þó að ofurlítið djassleitt
tónmálið væri stundum stílblendnara
en góðu hófi virtist gegna í fyrstu, þá
fór öguð spilagleði Blásarasveitar-
innar langt með að sannfæra hlust-
endur um snillingsneistann undir
niðri. Kannski lengst í hinum glæsi-
dulúðuga Marsi (III) og Pastoral (V)
er nær væri að kalla sveitamartröð
en sælu.
Hér fengu óþarflega fáir að heyra
dagskrá og spilamennsku sem send-
andi væri til útlanda.
Sendilegur blástur TÓNLISTSalurinn
Verk eftir Milhaud*, Weill, Ibert** og
Kurka. Blásarasveit Reykjavíkur ásamt
Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni T*, Bene-
dikt Ingólfssyni Bar.*, Davíð Ólafssyni
B* og Sigurgeiri Agnarssyni selló**.
Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Sunnu-
daginn 2. október kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg