Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Þ ý sk ir....
Framhald af forsíðu
hér höfðu dvalið gerðu sér hins
vegar lítið fyrir og settust að
Ludwig um leið og komið var
um borð í vélina. íslenski
fylgdarmaðurinn varð að láta
sér nægja að sitja einn í næstu
sætistöð fyrir aftan og fylgjast
með þvi sem fram fór.
Að sjálfsögðu höfðu þjóð-
verjarnir ekki nokkra heimild
til að taka manninn í sína
vörslu fyrr en komið var til
Þýskalands en eftir að hafa
dvalið hér nokkra daga hafa
þeir eflaust séð að bjóða má ís-
lenskum yfirvöldum hvað sem
er. Ekkert dagblaðanna hefur
séð ástæðu til þess að fjalla um
þennan atburð, ekki einu sinni
„rannsóknarblöðin” tvö sem
bítast um síðdegismarkaðinn.
Það var ansi fróðlegt að lesa
viðtal Morgunblaðsins við
Bandaríkjamanninn sem
handtekinn var um leið og
milljónaþjófurinn. Kaninn
segist hafa verið búsettur hér í
nærri 20 ár, en ekki þorað að
kæra þann þýska fyrir lögregl-
unni þar sem hann óttaðist að
Ludwig myndi bara múta
lögreglunni og myrða sig síðan.
Því brá Kaninn á það ráð að
stela nokkrum milljónum frá
Ludwig og veifa þeim á börum
í þeirri von að hann yrði hand-
tekinn og sá þýski í kjölfarið.
Svona bráðskemmtilegar sögur
eru í fullu samræmi við önnur
skrif Morgunblaðsins um þetta
mál.
R ík isstjó rn in ...
Framhald af forsíðu
undanfarið ár, en hins vegar er
farið með það eins og manns-
morð. Því er ekki að leyna að
fádæma sukkrekstur er á mörg-
um frystihúsanna hér sunnan-
lands án þess að bankar hafi
gert tilraun til að koma þar á
góðri skipan.
Krafan um gengisfellingu
verður eflaust mjög til umræðu
næstu daga, en benda má að
ríkisstjórnin hefur stöðugt
verið að fella gengið með því að
láta það ,,siga” og nú segja
sumir að best sé að láta það
bara detta þar sem skráningin
sé orðin stórfölsuð. Gífurlegar
lántökur erlendis undanfarin
misseri gera það að verkum að
innan ríkisstjórnarinnar eru
mjög skiptar skoðanir um
gengisfellingu nú, enda vanséð
hvernig standa á undir
stórhækkun þessara skulda
sem leiða mundi af gengis-
fellingu.
N ýnasism i...
Framhald af bls. 4
Gyðingahatur, sem íslensku
nazistarnir boðuðu, fann ekki mikinn
hljómgrunn hér á landi, enda fátt um
Gyðinga i landinu, þótt að nazistarn-
ir þættust sjá Gyðingablóð i mönnum
á ótrúlegustu stöðum hérlendis. ís-
lensku nazistarnir á þessum tíma
voru flestir ungir menn. Og ég lield,
að það sem heillaði þá mest við
stefnuna, var að hún bauð þeim upp
á eins konar flótta út úr gráum og
ömurlegum heimi kreppuáranna.
Þarna sáu þeir liti, blaktandi fána,
einkennisbúninga og dynjandi músik
í ungum eyrum. Þeim fannst þeir
standa við inngang i nýja og fagra
veröld, þar sem allt var eins og það
átti að vera, eða svo hafa sumir
þeirra sagt mér eftir á.
Sumir þessara manna voru alvar-
legir idealistar, og það var þeim ógur-
legt sálrænt áfall, þegar þeirra
draumaheimur hrundi til grunna i
Símaskráin 1978
Símnotendur í Reykjavík, Seltjarnarnesi,
Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi
og Hafnarfirði.
Vegna útgáfu nýrrar símaskrár er nauðsynlegt
að senda skriflegar breytingar, ef einhverjar
eru, fyrir 15. nóv. n.k. til Skrifstofu símaskrár-
innar, Landssímahúsinu við Austurvöll.
Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi síma-
númers tilkyríni skriflega um breytingar, ef
einhverjar eru. Athugið að skrifa greinilega.
Athygli skal nánar vakin á auglýsingu um
breytingar í símaskrána á baksíðu kápu síma-
skrár 1977, innanverðri.
Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prentuð í
gulum lit og geta símnotecidur birt smá-
auglýsingar þar, sem eru ódýrari en aug-
lýsingar i nafnaskrá, enda takmarkaður fjöldi
auglýsinga sem hægt er að birta í nafnaskránni.
Nánari upplýsingar í simum 22356 og 26000
og á skrifstofu simaskrárinnar.
Ritstjóri simaskrárinnar.
I\ljólkurbú Flóamanna
SELFOSSI — SÍMI 1301 (4 línur) — SÍMNEFNI: FLÓAMJÓtK
Framleiðir:
Flestar tegundir af 0STUM, 30-45% feitir,
SMJÖR, SKYR, MJÓLKURMJÖL,
margar tegundir af JÓGURT,
KAKÓMJÓLK Og KAFFIRJÓMA (geymslufeol 4-6 mám).
siðari heimsstyrjöldinni. Sumir
þeirra, kannski þeir einlægustu, hafa
aldrei náð sér til hlítar eftir þetta.
Þeir tækifærissinnuðu i hópnum
björguðu sér fljótlega yfir i aðra
flokka, gamla nazista má nú finna i
öllum stjórnmálaflokkum hér á
landi, og flestir þeirra vilja sem
minnsta tala um sína pólitísku fortið,
afsaka hana helst sem einhver
bernskubrek.
En nú á dögum Itafa nýnazistískir
flokkar skotið upp kollinum i ýmsum
löndum Evrópu, jafnvel i Noregi. Þá
et; spurningin sú, hvort líkur séu á
þvi, að hreyfingar al' þessu tagi nái
einhverju fylgi hér á landi á næst-
unni. Sumir eru þeir, sem telja að svo
sé. Kannske við veltum þeirri
spurningu fvrir okkur næsl.
A ð b la n d a ...
Framhald af bls. 9
Byggt á
sönnum atburðum
Einhver kynni að halda að
svo geggjaður samsetningur
geti hvergi þróast nema í
höfðinu á fjórða flokks kvik-
myndaframleiðanda. Og víst er
um það, að hæpið er að kvik-
myndin um „Úlfakonuna” nái
svo hátt í gæðastiganum.
Þegar Daniela vaknar úr
æðisdáinu er hún á geðveikra-
hæli. Hún er nú alger fangi
kynferðislegra drauma sinna.
Þegar hún hefur drepið sam-
sjúkling sinn, eins og lýst var i
upphafi, flýr hún af spítalanum
og í slóð hennar liggja margir
ungir menn með opinn háls.
I raunveruleikanum bjó
Daniela í Suður-Frakklandi.
STÆRÐIR: 650x16 —
700x16 —750x16
Þú veist að Bridgestone eru
langbestu dekk sem hér
fást
Bridgestone bregst ekki
Heildsala og dreifing
I
isi m
ii
I.augavegi 178,
Reykjavlk.
Slmar: 37881