Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 1
29. ÁRGANGUR. — MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1977 — 12. TÖLUBLAÐ. Herferð gegn íslenskum hórum á Vellinum Lögreglan á Keflavíkurflug- Verður þeim nú umsvifalaust þurfa að framvísa skilríkjum velli er að fara á stað með fleygt út af Vellinum nema þær þar um. Raunar eru aðgerðir í rriikla rassíu gegn þeim kvens- geti sannað að þær séu gestir þessa átt þegar hafnar en verða um sem hafa tröllriðið einhvers nafngreinds manns og hertar mjög alveg á næstunni. klúbbum Kananna á Vellinum. Tíðindamaður Mánudags- blaðsins á Keflavíkurflugvelli segir að fordrukknar kellingar hafi löngum verið á þvælingi inn á Klúbbum Kananna sjálfum sér til stórskammar og öllum viðstöddum til ama og leiðinda. Oft er hér um að ræða stútungskellingar sem sækjast eftir bjór og víni fyrir utan að þær bjóða blíðu sína hverjum sem er en með litlum árangri. Burt með lýðinn Þessi kvennalýður hefur gerst æði aðgangsharfður með árunum og til dæmis urðu margar þessara kellinga snaróðar þegar þær komust ekki inn á Völlinn fyrstu daga verkfalls BSRB. Síðan þá hefur verið reynt að sporna við ferðum þeirra inn fyrir girð- ingu en með misjöfnum árangri. Sumt af þessum lýð vinnur á Vellinum og hinar þykjast þá vera að skreppa í heimsókn til þeirra er þar vinna. Síðan flækjast gærurnar í klúbbana. Oft eru ungar stúlkur innan um i þessum hópi og eru þær notaðar sem tálbeitur til að fá karlmenn i selskapinn. Þessar ungu stúlkur, sumar á barnsaldri eru margar forfalln- ir eiturlyfjaneitendur. Lögreglan hefur nú ákveðið að hreinsa staðinn eftir því sem hægt er og auk kellinganna munu ýmsir smábísar og smygl- arar fá harðari meðferð. Er fullyrt að þetta sé gert samkvæmt ósk háttsettra manna innan varnarliðsins, en ekki hafi komið tilmæli um hert eftirlit frá islenskum stjórnvöldum frekar en við var að búast. Gestir skráðir Á næstunni verða allir þeir sem vilja komast inn á Völlinn án þess að eiga þangað brýnt erindi að sækja um leyfi og ef ætlunin er að dvelja þar fram eftir kvöldi þarf einhver Kani að hafa boðið viðkomandi sem þá er skráður niður. Síðan er fylgst með því að gesturinn yfirgefi Vallarsvæðið fyrir vissan tíma. Ef hann gerir það ekki sjálfur er hann leitaður uppi og vísað út og fær ekki leyfi til heimsókna aftur. RÍ KISSTJ ÓRNIN ÍHUGAR AÐ FELLA GENGIÐ Áhrifamenn innan fiskiðn- aðarins hafa krafist þess að ríkisstjórnin felli gengið án taf- ar um 15—20%. Verði ekki gengið að þessurn kröfum munu öll frystihús landsins loka um næstu mánaðamól og hætta móttöku á fiski. Er sagl að ýinsir af forystumönnum Framsóknar og Sjálfstæðis- flokksins styðji kröfuna um gengisfellingu. Þegar síðustu kjarasamning- ar voru undirritaðir gaf ríkis- stjórnin hraðfrystihúsaeigend- um óljós loforð um að þessir samningar yrðu gerðir ógildir mjög fljótlega á einn eða annan hátt. Sérstaklega voru frysti- húsamenn SÍS sannfærðir um að staðið yrði við þetta loforð, en eru nú orðnir óþolinmóðir að biða eftir efndunum. Talið er líklegt að krafan um gengisfellingu sé sett fram núna til þess að ríkisstjórnin geti dundað við að framkvæma gengisfellinguna án þess að Alþingi blandi sér inn í málið þar sem þingið er í sumarleyfi. Margir stjórnarsinnar eru þó mjög á móti því að fella gengið núna og vilja bíða með það fram á veturinn. Kosningar eru að vori og um það leyti færu áhrif gengisfellingar nú veru- lega farið að segja til sín i verri kjörum alls almennings. Það vekur sérstaka athygli, að frystihúsin á Vestfjörðum og á Norðurlandi ætla að standa með húsunum hér sunn- anlands að lokum ef gengið verði ekki fellt. Fyrir norðan og vestan hefur orðið ofsagróði hjá sumum frystihúsanna Daníela var lokkandi fögur og seiddi til sín karlmennina. En þegar á hólminn var komiö breyttist hún skyndilega úr töfrandi konu í óhugnanlegan moröingja. Sjá frásögn og myndir i opnu blaösins. Þýsku lögreglumennirnir: BRUTU ÍSL. LÖG Þýsku rannsóknarlögreglumennirnir sem hingað komu vegna hins vinsæla Ludwigs Lugmeier munu hafa gerst all aðsópsmiklir þegar þeir héldu héðan með sömu flugvél og þýski ræninginn. Tóku þeir manninn í sína vörslu strax og komið var um borð í flugvélina á Keflavíkurflugvelli og þverbrutu með því íslensk lög, enda var þjófurinn ekki framseldur, heldur aðeins vísað úr landi. Svo sem kunnugt er af frétt- honum í hendur þýskra yfir- um var íslenskur lögreglumað- valda þegar flugvélin væri lent. ur sendur með Ludwig út til Þýsku lögreglumennirnir sem Frankfurt og skyldi hann koma

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.