Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 49 og “Bruce Almighty” KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRISýningartímar sambíóunum ÁLFABAKKI VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri GOAL! kl. 6 - 8 - 10.15 VALIANT m/- Ísl tali kl. 6 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 8 - 10.15 GOAL! kl. 8 THE CAVE kl. 8 Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Diane Lane John Cusack VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  A.G. Blaðið GOAL! kl. 5.30 - 8 - 10.30 MUST LOVE DOGS kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE 40 YEAR OLD... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR OLD..VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30 VALIANT m/Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.45 - 6 CHARLIE AND ... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. RACING STRIPES m/Ísl tal. kl. 3.30 GOAL kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE CAVE kl. 10.30 B.i. 16 ára. VALIANT m/ Ísl tal. kl. 6 VALIANT m/ensku tali. kl. 8 CHARLIE AND THE... kl. 8 STRÁKARNIR... kl. 10 B.i. 14 ára. V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG SUMARSÆLUNNI lýkur skyndi- lega í lífi Monu (Press), sextán ára stúlku í sveitaþorpi í Yorkshire. Þá er hún mikilvægri reynslu ríkari og búin að uppgötva ótal margt um sjálfa sig og tilveruna. Móna, sem á lítið sameiginlegt með þorpsbúum, hefur gaman af að skottast um á vélarvana skellinöðru, í slíkum hjól- reiðatúr út fyrir bæinn kynnist hún Tamsin (Blunt), sem býr á sum- arsetri foreldra sinna í útjaðri bæj- arins. Stúlkurnar laðast hvor að annari þrátt fyrir að vera algjörar andstæður á flestan hátt. Mona er hæfileikaríkur villingur, frísk og heillandi náttúrubarn, full af und- irliggjandi hæfileikum. Hún er búin að missa móður sína og býr ásamt Phil (Considine), bróður sínum, á hæðinni yfir kránni sem móðir þeirra rak. Phil hefur breytt henni í aðstöðu fyrir kristilegar samkomur en hann hefur frelsast í fangelsinu þar sem hann sat af sér dóma fyrir rán, ofbeldisbrot og annan djöf- ulskap. Hann er snarruglaður og á í sálarstríði og finnst Mónu sem hún sé algjör einstæðingur. Jafnvel náunginn sem hún er í slagtogi við, lætur hana róa. Tamsin er á hinn bóginn á beinu brautinni til frægðar og frama, hún er stödd í sumarhúsinu í fríi frá skólanum, hún á allt af öllu og hefur til að bera klassíska fegurð. Um- hverfið er þó ekki eintómt sólskin því Tamsin er nýbúin að missa syst- ur sína sem var jafnframt hennar besta vinkona og pabbi hennar hef- ur meiri tíma fyrir viðhöldin en að sinna dótturinni. Það sem við tekur er falleg og heilsteypt ástar- og þroskasaga. Stúlkurnar laðast hvor að annarri, þær eiga ekkert sameiginlegt með öðrum þorpsbúum en uppgötva þess í stað ævintýraljóma æskunnar sem tekur óvænta stefnu er þær hefja lesbískt ástarsamband. Bróðurnum til mikilla sárinda, en í vel gerðu og fyndnu lykilatriði flettir Tamsin of- an af þunnildislegri falsspámennsku hans og samtímis sjálfri sér. Það er erfitt að ljúka slíkri sögu, engu að síður er endirinn besti hluti Sumarástar, enn einnar skrautfjaðr- arinnar í hatti hátíðarinnar. Mónu er skyndilega ljóst hvar hún stendur og gerir tilhlýðilegar ákvarðanir til að komast frá þessu brothætta sumri með lágmarksskaða. Það er alveg ljóst að hún er sigurvegarinn, búin að snúa atburðarás sumarsins sér í hag, hún á eftir að bjarga sér. Press og Blunt eru stóruppgötv- anir í leikkvennastétt og eiga örugg- lega eftir að koma mikið við sögu í framtíðinni. Blunt, sem skilar sínu óaðfinnanlega, á sjálfsagt eftir að verða meira áberandi. Það er alltaf nóg pláss fyrir sætar stelpur á borð við Kieru Kingsley & Co., kvik- myndaheimurinn hefur úr mun minna að moða fyrir sjarmatröll eins og Press. Hvort hún nær að feta í fótspor Sissy Spacek og Cate Blanchett, svo nefndar séu leik- konur sem hún minnir á, er ekki ólíklegt og óskandi að þessi hæfi- leikaríka og heillandi stúlka fái að gleðja kvikmyndahúsgesti sem lengst og mest. Pawlikowski, pólskættaður leik- stjóri og handritshöfundur sem starfar á Bretlandseyjum, hefur tekist að skapa eftirminnilega mynd um gjörólíkar stúlkur á leið út í heim fullorðinsáranna, fulla af ólg- andi tilfinningum, hádrama og húm- or. Hann leikstýrir ungu leikkon- unum sínum með styrkri hönd, en báðar eru að fara með aðalhlutverk í fyrsta sinn. Considine er traustur sem jafnan og myndin á vonandi lengra líf hérlendis en örfáar sýn- ingar á hátíðinni. Eldskírn ungfrú Mónu KVIKMYNDIR Regnboginn: AKR 2005 Leikstjóri: Pawel Pawlikowski. Aðalleik- endur: Nathalie Press, Emily Blunt, Paddy Considine, Dean Andrews, Mic- helle Byrne.85mín.Bretland. 2004. Sumarást (My Summer of Love)  Sæbjörn Valdimarsson Í gagnrýni segir að myndin sé falleg og heilsteypt ástar- og þroskasaga og enn ein skrautfjöðrin í hatti hátíðarinnar. SPENNUMYNDA- og hroll- vekjusmiðurinn Wes Craven er mað- ur sem kann til verka. Hann hefur að vísu aldrei fengist við „stórmyndir“ á sínu sviði, þess fimari er hann á sín- um bás, í ódýrum en ágengum tauga- trekkjurum. Red Eye er til vitnis um fagmennskuna, Craven veit upp á hár hvenær hann á að kynda undir spenn- unni og slaka á. McAdams leikur hótelstýruna Lísu, unga konu sem tekur starf sitt alvarlega og er á heimleið til Miami eftir að vera viðstödd jarðarför ömmu sinnar norður í Texas. Hún á bókað flug sem hefur seinkað vegna veðurs og á flugvellinum rekst hún sí og æ á Jackson Ripper (Murphy), ungan og viðfelldinn mann sem er á sömu leið og hún. Þegar þau lenda síðan hlið við hlið í flugvélinni, kemst hún illilega að því að nærvera hans er engin til- viljun, Ripper er harðsvíraður glæpa- maður sem ætlar sér að nota Lísu til að gera aftöku framkvæmanlega. Eitt aðalsmerkja mynda Cravens er hárrétt leikaraval og honum bregst ekki fundvísin frekar en fyrri daginn. Red Eye þarf á burðarstólpa að halda, átökin eiga öll sér stað í ná- vist Lísu og hin unga og eftirtekt- arverða McAdams (Mean Girls, The Wedding Crashers), stendur sig trú- verðuglega í hlutverki skelfingu lost- innar ungrar konu en kjarkmikillar og tilbúnari í slaginn en Ripper grun- aði, þar sem hún hefur áður gengið í gegnum hremmingar. Murphy er ekki síður vel valinn í hlutverk þorparans Ripper. Myndin þarf á leikara að halda sem bæði get- ur verið manna geðugastur jafnt sem ónotalegastur. Eftir upphafsatriðin geislar af honum fólskan, jafnvel svo að bíógesti langar að ganga í skrokk á honum. Red Eye er víðsfjarri þekkt- ustu myndum Cravens, líkt og hroll- vekjunum kenndum við Scream og Elm Street. Að þessu sinni heldur hann sig við spennu byggða á nátt- úrlegri aðstæðum en engu að síður óþægilegum. Ég mæli með Red Eye fyrir flesta aðra en flughrædda sem eru að leggja í loftið. Háskagripur í háloftunum KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Wes Craven. Aðalleikarar: Rachel McAdams, Cillian Murphy, Brian Cox. 85 mín. Bandaríkin. 2005. Red Eye  Sæbjörn Valdimarsson „Eitt aðalsmerkja mynda Cravens er hárrétt leikaraval og honum bregst ekki fundvísin frekar en fyrri daginn,“ segir m.a. í dómi. FJÖLDI aðstandenda mynda verð- ur viðstaddur sýningar á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík. Á eftir sýningum myndanna gefst áhorfendum kostur á að spyrja þá spjörunum úr. Í kvöld verða tveir leikstjórar viðstaddir sýningar á myndum sínum. María Próchaskova verður á sýn- ingu Shark in the Head í Regnbog- anum kl. 22. Svo er Zero Degrees of Separation sýnd í Tjarnarbíói kl. 21 og þar verður Elle Flanders. Leikstjórar svara spurningum www.filmfest.is Glamúrgellan Paris Hilton hef-ur slitið trúlofun við kærasta sinn og nafna, Paris Latsis. Segir hún ástæðuna vera að henni finnist hún ekki tilbúin í hjónaband. „Ég hef séð fólk sem er ástfangið en hefur flýtt sér í hjónaband of snemma hætta sam- an, og ég vil ekki gera þau mis- tök,“ segir hún. Parið opinberaði trúlofun sína í maí á þessu ári. Paris segist enn vera ung og að hún sé ekki tilbúin að gefa upp á bátinn glæstan feril sinn. Hún segist hafa lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún sé í dag, en segir Paris frábæran mann og að þau muni takast á við breytinguna með reisn og virð- ingu. Fólk folk@mbl.is 01.10. 2005 7 6 8 6 9 2 3 7 7 5 1 18 24 35 36 10 28.09. 2005 1 13 21 25 26 33 12 28 21 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0012-5404 4507-4500-0029-0459 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.