Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” Must Love Dogs kl. 6 - 8 - 10.10 The 40 Year Old Virgin kl. 8 og 10.20 b.i. 14 Strákarnir Okkar kl. 10 b.i. 14 Charlie and the... kl. 5.45 LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29. september til 9. október Kissed by winter - Sýnd kl. 6 37 and a half - Sýnd kl. 8 George Michael : A different story - Sýnd kl. 10 FYRSTI HLUTI AF ÞRÍLEIK. DÚDUR FÓTBOLTAMYND SEM HITTIR Í MARK OG MIKLA MEIRA EN ÞAÐ. SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Diane Lane John Cusack  S.V. / Mbl.                             ! " # ! $!  %&!'  (    )* +* ,* -* .* /* 0* 1* ) # * '' 4 ) '' D  <) ,0 * : E4 5 !* !<B' /L             ÞAÐ má með sanni segja að kvik- myndasumrinu sé lokið. Síðasta stóra myndin Charlie and the Chocolate factory hangir að vísu enn í fjórða sætinu en annars stað- ar á topp tíu listanum sitja til- tölulega nýjar myndir. Í toppsæt- inu þessa vikuna er gamanmyndin The 40 year old virgin með gam- anleikaranum Steve Carell í aðal- hlutverki. Steve hefur áður sýnt frábæran leik í myndum á borð við Anchor Man og Bruce Almighty en hann var líka atkvæðamikill í þætti bandaríska háðfuglsins Jons Stew- art þar sem hann fór á kostum í hlutverki fréttaskýranda. Rúmlega 11 þúsund Íslendingar hafa þegar séð þessa grínmynd sem getur ver- ið að staldri enn um sinn á toppn- um. Í öðru sætinu er flugvélatryll- irinn Red Eye eftir hrollvekju- meistarann Wes Craven sem leik- stýrði meðal annars Scream kvikmyndunum frægu. Myndin var frumsýnd um helgina en hingað til hefur á fjórða þúsund gesta sótt hana í kvikmyndahús. Disney myndin Valiant er í þriðja sæti en hún fjallar um hug- rakkar dúfur sem taka málin í sín- ar hendur. Það er skoski leikarinn Ewan McGregor sem ljær sögu- hetjunni rödd sína. Aðrar nýjar myndir á listanum eru knattspyrnumyndin Goal!sem fer vel af stað, rómantíska gam- anmyndin Must Love Dogs með þeim Diane Lane og John Cusack í aðalhlutverkum og síðast en ekki síst er það skandinavíska æv- intýramyndin Óskar og Jósefína. Það eru svo Strákarnir okkar sem reka lestina, sína fimmtu viku á lista. Bíóaðsókn | Kvikmyndaveturinn kominn Stever Carell er fyndinn fýr. Ennþá hreinn sveinn BANDARÍSKA fjöllistatvíeykið The Shneedles mun halda sýningu hér á landi í byrjun næsta árs í Austurbæjarbíói. Ísleifur Þórhalls- son hjá Event sem hefur áður staðið fyrir vinsælum sýningum á borð við dávaldinn Sailesh, Pilabolus Dance Theatre og Sirkus Jim Rose, stend- ur fyrir komu listamannanna. Segir hann að hér sé um að ræða stór- furðulega sýningu sem blandi sam- an færni loftfimleikamanna, hisp- urslausum fáránleika Monty Python og grínsnilli Busters Keaton til að skapa eigin bræðing af fjölleikasýn- ingu, sirkus, töfrum, undarlegri tón- list, gagnvirkum kvikmyndum og taumlausum líkamlegum gamanleik fyrir áhorfendur á öllum aldri. „Ég sá þessa sýningu fyrst í Þýskalandi og fylltist strax trú á henni þar. Hún er rosalegt augna- konfekt og þeir leika á sviðinu listir sem maður trúir varla að séu mann- inum mögulegar. Tvímælalaust ein fyndnasta og skemmtilegasta sýn- ing sem ég hef séð. Það var líka mjög merkilegt að það virtust allir skemmta sér óháð aldri, allt frá litlum krökkum til eldra fólks. Enda er sýningin í raun handan tungu- málsins.“ The Shneedles er skipað þeim Wolfe Bowart og Bill Robison en þeir búa báðir yfir áratuga reynslu í hinum ýmsu listgreinum, svo sem leiklist, leikritun og grafískri hönn- un. Um sýninguna sagði þýskur gagnrýnandi hjá Süddeutsche Zeit- ung meðal annars: „Það er söngur og það er dans; diskar fljúga og kústum er sveiflað á nefum. Mýs gerðar úr pappír lifna við. Tveir kokkar rífast um bestu salat- dressinguna. Tveir aular verða ást- fangnir af sömu konunni í áhorf- endahópnum. Já, og svo kemur ruslatunna og étur annan þeirra, tyggur hann og spýtir honum svo aftur út úr sér. Ef ég ætti að geta lýst þessari sýningu þá þyrfti ég á orðum að halda sem hoppa og skoppa og stökkva af síðunni syngj- andi beint í fangið á þér.“ Sýning The Shneedles verður 27. janúar í Austurbæjarbíói og ráðgert er að miðasala hefjist í lok október. Aðeins verða um 500 miðar í boði og miðaverði verður haldið í lágmarki. Þeir sem eru skráðir á póstlista Event munu fá tækifæri til að tryggja sér miða á undan öllum öðr- um. Gjafakort verður einnig í boði. Leiklist | The Shneedles væntanlegir á næsta ári Sýning handan tungumáls The Sheedles er skipað þeim Wolfe Bowart og Bill Robison. www.event.is SPENNUMYNDIN Flightplan, með Jodie Foster í aðalhlutverki, hélt efsta sætinu á aðsóknarlista bandarískra bíóhúsa um helgina en þar leikur Foster móður, sem týnir dóttur sinni í farþega- flugvél. Talið er að það hafi aukið áhuga á myndinni, að stéttarfélög flugliða hvöttu félagsmenn sína til að sniðganga hana vegna þess að í henni séu starfsmenn flugþjón- ustu sýndir í neikvæðu ljósi. Vísindaskáldsagan Serenity, sem byggist á sjónvarpsþáttunum Firefly, fór beint í 2. sætið á list- anum. Tölvuteiknimyndin Corpse Bride, eftir Tim Burton, fór úr 2. sæti niður í það þriðja. Spennu- myndin A History of Violence, með Viggo Mortensen og Maria Bello, fór upp um 14 sæti í það 4. Brimbrettamyndin Into the Blue, með Jessica Alba og Paul Wal- ker, fór beint í 5. sætið. Þá fór Disney-myndin The Greatest Game Ever Played, um áhuga- kylfing sem vann bandaríska opna meistaramótið árið 1913, beint í 9. sætið. Kvikmyndir | Flightplan enn vinsælust í Bandaríkjunum Foster flýgur hátt Jodie Foster má una sæl við sitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.