Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Vegna þess hlés sem var á útgáfu blaös-
ins, og sagt er frá á öðrum stað, hafa
mörg bréf sem blaöinu bárust ekki gildi
lengur og verða því ekki birt. Lesendur eru
beðnir afsökunar á þessu og um leiö
hvattir til að láta heyra frá sér og senda
blaöinu bréf. Nú heldur útgáfan áfram af
fullum krafti og bréf frá lesendum eru vel
þegin eins og áður.
Naðsyn á að fá hressilegt
Mánudagsblað
Hr. ritstjóri.
Er ekki sumarfrí blaðsins að taka
enda? Ég hef saknað þess að fá ekki
Mánudagsblaðið í viku hverri og
vona að þetta hlé g útgáfunni sé
aðeins um stundarsakir en verði ekki
langvarandi.
Mánudagsblaðið er venjulega
miklu hressilegar skrifað en önnur
hlöð sem hér koma úl og alveg lífs-
nauðsynlegl að fá það í hendur til að
líl'ga upp á tilveruna.
Halldór Laxness sagði fyrir
skömmu að það væri mjög hlægilegl
að lesa hástemmdan stil um hvers-
daglega atburði og kynduga sem
gerasl i okkar þjóðlífi. Hann sagði
menn lesa svo mikið af dönskum
vikublöðum að það ruglaði þá alla i
málinu. Lesa of mikið af skrílfregn-
um úr þessum hlöðum. sem eru sá
mesti óþverri sem hægl er að draga
upp á norðurhveli.
Ég er alveg sammála skáldinu. Það
er hlægilegt að lesa þennan rembings-
stíl sem tröllriður dagblöðunum þar
sem a111 á að vera svo ósköp mcrki-
legt og hátíðlegt þótt vcrið sé að
skrifa um eitthvað sem er aigjört
prump. Þessi skólabókastill á fréttum
um margt sem er í rauninni bráð-
fyndið drepur niður öll skemmtileg-
heit í dagblöðunum.
Það er því hrein nauðsyn að fá
hressilegl Mánudagsblað sem fyrsl i
gang aftur og vona ég að ritstjórinn
hafi bara verið að safna meira púðri
til þess að geta sent mergjaðar breið-
síður í allar áttir.
H.R.J.
Þjóðleikhúsið - Týnda teskeiðin:
ÁGÆT HUGMYND
- ILLA UNNIN
Þjóðleikhúsið:
Týnda teskeiðin
Höf.: Kjartan Ragnarsson.
Leikstj.: Briet Héðinsdóttir.
Það sem háir íslenskri leikrit-
un í dag, aðallega, er hin mikla
og lítt afsakanlega óvandvirkni
íslenskir höfundar rata oft á
góðar hugmyndir en þeir slá
yfirleitt slöku við í að útfæra
þær hugmyndir. Eitt nýjasta
dæmi slíkrar óvandvirkni er
Sólarferð en spánýtt dæmi er
Týnda teskeiðin eftir hinn unga
og frjóa höfund Kjartan Ragn-
arsson. Efnið er gott, að vísu
gamalkunnugt úr heimi leik-
bókmennta, tilsvörin oft góð
og atburðarásin ekki fjarri
góðu meðallagi en um of lang-
dregin á köflum, eins og
höfundur sé að reyna að teygja
iopann, eitt hættulegasta og
um leið algengasta bragð
höfunda — þegar þeir eru
komnir í vandræði einkum i
seinni hluta 1. þáttar svo og
eftir hlé.
Það gefur auga leið að jafn
afkastamikill höfundur og
Kjartan, hlýtur að láta gæðin
koma niður á efninu þegar svo
hratt er unnið. Hugmyndirnar
1. Vélarþvottur
2. Hreinsun og
feiti á geymissambönd
3. Mæling á rafgeymi
4. Mæling á rafhleðslu
7 Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Stilling á viftureim
10. Skipt um olíu og olíusíu
11. Mæling á frostlegi
12. Vélastilling
5. Hreinsun á blöndung
6. Hreinsun á bensíndælu 13. Ljósastilling
Verð með söluskatti:
4 cyl. B18-B20-B21 Kr. 17.299.00
6 cyl. B30-B27 Kr. 18.299.00
InnHfalið í veröi: Ratínur; olíusía, þurrkublöð,
ventlalokspakkning.kerti, vinna, vélarolía.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200
eru sóttar að víðsvegar, sumar
góðar aðrar miðlungs. En hvar
er úrvinnslan? Það er eigi að
síður vandaverk að semja
gamanleik um alvarlegt
viðfangsefni. Margir reyna að
dylja dauða punkta með
óþarfa hávaða og leiklátum.
Oft gera leikararnir þetta sjálfir
— ef þeir skynja hortitt í
replikkum eða situasjónum.
En það er slæmt af báðir, bæði
leikarinn og höfundur finna
með sér þennan galla og reyna
að breiða yfir hann eða eyða
honum með ekki leik, heldur
brögðum. Þá er hér að finna
mikið ósamræmi í leik eða
leikhætti. Til dæmis leikur
Róbert Arnfinnsson yfirleitt
hlutverk sitt „straight” en
Sigríður Þorvaldsdóttir kona
hans, yfirleitt farsa og, satt best
sagt, lélegan farsa. Vitanlega
má sakast um þetta við leik-
stjórann, Brietu Héðinsdóttur,
en þó hefi ég grun um að hún
hafi séð einhver missmíði á
hegðan Sigríðar, nema
leikkonan sé svo góð, að eigin
áliti að hún láti ekki að stjórn.
Höfundur skapar ekki að ráði
nokkrar frumlegar týpur. Þær
eru hversdagslegar úr leiktýp-
um íslenskra nútímaverka eins
t.d. Begga, Guðrún Þ.
Stephensen, ein af þessum al-
kunnu vinnukonum sem
skreyttu hvert embættismanns-
heimili fyrir strið og höfundur
þekkir einungis af afspurn og
lestri. Bóndi hennar, Baldi,
Flosi Ólafsson, er venjulegur
fullur ruddi eins og til er ætlast,
Nú bjóða öll umboósverkstæöi VOLVO umhverfis landið sérstaka
VETRÁR SKÖÐUN
VOLVO tilboð fram til 30.11.
ROCKW00L
Hljóðeinangrun
fyrir iðnaðar,
og
verksmiójuhús
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvík sími28200